Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 29

Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 29 BRÚÐURIN SEIV/i HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 27 — Sú gamla er alveg pottþétt, sagði Jeppson. — Hún fylgdist með hreyfingu allra, sem koma í námunda við hana. Það er úti- lokað, að nokkur komist fram hjá henni óséður. Christer leitaði aftur á vit gömlu konunnar og þau spjölluðu saman um veður og vind drykk- langa stund. — Já, sagði hann skyndilega — svona veður ætti að vera á hverjum degi. Ég held bara það hafi ekki komið dropi úr lofti f f jóra daga. — Jú, það kom nú aldeilis skúr á föstudaginn. Ekki langur, en það var næstum eins og skýfall. — Og þú sem varst að njóta blíðunnar. Þú hlýtur að hafa rennblotnað. — Nei, nei. Ég flýtti mér náttúrlega að komast í húsaskjól. En skúrinn stóð ekki yfir nema nokkrar mínútur og svo þurrkaði ég bara af stólnum og settist aftur. Christer var smám saman orðið ljóst, að regnskúrinn — þótt lltill hefði verið — hefði verið all þýð- ingarmikill þáttur í því, sem gerzt hafði á föstudeginum. Gustava gamla Eriksson hafði orðið að hverfa af verðinum stundarkorn og á meðan hún var inni, gat hver sem var hafa smeygt sér út um bakdyrnar á blómaverzlun Fannyar Falkman. Honum skildist enn betur en áður, að forsendan fyrir því að leysa gátuna var að komast að því — með góðu eða illu — hvað hafði gerzt þar innan dyra. Christer Wijk var sannfærður um, að Fanny Falkman hafði ann- aðhvort logið vísvitandi eða hún var að hylma yfir eitthvað, sem henni var mikið í mun, að ekki kæmist upp. Kannski var hún sér þess ekki meðvitandi, en um það var erfitt að dæma. í því skyni að rannsaka staðinn í ró og næði fékk hann ungan lögreglumann til að útvega lykla að verzluninni og leituðu þeir síðan í verzluninni af mestu nákvæmni. Christer reyndi til skiptis að setja sig í spor Anneli Hammar og Fannyar Falkman. Hann gekk úr skugga um, að úr verzluninni var hægt að sjá út í Lillgötu, án þess sá, er þangað horfði, sæist utan af götu, og að glugginn að geymslu- herberginu var svo skammt frá geymsluherbergi tóbaksverzl- unarinnar, að Jóakim hefði getað pískrað við unnustu sína þaðan. Christer lét lögregluþjóninn opna dyrnar hvað eftir annað og varð þess vísari, að I bjöllunni heyrðist ágæta vel inn I íbúðina, á salernið og niður í kjallarann og einnig í eldhúsið. Þó heyrðist daufast í henni þar og urðu dyrnar fram að vera opnar svo að vel mætti greina hringinguna. Eftir að hafa virt angurvær fyrir sér visnaðan blómvöndinn, fór hann að lokum úr verzluninni. Ef nauðsyn bæri til yrðu þeir síðar að senda sér- fræðing hingað i fingrafararann- sókn. Christer bauð þó f grun, að ekki þyrfti að gripa til þess. Fanny Falkman sat og beið á lögreglustöðinni og hún var vita- skuld frávita af bræði — eins og hann hafði búizt við. — Aldrei hef ég orðið fyrir öðru eins á ævi minni! hrópaði hún. — Tekin og flutt á lögreglustöð eins og glæpa- maður. Mannorð mitt er eyðilagt I bænum og ég bara spyr: hvaða rétt hafið þið til að sýna mér hvfllka framkomu? Þvf að ég ætla að segja I eitt skipti fyrir öll, að ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af mér, en á sumum öðrum stöðum væri kannski meiri ástæða til að hafa auga með fólk- inu. En auðvitað er „sumt fólk“ heilagar kýr og er hlíft við öllu, hvað sem það hefur gert af sér. Christer settist rólega við skrif- borð Leo Berggrens og tróð I pípu sina I mestu makindum. Einn aðstoðarmanna hans hafði svo lít- ið bar á, kveikt á segulbandi og Fanny Falkman gaut augunum að tækinu og það var enginn vafi á því, að konan var skelkuð, þótt hún reyndi að láta ekki á því bera. Og enn meira var henni brugðið, þegar öðrum gesti var vfsað inn f skrifstofuna. Sebastian Petren var blóðrauð- ur í framan, fullur vandlætingar og reyndi að bera sig virðulega. Christer hlustaði þolinmóður á hótanir hans, heyrði hann gefa