Morgunblaðið - 16.08.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974
Ritstjóri
Stúden tablaðsins
svarar
Þótt mér sé það þvert um geð að
gera vinnubrögð mín við ritstjórn
Stúdentablaðsins að opinberu
umtalsefni, finn ég mig knúinn til
að gera athugasemdir við ummæli
Hannesar Gissurarsonar, vara-
manns í Stúdentaráði, í viðtali við
Morgunblaðið 2. ágúst síðast-
liðinn.
Hannes hefur margsinnis klifað
á því í hinum ýmsu fjölmiðlum að
Stúdentaráð hafi hafnað tillögu
hans um að Stúdentablaðið gætti
hlutleysis í fréttaflutningi, en
hefur hins vegar ekki sýnt með
fordæmi sfnu, hvernig því marki
á að ná. Hver sá sem les yfir
umrætt viðtal, getur sannreynt,
hve það einkennist af órökstudd-
um gífuryrðum og lituðum sögu-
burði, og tel ég enga ástæðu til að
eltast við slíkan málflutning,
hann svarar sér sjálfur.
Meginefni árása Hannesar á
Stúdentablaðið er sú staðreynd að
í 6. tölublaði Stúdentablaðsins
birtist engin þeirra fimm greina
sem Vökumenn höfðu sent blað-
inu, en það útleggst á sérstæðu
máli umrædds viðtals, að sú
ákvörðun hafi verið tekin „að
hafna öllum greinum frá and-
stæðingum vinstri manna í skól-
anum.“ Fyrst þessi ritstjórnar-
ákvörðun er orðin að blaðamáli,
tel ég mig tilneyddan að gera
nokkra grein fyrir henni.
Til umráða fyrir þetta tölublað
hafði ég átta síður, og varð mér
strax ljóst að frágengnu næsta
blaði á undan, að rúmskortur
myndi hrjá það. Tilkynnti ég þá
Vöku og Verðandi, að fastaþættir
félaganna yrðu að falla niður að
sinni. Hins vegar ákvað ég að
helga nokkurn hluta blaðsins
þjóðhátíð, og leitaði í þvf sam-
bandi til Hannesar Gissurarsonar
um að skrifa hugleiðingu af þvf
tilefni. Barst sú grein ekki, en
hins vegar færðu Hannes og tveir
aðrir forsprakkar Vöku mér fimm
greinar.
Ein þessara greina var Vöku-
þáttur, en eins og áður er nefnt,
var það fyrirfram ákvörðun að
birta hvorki Vöku- né Verðandi-
þátt.
Þá var grein Markúsar Möller
um málssóknir Vl-manna, sem var
þegar í stað komið í setningu, en
tekin þaðan burt þegar hún
birtist í Morgunblaðinu. Ætti það
að vera auðskilið mál að blaði sem
gefið er út í 3200 eintökum er
lítill akkur í að endurprenta grein
úr blaði sem gefið er út í meira en
40.000 eintökum. Sama gildir um
athugasemd Vöku við sfðasta
Stúdentablað.
Þá óskuðu Vökumenn birtingar
á bréfi sem þeir höfðu sent
Stúdentaráðsstjórn. Þykir mér lit-
il ástæða til að birta slík bréf, auk
þess sem beinar rangfærslur voru
f inngangi að bréfinu, sem gáfu
alrangar upplýsingar um sam-
skipti Vökumanna og ritstjórnar
Stúdentablaðsins.
Var þá aðeins ein grein eftir,
sem raunverulega kom til greina
til birtingar. Áður er rakið, að
allmikið rúmleysi hrjáði blaðið.
Varð að fella úr því tvær þjóð-
hátíðargreinar, skemmtiefni,
tvær þýðingar, bókafregn, grein
um menntamál og grein Berg-
lindar Ásgeirsdóttur.
Nú er það ávallt álitamál við
slíkar ákvarðanir, hvað rétt er. En
augljóst ætti að vera, hve fárán-
legt er að tala um útilokun efnis
af skoðanlegum ástæðum í þessu
tilviki.
