Morgunblaðið - 16.07.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
Árás á kríurnar eða golf-
keppni íþróttafréttaritara?
ÁRLEG golfkeppni íþróttafrétta-
ritara fór fram fyrir rúmri viku á
golfvellinum á Seltjarnarnesi. Að
þessu sinni mættu nfu til leiks og
þótti það í frásögur færandi, að
allir luku keppni. Sem betur fer
voru reikningsfróðir menn með I
hópnum, þannig að ekki reyndist
Val á þátttakendum
í uí glingakeppni FRÍ
UN LINGAKEPPNI FRÍ
fer ram á Laugum 31.
ági: til 1. september
næs, xomandi. Félög og
héraðssambönd eru beðin
að senda FRÍ strax skýrsl-
ur um mót vegna vals á
þátttakendum í mótið.
svo erfitt að reikna út höggafjöld-
ann, sem var þó víst óvenju hár.
Sem betur fór, fþróttafrétta-
ritaranna og golfíþróttarinnar
vegna, voru ekki margir áhorf-
endur, en krían, mátti hafa sig
alla við svo hún fengi ekki golf-
boltana f sig. En hinir snjöllu
íþróttafréttaritarar höfðu greini-
lega meira gaman af því að leika
utan brauta en á þeim.
Svo fóru leikar, að Atli
Steinarsson, golfmeistari
Morgunblaðsins, bar sigur úr být-
um með nokkrum yfirburðum.
Fór Atli 9 holurnar á 57 höggum.
Annar varð Sigmundur Steinars-
son Tímanum og höggafjöldi hans
var 66 högg. Gylfi Kristjánsson
körfuknattleiksskrifari Morgun-
blaðsins, varð þriðji með 69 högg.
Að venju veitti Saab-umboðið
góð verðlaun þremur þeim beztu
og allir keppendur fengu gripi til
minja um keppnina.
Þrenna varamannsins
færði FH öruggan sig-
ur gegn Armenningum
HELGI Ragnarsson hefur undan-
farin ár verið einn sterkasti leik-
maður meistarafiokks FH I knatt-
spyrnu. f vor brá hins vegar svo
við, að Helgi var aðeins vara-
maður með liði sfnu og hefur ekki
verið fastur maður f liðinu fyrr
en upp á sfðkastið. 1 leik FH og
Armanns á föstudaginn gerði
Helgi sér þó Iftið fyrir og gerði
þrjú góð mörk, sem örugglega
færa honum fast sæti í liðinu það
sem eftir er sumarsins. Helgi
Ragnarsson átti mjög góðan leik
gegn Armanni og það sama má
reyndar segja um flesta félaga
hans. Sigur FH-iiðsins var aldrei I
hættu gegn Armenningum og nú
stefna FH-ingar ekki að neinu
öðru en sigri f 2. deild.
FH-liðið lék undan vindi f fyrri
hálfleiknum og sótti liðið nær lát-
laust. Lítið gekk þó upp við mark
Armenninganna og þrátt fyrir
sterkan meðvind skoruðu FH-
ingar aðeins eitt mark í fyrri
hlutanum. Var Helgi að verki um
miðjan hálfleikinn. I síðari hálf-
leik hafði vindinn lægt talsvert,
en FH-ingar höfðu eigi að síður á
móti talsverðri golu að sækja.
Léku FH-ingar mjög vel, héldu
knettinum niðri og sköpuðu sér
oft góð tækifæri. Helgi skoraði
annað mark sitt fljótlega í hálf-
leiknum og um hann miðjan var
dæmd vftaspyrna á Ármenninga.
Var brotið gróflega á Ólafi
Danivalssyni innan vítateigs, en
Gunnari Bjarnasyni brást boga-
listin er hann tók vítaspyrnuna.
Skot hans lenti í stöng. Undir
lokin bætti Helgi þriðja marki
sínu við. Leifur gaf vel fyrir
markið og Helgi afgreiddi knött-
inn snyrtilega í netið.