yfirlýsingar um réttindi borgar- anna og þá hættu, sem lögreglan stefndi sér í með slíku framferði við sómakært og heiðarlegt fólk. En svo virtist sem hann yrði óró- legur að loknum yfirlýsingunum og hann leit hálf hræðslulega á Fanny Falkman, tók upp stóran vasaklut úr pússi sfnu og þurrk- aði sér um ennið. Christer sagði blátt áfram. — Við erum að reyna að leysa morðmál . . . Forstjórinn æpti upp f bræði sinni: — Og hvað f fjáranum kemur MÉR það við? — A föstudaginn klukkan eitt kom Anneli Hammar út úr skrif- stofu þinni í Prestgötu. Hún grét. Rödd Christers var hörkuleg. — Mig fýsir að vita hver var ástæðan fyrir þvf. — En . . . égget fullvissað . . . VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-1 00 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. # Hugleiðingar um drykkjuskap og þjóðhátíð Steinar Guðmundsson, Leifsgötu 9 skrifar: „Velvakandi minn. í hátíðarvímunni sækir að mér tregi. í aðra röndina finnst mér sem við, fslenzk þjóð, séum svo ósköp lítil í öllu þjóðhátiðarvaf- strinu. Þykjustuleikurinn er svo áberandi. Við keppumst við að sýna hvert öðru hversu góðir ís- lendingar við viljum vera, hversu heitt við viljum elska landið okkar, — hversu hátt við virðum forfeðurna. Við teljum okkur vera þjóð, sem stendur fyrir sfnu, en samt tekst nýkjörnu Alþingi ekki að halda lifandi í friðar- pipunni. En ég er maður áfengismálanna og ekki meiri bógur en svo, að ég tel mig ekki vera til skiptanna. Þess vegna læt ég þjóðmálin eiga sig — öll nema eitt. Ofdrykkju- mál er mitt mál. Mig langar til að spyrja les- endur þína hvort þeir telji það samrýmast þjóðhátfðarstemmn- ingunni, að misþyrma börnum t.d. hérna miður við Laugaveginn og réttlæta harðneskjuna síðan með drykkjuskap foreldra? Eða hvort ætla megi, að það samrýmist sömu stemmningu að loka augunum fyrir misþyrmingu uppkominna barna á foreldri, t.d. hérna uppi f Holtunum eða suður í Kópavogi, ef hægt er að réttlæta misþyrm- ingarnar með drykkjuskap? Og sjálfan þig spyr ég, hvort þú teljir að það taki þvi að gorta af menn- ingu þeirrar þjóðar sem mis- munar börnum sínum, — þjóðar, sem flokkar niður eymd þeirra áður en hún er til viðtals um það, hver skuli njóta mannréttinda og hver ekki? Þjóðar, sem þykist ekki sjá þá aumustu, en útskúfar þeim samt að yfirlögðu ráði. ( Hér á ég við drykkjumennina f at- vinnulífinu, feludrykkjumenn- ina, bankamennina, húsmæðurn- ar, búðarlokurnar og þá aðra, sem þaðan af hærra eru settir i þjóðfé- lagsstiganum). Ég fer ekki lengra, því mig langar til að fólk lesi þetta og hugleiði. Það er undir fólkinu sjálfu kornið, að eitthvað sé gert til úrbóta. Fólkinu svona upp og ofan og án tillits til þess, hvort það drekkur brennivín eða ekki. Við verðum að hætta að bera af okkur skylduna með þvi að endur- taka sönginn um, að „honum beri að gera þetta,, eða „þeim beri að gera það“. Hinsvegar meguni við ekki gleyma því, að Alþingi og sveitarstjórnir eru starfstæki þjóðarinnar. Mig hrýllir við blindu skepn- unnar, sem boðar gróðurherferð klettinum til skjóls, en lætur hjá líða að huga að uppblæstrinum f sálarlífi sjálfrar sin. Það er ósköp auðvelt að birta mynd af mosa- barðinu, sem er að hverfa út í buskann, en þú birtir ekki mynd af eymd fjölskyldunnar fyrir vestan, austan, norðan eða sunnan, sem vegna drykkju- skapar eins fjölskylulims er að slitna úr samfélagi þjóðar sinnar. 