Hér hafa Vökumenn sumsé
þyrlað upp moldviðri og er það
raunar ekki í fyrsta sinn á þessu
sumri, sem slíkt gerist.
Þegar undirritaður tók við rit-
stjórn Stúdentablaðsins síðast-
liðið vor var það ákvörðun hans
að hafa sem best samstarf við
minnihlutann í Stúdentaráði, og
var engum hnútum kastað að
Vökumönnum í blaðinu. Oddviti
Vökumanna í Stúdentaráði,
Kjartan Gunnarsson, tekur hins
vegar frumkvæðið. Ritar hann
Háskólaráði dæmalaust bréf, þar
sem hann biðst liðsinnis ráðsins
til að ógilda ákvörðun Stúdenta-
ráðs og biður um undanþágu frá
því að greiða einn kostnaðarlið
Stúdentaráðs, Stúdentablaðið.
Síðan gerist það að ráðist er
hvað eftir annað á Stúdentablaðið
á sfðum Morgunblaðsins. Vöku-
menn höfðu til að bera það
smekkleysi að taka þátt f þessari
ófrægingarherferð, og m.a. sýndu
þeir Stúdentablaðinu þann dóna-
skap að endurtaka í viðtölum við
Morgunblaðið það sem stóð í
greinum þeirra sem voru á leið til
birtingar f Stúdentablaðið. Alt-
muligmand Vöku, Hannes Gissur-
arson, var settur til höfuðs rit-
stjóra Stúdentablaðsins við frá-
gang þess, og freistaði hann þess
að þvinga inn grelnar í blaðið með
frekju og hótunum.
1 fimmta tölublaði Stúdenta-
blaðsins var birt allt það efni sem
Vökumenn sendu til birtingar, en
ritstjóri notfærði sér rétt sinn til
að gera athugasemdir við það sem
að Stúdentablaðinu sneri.
Varð þá augljóst hver ætlun
Vökumanna var: að þyrla upp
moldviðri um Stúdentablaðið,
nota til þess hvert tilefni sem
gæfist og búa jafnvel tilefnin til,
ef þau skorti.
Fulltrúar Vöku óðu strax f dag-
blöð og reyndu að smiða æsifrétt-
ir úr jafn léttvægu tilefni og því
að greinar þeirra voru birtar með
smærra letri. — Raunar var allt
sem viðkom þessu þrasi prentað á
þann hátt, en Vökumenn gættu
þess vandlega að nefna aðeins
eigin greinar. — Mér er eiginlega
spurn: Hví hafa Vökumenn enn
ekki ráðist á Morgunblaðið fyrir
ritskoðun, en það hefur tíðkað að
birta greinar Vökumanna með
smækkuðu letri?
Við frágang 6. tölublaðsins var
síðan flest reynt til að ögra rit-
21
stjóra. Vökuþátturinn var sendur
blaðinu, þó að áður hefði verið
tilkynnt að þættir pólitísku fé-
laganna féllu niður. Sendar voru
greinar sem um leið voru sendar
mun víðlesnari blöðum til birt-
ingar. Farið var fram á birtingu
bréfs Vöku til stjórnar Stúdenta-
ráðs og klúðrað framan á það inn-
gangi, sem með ómerkilegum föls-
unum átti að géra tortryggilega
frásögn ritstjóra af framkomu
Vökumanna. Sú eina grein sem
kom til greina til birtingar í blað-
inu var ruddaleg árás á ritstjóra
þess.
Ekki þarf hér að eyða mörgum
orðum. Tilgangurinn var augljós-
lega sá að búa til ný tilefni til
árása á Stúdentablaðið. Vöku-
menn hafa ekki sýnt neinn áhuga
á að ræða alvarlega hlutverk
Stúdentablaðsins. Þeir hafa gert
kröfu um að blaðið verði hlut-
laust, en hafa gersamlega hunds-
að að ræða röksemdir vinstri
manna fyrir því að sú krafa sé
fjarstæða í sjálfu sér. Vinstri
menn hafa gert ítrekaðar til-
raunir til að setja skýrt fram
stefnu blaðsins, en Vökumenn
hafa ekki hirt um að ræða þær
stefnuyfirlýsingar.
