Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNI 1974
\ iÞRðTTAFBÉTTIB MOBGBMBLAflSHIS
Færeyjafararnir valdir
VALINN hefur verið landsliðs-
hópur sá, sem leikur gegn Færey-
ingum í Þórshöfn á miðviku-
daginn í næstu viku. Hafa verið
gerðar nokkrar breytingar á þeim
landsliðskjarna, sem tilkynntur
var af landsliðsnefnd fyrir hálf-
um mánuði. Þannig eru Keflvík-
ingarnir Gísli Torfason og Ástráð-
ur Gunnarsson úti I kuldanum,
sömu sögu er að segja um Teit
Þórðarson, en sá síðarnefndi á við
meiðsli að stríða. Inn í hópinn nú
hafa bætzt Óskar Tómasson, Vfk-
ingi, og Keflvíkingurinn Grétar
Magnússon.
Hópurinn, sem fer til Færeyja,
skipa eftirtaldir leikmenn: Þor-
steinn Ólafsson, ÍBK, Diðrik
Ólafsson, Vfkingi, Grétar Magnús-
son, ÍBK, Karl Hermannsson,
ÍBK, Marteinn Geirsson, Fram,
Jón Pétursson, Fram, Asgeir
Elfasson, Fram, Guðgeir Leifsson,
Fram, Magnús Þorvaldsson, Vík-
ingi, Óskar Tómasson, Víkingi,
Jóhannes Eðvaldsson, Val, Hörð-
ur Hilmarsson, Val, Ólafur Sigur-
vinsson, IBV, Atli Þór Héðinsson,
KR, Matthfas Hallgrímsson IA.
Fjórir þessara pilta hafa ekki
áður leikið f landsliði. Víking-
arnir Magnús Þorvaldsson og Ósk-
ar Tómasson, sem enn er á
unglingalandsliðsaldri, Atli Þór
Héðinsson KR og Jón Pétursson
Fram.
Liðið fer utan á þriðjudag og
kemur væntanlega heim á
fimmtudag. Fararstjórar verða
Jens Sumarliðason, Helgi
Daníelsson og Tony Knapp, þjálf-
ari liðsins.
Dregið hjá KKÍ
DREGIÐ hefur verið f happdrætti
Körfuknattleikssambandsins og
kom upp númerið 20061. Eigandi
vinningsnúmersins getur snúið
sér til skrifstofu KKI í fþróttamið-
stöðinni og sótt vinning sinn.
Unglingalandsleik frestað
Hörður Tuliníus
alþjóðadómari
HÖRÐUR Tulinius tók fyrir
nokkru þátt í dómaranámskeiði
fyrir körfuknattleiksdómara í
Belgíu. Námskeið þetta er mjög
erfitt, en þeim, sem standast próf-
ið, gefur það réttindi sem milli-
rfkjadómarar. Hörður stóð sig
með prýði og hefur nú hlotið al-
þjóðaréttindi sem körfuknatt-
leiksdómari. Er hann annar ís-
Hinn 17 ára gamli OsKar 'iomas-
son, sem enn er f unglingalands-
liði, leikur að lfkindum sinn
fyrsta landsleik gegn Færeying-
um á miðvikudaginn.
Unglingalandsleiknum við
Færeyjar, sem fram átti að fara á
mánudaginn, hefur verið frestað
um óákveðinn tfma. Var leiknum
frestað vegna þjóðhátfðar og eins
vegna þess, að ferðir frá Fær-
eyjum voru óhagkvæmar. Jens
Sumarliðason verður fararstjóri f
ferð a-landsliðsins til Færeyja f
næstu viku og mun hann þá ganga
frá þvf, hvenær unglingalands-
leikurinn fer fram.
Að Færeyjarleiknum undan-
skildum er næsta verkefni ungl-
ingalandsliðs þátttaka f Evrópu-
keppni og verður dregið hvaða lið
leika saman f byrjun júlf.
Unglinganefnd sú, sem starfað
hefur undanfarið, hefur beðizt
lausnar, enda var hún ekki skipuð
nema fram yfir þátttöku UL f
úrslitakeppni EMunglingalands-
liða f Svfþjóð sfðastliðið vor. Frið-
jón Friðjónsson gjaldkeri KSÍ
skoraði úr. Og aftur skoraði Þórð-
ur nokkru síðar og verður það
mark að skrifast á reikning
varnar Selfyssinga, þar sem hver
varnarmaðurinn á fætur öðrum
ásamt markverði hafði möguleika
á að afstýra hættunni.
