Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
17
Vilmundur
Vilhjálms-
son
VILMUNDUR Vilhjálmsson
mun keppa f sex greinum I
Kalottkeppninni I frjálsum
fþröttum, sem fram fer f Luleá
f Svfþjóð f lok þessa mánaðar:
100, 200 og 400 metra hlaup-
um, 400 m grindahlaupi, 4x100
og 4x400 metra boðhlaupum.
Hann er tvftugur og lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Tjörnina sfðastliðið
vor. Er við spurðum Vilmund,
hvort hann hygðist setjast aft-
ur á skólabekk næsta vetur
svaraði hann:
— Það má vera, að ég verði
eitthvað viðloðandi Háskólann
næsta vetur, en þó hef ég hugs-
að mér að einbeita mér að
fþróttunum næstu tvö árin. Eg
stefni að þvf að bæta árangur
minn verulega f 400 metra
hlaupinu og geri mér grein
fyrir þvf, að árangurinn kem-
ur ekki, nema æft sé af krafti
og festu. Hvers vegna ég vel
400 metra hlaupið? Það er ein-
faldlega vegna þess, að mér
finnst það erfiðasta og
skemmtilegasta greinin að
glfma við.
Vilmundur hefur ekki æft
frjálsar fþróttir f mörg ár. Það
var ekki fyrr en árið 1970, að
hann fór að gutla f frjálsum,
eins og hann segir sjálfur. Um
áramótin 1972—73 fór hann að
æfa reglulega og þá eftir leið-
sögn Hauks Sveinssonar þjálf-
ara hjá KR. Fram að þeim
tfma hafði Vilmundur þótt
einn efnilegasti yngri knatt-
spyrnumaður Víkings og hraði
hans kom hvaða vörn sem var
úr jafnvægi f yngri flokkun-
um. — Ég varð að gera það upp
við mig, hvort ég ætti að æfa
knattspyrnu eða frjálsar
fþróttir. Ég valdi frjálsar,
vegna þess að þar er maður
einn í baráttunni og verður að
treysta algjörlega á sjálfan
sig, en ekki félagana. Enn hef
ég þó mjög gaman af fótbolt-
anum og vildi geta æft báðar
greinarnar, segir Vilmundur.
— Það er ekki eingöngu
keppninnar vegna sem ég er f
fþróttunum. Ég stefni ekki
blint á að setja svo og svo mörg
Islandsmet. Grfska hugtakið
„Heilbrigð sál f hraustum
Ifkama" finnst mér enn f fullu
gildi. Þá er félagsandinn mjög
góður meðal þeirra, sem æfa
og það hefur ekki svo lftið að
segja.
Bjarni Stefánsson, félagi
Vilmundar f KR, er tslands-
methafi f 400 metra hlaupi,
setti met sitt, 46,76, á Óiympfu-
leikunum í Miinchen 1972.
Sfnum bezta tfma náði Vil-
mundur nú fyrir skömmu á
móti f Svfþjóð, 48,6 og er það
fjórum sekúndubrotum betri
tfmi en hann hafðj áður náð.
— Beztu 400 metra hlaupar-
arnir f heiminum eru flestir
Framhald á bls. 21.
Badmintonbakterían breiðist ört út
Rætt við Karl Mack formann BSÍ
Badmintoníþróttin hefur átt sf-
auknum vinsældum að fagna
undanfarin ár. Ungir sem aldnir
iðka íþróttina, og nú er svo komið,
að erfitt er að fá tíma til æfinga. I
rauninni er það ekki fyrr á sfðasta
áratug, að verulega fór í vöxt að
menn leiki badminton. Það hefur
þó eigi að sfður verið iðkað hér
í 40 ár. Jóhann Jóhann-
esson mun hafa kynnzt íþróttinni
f Danmörku um 1930 og farið að
iðka hana hér ásamt félögum sín-
um 1934. Fyrsta íslandsmótið f
badminton var haldið hér á landi
árið 1949 og sjálfsætt sérsamband
innan Iþróttasambands Islands
varð Badmintonsambandið 5.
nóvember 1967.
Fyrsti formaður Badminton-
sambands tslands, BSl, var
Kristján Benjamínsson, þá
Pétur Nikulásson og Einar Jóns-
son. Núverandi formaður sam-
bandsins er Karl Mack, og
spjallaði Morgunblaðið við Karl
fyrir síðustu helgi.
— Það hefur dregið úr út-
breiðslu íþróttarinnar, hversu
íþróttahús hér á landi eru fá og
yfirleitt lítil, sagði Karl. —
Iþróttahúsin voru til skamms
tíma það lág til lofts, að þau
leyfðu tæpast iðkun badminton-
íþróttarinnar. I seinni tíð hafa
húsin stækkað til mikilla muna og
fjöldi þátttakenda um leið aukizt.