Það eina sem þeir virðast hafa
áhuga á er að senda frá sér
æsingafréttir um Stúdentablaðið.
Til að þeim sé það mögulegt hika
þeir ekki við að búa til tilefni
æsingaskrifanna. Þykir mér leitt
að eiga í höggi við svo óvönduð
vinnubrögð, en er þó fastákveð-
inn í að láta ósvífnar ögrunarað-
gerðir þeirra ekki breyta þeirri
stefnu að Stúdentablaðið sé opið
öllum stúdentum, Vökumönnum
eins og öðrum.
Reykjavík, 6. ágúst 1974.
Gestur Guðmundsson,
ritstjóri Stúdentablaðsins.
— Komið við
á Kýpur
Framhald af bls. 17
En það var þetta fyrrnefnda
tyrkneska svæði, sem tyrkneski
innrásarherinn lagði undir sig
núna. Og til þess að komast
þangað landveginn varð hann
að ryðjast í gegnum Kýrenfu,
ákaflega fallegan hafnarbæ,
sem er fyrst og fremst griskur.
Þetta er hálfgerður dúkkubær,
fannst okkur, sem vaxið hefur
umhverfis litla vfk á klettóttri
strönd — og skammt fyrir
vestan eru aðrir bæir og
smærri, svo sem Lapiþos, þar
sem líka var barizt. Þarna er
gróðursældin slfk, að maður
verður byggðarinnar naumast
var, þegar ekið er eftir þjóðveg-
inum — og það er helzt af hæð-
unum að hægt er að skoða
bæina.
Samkvæmt fréttunum sendu
Tyrkirnir fallhlffalið niður á
tyrkneska svæðið handan fjall-
anna, á sléttuna norðan
Nikosíu, enda engrar mót-
spyrnu að vænta þar. En þeir
brutust ekki f gegnum fjalla-
héraðið átakalaust. Þótt fréttir
séu fremur óljósar enn, virðast
Grikkirnir á ströndinni ekki
hafa setið auðum höndum, og
kæmi mér ekki á óvart að leigu-
bflstjórinn fyrrnefndi og
EOKA-vinir hans hafi dregið
fram alla hólkana, sem til voru,
og barizt þótt við ofurefli hafi
verið að etja. Tækifærið kom,
en líklega hefðu þeir viljað
hafa það allt minna í sniðum til
þess að geta sinnt tyrkneskum
heimamönnum eingöngu.
1 Famagusta á austurströnd-
inni dvöldumst við lengst af, og
þar er þessi hyldýpisgjá lfka
áþreifanleg, þvf hér hafast
tyrknesku fbúarnir við innan
gömlu borgarmúranna, sem eru
frá miðöldum við höfnina. Þeir
búa þröngt, allt er þarna fátæk-
legt og eymdarlegt, allur fjöldi
karlmanna vinnur utan múr-
anna hjá Grikkjunum og
verður yfirleitt að láta sér
nægja lakast launuðu störfin —
var okkur sagt.
En Grikkirnir mega ekki fara
inn fyrir múrana, þvf við virkis-
hliðin er vopnaður tyrkneskur
lögregluvörður og þar sýna
menn skilrfki sín. Ferðafólki er
frjálst að rölta á milli. A virkis-
veggnum við hafnarmynnið
hafa gæzlumenn Sameinuðu
þjóðanna, sem hér eru sænskir,
komið sér fyrir í litlum báru-
járnsskúr, og þar blaktir fáni
samtakanna. Innan múranna er
tyrkneski fáninn við hún, en sá
gríski sést utan þeirra.
