Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 30

Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 m idro iFRÉTIIR Ml Kun« 1 Meira af efni fyrir þá ungu SÍÐASTLIÐNA viku starfaði með okkur á íþróttasíðu Morgunblaðsins ungur piltur úr Réttarholtsskólanum, Pétur Guðmundsson að nafni. Pétur fylgdist með því hvernig dagblað verður til og aðstoðaði okkur við skrif fþróttafrétta, eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir. Hann skrifaði m.a. um leikina, sem fram fóru á fjáröflunarkvöldi HSl undir stöfunum PG. Ástæðan fyrir því, að Pétur vildi kynnast blaðamennsku, var sú, að hann hafði ekki áhuga á að kynnast neinni sérstakri starfs- grein, en vegna áhuga síns á íþróttum, sótti hann um að fá að komast að hjá einhverri Iþrótta- Þessi mynd svo og stóra myndin sýna Arna aðstoða nemendur sfna. síðunni. Pétur er Valsmaður, að vísu æfir hann ekki lengur, en í andanum er Valur félag númer eitt hjá honum. Pétur segist vera nokkuð ánægður með íþróttafréttir dag- blaðanna, en þó sé þar algjörlega sneitt hjá einum mikilvægum þætti— íþróttum unga fólksins. Íþróttalífið i Réttarholtsskól- anum er mjög fjölbreytt, en þar er Árni Njálsson íþróttakennari. Hér á eftir fer viðtal við Árna, skrifað af Pétri Guðmundssyni, nemanda hans. Allir þeir, sem fylgzt hafa með knattspyrnu á undanförnum árum, þekkja hinn ágæta lands- liðs- og Valsmann Árna Njálsson. Árni hóf að leika með meistara- flokki Vals árið 1952, og lék um 260 leiki með liðinu auk 23 lands- leíkjaogmilli 140-150 leikja með úrvalsliðum. Sem fyrirliði Vals tók Árni við verðlaunum fyrir Bikarkeppni KSÍ árið 1965 og ís- landsmótin 1966 og 1967. Sína síðustu leiki í meistaraflokki lék Árni á móti meisturum Ungverja- lands i Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu, annarri umferð, árið 1967, en það er í eina skiptið, sem fslenzkt knattspyrnulið hefur náð lengra en í fyrstu umferð. S.l. sumar var Árni aðstoðarþjálfari hins sovézka þjálfara Vals. Árni Njálsson er iþróttakennari að mennt. Kennslustörf hóf hann í Breiðagerðisskólanum árið 1956 og kenndi þar til ársins 1964, að hann hóf kennslu við Réttarholts- skólann. Þar hefur Árni haft með marga að gera sem síðar hafa orðið kunnir íþróttamenn og má nefna sem dæmi þá Ólaf Bene- diktsson Val, og Guðjón Magnús- son, Víkingi, en þeir voru báðir i HM-liði íslands. Hér á eftir fer viðtal, sem undirritaður átti við Árna fyrir skömmu-. 1 Skóla- fólk hjá Morgun blaÓinu l Fyrst spurði ég Árna, hvort honum fyndist einhverju ábóta- vant við kennslu og aðstöðu til íþrótta í skólum? Árni sagði, að það væri spor aftur á bak, að skipta íþrótta- sölunum í tvennt eða þrennt. Þar væri aðeins verið að þjóna íþróttafélögunum, sem aðstöðu hefðu í íþróttahúsunum. Mann- virkin væru hönnuð fyrst og fremst með það í huga, að þar væri helzt hægt að iðka innan- hússknattleiki. Árni sagði, að íþróttahúsin væru fátæklega og illa búin af tækjum og áhöldum, sæist varla munur á þessu frá því var fyrir mannsaldri. Næst spurði ég Árna, hvort kennsla íþrótta ætti að vera meiri í skólum? Hann sagði,'að meira en einum tíma á dag ætti að verja til kennsl- unnar á hverja bekkjardeild. Auk þess taldi hann, að skóli eins og t.d. Réttarholtsskólinn, þar sem eru um 800 nemendur, ætti að hafa afnot af íþróttahúsinu í 2 tima á dag, eftir að venjulegum skólatíma lyki. Iþróttakennarar skólans ættu þar að skipuleggja kennslu og hafa tilsögn í sem flestum greinum íþrótta, þar sem leitazt væri jafnan við að fá reynda og þekkta iþróttamenn til að koma í heimsóknir til sýni- kennslu og til þess að ræða við nemendur um viðkomandi íþróttagreinar. Árni sagði það skoðun sína, að íþróttakennslan væri of einhliða. Nokkrar greinar íþrótta, einkum knattleikir, væru kenndar, en ýmsar aðrar aldrei Pétur Guðmundsson sýndar og sniðgengnar. Færi þetta þó nokkuð eftir einstökum kennurum. þar sem þeir hefðu svo til frjálsar hendur hvað þeir kenndu. Þá var Árni að þvi spurður hvort hann yrði sovézka þjálfar- anum til aðstoðar i sumar? Árni kvað svo ekki verða, en sagði, að hann hefði verið i nokkra mánuði með honum í fyrra og sá tími væri sér ógleymanlegur og kvaðst hann aldrei hafa lært eins mikið um knattspyrnu og þá, og