Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNt 1974
37
Skuggamynd i fjarska
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MARIU LANG,
PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTíR,
42
Ég smitaðist af hugaræsingi
hans og bauðst tafarlaust til að
hringja til Christers. Svo hljóp ég
eftir ganginum, niður stigann og
inn f reykherbergið. Ég kinkaði
kolli utan við mig og annars hug-
ar til Kersti Ryd og Karls Gustafs,
sem sátu þar inni, og lokaði vand-
lega dyrunum á símaklefanum.
Meðan ég var að velja númerið
var ég að hugsa um hvort Christer
og Einar sætu heima í Skilling
rðnd og ræddu um það sem fyrir
eyru mín og augu hafði borið
kvöldið áður, f veizlunni, eða
hvort þeir hefðu farið út að fá sér
hressingu. En Einar svaraði, og
hann sagði, að þeir myndu koma
tafarlaust. Þegar ég lagði sfmann
á, ég fann, að ég skalf frá hvirfli
til ilja.
Ingmar stóð og beið mín, þegar
ég kom upp og hann virtist enn
hafa færzt í aukana.
— Hvernig gekk, sagði hann
kvíðafullur og hátt. — Náðirðu í
lögreglunanninn?
Og þegar ég fullvissaði hann
um að Christer yrði kominn á
vettvang eftir andartak fór hann
að ganga órólegur fram og aftur.
;— Hann hlýtur að koma,
tautaði hann. — Eg ætla að segja
honum fyrir hverjum Eva opnaði
um kvöldið. Hann skal fá að vita
HVER ÞAÐ VAR SEM MYRTI
HANA. Nú veit ég það loksins . .
fyrir vfst. Og ég skal sjá um, að
hefndum verði komið fram.
Hann nam staðar hjá mér og ég
tók eftir því í fyrsta skipti, að
hann hafði falleg og skýr augu.
— Ég skal segja þér, bætti hann
hæglátlega við — ég elskaði hana.
Þó að hún væri ekki hrifin af mér
á þann hátt, þá elskaði ég hana.
Hún var það bezta og fallegasta,
sem ég hef á ævi minni kynnzt.
Svo snerist hann á hæli og fór
frá mér. Ég fann fyrir einhverri
óskiljanlegri löngun til að gráta. .
. . bæði yfir snauðu lffi Ingimars
og dauða Evu — sem yrði
nú upplýstur von bráðar,
hvernig hafði borið að. Ég hallaði
mér að bókahillunum og barðist
við að ná valdi á mér. En aldrei
þessu vant sótti ég ekki hingað ró
og svölun, sönnu nær væri að
segja, að mér fyndist HUG— B
fjandsamlegt og ónotalegt, og
enda þótt ég vissi ég væri ekki
ein, varð ég gripin óstjórnlegri
myrkfælni. Einhver gat legið f
leyni f öllum þessum dimmu
skotum, einhver gat laumast
aftan að mér. . . einhver sem var
illur og ómanneskjulegur.
Enn þann dag f dag er ég þess
ekki umkomin að segja til um,
hvort ég heyrði eitthvað í raun og
veru eða hvort ég lét hræðsluna
og ímyndunina hlaupa með mig í
gönur. En ég hraðaði mér út um
næturdyrnar og niður, og þótt úti'
væri hrollkalt, þá fannst mér
skárra að bíða þar en inni á meðal
allra þessara lymskulegu skugga-
mynda.
Ég varð að biða drykklanga
stund eða þar til klukkan var tutt-
tugu mínútur gengin f ellefu. Þá
loksins komu þeir, argir og og
reiðir yfir þeim töfum, sem þeir
höfðu orðið fyrir á leiðinni. Þá
var mér orðið nístingskalt í þunna
kjólnum mínum og ekki hafði
dregið úr taugaspennunni. Ég
sagði þeim í sem stytztu máli og
nokkuð flaumósa frá því sem
Ingimar hafði sagt, og hvernig
hann hafði hegðað sér, og
Christer hlustaði á mig alvarlegur
í bragði. Hann var orðinn allvel
kunnugur í HUG—B, svo að
þegar inn kom, stefndi hann rak-
leitt til sögustofunnar. En við
urðum öll fyrir vonbrigðum,
þegar þangað kom, og fundum
ekki Ingimar á sínum vanastað.
