Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 7

Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. JULl 1974 7 Kjamorkufriður við Miðjarðarhaf? ÞEGAR Nixon forseti lofaði að selja Egyptum og ísraels- mönnum kjarnorkuofna — sem var athyglisverðasta skuldbinding hans í ferðinni til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs — þá var hann að nokkru leyti að framfylgja stefnu, sem Eisenhower fyrrv. forseti og ráðgjafi hans í kjarnorkumálum mótuðu árið 1967, á valdatíma Lyndon Johnson. Síðarnefnda stefnan miðaði að því að auðvelda frið, með því að rækta hin hrjóstrugu landamærasvæði milli Egyptalands og ísraels (og lengst í suðri) milli Jórdaníu og ísraels. Að- ferðin, sem þeir mæltu með, til þess að ná þessu marki, var að setja niður þrjú kjarn- orkuver á þessum landsvæð- um og framleiða næga orku til þess að hægt væri meðal annars að vinna mikið magn af ósöltu vatni úr sjó til þess að veita á eyðimörkina. Lewis Strauss aðmíráll gerði drög að áætlun þessa efnis strax eftir sex daga stríðið í jún! 1967, þegar Israelsmenn unnu sigurá ná- grönnum sínum, Aröbum. Strauss sendi forsetanum fyrrverandi þessi drög að áætlun strax þann 23. júní '67 til heimilis hans í Gettys- burg. Eisenhower gerði sér þegar grein fyrir því, að þessi áætlun fól í sér möguleika á að koma á friði. Hann vakti athygli Johnsons, þáverandi forseta, á henni, bæði í eigin persónu og með aðstoð Llewellyn Thompsons, sendi- herra, sem hafði verið falið að gefa honum skýrslur um samtal Johnsons við sovézka forsætisráðherrann Kosygin, sem fram fór í Glassboro, New Jersey. Hann stakk upp á því, að Johnson ræddi þetta mál við Kosygin. En það lítur út fyrir, að það hafi ekki verið gert. Niðurstaðan, sem Eisen- hower komst að eftir að hafa athugað áætlun Strauss, var sú, að hún yrði áþreifanlegur ávinningur fyrir bæði Araba og ísraels- menn, og að þá yrðu úr sög- unni undirstöðuatriði spenn- unnarmilli þeirra. Þeirfengju ekki aðeins ný orkuver, heldur einnig stórkostlegt magn af fersku vatni á land- svæði, sem síðan gæti orðið heimili hinna óhamingju- sömu Palestínu-Araba. Eisenhower minntist friðar- tilraunarinnar 1955, þegar hann sendi Eric Johnston til Mið-Austurlanda í könnunar- ferð, þegar hann sagði við mig (10. júlí, 1967): „Þetta lætur áætlun Johnsons líta út eins og smáhól við hliðina á fjalli." Eins og Eisenhower fannst, þá eiga Bandaríkin að eiga frumkvæðið í að takast á við hinn „raunverulegu vandamál" þessa svæðis, vatnsskortinn og flótta- mannavandamálin. Það var þörf fyrir tvö eða þrjú kjarn- orkuver til þess að fram- kvæma þessa hugmynd, að framleiða 750—1000 milljón gallona af fersku vatni daglega. Hann bætti við: „Þeim mun stærri, sem kjarnorkuverin eru, þeim mun hagstæðari eru þau fjár- hagslega. Þetta vatn munai kosta meira en vatnið fyrir New York borg, en það er ódýrt fyrir land, sem hefur ekkert vatn. Og Sýrland, Jórdanía, ísrael og Egypta- land myndu hafa svo mikið gagn af þessari áætlun, að fólkið í þessum löndum myndi ekki leyfa ríkisstjórn- um sínum að neita þátttöku." Því miður, þá var þeim aldrei opinberlega gefið tæki- færi á því. Eftir því sem ég kemst næst, kastaði Johnson frá sér hugmyndinni. Þó Eisenhower-Strauss áætlunin gerði ráð fyrir tveimur kjarn- orkuverum við Miðjarðar- hafið (á hlutlausa svæðinu milli ísrael og Egyptalands) og því þriðja við Akaba-flóa (en að honum eiga bæði ísra- el og Jórdanía land) þá varð þessi áætlun að engu. Áætlunin gerði ráð fyrir sameiginlegum fjárfram- lögum frá Bandaríkjastjórn og einkaaðilum, sem myndu mynda hlutafélög, til þess að byrja á framkvæmdum jafn- vel áður en búið var að semja um landamæri ríkjanna, sem hlut áttu að máli Þessi áætl- un hefði veitt þessu land- svæði rúmlega tvisvar sinnum meira vatnsmagn heldur en vatnsveitukerfi Jórdanárinnar, og fram- kvæmd hennar hefði veitt öll- um hinum aðgerðalausu Arabaflóttamönnum atvinnu. Því miður fékk þessi hug- myndaríka áætlun ekki náð fyrir augum ríkisstjórnar og Hvíta hússins árið 1 967. Nixon-Kissinger stefnuna hefur forsetinn að mestu markað (hann var raunar varaforseti Eisenhowers) og hún mun verða lífvænlegur en síðbúinn staðgengill fyrri hugmyndarinnar, sem dó í fæðingu. Hún er í höfuðatrið- um sú