Hvort eru þeir að koma eða fara? Jóhannes, Snorri, Valur, Ingi Björn
og Friðfinnur berjast f leik Vals og ÍBV á föstudaginn.
muna, að örn Óskarsson skoraði
fyrir Eyjamenn, er hann náði
sendingu Jóhannesar, sem ætluð
var Sigurði markverði. Áfram
hélt fjörið og það var nóg að gera
við að bóka marktækifærin þó svo
að markið léti bíða eftir sér.
Fyrstu mfnútur síðari hálfleiks
voru Valsmenn hreinlega ekki
með í leiknum. Þeir sáust ekki í
einar fimmtán mínútur og á með-
an sköpuðu Eyjamenn sér nokkur
góð marktækifæri. þó svo að að-
eins eitt þeirra nýttist. Það var á
9. mínfut, að örn Óskarsson fylgdi
vel langri sendingu fram völlinn,
náði knettinum á undan Vals-
mönnum og skaut frá vítateigi.
Skot hans var ekki ýkja fast, en
Sigurður virtist ekki sjá knöttinn,
fyrr en um seinan og missti hann
aftur fyrir sig, þó að hann hefði
hendur á knettinum.
A 24. mfnútu sfðarí hálfleiksins
tóku Vestmanneyingar forystu í
leiknum. Jón Gfslason gerði sig
sekan um mikil mistök á hægri
kantinum. Óskar náði knettinum
óvænt, gaf strax inn í hornið á
öm, sem brunaði á fullri ferð inn
að marki Valsmanna. Þegar hann
var kominn upp að markstönginni
renndi hann knettinum út í mark-
teiginn til Tómasar Pálssonar.
Tómas hefur að vísu ekki skorað
mikið af mörkum undanfarin tvö
ár, en að þessu sinni sýndi hann
það öryggi, sem gerði hann að
markakóngi fyrir tveimur árum.
Eftir að Vestmanneyingar
höfðu tekið forystu á leiknum,
lögðu Valsmenn alla áherzlu á
sóknina. Jóhannes færði sig fram-
ar á vellinum og allt var gert til að
auka þungann í sókninni. Á 84.
mfnútu leiksins bar það árangur.
Mikil pressa var á mark ÍBV og
það endaði með þvf, að Jóhannes
náði að senda knöttinnfráenda-
mörkum út í teiginn. Hörður lét
knöttinn fara fram hjá sér til
Alexanders, sem skaut viðstöðu-
laust í mark IBV frá vítapunkti.
Óverjandi fyrir Ársæl.
Eins og áður sagði var þessi
leikur með þeim skemmtilegri,
sem sést hefur í Islandsmótinu f
ár. Tveir leikmenn áttu nú sinn
bezta leik í langan tíma. Hörður
Hilmarsson Val, sem hafði góða
yfirferð að þessu sinni, barðist af
krafti og átti yfirleitt góðar send-
ingar. Tómas Pálsson var þá líka
með frískara móti og fór ólíkt
meira fyrir honum en í fyrri leikj-
um sumarsins; vonandi er þessi
skemmtilegi leikmaður að ná sér
upp úr þeim öldudal, sem hann
hefur veriðí.
Öskar Valtýsson brunar á eftir knettinum. Jón Gfslason hefur misst
hann frá sér, en Jóhannes er enn með f dæminu.
I rauninni má segja, að fastir
liðir hafi verið eins og venjulega;
Jóhannes átti góðan leik með Val
og öm og Óskar voru drjúgir hjá
IBV. Dýri stóð vel fyrir sfnu,
sömuleiðis Grímur í Valsvörn-
inni, Kristján og Snorri eru báðir
að koma til í liði IBV.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild,
Laugardalsvöllur 12. júlf;
VALUR— IBV 2:2
VORMÓT í
FYRIR nokkru stóð Blaksamband
Islands fyrir nokkurs konar
bikarkeppni f blaki. I mótinu, sem
nefnt var Vormót BLl, tóku þátt
tólf lið. Spilaðar voru þrjár um-
ferðir eftir Monradkerfi, þar sem
iiver leikur var tvær hrinur,
(tvisvar sinnum 10 mfn.) og gaf
hver unnin hrina eitt stig. Eftir
þrjár um ferðir voru ÍKI, UMSE
og IS efst og jöfn, höfðu öll tapað
einni hrinu. Léku þau sín á milli
um titilinn Vormeistarar BLl og
sigraði IS í þeirri viðureign. IS
hlaut BLAKBÓKINA í verðlaun
en í hana eiga sigurvegarar á vor-
MÖRK VALS: Kristinn Björnsson
á 15. mfn. og Alexander Jóhanns-
son á 84. mínútu.
