Morgunblaðið - 28.06.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1974
«
Ungir sjálfstæðismenn vilja:
1 Efla einstaklingsfrelsi og athafna-
frelsi.
O Hefja manngildið til vegs og
virðingar, en hafna múghyggju
sösfalista.
O Auka valddreifingu á öllum sviðum
^ þjóðfélagsins, í rfkiskerfinu, sveitar-
stjórnum, félögum og skólum.
4 Tryggja öryggi landsins með þátt-
töku f Atlantshafsbandalaginu og
varnarsamstarfi við vestrænar þjóð-
ir.
K Vinna að friði í heiminum með þátt-
töku f S.Þ. og Atlantshafsbandalag-
inu.
A 200 mflna fiskveiðilandhelgi fyrir
árslok 1974.
'J Jafnvægi og stöðugleika f efnahags-
málum, svo að nýtt framfaraskeið
geti hafizt.
C Samdrátt rfkisbáknsins, sparnað og
ráðdeildarsemi f rfkisbúskapnum.
Q Stórhækkun húsnæðislána til ein-
staklinga, svo að ungt fólk geti full-
nægt þeim frumþörfum sfnum að
eignast þak yfir höfuðið.
10 Afnám beinna skatta og fasteigna-
skatta á venjulegt fbúðarhúsnæði.
11 Endurskoða aðstoð við námsmenn
með það f huga að koma á jafnrétti og
auðvelda fólki að Ieggja út á náms-
brautina á fullorðinsárum.
19 Skapa góð búsetuskilyrði í öllum
hlutum landsins og jafna aðstöðu
fólksins.
4 Q Aukin áhrif og sjálfstæði sveitarfé-
Aö laga.
14 Tryggja betri samgöngur.
1 ^ Vinna að uppgræðslu landsins og láta
setja reglur til að fyrirbyggja
mengun.
1 íí Bætta og betur rekna heilbrigðis-
þjónustu.
4 n Hækka elli- og örorkulffeyri, en af-
nema f jölskyldubætur.
4 0 Samstöðu allra lýðræðissinna um að
hafna samstarfi við kommúnista og
önnur öfga- og einræðisöf 1.
Kjósendur — stefna okkar er skýr. Við
viljum skapa þjóðfélag jafnréttis, grund-
vallað á frelsi einstaklingsins. Kjörorð okk-
ar er: Frelsi og manngildi. Við skorum á
alla lýðræðissinna að fylkja sér undir
merki Sjálfstæðisflokksins f þessum
kosningum, til þess að tryggja aukið
lýðræði og framfarir.
Höfnum óstjórn — Til sigurs.
X—D
Baldur Guðlaugs-
son, lögfrœðingur:
Af ávöxtunum
skuluð þér
þekkja þá
Æskan kýs
D-listann
EKKERT lát er á ósmekklegum
skrifum Tímans og Þjóðviljans
um atvinnuleysi það og land-
flótta, sem blöðin segja yfirvof-
andi, ef Sjálfstæðisflokkurinn
kemst í stjórnarandstöðu að
kosningum loknum. Það er ekki
nóg með, að atvinnuleysi og
landflótti séu sögð óhjákvæmi-
leg afleiðing stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í landsmálum, heldur
er sagt berum orðum, að flokk-
urinn hafi „hæfilegt atvinnu-
leysi“ og landauðn beinlínis á
stefnuskrá sinni, sem hag-
stjórnartæki að manni skilst.
Aumur má hann vera málstað-
ur þeirrra manna, sem grípa
þurfa til slikra málatilbúnaðar.
