Alþýðublaðið - 11.08.1920, Side 3

Alþýðublaðið - 11.08.1920, Side 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 •: :: Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja Njála Og Jónas Hallgrímsson, Við lesum ósköpin öll og töl- um um alt milli himins og jarðar. 'Og þetta skyldi engan undra, því við fetum okkur eftir dagblaða- dálkum, stiklum yfir almennar bækur og þjótum yfir listaverka- lista. Fróðleikurinn er mikill, þekk- ingin minni og mentunin minst. Það er einskis manns meðfæri að þurausa mentalindir heimsins og flestir velja þá það ráðið, að glugga í yfirborðið. En mentun er skilningur og flýtur ekki ofan á. Þeir, sem hennar leita verða að kafa djúpt, en oft nægir þeim að kafa örfáar lindir, því flestar eiga þær sameiginleg upptök. Góð bók marglesin er manninum meira virði en margar bækur einlesnar, því eins og það er einkenni þess sem illa er sagt, að heil hersing ómyndugra orða lokast um litla hugsun eða lítilfjörlega tilfinningu, eins er það einkenni þess, sem vel er sagt, að sérhver setning opnar aðdáunarheima og þeir verða ekki kannaðir í einu and- artaki. Við íslendingar erum það heppn- ir að eiga slíkar bækur og þeirra verk er það, að við teljumst ment- uð þjóð. Njálu veit ég bezt skrif- aða og kvæði Jónasar best orki En hvað eru þeir margir, sem í þessar bækur hafa sótt alt það, sem sótt verður? Margir lesa Njálu á hverju ári og þeim ber saman um það, að hún sé betri við fimta lestur en fyrsta, betri við fimtánda en fimta. Og það er engin furða, því sígilt listaverk vex með þroska lesandans og verður aldrei tæmt. Menn kannast við margt, vita færra og skilja fæst. Þeir gera alt á hlaupum, hafa ekki tíma til neins. Þeir hafa hlaðið sig skyldum — aðallega við sjálfa sig — og þeim eru þeir altaf að gegna. Vitanlega er þetta heimska, en það verður varla hjá henni komist. En þó Svona sé, þá úir og grúir hver einasti dagur af auðum stundum °g menn láta sér leiðast. Sumir «*u hygnir og hafa með sér bók t'l að grípa í, og auðu stundirnar VerQa auðugastar. En við eigum enga handhæga útgáfu af listaverkum okkar og höfum því afsökun. Vill ekki ein- hver bókaútgefandinn losa okkur við hana? Vill hann ekki vinna sér og öðrum þægt verk og gefa út smekldega vasaútgáfu af Njálu og kvæðum Jónasar? Z Vakna þu, sem sefnr! Það þarf að gera vistlegra í kirkjum vorum. Kalt ér á vetrum svo menn skjálfa og veikjast. Of heitt er á sumrum í kirkjunum við viss tækifæri, og óloftið er óþolandi. Þarna vottar fyrir stjórn- leysi! — Einhverjir eiga víst að sjá um að vistlegt sé í kirkjunum. Töluvert fé þarf til þess að hita vel kirkjurnar, en það tjáir ekki að horfa í það. Heilsa manna er dýrmæt. — Það ætti söfnuðinum að vera í lófa lagið, að hafa góða loftræst- ingu í kirkjum. Margir gluggar eiga að vera á hjörum á báðum hliðum kirkjunnar. Og glugga þessa á að hafa opna þegar þörf gerist, og lokaða þegar við á. Helst af öllu ætti að hafa þrennar til fernár dyr á kirkjunni. Það er hentugt þegar eldsvoða ber að höndum. En í sumarhita, þegar margt er í kirkju, ættu allar dyr að standa opnar og gluggar einnig. Safnaðarmenn eiga að taka að sér til skiftis að sjá um að „guðs- húsið" sé vistlegt og undirbúið eins og við á í það og það skiftið. Hverjir annast það í dómkirkj- unni að vísa til scetis, opna glugga eða loka peim, opna hurðir eða loka peim eftir hæfi? Það lítur út fyrir að ekkert sé um þetta hugsað. Þetta verk á ekki að ætla einum manni, held- ur mörgum. Sóknarnefnd eða safnaðarnefnd á ekki að vera að- eins til málamynda, eins og of margar nefndir eru hjá oss. Vilja réttir hlutaðeigendur athuga þetta og fleira, sem ekki er nefnt hér, viðvíkjandi kirkjunum, upphitun þeirra, loftræstingu, hreinlæti og \ í síma 716 eða 880. :: :: fegurð — innan veggja og utan? — Ekki einhverntíma, heldur nú þegar. Amicus. Baðker úr gulli. Rússneski prinsinn og franska frúini Um þessar mundir vekur mál eitt, milli rússnesks prins að nafni Eliseieff og franskrar konu, Mlle Brésil, mikla athygli í París. Frinsinn hafði, með samningi, heit- ið ungfrú Brésil nokkrum tugum þúsunda franka í árlegar tekjur, en svo brást loforðið, er til efnd- anna kom. En ungfrúin hafði £ sínum höndum verðmikla innan- stokksmuni, er prinsinn átti; meðal annars baðker eitt úr skfru gulli, er kostar um hundrað þús. franka. Heimtar Mlle Brésil að sér séu dæmdir munirnir upp í launinl en prinsinn er orðinn leiður á henni og vill þá náttúrlega losna við allar fjárframlögur og halda munurn sfnum. líæjarmóriim. Hver er ástæðan til þess, að bæjarmórinn er nú svona gífurlega settur upp? Hefir kaup þeirra sem að honum vinna hækkað um svona margar prósentur síðan í fyrra? — Eða gengur bærinn á undan í okri og uppskrúfun. Kolaverðið er nú allsæmilega hátt hér í bæ, en þó munu áhöld um, hvort ekki er betra að kaupa þau, en móinn nú. J. Ungnr frægnr hershöfðingi, Tongachewski. Samkvæmt skeytum Bolsivíka tii Parfs, heitir sá Tougachewski sem stjórnar innrásinni í Pólland. Það var hann sem í broddi fylk- ingar i. herdeildar Rússa réði niðurlögum þeirra Koltschaks og Denikins. Hann er að eins 27 ára að aldri.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.