MÖRK IBV: örn Óskarsson á 54.
mfn. og Tómas Pálsson á 89. mín.
AMINNING: Karli Sveinssyni,
nýliða í liði IBV, var sýnt gula
spjaldið.
AHORFENDUR: 755
DOMARI: Steinn Guðmundsson
dæmdi leikinn ágætlega.
BLAKI
mótum framvegis að rita nöfn sín.
ÚRSLIT
1. is 5 8—2 8
2. IKI 5 7—3 7
3. UMSE 5 6—4 6
4. Breiðabl. 3 4—2 4
5.—8. Vfkingur A 3 3—3 3
5.-8. Handk.l.f. Kóp. 5.—8. Menntask. 3 3—3 3
Hamrahl. 3 3—3 3
5.—8. Vogaskóli A 3 3—3 3
9.—10. Víkingur B 3 2—4 2
9.—10. Víghólaskóli 3 2—4 2
11. Vogaskóli B 12. Menntask. 3 1—5 1
Laugarv. 3 0—6 0
I EINUM skemmtilegasta leik 1.
deildarinnar, sem fram hefur far-
ið f sumar gerðu Valur og IBV
jafntefli á Laugardalsvellinum f
fyrrakvöld. Bæði lið skoruðu tvö
mörk, eftir að Valur hafði leitt f
leikhléi með eina marki fyrri
hálfleiksins. Leikur þessi var á
köflum mjög vel leikinn, bæði lið
reyndu samleik, en spöruðu lang-
spyrnurnar, sem þvf miður hafa
verið svo einkennandi f deildinni
f sumar. Leikurinn var spenn-
andi, mikið um tækifæri og liðin
skiptust á um að hafa forustuna f
leiknum. (Jrslitin voru nokkuð
sanngjörn eftir gangi leiksins;
það hefði f rauninni verið ósann-
gjarnt, hefði annað liðið náð báð-
um stigum.
Með þessu jafntefli, sem var
það 13. I röðinni I 1. deildinni I
sumar, minnkuðu möguleikar
beggja liðanna verulega á verð-
launasæti I Islandsmótinu. 1 raun-
inni má segja, að hvorugt þeirra1
eigi lengur möguleika á Islands-
meistaratitlinum og draumurinn
um annað sætið og þar með
Evrópukeppni virðist órafjarlæg-'
ur.
Ekki var liðin nema ein mfnúta
af leiknum, þegar Ingi Björn
komst I gott færi, en hitti knött-
inn illa, þannig að tækifærið rann
út í sandinn. Skömmu sfðar átti
Hörður Hilmarsson þrumuskot að
marki IBV af um 25 metra færi,
sannkallað draumaskot, en Ár-
sæll sýndi góða markvörzlu, er
hann varði vel. A 15. mfnútu
leiksins kom eina mark fyrri hálf-
leiksins. Friðfinnur hitti ekki
knöttinn er hann ætlaði að
hreinsa frá á hægri kantinum og
Alexander náði knettinum. Hann
gaf vel fyrir markið til Kristins
Björnssonar, sem gaf sér p£*ir
tíma, áður en hann renndi crllt.
inum af öryggi f netið.
Átta mfnútum sfðar var mark
dæmt af Val. Bæði var það að
knötturinn var kominn aftur fyrir
endamörk, þó svo að ekkert væri
dæmt, og svo hitt, að Ingi Björn
spyrnti kentteinum úr höndum
Ársæls. A 30. mínútu mátti engu
TEXTI: Agúst I Jónsson.
MYNDIR: Ragnar Axelsson
13. jafnteflið:
Valur — IBV 2:2
Bæði lið úr leik