Og vissulega er það umhugsun-
arefni, að f kosningunum 1971,
þegar aetla mætti, að veitzt
hefði verið f Viðreisnarstjórn-
inni fyrir allt það, sem miður
hefði farið f 12 ára stjórnartfð
hennar, var ekki á þessi mál
minnzt af hálfu þáverandi
stjórnarandstæðinga. Þá var
enda í fersku minni kjósenda
og deginum ljósara, hversu
markvisst og ötullega Viðreisn-
arstjórnin hafði snúizt við
vanda áranna á undan og komið
málum þjóðarinnar í farsælt
horf. Engum duldist þá, hvílík
áföll höfðu dunið á þjóðarbú-
inu og af hvaða festu og stjórn-
vizku hafði verið snúizt gegn
þeim. Þá hefðu staðhæfingar
um landflótta og atvinnuleysi
af manna völdum hitt þá sjálfa
fyrir, sem þær viðhöfðu. Nú
reyna stjórnarsinnar aftur á
móti að þyrla upp ryki blekk-
inga og sögufalsana í von um
skammvinnt minni kjósenda og
í þeim tilgangi að leiða athygl-
ina frá skripbroti eigin stjórn-
arstefnu.
★
Ef til vill sýnir það betur en
nokkuð annað, hversu vel var á
málum haldið undir stjórnar-
forystu Sjálfstæðisflokksins á
árunum 1968—1970, að þess
skuli gerast þörf svo skömmu
síðar að minna sérstaklega á þá
stórkostlegu erfiðleika, sem
þjóðin varð þá að yfirstíga.
Aflabrestur og verðfall á er-
lendum mörkuðum leiddu á
tveimur árum til samdráttar út-
flutningsverðmæta okkar um
samtals 50%. Getur nærri,
hverjar afleiðingar slíkt hlýtur
að hafa fyrir þjóð, sem á af-
komu sína jafn gjörsamlega
undir sjávarafla og utanríkis-
verzlun og við Islendingar.
Enda varð hér nokkurt atvinnu-
leysi um skeið. Það nam 1,1%
árið 1968, 2,5% árið 1969 og
1,3% árið 1970. En svo var
skynsamlegum gagnráðstöfun-
um stjórnvalda fyrir að þakka,
að atvinnuleysið var úr sögunni
árið 1971. Vinstri stjórnin tók
við betra búi en nokkur önnur
rfkisstjórn á Islandi á undan
henni, svo sem sézt á því, að
forsætisráðherra lýsti yfir því á
Alþingi um haustið, að þjóðar-
hagur leyfði styttingu vinnu-
viku, lengingu orlofs og veru-
lega kauphækkun og það allt f
senn.
Erfiðleikaárin 1968—1970
hafa einnig sérstöðu hvað
snertir fjölda þeirra sem flutt-
ust búferlum úr landi. Árið
1968 fluttust 638 Islendingar úr
landi, árið eftir voru þeir 1184
og árið 1970 voru þeir 1728.
Samdráttur gjaldeyristekna og
atvinnuleysi þar, sem fylgdi í
kjölfarið, olli hér miklu um,
þótt fleira hafi vitaskuld koinið
til, eins og bezt sést á því, að á
þessum árum fór töluverður
hópur lækna úr landi, þrátt fyr-
ir læknaskort og hagstæð kjör
hér heima. Ævintýraþrá hefur
eflaust freistað annarra. Og
fróðlegt gæti líka verið að vita
hvaða áhrif niðurrifsskrif Tím-
ans og Þjóðviljans á þessum erf-
iðleikaárum og augljós vantrú
þeirra á landi og þjóð, höfðu á
ákvörðun ýmissaumað flytjast
úr landi. En allt um það, megin-
máli skiptir, að Viðreisnar-
stjórnin hafði yfirstigið erfið-
leikana, útrýmt atvinnuleysi og
gert brottflutninga af þeim
ástæðum ónauðsynlega, áður en
hún lét af völdum sumarið
1971.
★
Atvinnuleysi og brottflutn-
ingar erfiðleikaáranna þriggja
eru engin mælistiga á stjórnar-
hætti Viðreisnarstjórnarinnar
eða Sjálfstæðisflokksins. Það er
miklu fremur, að gagnráðstaf-
anir stjórnarinnar megi telja
meðal skóladæma f skynsamleg-
um viðbrögðum stjórnvalda við
óviðráðanlegum ytri áföllum.