Ekki er hægt annað en hafa
samúð með Tyrkjum, sem virt-
ust vera dæmdir til að lifa og
deyja í þessu hálfgerða fang-
elsi. Við skoðuðum handa-
vinnusýningu skólabarna á
„gagnfræðastigi" í gamalli
kirkju, á meðan bænir voru
sönglaðar í hátalara í moskunni
handan götunnar um sexleytið
að kveldi. Slangur af væskils-
legum krökkum var að skoða
munina á sýningunni, sem voru
fátæklegir en báru vott um gott
handbragð stúlknanna. A
bænastund f moskunni var
enginn mættur utan prestanna
og okkur var sagt, að þangað
kæmu sjaldnast aðrir til trúar-
iðkana en nokkrar gamlar kon-
ur. I þröngum strætum sátu
smávaxnar konur utan dyra
með handavinnu eða á rabbi við
nágrannakonurnar, en karl-
arnir sátu fyrir utan knæp-
urnar umhverfis lítið torg f
hjarta virkisins, voru ekki há-
værir — en sátu þarna sjálfsagt
af gömlum vana í kvöldskininu,
horfðu sljóum augum á vegfar-
endur eins og þeir væru þarna í
algeru tilgangsleysi, einungis
að bfða eftir að stundirnar liðu.
Þá var öllu líflegra úti í
bænum meðal Grikkjanna.
Músíkin var farin að óma frá
veitingastöðunum, matarlyktin
fyllti vitin f miðborginni og þar
voru strætin iðandi af lffi.
Enosis — málað hér og þar á
húsveggi og myndir af Grivasi,
sem dó um daginn, víða upp-
lfmdar. Minnir stöðugt á að hér
er það gamla ekki gleymt og
grafið. Ennþá var allt með
spekkt og fólk settist gjarna að
borði undir berum himni og
vænn skammtur af Kebab með
Músaka á eftir, auðvitað með
prýðilegum Kýpur-bjór eða
flösku af góðu víni, veldur því
að þetta drungalega tyrkneska
virki gleymist um stund og
maður hrífst af elskulegum og
lífsglöðum Grikkjum, hvort
sem þeir eru að spila og syngja
eða þá bara að útskýra matseð-
ilinn. Sá, sem skilur ekki til
fullnustu úr hverju girnilegur
réttur er búinn til, er teymdur
fram í eldhús, kynntur fyrir
yfirkokkinum, sem brosir svo
að skfn í skjannahvítar tennur
undir snyrtilegu svörtu yfir-
skeggi. Hann opnar alla skáp-
ana og velur með manni bitann,
sem á að matbúa, og sá kann
sitt fag.
Nú er sennilega ekki jafn
glatt á hjalla f Famagusta.
Blaðafregnir hermdu að tyrk-
neski flugherinn hefði varpað
sprengjum á tiu hótel þarna á
ströndinni, eitt hefði brunnið
til ösku, annað hrunið til
grunna. Það var jafn gott að
vera hvergi nærri. Hótelaröðin
við ströndina er f jaðri bæjar-
ins, svo að Ijóst er, að þar hafa
Tyrkir verið að „terrorisera“
ferðafólk fremur en að reyna
að drepa Grikki. Eg efast um að
slíkar aðgerðir bæti hag tyrk-
neska minnihlutans mikið. En
allt gerist f striði. Röksemda-
færslan er ekki alltaf upp á
marga fiska.
Og enn hafa fréttirnar ekki
fjallað um mikið annað en land-
vinninga innrásarhersins og
vopnaviðskipti við grfskættaða
heimamenn — svo og sam-
komulagsumleitanir. Ég hef
grun um, að sfðar komi f ljós, að
Grikkirnir hafi fyrst og fremst
hefnt sín á tyrkneska minni-
hlutanum — og það kæmi mér
ekki á óvart að þar hafi nú
þegar mikið blóð flætt um
rennusteina. Og mér segir svo
hugur eftir þessi skömmu
kynni, að innrásarherinn eigi
eftir að binda um mörg sár áður
en yfir lýkur. EOKA tekur
hann engum vettlingatökum
fremur en Bretana forðum.
Sundurlyndið og hatrið á sér
svo djúpar rætur að ég get ekki
ímyndað mér að hægt sé að
leysa deiluna þannig, að báðir
aðilar uni vel við, a.m.k. ekki
þessi kynslóð.
Það er nefnilega jafn auðvelt
að skilja stolt Grikkjanna og
samgleðjast þeim yfir miklum
menningararfi og stórbrotinni
sögu — og að hafa samúð með
tyrkneska minnihlutanum.