0 Sýndarmennsk- una á hilluna Og grátlegast af öllu er að vita til þess, að gegn óláninu hefði e.t.v. verið hægt að sporna, þótt ekki hefði verið notað til þess nema pfnulitið brotabrot þeirrar fyrirhyggju, sem beitt er gegn uppblæstri islenzka jarðvegsins — moldarinnar, sem við tökum fram yfir manninn. Er ekki kominn timi til að leggja sýndarmennskuna á hilluna? Er ekki kominn tími til að horfast i augu við staðreyndir? Uppblástur og öræfamistur hvetur okkur til landræktar, en rótarslitin heimili náungans þykjumst við ekki sjá — og örvæntingaróp lánleysingjans leiðum við hjá okkur. Ein afvötnunarstöð (3 — 5 daga) afvötnun og alls ekki lengri timi) með 5 — 10 rúmum, einni kerlaug og nokkrum sturtum, vel búnum kæliskáp og aðgangi að kjötsúpu gæti unnið stórvirki. Tugi milljóna vélasamstæða I hvaða iðnaði sem væri mundi hvergi nærri spara þann vinnu- kraft, sem einfaldasta afvötn- unarstöð skilaði þjóðinni á nokkr- um mánuðum. En mannúðin yrði aukatekja, og mannúðin er þess eðlis, að hún er báðum til bless- unar, — bæði þeim sem gefur og þeim sem þiggur. Elsku beztu alþingismenn og borgarfulltrúar: byrjið einhvers- staðar — og það skal ekki standa á okkur að hlaupa undir bagga hvar og hvenær sem þess gerist þörf. Og leiðsöguna skal heldur ekki vanta — því leiðina þekkjum við. Mjór er mikils visir. Með beztu kveðjum, Steinar Guðmundsson." # Kveðja til Tómasar Við fengum venju fremur ánægjulega upphringingu í fyrra- dag. Var það kona, sem hafði átt leið um Austurstræti, og þar sem hún stóð frammi fyrir styttu Tómasar Guðmundssonar, varð þessi vísa til: Hér rölta aldnar Austurstrætisdætur því enn er Tómas þeirra svermirí. Nú styttu hans þær stóltar gefa gætur og gömul hjörtun örar slá á ný. Höfurndurinn markið S.E. hefur fanga- # Læknar fjarverandi Fríða Þorarinsdóttir hringdi og sagðist hafa lent i ógöngum, er hún þurfti nauðsyn- lega að ná sambandi við háls- nef- og eyrnalækni nú í vikunni. Hún sagðist hafa spurt heimilis- lækni sinn, en hann hefði ekki getað gefið henni upplýsingar um hvert helzt væri að leita. Þá hefði hún lagt land undir fót, þar sem illa hefði gengið að ná sfmasambandi við þá sérfræð- inga, sem getið væri um i sima- skránni. Að lokum kom f ljós, að af þeim sex sérfræðingum i þessari grein læknisfræðinnar voru allir nema einn fjarverandi. Hún vildi benda á það, að baga- legt væri, að nú væri þess ekki lengur getið í dagblöðum, hvaða læknar væru fjarverandi, eins og gert var áður fyrr. Fríða sagði ennfremur, að það hefði verið sér talsverðum erfið- leikum bundið að ná sambandi við sérfræðing með þessu móti, enda hefði hún ekki bíl til að ferðast i. Velvakanda sýnist, að ekki þyrfti að vera erfitt að ráða bót á þessu, — samtök lækna hljóta að sjá sér hag í þvf að auglýsa hvaða læknar eru fjarverandi hverju sinni. S3? SIG6A V/öGA í ýfLVEgAU Kfimo © UG'ifi V/fWN/ GÍÝA'f , wmiá m © a viauswum vua vf.ý m S.TMTOO © GtVMA m. m pangao íil m m VRAH A KAoPMXKoW? Ferðafélagsferðir. Föstudagskvöld kl. 20. 1. Kjölur — Kerlingarfjöll, 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar — Veiði- vötn, 4. Hlöðuvellir — Hlöðufell, Ferðafélag ísland, Öldugötu 3, símar: 1 9533 — 1 1 798. við 17, —18. ágúst Ferð í Karlsdrátt Hvitárvatn Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 1 og 5 alla daga og á fimmtu- dags- og föstudagskvöldum frá kl. 8 — 10. Sími 24950. Farfuglar. Sumarleyfisferðir. 20.—25. ágúst, Hrafntinnusker- Eldgjá-Breiðbakur, 20.—25. ágúst, Norður fyrir Hofsjökul Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar: 19533 — 1 1798. ROM SORRENTO Róm — borgin eillfa. sem engri borg er Hk. Sögufrægir staBir og byggingar viB hvert fótmál. VatikaniB og minjar hinnar fomu rómversku menningar frá dögum hinna einu sönnu keisara. Sorrento er einn af fegurstu bæj- um ítalíu viB MiBjarðarhafið sunnan viS Napoli. SannkölluB perla Napöliflóans, laus viB alla mengun, sem hrjáír nú svo marga staBi Norður-Ítalíu. þar sem mið- stöð iSnaðar og efnaframleiðstu er I Sorrento eru góðar baB- strendur og einstæð náttúrufeg- urð. Stutt að fara til margra skemmtilegra staða, svo sem eyjunnar Kapri, Pompei, Vesuviusar og Napoli, en þaSan er aðeins tveggja stunda ferð til Rómaborgar. Með þotuflugi Sunnu til Rómar gefst almenningi nú i fyrsta sinn kostur á ódýrum ferðum til eftir- sóknarverðustu staða ítalíu. FERflASKRlFSTOFftN SUNNA SIMRR 16400 12070 NinSQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.