Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 29

Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1974 29 0 Jackie á von á sér Ari Onassis gleðst sem barn um þessar mundir, því að konan hans, hún Jackie, á von á barni. Þau hafa nú verið gift í 6 ár og voru flestir farnir að reikna með að hjónabandið yrði barnlaust. Onassis hefur ekki verið með hýrri há síðan einkasonur hans, Alexander, lézt í flugslysi í fyrra, og allt var í óvissu um, hver erfa myndi auð- æfi hans. Að vísu á hann dóttur af fyrra hjónabandi. Hún fær að vísu vænan skerf, en Ari hefur aldrei farið dult með þá von sína, að það yrði sonur, sem tæki við „ríki“ hans. Þess vegna vonast hann nú eftir því, að Jackie fæði honum son. Onassis er nú 67 ára en Jackie 44. Hún á von á sér í október, og bæði von- ast þau til að það verði hinn 20. — á brúðkaupsdegi þeirra. Hér er mynd af þeim hjónum, þar sem þau fagna með góðum vinum, og svo mynd af Jackie, sem fær ekki leynt ánægju sinni. £ Tricia að skilja Um nokkurn tíma hefur sá orðrómur verið á kreiki, að Tricia, eldri dóttir Nixons Bandaríkja- forseta, hafi í hyggju að skilja við mann sinn, Edward Cox, sem er lögfræðingur. Þeir, sem gerst þykj- ast vita, halda því fram, að það sé nú endanlega ákveðið. Cox er 28 ára gamall, en Tricia er 24. Hún ku hafa mik- inn áhuga á pólitík, og eftir henni er haft, að stjórnmála- afskipti og húsmóð- urstörf fari ekki saman. Þá er haft fyrir satt, að faðir hennar hafi eindreg- ið ráðið henni frá því að leggja inn á stjórnmálabrautina, en sú litla er ákveðin og mun ekki ætla að fara að ráðum forset- ans. 0 Maria Callas fokvond María Callas er enn uppi á háa-ci, það er að segja öskureið. Mis- heppnaðir tónleikar fara mjög í taugarnar á henni, og slæma gagnrýni þolir hún ekki. Fyrir nokkru fór hún í söngferðalag til Ameriku og um nokkur Evrópu- lönd í fylgd með tenór- söngvaranum Giuseppe de Stefano. Og það var síður en svo, að þau legðu undir sig heiminn. Söng- ferðalagið misheppnaðist algjörlega, og fáir gagn- rýnendur urðu til þess að syngja þeim lof og prís. Þá bætti ekki úr skák, að Callas hafði — að ráði de Stefano — tekið að sér leikstjórn í Torino, en það gekk allt á afturfót- unum. Gremja prímadonn- unnar var því mikil — og beindist að sjálf- sögðu öll að de Stefano. Þetta var allt honum að kenna, hann var að stofna frama hennar I hættu. Ekkert var því sjálfsagðara en að hún segði skilið við tenór- söngvarann. Hún hyggst þó ekki leggja árar í bát, síður en svo. Hún er þeg- ar farin að hubJa til nýrra tónleika, sem hún ætlar að halda — ein. Myndin er af Callas og de Stefano. Utvarp Revkjavík ★ ÞRIÐJUDAGUR 16. JtLl 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.45, (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45. Asdfs Skúladóttir lýkur lestri sögunnar „Lauga og ég sjálfur** eftir Stefán Jónsson (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli lióa. Morgunpopp kl. 10.25. MorguntónleiKgr kl. 11.00: Hljómsveit- in Musici Pragense leikur Sinfónfettu op. 52 eftir Roussel/Rena Kyriakou leikur pfanóverk eftir Chabrier/Itzhak Perlman og Sinfónfuhljómsveit Lundúna leika „Sinfonie Espagnole** op. 21 eftir Lalo. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.00 Fréttir. Veóurfregnir. Tilkynning- ar. 13.00 Eftir hádegið: Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Sfðdegissagan: endurminningar Mannerheims Þýðandinn, Sveinn Asgeirsson, les (18). 15.00 Miðdegistónleikar: Islensk tónlist. a. „Bjarkarmál“ sinfónfa seriosa eftir Jón Nordal. Sinfónfuhljómsveit Is- lands leikur Igor Buketoff stjórnar. b. „Helga hin farga“ lagaflokkur eftir Jón Laxdal, Þurfður Pálsdóttir syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. c. Sónatfna fyrir pfanó eTtir Jón Þórarinsson, Kristinn Gestsson leikur. d. „Skúlaskeið** tónverk fyrir ein- söngvara og hljómsveít eftir Þórhall Arnason. Guðmundur Jónsson og Sin- fónfuhljómsveit lslands flytja; Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðurfregnir) 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar 17.40 Sagan: „Fólkið mitt og fleiri dýr“ eftir Gerald Durrell Sigrfður Thorlacius les þýðingu sfna (14). 18.99 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnír. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Til umhugsunar Sveinn H. Skúlason sér um þátt um áfengismál. 