Ég held að það sé ekki of sterkt til
orða tekið, þó ég segi, að badmin-
toníþróttir hafi undanfarin ár
breiðzt út sem eldur í sinu um allt
land. Hér f Reykjavfk og nágrenni
er badminton mikið iðkað, sömu
sögu er að segja um Siglufjörð,
Akranes, Akureyri, Neskaupstað,
Eskifjörð, Selfoss, Vestmannaeyj-
ar og Isafjörð; nefni ég þó
aðeins staði af handahófi.
— Stykkishólmur var um tfma
vagga fþróttarinnar ásamt
Reykjavfk. Þaðan komu margir af
snjöllustu badmintonmönnum
landsins. Iþróttin er þó ekki
mikið iðkuð þar um þessar mund-
ir, enda hafa Hólmarar aðeins
yfir litlu og ófullkomnu íþrótta-
húsi að ráða. Sömu sögu er að
segja um marga aðra staði.’
Iþróttahúsin eru ýmist ófull-
komin eða það lítil, að þau anna
þessu ekki.
— Fyrst við erum að ræða um
íþróttahús, þá vil ég nefna bygg-
ingu TBR á glæsilegu íþróttahúsi,
sem er sérhannað fyrir badmin-
toníþróttina. Það framtak sýnir
vel hve mikill hugur er í badmin-
tonmönnum.
— Hvað eru margir innan Bad-
mintonsambandsins?
— Við teljum að iðkendur
íþróttarinnar séu vel á fimmta
þúsundið. Skýrslur gefa þó ekki
upp nema rúmlega 2000. Við er-
um sannfærðir um, að þeir eru
fleiri, þar sem hinir mörgu, sem
æfa íþróttina sér til heilsubótar,
eru þvf miður ekki skráðir í
skýrslur.
— Mikill minnihluti iðkend-
anna æfir með keppni fyrir aug-
um og er það vel að okkar dómi.
Badminton er sérlega góð fþrótt
fyrir þá, sem vilja halda likama
sínum við með fþróttum. Engin
íþróttagrein nær þó að þrffast og
dafna, án þess að keppnismenn
séu með í dæminu. Þátttaka í öll-
um badmintonmótum vex með
hverju árinu. íslandsmótið er t.d.
á góðri leið með að verða of um-
fangsmikið. Við verðum senni-
lega að breyta fyrirkomulaginu
eitthvað fyrir næsta mót, til þess
að mótið taki ekki of langan tfma
og verði þar með of langdregið.
Það gefur ef til vill nokkra mynd
af því, hve síðasta Islandsmót var
stórt í sniðum, að boltakostnaður
nam tæplega 50 þúsund krónum.
— Hvernig stendur Badminton-
sambandið f járhagslega)
— Það er óþarfi að hafa um það
mörg orð; sambandið getur mjög
lítið gert vegna tilfinnanlegs fjár-
skorts. Þrátt fyrir styrki frá ÍSl
og að við reynum að hafa allar
klær úti til að afla fjár, er það
með herkjum að endar nást
saman.
— Hvað með leiðbeinenda- og
dómaranámskeið?
— Badmintondeildir úti á landi
hafa nokkrum sinnum farið þess
á leit við BSI að senda leiðbein-
endur til að kenna íþróttina. Hef-
ur verið reynt að verða við þess-
um óskum og einnig hafa félögin
úti á landi haft persónuleg sam-
bönd við badmintonþjálfara eða
keppendur og að ég held yfirleitt
verið greitt úr málum þeirra.
Nokkuð er liðið síðan vió héldum
dómaranámskeið, en ætlunin er
að koma á dómaranámskeiði
næsta vetur og sömuleiðis
þjálfaranámskeið, eins fljótt og
unnt er.
— Danir hafa undanfarin ár
boðið okkur að senda menn á
þjálfaranámskeið í Viborg. Höf-
um við þegið þessi boð með þökk-
um. Nú í sumar fer Ottó Guðjóns-
son til Danmerkur á þetta nám-
Karl Mack.
skeið og síðastliðið sumar fóru
þeir Þórður Björnsson frá Siglu-
firði og Sigurður Haraldsson.
Aður höfðu þeir Garðar Alfons-
son, Reynir Þorsteinsson og Rafn
Viggósson farið á þessi námskeið.
Þá hafa Danirnir boðið okkur
nýja kennslukvikmynd um bad-
minton til kaups, en þrátt fyrir
mikinn áhuga höfum við ekki get-
að keypt þessa kvikmynd vegna
fjárskorts. Myndin á að kosta um
90 þúsund krónur og er örugglega
góð, þar sem Danir standa mjög
framarlega í badmintoníþrótt-
inni.
— Hvað er á döfinni hjá Bad-
mintonsambandinu?