Kýpur er full af sögu og minj-
um, og það er hellensk reisn og
þróttur sem svífur yfir vötn-
unum. Tengslin eru augljós
þeim, sem skoðað hafa hlið-
stæðurnar f Grikklandi — og
upplifað hafa dag í Delfí, Kór-
intu og Epídavros — og svo
ekki sé minnzt á Mýkenu og
Akrópólis, ásamt ýmsu öðru
sem Aþena varðveitir. Kýpur
kemur fyrir sjónir sem hluti af
miklu stærri mynd — og mikið
skelfing væru Tyrkirnir þar
betur settir, ef þeir væru
komnir aftur „heim til sín“.
Þessi magnþrungna eyja Mið-
jarðarhafs verður sennilega að
bíða lengi eftir þeim friði, sem
manni finnst að guðirnir hljóti
að vilja veita henni eftir allt,
sem á undan er gengið. Líf
einnar kynslóðar er sem andar-
tak á sviði þessarar miklu sögu,
og Grikkirnir eru búnir að berj-
ast þarna alltof lengi til þess að
fara að gefast upp núna. Eg
held, að allar lausnir verði ein-
ungis til bráðabirgða — um
ófyrirsjáanlega framtið. Frið-
semdartímabil koma vonandi af
og til, en mér finnst að það gæti
eins lifað i glæðunum önnur
þrjúþúsund ár.
— STIKUR
Framhald af bls. 16
til er fólk sem áreynslulaust
getur þulið öll stjörnuheiti
ég þekki heiti
á sérhverri þrá.
Ég hef verið hræðilega
afbrýðisamur
vegna þeirra kvenna, sem
ég hef elskað,
en aldrei hefur hvarflað
að mér
að öfunda Chaplin.
Ég hef haldið framhjá
konum mfnum
en aldrei rægt vini mína.
Ég hef drukkið
án þess að verða
drykkjumaður,
sem betur fer aldrei
unnið í sveita mins andlits.
Hafi ég logið var það
vegna þess
að ég blygðaðist min fyrir
hönd annarra
og ég hef logið
til þess að valda ekki öðrum
sársauka.
Ég hef líka logið að
ástæðulausu.
Þangað sem flestir fara
hef ég ekki komið
síðan 1921:
í moskuna, í kirkjuna,
samkunduhúsið, í musterið,
til særingamannsins,
en endrum og eins hef
ég reynt
að spá íkaffibolla.
Ljóð mín eru útgefin
á þrjátíu
eða fjörutíu tungumálum,
en i Tyrklandi eru þau
bönnuð
á mínu eigin tungumáli.
Ég hef ekki enn fengið
krabbamein,
og öruggt er það ekki
að ég fái það,
en eitt er vfst
að forsætisráðherra
verð ég ekki,
það á ekki við mig.
Þetta eru aðeins nokkur brot
úr hressilegu Ijóði, sem Hikmet
orti í Austur-Þýskalandi tveim-
ur árum fyrir dauða sinn.
Nazin Hikmet fékk verðlaun
Heimsfriðarráðsins og var
ákaft dáður sem eitt af höfuð-
skáldum sósíalismans. Fall
sovéskra leiðtoga, endurskoðun
og endurmat, breytti ekki sann-
færingu hans. Menn hafa án
árangurs reynt að fá mig til að
segja mig úr flokknum, kveður
hann í Sjálfsævisögu. Hann var
barnslega trúr sósíalismanum
til hinsta daga. Hann hafði
helgað líf sitt baráttu fyrir
sósfalisma í Tyrklandi, af þeim
sökum þjáðst meira en flest
önnur samtimaskáld.
í ljóðum sínum um frelsið,
rétt mannsins til að njóta gæða
jarðarinnar, er rödd hans hrein
og sterk. Ef unnt er að tala um
nútímalega ljóðlist, sem er al-
þýðleg, höfðar til fjöldans, er
Nazim Hikmet eitt besta dæmi,
sem ég þekki.