Ég held, að Christer hafi einnig
farið að ókyrrast þá þegar. Hann
skipaði okkur að leita um allt
húsið að Ingimar.
Enginn var í næsta herbergi og
f báðum ríkti þögn og undarlegt,
en talandi myrkur....
Einar fór niður f reykstofuna,
en ég ákvað að fara í herbergin
sex í ganginum. Ég þreifaði mig
áfram og allt i einu rakst ég á
eitthvað, sem ég sá ekki betur en
væri ein mannvera með tvö
höfuð. Eg rak upp óp og tvær
verur hrukku hvor frá annarri.
Pelle tuldraði eitthvað samhengis
laust rugl, og allt í einu fór ég að
velta þvf fyrir mér, hvað f
ósköpunum þau hefðu verið að
gera þarna inni í myrkrinu. Bæði
þvertóku fyrir að hafa séð
Ingimar og ég flýtti mér á brott.
Ég fór framhjá sögustofunni og
inn í lestrarsaiinn til Jans. Hann
var svo niðursokkinn í skriftir, að
hann tók ekki eftir, þegar ég kom
inn og þar sem hann fylgist yfir-
leitt ekki með, hvað gerist úti í
garðinum, kvaðst hann auðvitað
ekki hafa tekið eftir því, hvort
Ingimar hefði gengið hjá. Og það
var einkennandi fyrir hann, að
hann sagðist ekki hafa tekið eftir,
að annar en Görel gengi hjá... .
Inni í vélritunarherberginu
hamaðist Staffan Arnold á rit-
vélaskrífli og hafði hengt úrið sitt
á nagla við, og svart hár hans stóð
út í allar áttir; svo virtist sem
hann kæmi varla fyrir sig hver
Ingimar Granstedt væri. Ég and-
varpaði mæðulega og gekk aftur
inn í sögustofuna.
Þar voru þeir fyrir Einar og
Christer. Andlit þeirra voru
þungbúin og alvarleg. Einar tók
utan um mig og benti á borð
Ingimars, án þess að mæla orð af
vörum. Á þerripappírnum voru
tveir rauðbrúnir blettir og ég
skildi ósjálfrátt, að þetta voru
blóðblettir en ekki blek.
Christer rétti mér gleraugu. . .
annað glerið hafði brotnað.
— Ég fann þau á gólfinu, sagði
hann, án þess að geðshræring yrði
merkt í rödd hans. — Og þegar ég
leitaði betur, fann ég líka þetta
hér.
Hann gekk að arninum og greip
skörunginn. Þegar hann bar hann
upp að ljósinu sáum við, að fremst
á honum voru hár, sem voru
klístrug af blóði, sem enn var
ekki storkhað....
Drengur minn, þú ert of lítill til að reyk ja.
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags
0 Stefna kommúnista
að hér verði
sósíalístískt þjóð-
félag
Sigríður Arnadóttir, Skólavegi
32, Keflavik, skrifar á þessa leið:
„Nýlega lýsti Magnús
Kjartansson þvi yfir i sjónvarpi,
að stefna Alþýðubandalagsins
væri sú að gera íslenzkt þjóðfélag
að sóslalistísku þjóðfélagi, fengju
kommúnístar til þess nógu mörg
atkvæði í kosningunum.
Þá veit maður það.
Þið, unga fólk, sem nú kjósið
máski i fyrsta sinn, hvernig lízt
ykkur á?
Mynduð þið sætta ykkur við að
hlýða skipunum frá Rússum og
Magnúsi Kjartanssyni? Viljið þið
missa frelsi ykkar og þurfa jafn-
yel að skíra börn ykkar rússnesk-
um nöfnum? Þetta er engin fjar-
stæða.þegar þróunin i Eystrasalts-
ríkjuhum, sem Rússar hafa lagt
undir síg er höfð i huga.
# Lendingar
rússneskra
flugvéla hér
Jón Sigurðsson forseti varði
allri sinni ævi til þess að koma
landinu okkar undan einveldi
Dana, en lokasigur þeirrar bar-
áttu varð ekki fyrr en 1944. Ætlið
þið að stuðla að því með atkvæði
ykkar nú, að sjálfstæði landsins
verði skert?