— Badmintoníþróttin er lftið
iðkuð á sumrin, þar sem þá eru
flest íþróttahúsin lokuð. Eigi að
síður var fyrir nokkru valinn 13
manna hópur til að æfa fyrir
næsta Norðurlandamót, sem hald-
ið verður í október nk. Munu
þessir 13 æfa i sumar og síðan
keppa innbyrðis um það, hverjir
fjórir verða þátttakendur Islands
á NM. Við stefnum að því að fá
Norðurlandamótið hingað til
lands árið 1976 og höfum orðað
það við formenn hinna badmin-
tonsambandanna á Norðurlönd-
um. Hafa þeir tekið vel í þessa
hugmynd okkar, en enn þá er of
snemmt að segja, hvort mótið
verður haldið hér á landi 1976, en
vissulega yrði það mikil lyftistöng
fyrir íþróttina, sagði Karl að lok-
um.
Haraldur Kornelfusson (t.h.) hefur verlð sigursæll á undanförnum
árum. Með honum á myndinni er Knud Engelbretsen, norskur
1 and sl i ðsm aður.
Nokkrir af beztu badmintonleikurum undanfarinna ára, talið frá vinstri: Jóhann Guðmundsson, Viðar
Guðjónsson, Jóhann Möller, Hörður Ragnarsson, Þór Geirsson, Óskar Guðmundsson, Jón Arnason,
Haraldur Kornelfusson, Reynir Þorsteinsson, Steinar Petersen og Friðleifur Stefánsson.
Rainer
Bonhof
HELMUT Schön hafði látið
hafa það eftir sér fyrir heims-
meistarakeppnina f knatt-
spyrnu, að Rainer Bonhof yrði
ekki á meðal þeirra leik-
manna, sem leika myndu aðal-
hlutverkið f v-þýzka landslið-
inu. — Bonhof er það ungur,
að hans tfmi kemur ekki fyrr
en f Argentfnu 1978. En
neyðin brýtur öll lögmál og
það var örvinglaður þjálfari,
sem gerði miklar breytingar á
liði sfnu eftir tapið gegn A-
Þjóðverjum.
Helmut Schön fannst að
hann yrði að gera miklar
breytingar á liði sfnu. Hann
ákvað að velja f liðið menn,
sem væru tilbúnir að leika og
berjast af krafti hvern heilan
90 mfnútna leik. Rainer Bon-
hof, 22 ára gamall leikmaður
með Borussia Mönchenglad-
bach, var einn þeirra, sem
urðu fyrir valinu.
Helmut Schön hafði heppn-
ina með sér. Sjaldan hefur
jafn ungur og óreyndur leik-
maður sem Bonhof skilað jafn
erfiðu hlutverki svona frábær-
lega vel. 1 fyrsta leik sfnum
gætti Bonhof júgóslavneska
snillingsins Oblaks svo vel, að
hann sást ekki f leiknum.
Mátti Oblak gera sér að góðu
að vera tekinn út af og fá
skömm f hattinn frá þjálfara
sfnum. Bonhof fékk hins vegar
mikið hrós og tryggði sér fast
sæti f liði Þjóðverjanna það
sem eftir var keppninnar.
Rainer Bonhof er fæddur f
Hollandi nálægt landamærum
V-Þýzkalands. Það eru ekki
nema fjögur ár sfðan hann
varð þýzkur rfkisborgari; eftir
að unglingalandsliðsþjálf-
arinn Hermann Wiedmeyer
hafði fengið hann til að skipta
um þjóðerni. Bonhof lék sfðan
með v-þýzka unglingalandslið-
inu f Evrópukeppni. Hann lék
á hægri kanti og skoraði 10
mörk fyrir liðið, sem hafði
leikmönnum eins og Paul
Breitner og Uli Hoeness á að
skipa.
Bonhof hefur leikið flestar
stöður á vellinum fyrir lið sitt.
Fjölhæfni hans gaf honum
sæti f v-þýzka landsliðs-
hópnum. — Það er alltaf gott
að hafa f bakhöndinni leik-
mann, sem getur verið f öllum
stöðum á vellinum, sagði Hel-
mut Schön, er hann útskýrði
fyrir fréttamönnum hvers
vegna hann hefði valið þennan
unga leikmann f hópinn. Þá
vissi Schön ekki, að hann var
að velja einn af lykilmönnum
þýzka heimsmeistaraliðsins f
hópinn.
Bonhof undirritaði fyrir
nokkru tveggja ára samning
við Borussia og sá samningur
tryggir honum 9 milljóifir
króna árlega. Það eru svipuð
laun og Berti Vogts, hæst laun-
aði leikmaður félagsins fær.
Bonhof átti hina frábæru
sendingu, sem MuIIer skoraði
sfðan úr úrslitamark Þjóðverj-
anna f úrslitaleiknum. Auk
þess lék Bonhof hvern leikinn
öðrum betri f keppninni og nú
heyrast þær raddir ekki
lengur, sem vildu losna við
hann úr landsliðinu og það
fyrr en seinna.