Fróðlegt er aftur á móti að bera
saman tölur um atvinnuleysi og
brottflutninga úr landi önnur
stjórnarár Viðreisnar annars
vegar og undanfarin vinstri
stjórnarár hins vegar. Þá kem-
ur eftirfarandi í Ijós: ÍJtreikn-
ingar Kjararannsóknanefndar
sýna, að atvinnutap vegna at-
vinnuleysis hefur í raun verið
meira f stjórnartfð vinstri
stiórnar en það var á árabilinu
1960—1967. Þá var atvinnutap
vegna atvinnuleysis frá
0,l—0,3% á ári, en það var
0,5% árin 1972 og 1973. Þetta
sést einnig á skýrslum um tap-
aða vinnudaga vegna atvinnu-
leysis. Þeir mældust 27862 á ári
að meðaltali á árabilinu
1960—1967, en reyndust 114068
árið 1972 og 57030 fyrstu sex
mánuði ársins 1973. Samt er
miðað við 6 daga vinnuviku á
tfmabilinu 1960—1967, en ein-
ungis 5 daga vinnuviku árin
1972 og 1973 og er munur-
inn þvf f raun enn hagstæðari
Viðreisn en tölurnar bera með
sér. Hliðstæða sögu er að segja
um fjölda þeirra Islendinga,
sem fluttust úr landi. Á árun-
um 1961—1967 fluttust sam-
kvæmt hagskýrslum 370 ís-
lenzkir rfkisborgarar úr landi
að meðaltali á ári hverju. Hing-
að fluttust á sama tima á þriðja
hundrað Islendingar á ári, auk
nokkurs hóps útlendinga, sem
settust hér að. Við þessu er lftið
að segja. Gera má ráð fyrir, að
alltaf hverfi einhverjir úr landi
af persónulegum eða atvinnu-
legum ástæðum. Aðrir flytjst
hingað í þeirra stað, bæði menn
af íslenzku og erlendu bergi.
Engu að sfður er athyglisvert,
Framhald á bls. 39
I kosningunum næsta sunnu-
dag hefur æskan völdin. Atkvæði
yngstu kjósendanna hafa úrslita-
áhrif á það, hvort þjóðin þarf að
þola áfram vinstri stjórn, eða
hvort stefna frelsis og framfara
fær brautargengi.
Undanfarin þrjú ár eru ekki
langur tími f sögu íslenskra
stjórnmála, en þau hafa samt fært
þjóðinni dýrkeypta og holla
reynslu. Óheilindi f samstarfi, úr-
ræðaleysi í efnahagsmálum og
ábyrgðarleysi í öryggismálum
hafa einkennt stjórnartfmabil
þeirrar vinstri stjórnar, sem á
dánarbeði bfður nú dóms þjóð-
arinnar.
Ungt fólk, sem vill gera kröfur
til sjálfs sfn og trúir á framtak og
atorku fólksins í landinu, hafnar
stjórnleysi og hrossakaupum
hinna fjölmörgu flokka og flokks-
brota, sem nú bjóðast til að endur-
lífga ófögnuðinn með nýrri og
„betri“ vinstri stjórn.
Æskan kýs frelsi til að ráða
málum sínum sjálf. Hún kýs festu
í sjálfstæðis- og öryggismálum
þjóðarinnar, framfarir og varan-
lega efnahagslega uppbyggingu
þjóðarinnar. Þess vegna kýs æsk-
an að efla Sjálfstæðisflokkinn til
aukinna og afgerandi áhrifa á
sunnudaginn kemur.
Aumkunar
verður áróður
Árin 1967 og ’68 gengu yfir Island mestu efna-
hagsörðugleikar sfðustu áratuga vegna aflabrests
og verðfalls á sjávarafurðum, er gjaldeyrisöflunin
minnkaði um helming.
Undravert reyndist hversu fljðtt tókst að bregð-
ast við þessum þjóðarskaða.
Vill nú ekki Tfminn eða Þjóðviljinn útskýra fyrir
kjósendum, hversu nú væri ástatt, ef vinstri stjórn-
in, hefði átt að mæta svipuðu áfalli 1972—’73,
stjórnarherrarnir, sem f mesta góðæri tslandssög-
unnar eru búnir að koma þjóðarhag á kaldan klaka.
UMHORF
Umsjón:
Jón Magnússon og
Sigurður Sigurjónsson