Ég hef alltaf haldið þvi fram, að
um leið og varnarliðið væri farið
héðan væru Rússar ekki lengi að
koma sér fyrir hér.
Við vitum fátt um þær njósnir
og hættur, sem steðja að okkur
íslendingum.
Hvers vegna var leyft, að hér
lentu stórar, rússneskar her-
flutningavélar?
Hvernig stóð á senditækjunum,
sem fundust í Kleifarvatni?
Það er hægt að spyrja um margt
i þessa veru, án þess að nokkur
svör fáist við spurningunum.
Kommúnisminn hefur þann
hátt á i þeim löndum, sem hann
vill hremma, að fá fólkið til fylgis
við sig með fagurgaia og loforð-
um, þótt ekki sé hlífzt við að
skjóta það á eftir, ef það hlýðir
ekki.
Einu sinni sagði merkur ís-
lendingur, að betra væri að láta
sig vanta brauð en að tapa frels-
inu.
# Efnahagurinn
Nú eru efnahagsmálin okkar í
kalda koli og munu þeir, sem við
þessu taka, ekki vera öfundsverð-
ir, en viðreisn verður að koma
með einhverjum hætti. Allt
hugsandi fólk sér, að þessi stjórn
getur ekki stjórnað.
Og blessaðir sjómennirnir
okkar, sem leggja líf sitt og krafta
í sölurnar fyrir þessa óstjórn, —
það eru þeir, sem eru máttar-
stólparnir. Guð blessi þá.
Ég vona, að hinn mikli máttur,
sem verndað hefur landið okkar
hingað til, geri það áfram.
Kjósið frelsið! Kjósið D-listann!
Skrifað á Jónsmessu,
Sigríður Arnadóttir."
% Frambjóðendur
í sjónvarpi
Brynveig Þorvarðardóttir,
Laugavegi 27 A, skrifar:
„Ein mín mesta ánægja í vor
hefur verið að sjá og hlusta á
frambjóðendur stjórnarflokk-
anna í sjónvarpinu.
Eg efast ekki um, að flestir
þeirra hafi góða skólamenntun,
og þeir eldri hafa vitanlega bæði
þekkingu og lifsreynslu i þeim
málum, sem þeir hafa áhuga á að
koma fram, nái þeir völdum i
ríkisstjórrtinni.
Það, sem nú er efst á dagskrá,
er vitanlega hin mikla verðbólga,
sem geisar yfir land og þjóð, og
einnig varnir Islands.
Það, sem mig hefur undrað
mest á í sjónvarpinu, eru þeir
ungu frambjóðendur, sem kenna
flokka sína við Marx, Stalin og
Lenín, að ógleymdri Möðruvalla-
hreyfingunni.
Ég hugsaði sem svo, að þeir
hlytu að vera eitthvað geggjaðir
að láta sér detta í hug, að þeir geti
fengið atkvæði til að komast inn á
þing og ætla sér að vinna fyrir
þjóðina hér með dauð málefni frá
Rússlandi. Þessir þrir kommún-
istar eru löngu dánir og baráttu-
stefnur þeirra fóru með þeimi
gröfina.
# Yfirgangur
og þörf varna
Þeir, sem tóku við stjórninni
eftir Stalín, breyttu vitanlega
stefnuskránni og færðu hana inn
á þá braut, sem átti við á atómöld.
Mér er vel kunnugt um hvað
Rússar gerðu til að ná Borgundar-
hólmi I Danmörku undir sig. Þeir
voru einnig með njósnaflota í
Austursjónum eftir striðslok
1946.
Verkin tala og allir, sem eitt-
hvað fylgjast með, vita hversu
mörg lönd þeir lögðu undir sig
eftir stríð og á hvern hátt þeir
gerðu það.
íslendingar eru friðsöm þjóð,
sem getur ekki varið sitt land
hjálparlaust. Daglega koma frétt-
ir um margs konar yfirgangslæti
þjóða á milli víða i heiminum, og
ég leyfi mér að segja, að þeir
Íslendingar, sem vilja hafa landið
varnarlaust, eru landssvikarar.