sama — miðar að þvi að hjálpa og friða bæði Araba og ísraelsmenn, og einnig að því að skapa mannlegri og betri efnahagslega aðstöðu til að grundvalla frið á. Engar skuldbindingar virðast hafa verið gerðar um landsvæði Jórdaníu og ísra- els við Akabaflóa. Maður getur heldur ekki ennþá tengt formlega hina tvo hluta áætlunarinnar — hinn ara- bíska og hinn ísraelska — né rannsakað til hlítar fjármögn- unarvandamálin og efna- hagsflækjuna. Samt sem áður ræddu Nixon og ísra- elskir ráðamenn í smáatrið- um möguleikann á þvi að eima vatn með kjarnorku, og sömuleiðis ræddi forsetinn málið á breiðum grundvelli við Sadat Egyptalandsfor- seta. Áætlun Nixons og Kiss- ingers miðar greinilega að þvi að skapa nauðsynlegar stjórnmálalegar og mann- legar aðstæður til friðar áður en þeir leggja fjárhagslegan grundvöll; og það getur reynzt hyggilegt. Allavega er markmiðið hið sama: varan- legur friður í MiðAusturlönd- um og (eins og Strauss sagði í fyrstu áætluninni): Byrjun á nýju lífi í landi hinnar elztu menningar." (ÞýS: J.Þ.Þ.) Sá sem vill eignast vel með farinn Saab 96. Hringi í síma 41 888. íbúð til leigu 4ra herb., teppalögð við Háaleitis- braut. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „Góður staður — 5285”. Hewlett—Packard 45 Til sölu ný HP—45 vasatölva. Mjög hagstætt verð. Simi: 19086. íbúð 1 — 2 — 3 ja herb. á 1. — 2. hæð í austurbænum óskast strax til leigu, ein í heimili. Upplýsingar í sima 1 61 04 milli kl. 4 — 6 Spariskírteini Er kaupandi að verðtryggðum spariskírteinum rikissjóðs að upp- hæð nokkur hundruð þúsund krónur. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Spariskírteini 5284”. Ibúð óskast. Námsmaður óskar eftir 2ja — 3ja herb. íbúð til áramóta. Tvennt í heimili. Upplýsingar i sima 1 2745 eftir kl. 19.00. Einkamál. Reglusamur ungur maður óskar eftir að kynnast stúlku á aldrinum 22 — 35 ára með sambúð i huga. (Má eiga börn.) Á ibúð og er i góðri atvinnu. Tilb. sendist Mbl. merkt „Traustur — 5286". Vantar húsnæði fyrir 500 — 1000 hænur í nágr. Rvikur og fyrir 2—4 hesta i haust. Svar óskast sent Mbl. fyrir föstudag merkt: „Húsnæði 5283”. Til sölu Citroen D super árg. '71 Sparneytinn bíll. Vinrauður. Ekinn 60 þús km. Bill i toppstandí. Einn eigandi. Skoðaður '74. Skipti koma til greina á ódýrari. Uppl. iS. 20160 — 37203. íbúð til leigu 3ja — 4ra herb. við Hvassaleiti. Tilboð er greini fjölskyldustærð og greiðslumöguleika leggist inn á Mbl. eigi síðar en föstudag 19. júli merkt „5288". Til sölu Opel station '63 og Hilman imp '63. Einnig er til sölu á sama stað góður vatnabátur. Upplýsingar i síma 51 006. Til sölu bandslýpuvél, full stærð. Uppl. i sima 93 — 6271. Til sölu Kæliskápur tviskiptur, 50 litra suðupottur og BPH þvottavél eldri gerð. Simi 50960 eftir kl. 19 daglega. 3. —4. herb. ibúð óskast til leigu, þrennt fullorðið i heimili. Mikil fyrirframgreiðsla. Nánari upplýsingar i sima 1 5959, frá kl. 9 — 5. Bíll til sölu. Rambler american station árg. '65. Fallegur bíll. Uppl. í síma 41 388. Trilla til sölu 2.75 tonna með nýjum dýptarmæli, stýrishúsl, lúkar, allt í mjög góðu ástandi. Upplýsingar i sima 40863. Keflavík — Suðurnes Tannlæknastofan Tjgrnargötu 7, verður lokuð frá 16. júli — 12. ágúst. Garðar Ólafsson, tannlæknir. Óskum að ráða offsetprentara (pressumann). Prentsmiðja Guðjóns Ó, Langholtsveg 111. Bátar til sölu 218 tonna stálskip í framúrskarandi góðu ástandi. 70 tonna eikarbátur endurbyggður. 8 tonna nýr eikarbátur. Mjög hagstæð kjör. Guðmundur Ásgeirsson, Vélabókhalds og viðskiptaþjónustan, sími 9 7-7177, Neskaupstað. Öllum þeim, sem tóku þátt i leitinni að Reyni Dagbjartssyni, sem fórst af slysförum 2. júní þökkum við af alhug. Viljum við þar nefna Slysavarnarfélag fslands. slysavarnardeildirnar á Akranesi og i Borgar- fjarðar og Mýrarsýslum. Einnig vini og venslafólk og alla aðra sem þar lögðu fram liðsinni sitt. Ykkur öllum biðjum við guðs blessunar og farsældar i starfi. Sigríður Kristjánsdóttir, Dagbjartur Majasson, Björk Dagbjartsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Sólveig Kjartansdóttir, Haukur Jóhannsson. Citroen Dyane '74 ekinn 2700 km. er til sýnis og sölu í dag. Globusr Lágmúla 5, simi 81555.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.