19.50 Ljóðalestur Halla Guðmundsdóttir leikkona les Ijóðeftir Einar Benediktsson. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drffa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Skúmaskot Hrafn Gunnlaugsson ræðir við Arna Isleifsson um sokkabandsár og dansi- ballmenningu þeirrar kynslóðar, sem nú er miðaldra, og skemmtanalffið eft- ir sfðari heimstyrjöld, þriðji og sfðasti þáttur. 21.30 Leonard Pennarío leikur á pfanó verk eftir Dvorák, Tsjaikovskf, De- bussy, Gershwin o.fl. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Tengdasonurinn** eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum Steindór Steindórsson frá Hlöðum hef- ur lestur sögunnar. 22.35 Harmonikulög Allan og Lars Erikson leika. 23.00 Frá listahátfð Knut og Hanne-KJersti Buen flytja gamla norska tónlist og kveðskap f Norræna húsinu 18. f.m. Fyrri hluti. Maj-Britt Imnander forstjóri Norræna hússins flytur ávarpsorð. 23.45 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. „ Wat ergate hefur sýnt gildi frjálsra blaða” FYRIRLESTRAR, sem Katharine Graham, formaður blaðstjórnar bandaríska stórblaðsins Washing- ton Post, hefur haldið í London hafa vakið mikla athygli vegna þess, að blað hennar kom upp um Watergáte-hneykslið. Hún kvað lærdóm hneykslisins vera þann, að bandarísk blöð ættu að njóta meira frelsis, vera þróttmeiri og áleitnari, ábyrgari og betur vak- andi og ekki eins ánægð með unn- in afrek. Hún kvað það hlutverk blaó- anna að spyrja óþægilegra spurn- inga og segja rétt og nákvæmlega frá því, sem væri að gerast þannig að ríkisstjórnin yrði að standa reikningsskap geróa sinna. Þetta væri nauðsynlegt verk, sem væri ekki hægt að vinna í Bandaríkj- unum ef eins miklar hömlur væru á starfi bandariskra blaöa og brezkra. Frú Graham játaði, að þetta kerfi leiddi til heitra umræóna og að árangurinn væri oft minni en hann gæti orðið. Auk þess væri erfitt að gæta fyllsta réttlætis. Hún spurði til dæmis hvort blöðin ættu að hætta skrifum um ákveð- in mál til þess að dómstólarnir gætu starfað í friði. Ummæli hennar áttu rætur í því, að brezka blaðið The Times hefur haldið því fram, að birting óeiðsvarinna og óstaðfestra sann- ana geti hindrað eðlilegan fram- gang laganna og komió í veg fyrir heiðarleg réttarhöld. Nixon for- seti, Spiro Agnew fv. varaforseti og sakborningar i Watergatemál- inu hafa tekið í sama streng. En frú Graham vildi ekki taka undir það, að frjáls blaðamennska og heióarleg réttarhöld væru ósættanlegar andstæður. Lög- fræðingar og embættismenn gætu sýnt meiri sjálfsaga, hægt væri að höfða mál og sagan sýndi, aó ótal ráðstafanir væri hægt að gera ef blöðin gerðust of ágeng. A þetta lagði hún áherzlu því hún kvaðst skjálfa við tilhugsunina um, aó meiri hömlur yrðu lagðar á blöð í Bandaríkjunum. Hún sagði, að andrúmsloft bandarískra dómsmála yrði siður en svo hreinna ef hömlur yrðu lagðar á blöðin. Dómskerfið gæti þvert á móti orðið gerræðislegra. Hún viðurkenndi, aó bandarískir dómstólar gætu verið svifaseinni en brezkir dómstólar og næmari fyrir áhrifum stjórnmála og for- dóma. En öruggasta leiðin til þess að stuðla að réttlæti i dómsmálum væri að segja frá því hvernig kerfið hefði áhrif og hvernig það hefði ekki áhrif. „Án blaðanna mundi ranglæti margfaldast og umbætur næðu ekki fram að ganga," sagði hún. Frú Graham varpaði fram þeirri spurningu hve lengi ríkis- stjórn í Bretlandi hefði verið við völd ef álíka hneyksli hefði komið upp þar. Ef til vill væri óhugsandi að brezkur forsætisráðherra hljóðritaði samtöl, kæmi á fót einkalögregiu til að njósna um stjórnmálamenn, neitaði að svara fyrirspurnum á þingi og eyðilegði sönnunargögn, en aðalatriðið væri það, að við það kerfi, sem ríkti i Bretlandi, hefði slíkt hneyksli ekki verið látið grafa um sig og dragast á langinn með hörmulegum afleiðingum fyrir siðgæðisþrek þjóðarinnar og störf stjórnarinnar. Hún benti á það að lokum, að Bretar hefðu skjótar og öruggar aðferðir til þess að afhjúpa brot- lega ráóherra. Blöðin gegndu ekki eins miklu rannsóknarhlutverki í Bretlandi og í Bandaríkjunum og alltaf væri hægt að bera málið undir dóm kjósenda ef hneykslió væri stórfellt og álitshnekkir stjórnarinnar mikill. „Við okkar kerfi er þetta ekki raunin," sagði frú Katharine Graham. m, |úov!junliIat>tíi margfaldar markoð vðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.