Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNt 1974 25 er svo annað lakk Þegar þú kýst.. 15 heilrœði til ungra kjósenda 0 Þú mátt kjósa, ef þú ert 20 ára 30. júni 1974, á kjördag. 0 Þú kýst á þeim stað, sem þú áttir lögheimili á 1. desember sl. • Þú kýst í skölanum í þínu hverfi. • Þú kýst í þeirri skólastofu, þar sem kjördeild þinnar götu er. 0 Þú segir fyrst heimilisfang þitt og siðan til nafns, þegar þú kemur inn i kjördeildina. • Þú færð kjörseðilinn afhentan af kjörstjórn. 0 Þú greiðir atkvæði þitt inni i öðrum hvorum kjörklefanum i stof- unni. ^ Þú setur x framan við bókstáf þess lista, sem þú ætlar að styðja. 0 Þú mátt breyta röð frambjóðenda á þínum lista með því að setja tölustafina 1, 2, 3 ... fyrir framan nöfn þeirra. 0 Þú mátt strika yfir einn eða fleiri frambjóðendur á þinum lista. 0 Þú skalt ekki strika yfir nafn á einum lista og setja x á annan, með því ógildir þú atkvæði þitt. 0 Þú brýtur seðil þinn einu sinni saman og setur hann í innsiglaðan kjörkassann. 0 Þú færð allar frekari upplýsingar hjá kosningaskrifstofum stjórn- Imálaflokkanna. 0 Þú skalt neyta atkvæðisréttar þíns, þvi þannig hefur þú áhrif á stjórn málefna byggðar þinnar. 0 Þú skalt kjósa þann stjórnmálaflokk. sem tryggir örugga framtíð þína og þinna. Manstu þegar þú lakkaðir síðast? Lakklyktin ætlaói alla að kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú keyptir. Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið. Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré og stein, - úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra veðurrvatns- og þvottheldni. Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil líka. Kópal-Hitt þomar á 1-2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós. Þegar þú ert búinn að lakka, þá, - já þá þværðu rúlluna og penslana úr venjulegu sápuvatni. Hugsaöu um Hitt þegar þú lakkar næst. Unáíning' Mótmælir mati heil- brigðisráðuneytisins ATHUGASEMD frá Læknafélagi Islands vegna greinargerðar heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um veitingu héraðs- læknisembættisins f Eyrarbakka- héraði. Stjórn Læknafélags Islands hefur borizt greinargerð frá Læknafélagi Suðurlands um ný- lega veitingu Eyrarbakkahéraðs. Hafði Magnúsi Sigurðssyni heim- ilislækni í Reykjavík verið veitt embættið, en Konráð Sigurðssyni héraðslækni I Laugarási hafnað. 1 þessari greinargerð var ákvörðun ráðherra gagnrýnd. í athugasemd frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 12. júnf sl., (Tfminn og Þjóðvilj- inn 15. júnf sl.) er frá því skýrt, að það hafi verið mat ráðherra, að rétt væri að veita Magnúsi Sig- urðssyni lækni héraðslæknisemb- ættið og við veitinguna tekin full hliðsjón af yfirlýstum vilja hér- aðsbúa. Sé um að ræða að flytja veiting- arvaldið úr höndum ráðuneytis til hreppsnefnda og sveitarstjórna þá verður að gera þá kröfu, að þessir aðilar meti hæfni eftir menntun og starfsferli umsækj- enda, en hvorki eftir venzlum né kunningsskap. Það er skiljanlegt, að ráðherra vilji stuðla að vinsældum í Eyrar- bakkalæknishéraði svona rétt fyr- ir kosningar, en að túlka bréf sveitarstjóranna I Stokkseyrar-og Eyrarbakkahreppi sem yfirlýstan vilja héraðsbúa í málinu er mjög hæpið, enda er þegar ljóst af bréfi Steingríms Jónssonár, að hrepps- nefndinni f Stokkseyrarhreppi var aðeins kunnugt um einn um- sækjanda, þ.e.a.s. Magnús Sig- urðsson. Stöðunefnd, sem skipuð er skv. 33. gr. 1. um heilbrigðisþjónústu, hafði fjallað um umsóknir áð- urnefndra tveggja lækna. Nefnin tali báða umsækjendur hæfa, en mælti með Konráð Sigurðssyni einkum með hliðsjón af löngum og farsælum starfsferli hans sem héraðslæknis. I athugasemdum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins kem- ur ekki fram, að ráðherra véfengi niðurstöður nefndarinnar sem réttmætar, en túlkar 33. gr. lag- anna þannig, „að það sé ekki hlut- verk nefndarinnar að raða um- sækjendum heldur einungis að meta, hvort þeir séu hæfir eða ekki til þess að gegna ákveðnu starfi“. Stjórn Læknafélags Islands vill ákveðið mótmæla þessari túlkun ráðuneytisins. Eigi stöðunefnd að þjóna tilgangi sínum ber henni samkvæmt óhlutdrægu faglegu mati að raða umsækjendum eftir hæfni sé þess kostur. Haldi ráðuneytið fast við túík- un sína er þess að vænta að heil- brigðismálaráðherra beiti sér fyr- ir því, að 33. gr. heilbrigðislag- anna verði breytt þannig, að tekin séu af öll tvímæli um hlutverk stöðunefndar. Stjórn L. 1. lítur svo á, að f þessari embættisveitingu felist vanmat heilbrigðisráðherra á gildi héraðslæknisstarfsins. Það verður ekki til að hvetja menn til að leggja fyrir sig héraðslæknis- störf, ef framvegis verða metin meira presónuleg kynni við ráða- menn en löng starfsreynsla f hér- aði. Það skal tekið fram, að með þessu er stjórn L. 1. einungis að mötmæla þvf mati heilbrigðis- málaráðuneytisins, sem lagt var til grundvallar þessari embættis- Véitingu, sbr. athugasemd ráðu- neytisins frá 12. júní sl., en ekki verið að upphefja annan umsækj- andann á kostnað hins. F.h. stjórnar Læknafélags fs- lands, ' ~ Grfmur Jónsson „ Guðmundur Jóhannesson 3 Halldór Arfnbjarnar. „Gulag komin til landsins á ensku GULAG eyjahafið, bók Alexanders Solzhenitsyns, er nú komin út á ensku í vasabókarbroti og fæst hjá Snæbirni Jónssyni, en þar hefur bókin að undanförnu fengizt á rússnesku og þýzku. Enska útgáfan, sem hér fæst, kostar 293 krónur. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar hefur þegar pantað annað bindi verks- ins á rússnesku og þýzku og eru þær útgáfur væntanlegar innan skamms en enska þýðingin með haustinu að sögn verzlunar- stjórans hjá Snæbirni. • Eins og fram hefur komið f Mbl., kom nýr skuttogari til Akraness fyrir skömmu, Ver AK 200. Þessar myndir eru frá komu hans. Á annarri sést togarinn fánum skrýddur og á hinni myndinni er skipstjórinn Teitur Magnússon, kona hans Guðný Sæmundsdóttir og sóknarpresturinn á Akranesi, sr. Jón M. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.