Mér hefði fundizt bezt
viðeigandi ef Islendingar hefðu
sjálfir getað varið sitt land, en þar
sem þjóðin er fámenn og fátæk,
þá er það vitanlega ekki hægt.
Varnarliðið má ekki vera minna
en við höfum nú á Keflavíkur-
flugvelli.
# Ábyrgð gagnvart
komandi kynslóð-
um
Nú 30. júní verður kosið um
þetta máléfni. Vil ég benda kjós-
endum á að láta ekki blekkjast af
bjánum, sem vilja hafa landið
varnarlaust. Þeir, sem vilja, að
íbúar landsins hafi skilyrði til að
lifa sem frjáls þjóð i framtíðinni,
kjósa þann flokk, sem vill hafa
landið varið, og það er Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Ég vil ekki islenzku þjóðinni
það illt, að hún komist undir það
hervald, sem kallað yrðiSovét-Is-
land.
íslenzka þjóðin er ekki svo
heimsk eða illa upplýst, að hún
þurfi þess vegna að eyðileggja
frjálst líf hjá komandi kynslóð-
um.
Mig undrar stórum, að Fram-
sóknarflokkurinn skuli leyfa sér
að álíta, að ísland geti verið
varnarlaust, eins og fram hefur
komið margsinnis undarfarið.
Brynveig Þorvarðardóttir.“
Fjöldi
aðmírála
r
á Islandi
MIKILL fjöldi af aðmíráls-
fiðrildum virðist hafa borizt til
íslands með hlýjum suðaust-
lægum vindum sfðustu daga.
Fólk hefur hringt í Náttúru-
fræðistofnunina og tilkynnt
um, að það hafi fundið falleg
og stór fiðrildi víða á landinu.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Finn Guðmundsson
fuglafræðing i gær og spurðist
fyrir um þessi fiðrildi. Hann
sagði, að þau fiðrildi, sem
hann hefði séð, væru aðmíráls-
fiðrildi, en þau kæmu nú
hingað í hópum með hlýja loft-
inu sunnan úr Evrópu. Heim-
kynni þessara fiðrilda væri þó
ekki þar, heldur í Norður-
Afrfku, en þetta væru flökku-
fiðrildi og færu þau stundum á
flakk í stórum flokkum norður
um alla Evröpu. Til islands
kæmu þau ekki nema við sér-
stakar aðstæður, helzt svipaðar
þeim, sem verið hafa sfðustu
daga.
Sagði Finnur, að þeir á
Náttúrufræðistofnuninni
væru mjög þakklátir ef fólk
léti þá vita um fleiri fiðrilda-
fundi, því þeir reyndu að
halda öllum slíkum upplýs-
ingum saman.
VARIZT
VINSTRI
SLYSIN
*D
sunna
MALLORKA
Paradís á jörð. í meira en
hundrað ár hefir Maltorka verið
eftiraótt paradts fyrir Evrópubúa.
Pannig var það á dögum Chopin.
þegar aðeins fína fólkið i Parfs
hafði efni á þvf að eyða þar sót-
rfkum vetrardögum.
Nú er Mallorka fjölsóttasta ferða-
mannaparadis Evrópu. Meira en
hundrað baðstrendur vfðsvegar á
ströndum hins undurfagra ey-
lands. Náttúrufegurðin er stór-
brotin, há fjöll, þröngir firðir, bað-
strendur með mjúkum sandi og
hamraborgir og klettar. Glaðvær
höfuðborg, fögurog ekta spönsk í
útliti og raun.
Maliorka er sannkötluð paradis.
þangað vilja allir ólmir, sem eitt
sinn hafa þangað komizt. islenzk
skrifstofa Sunnu veitir farþegum
öryggi og ómetanlega þjónustu.
Þar er sjórinn, sólskinið og
skemmtanalifið eins og fólk vill
hafa það, sannkölluð paradis,
vetur, sumar, vor og haust.
Sunna býður mikið úrval af
góðum hótelum og ibúðum I sér-
flokki.
nrmi
FÍRflASKRIFSIOFAN
SUNNA