Síðasta orðið f leiknum hafði
svo hinn marksækni framherji
Selfyssinga, Sumarliði Guðbjarts-
son, er hann skoraði skömmu
fyrir leikslok með fallegu skoti.
I heild var leikurinn þokkalega
leikinn af báðum liðum miðað við
aðstæður, en greinilegt er, að Sel-
fyssingar eru í framför og verða
ekki auðsigraðir í síðari umferð-
inni.
sagði f viðtali við Morgunblaðið f
gær, að ekki væri ákveðið hvernig
unglinganefndin yrði skipuð f
framtfðinni. Annaðhvort yrði
þjarmað að þeim, sem sátu f
nefndinni, til að sitja áfram eða
nýir menn fundnir í þeirra stað.
ttr leik Armanns og Þróttar sem fram fór fyrir nokkru. Þórður
Hilmarsson, sem skoraði bæði mörk Þróttar f fyrradag, virðist ekki
aiveg með á nótunum, þegar Ármenningurinn með knöttinn á höfðinu
smeygir sér á milli hans og annars Þróttara.
Fram og IBA
leika í kvöld
Fram og IBA mætast í 1.
deildinni í kvöld, leikurinn fer
fram á Laugardalsvellinum og
hefst klukkan 20.00. Flestir
veðja örugglega á framara í
þessum leik, en hafa þó í huga
að Valsmenn máttu þakka fyrir
jafntefli gegn Akureyringum f
leik liðanna í Reykjavík fyrir
nokkru sfðan.
Einnig átti leikur ÍA og KR
að fara fram f kvöld, en hefur
verið frestað til morguns. Fer
hann fram á Akranesi og hefst
klukkan 16.00.
Haukar og Ármann mætast f
2. deildinni í kvöld og fer
leikurinn fram f Firðinum.
Haukarnir standa nokkuð vel
að vígi í 2. deildinni og gætu
með sigri f leiknum blandað sér
f baráttu toppliðanna. Armenn-
ingar hafa þó sýnt framfarir að
undanförnu og verða tæplega
auðsigraðir í kvöld.
Svíarnir verða erfiðir
Þróttarar taka
deild
forystu í 2.
LIÐ bræðranna Guðbjörns og Óla
B. Jónssonar, Þróttur og Selfoss,
mættust í 7. umferðinni í 2. deild
á velli Þróttar við Sæviðarsund á
miðvikudagskvöldið. Eftir gangi
leiksins að dæma hefði ekki verið
Vallarmet
á Hvaleyri
I UNGLINGAKEPPNI, sem ný-
lega fór fram á vegum Golf-
klúbbsins Keilis á Hvaleyrar-
velli, gerðist það, að einn ungl-
inganna, Sigurður Thorarensen
úr Keili, lék 18 holur á 70 högg-
um og er það vallarmet. Sigurð-
ur er aðeins 16 ára og er með 4 í
forgjöf, en það er með þvf
lægsta meðal íslenzkra golfleik-
ara. Þetta vallarmet Sigurðar
kom þó engan veginn á óvart,
þvf hann hefur verið í fremstu
röð undanfarin tvö ár þrátt
fyrir ungan aldur. Lék hann
Hvaleyrarvöll á 71 höggi I fyrra
og var það þá vallarmet.
ósanngjarnt, að liðin hefðu skipt
með sér stigunum, en Þróttarar
höfðu heppnina með sér og sigr-
uðu með 2—1. Þróttur er því enn í
efsta sæti, að lokinni fyrri um-
ferð, en FH, sem mætir ísfirð-
ingum á ísafirði á morgun, á
möguleika á að ná sömu stigatölu.
Þannig að allt útlit er fyrir jafna
baráttu í deildinni, þvf Blikarnir
fylgja fast á eftir, en þeir mæta
Völsungum frá Húsavík á Valla-
gerðisvelli f Kópavogi á morgun.
Selfyssingar eru aftur á móti
um miðja deild með 6 stig og hafa
þvf tryggt sæti sitt en koma tæp-
lega til með að blanda sér f bar-
áttu efstu liðanna, úr því sem
komið er.