vildi helzt líkja tíma þessum við knatt- spyrnuskóla. — Verður Valsliðið eins sterkt í sumar og á s.l. keppnistímabili, spurði ég Árna? — Valsliðið verður mun sterkara nú en í fyrra, sagði Árni, og bætti því við, að hættulegustu mótherjarnir yrðu Keflavík, Fram og ÍBV. — Er mögulegt að koma hér á fót atvinnuknattspyrnu? Árni svaraði því til, að engin grundvöllur væri fyrir atvinnu mennsku hér. Til þess að slíkt væri til umræðu, þyrfti að gjör- breyta öllum rekstri og starfi íþróttahreyfingarinnar. Aftur á móti væri æskilegt, að félögin gætu útvegað leikmönnum sínum allan búnað, innri sem ytri, svo og allan beinan útlagðan kostnað. Að lokum var Arni að því spurður hvort knattspyrnan væri betri nú en var, þegar hann var í eldlínunni, og hvort erlendu þjálfararnir myndu gera henni gagn. Árni sagði, að það væri erfitt að gera slikan samanburð. Hann teldi þó, að knattspyrnan væri betur leikin nú. Miklu meiri þekking væri fyrir hendi og menn æfðu meira en áður. Ný leikkerfi hefðu rutt sér til rúms, þar sem varnarleikurinn skipaði hásæti. Þetta leiddi til þess, að ekki væri skorað eins mikið af mörkum og einstakir leikmenn væru minna áberandi en áður, og því oft minna þekktir af áhorfendum. Um erlendu þjálfarana sagði Árni: Erlendu þjálfararnir koma til með að veita nýju lífi inn í knatt- spyrnuna og gefa henni frísklegri blæ. Eg álít, að nú sé um viss tímamót að ræða, sem erfitt er að sjá hver endir verður á. Fjár- málin skipta þar miklu máli. Samanburður á íslenzkum og er- lendum þjálfurum í knattspyrnu er ekki raunhæfur. Erlendu þjálf- urunum eru greidd 150—200 þús. kr. á mánuði, en íslenzku þjálfurunum ekki nema 15—20 þús. kr. Það er því ekki hægt að gera sömu kröfur til þessara þjálfara. Ég efast um, að sú leið, sem nú er farin við þjálfun 1. deilar liðanna, sé ré’tt. Ég óttast, að um tímabundna „tizku“ sé að ræða, og að félögin verði ómegnug að ráðast í slíkt til lengdar — því sé aðeins tjaldað til einnar nætur. íslenzkir þjálfarar hafa ekki til þessa fengið hliðstæð tækifæri og erlendu þjálfararnir, en vert er þó að minnast þess, að t.d. Karl G uðmundsson náði mjög góðum árangri er hann þjálfaði í Noregi fyrir allmörgum árum, en þar mun hann hafa haft nokkuð góða aðstöðu. Eg held, að ef ís- lenzku þjálfararnir fengju svipaða möguleika og þeir erlendu myndi árangurinn koma. — PG. Innan- félagsmót Innanfélagsmót á vegum Frjálsfþróttadeildar KR fer fram í Laugardalshöllinni 9. marz kl. 13.15. Keppnisgreinar: Stangarstökk og kúluvarp. Lyftinga- námskeið BYRJENDANÁMSKEIÐ er að hefjast í lyftingum á vegum lyftingadeildar KR. Kennsla fer fram í Sænska frystihúsinu, 3. hæð, við Skúlagötu. Gengið er inn frá Skúlagötu. Námskeiðið hófst mánudag- inn 4. marz og stendur yfir í fimm vikur. Kennslustundir verða sem hér segir: A mánu- dögum kl. 20—22, miðvikudög- um kl. 20—22 og á laugardög- um frá kl. 14—16, Leiðbeint verður í olympískri tvíþraut og alhliða uppbyggingu með lyft- ingaáhöldum. FH-ingar ráða Skota KNATTSPYRNUDEILD FH hefur ráðið til sín þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Sá er skozkur og heitir Patrick Quinn. Quinn tekur til starfa hjá FH 15. marz n.k. og vænta FH-ingar sér mikils af honum, en sem kunnugt er hefur FH verið á þröskuldi 1. deildarinn- ar tvö undanfarin ár. Quinn lék 16 ár sem atvinnumaður með skozku liðunum Glagsow Rangers og Hibernian, og auk þess með enska liðinu Black- pool. Síðustu fjögur árin hefur hann starfað á vegum skozka knattspyrnusambandsins sem skipuleggjari knattspyrnunám- skeiða og um tima sem fram- kvæmdastjóri 1. deildar liðsins East Fife. Byrjenda- námskeið Á VEGUM Frjálsíþróttadeildar KR fara fram æfingar fyrir byrjendur í Baldurshaga, saln- um undir stúku Laugardalsvall- ar, á föstudögum kl 18.20—20.00. Þorsteinn skorar ÞORSTEINN Hallgrímsson skoraði 16 stig í leik með liði sinu SISU, gegn Virum í 1. deildar keppni danska körfu- knattleiksins um helgina, og var næst stighæsti maður leiks- ins, sem SISU vann 82—60. Falcon hefur forystu i 1. deild- ar keppninni þegar 16 umferð- ir eru búnar, er með 32 stig, SISU er í öðru sæti með 28 stig, en Virum í þriðja sæti með 22 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.