Fyrri hálfleik Þróttar og Sel-
fyssinga lauk, án þess að mark
væri skorað, þrátt fyrir góð tæki-
færi beggja aðila.
Þróttur hafði þó heldur undir-
tökin og var sterkari aðilinn.
Snemma í sfðari hálfleik var
dæmd vafasöm vítaspyrna á Sel-
foss, sem Þórður Hilmarsson
n k
IAIM74
— VIÐ höfum séð heimsmeistar-
ana 1974 leika. Það getur ekkert
lið staðizt Hollendingunum snún-
ing, leiki þeir eins og þeir gerðu
hér í kvöld á móti Argentínu.
Þannig fórust Gllnther Siebert,
framkvæmdastjóra þýzka 1.
deildar liðsins Schalke 04 orð,
eftir að hafa horft á leik Hollands
og Argentínu í heimsmeistara-
keppninni í fyrrakvöld. Og það
eru vissulega fleiri sömu skoð-
unar. Hollendingar léku sem
snillingar. Hollendingar verða
óstöðvandi. Gruyff bezti knatt-
spyrnumaður, sem uppi hefur
verið. Þannig voru fyrirsagnir
dagblaðanna í Vestur-Þýzkalandi.
Formaður hollenzka knatt-
spyrnusambandsins, Evert Grif-
horst, sagði eftir leikinn. — Ef við
náum slíkum leik sem f kvöld
eigum við alla vega að komast í
úrslitin í Múnchen. Sem betur fer
urðu engir af leikmönnum okkar
fyrir meiðslum í kvöld.
— Stórskemmtilegt! Fyrstu 20
mínútur leiksins voru hátíð. Það
er enginn efi á því, að við verðum
heimsmeistarar. Þetta sagði Ruud
Geels, einn af leikmönnum
hollenzka liðsins, sem einnig er
þekktur fyrir frammistöðu sína
með liði rinu, Ajax.
Brasilíumenn hafa nú tekið
gleði sína svo um munar, eftir
sigurinn gegn A-Þýzkalandi. 1 Rio
de Janeiro var dansað á götunum
nóttina eftir leikinn — og menn
þar eru sannfærðir um, að það,
sem Brasilíumennirnir sýndu í
leiknum á móti Þjóðverjum, sé
aðeins fyrsta skrefið í átt til þess
að hreppa heimsmeistaratitilinn í
fjórða sinn.
— Við töpuðum, en samt sem
áður held ég, að við höfum leikið
góðan leik, og við erum eftir at-
vikum ánægðir með það, sagði
sænski landsliðsþjálfarinn
George Áby Ericsson, er hann
ræddi við fréttamenn að loknum
leik Svfþjóðar og Póllands.
— Það er ef til vill mikilvægast
fyrir okkur að geta sannað öllum,
að við leikum góða knattspyrnu,
bætti þjálfarinn við, — hingað til
hefur mér fundizt sem hinar
þjóðirnar f HM hafi ekki tekið
okkur ýkja alvarlega. Við vorum
klaufar að vinna ekki þennan
leik, eða í það minnsta að ná jafn-
tefli, og það var mikið áfall fyrir
okkur að Björn Andresson, einn
okkar beztu leikmanna, meiddist í
leiknum.
Mikil gleði var ríkjandi f her-
búðum Pólverjanna að leik lokn-
um. — Við erum í sjöunda himni
yfir sigrinum, en ekki leiknum,
sagði aðstoðarþjálfarinn Jacek
Gmoch. Þetta var mjög mikilvæg-
ur leikur fyrir okkur, og í sann-
leika sagt, voru leikmennirnir
ekki fullkomlega búnir að ná sér
eftir hinn erfiða leik við Italfu.
Sænska liðið er lygilega gott og ég
er ekki f vafa um, að Júgóslavarn-
ir og Vestur-Þjóðverjarnir eiga
eftir að lenda í miklum erfiðleik-
um með þá.
lenzki körfuknattleiksdómarinn,
sem þessi réttindi hlýtur. Krist-
björn Albertsson hlaut þessi rétt-
indi í fyrra og má búast við því, að
þeir fái leiki í Evrópukeppni fé-
lagsliða f haust.
MS MS MS
sm
MS MY Aðnlst AUGL Vg/y TEIKr IMDAM ræti 6 simi MS VSINGA- MISTOFA ÓTA Í5810