Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGÚST 1974
5
Umgerð sem fylla þarf út í
Segir Már Elísson um 200 sjómílna
hugmyndina á hafréttarráðstefnunni
MÁR Elísson, fiskimálastjóri, er
nýkominn heim frá Caracas í
Venesuela, þar sem hann sat haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna. Verkefni ráðstefnunnar
eru æði umfangsmikil. Þar er
ekki einvörðungu fjallað um land'-
helgismálefni. Hafréttarreglur
eru þar í heild til meðferðar. Ráð-
stefnunni er skipt í undirnefndir,
sem hver um sig fjallar um ákveð-
in verkefni. Már Elísson sat f
þriðju nefnd, sem hefur m.a. til
meðferðar réttarreglur um
verndun hafsins og vísindalegar
rannsóknir. Hann greinir hér frá
helstu sjónarmiðum og viðfangs-
efnum ráðstefnunnar.
— Fyrst svaraði Már þeirri
spurningu, hverngi horfur væru á
samkomulagi þeirra mörgu þjóða,
er þarna sitja á rökstólum.
— Þegar ég fór frá Caracas, var
útlitið sannast sagna ekki sérlega
bjart. En á það er að líta, að
horfur eru sjaldnast góðar í miðj-
um samningum. Ef menn hafa
gefið sér ákveðna lokadagsetn-
ingu, er oftast nær deilt fram á
síðustu stundu. Þó að ekki hafi
þokazt verulega áleiðis í átt að
samkomulagi, hafa línurnar í
þessum efnum skýrzt til mikilla
muna.
— Þá svaraði Már þeirri spurn-
ingu, hvað hafi raunverulega haft
mesta þýðingu fyrir Islendinga af
því, sem þegar væri fram komið á
ráðstefnunni.
— Það mikilvægasta frá okkar
sjónarhóli er tvímælalaust yfir-
lýsingar stórveldanna, þar sem
þau fallast á hugmyndina um 200
sjómílna lögsögu. En við verðum
að gera okkur grein fyrir því,
segir Már, að 200 sjómílna hug-
myndin er aðeins umgerð, sem
fylla þarf út í. Sumar af þessum
tillögum eru okkur ekki hag-
kvæmar.
— Að hvaða leyti geta tillögur
um 200 sjómílna lögsögu verið
okkur óhagstæðar?
— Eg held, segir Már, að það
hafi skýrt komið fram I yfirlýsing-
um Austur-Evrópuþjóðanna og
Breta t.d., að þeir vilja fallast á
200 sjómílna lögsögu, gefa okkur
200 mílur, ef þeir fá svo beint eða
óbeint I gegnum svæðastofnanir
ítök I þvl, hvernig auðlindalögsag-
an verður nýtt. Inn I þá mynd
koma svæðasamtökin, sem þeir
vilja gefa ákveðin völd til þess að
ákveða aflahámark og hafa á
hendi ráðgjöf um skiptingu
aflamagnsins. Þá er það þeirra
sjónarmið, að þessar stofnanir
eigi að hafa úrskurðarvald, ef
deilur rísa. Við höfum ekki verið
hrifnir af slíkum hugmyndum. Að
því leyti eru þessar hugmyndir
okkur I óhag, þó að þær fjalli um
200 mllna lögsögu. Þó hygg ég, að
óhætt sé að segja, að þessi mál-
efni hreyfist I rétta átt.
— Hvaða ljón eru helzt I vegin-
um fyrir samkomulagi? Már svar-
ar þeirri spurningu með nokkrum
orðum:
— Við verðum að átta okkur á,
að hér er um flókið viðfangsefni
að ræða. Það skortir oft á, að
menn geri sér glögga grein fyrir
því og sundurgreini vandamálin.
Aðstæður allar eru svo breytileg-
ar eftir heimshlutum, að útilok-
að er að tala um einkarétt hvers
strandríkis til 200 mílna auðlinda-
lögsögu. I öllum tilvikum að því
er fiskveiðar varðar. Víða eru að-
stæður með þeim hætti, að sama
veiðisvæðið liggur að mörgum
rfkjum. I þvl sambandi má t.d.
nefna Norðursjóinn, Karabíska-
hafið, Guíneuflóann, Persaflóa,
Bengalflóa og raunar fleir svæði.
Norðmenn veiða I Norðursjónum,
en I Barentshafi verða þeir af
landfræðilegum ástæðum að leita
samninga við Sovétríkin.
Þegar á þessar staðreyndir er
litið, er ljóst, að reglurnar um 200
sjómilna auðlindalögsögu verða
að vera margskonar. Einkaréttur-
inn gildir ekki I öllum tilvikum.
— Már svarar því næst spurn-
ingunni um það, hvaða rfkjum
tslendingar hafi átt samleið með á
ráðstefnunni:
— Við höfum haft samráð við
fjölmargar þjóðir. I því sambandi
má nefna, að við höfum átt sam-
leið með þjóðum eins og Kanada,
Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Þessar
þjóðir gera ráð fyrir því, að þær
muni leyfa öðrum þjóðum að taka
þátt I nýtingu fiskistofnanna, en
undir sinni eigin stjórn. Að öðru
leyti tefla þær fram svipuðum
sjónarmiðum og við varðandi
sjálfa Iögsöguna. Við höfum hins
vegar ekka viljað ljá máls á þvi að
skuldbinda okkur til að hleypa
öðrum þjóðum inn I lögsögu
okkar, jafnvel þó að við hefðum
stjórn veiðanna með höndum.
Þau ríki, sem lýst hafa yfir fylgi
við 200 mílna hugmyndina, kvarta
gjarnan um það, að hörðustu rfk-
in hafi ekkert látið undan I kröfu-
gerð sinni til þess að koma til
móts við þau I væntanlegu sam-
komulagi. Þessi ríki, bætir Már
A ÁRSFUNDI Betel-elliheimilis
stofnunarinnar I Kanada I sumar
var samþykkt að stofna nýtt Bet-
el-heimili með herbergjum og að-
stöðu fyrir 60—70 aldraða Vestur-
tslendinga. Verður leitað tand-
rýmis fyrir hið nýja heimili I
Winnipeg, þar sem fjöldi aldr-
aðra Vestur-Islendinga hefur eytt
ævikvöldi sfnu og kýs að dvelja,aó
þvf er segir I Lögbergi-Heims
kringlu. Gerir nefndin sér vonir
um, að heimilið verði komið upp I
árslok 1975 eða snemma á árinu
1976. En skilyrði þess, að hafizt
verði handa, er, að nægilega mik-
ið berist fyrirfram af beiðnum
um dvalarvist þar, samkvæmt
reglum, sem sjúkrahúsanefnd
Manitoba hefur sett.
Betel-stofnunin á sér langa
sögu og merkiléga I Manitoba-
fylki. Heimilið á Gímli var fyrsta
elliheimilið I Manitoba, stofnað af
litlum éfntfm fýrlr 62 árúm. Það
er nú notalegt og glæsilegt heim-
við, vilja fá fram yfirlýsingu um,
að þau ríki, er ekki geta sjálf nýtt
fiskistofnana á sinum eigin mið-
um, heimili öðrum þjóðum að-
gang þar að.
— Þá inntum við Má eftir af-
stöðu Afríkjuríkjanna og annarra
nýfrjálsra ríkja.
— I þessu sambandi má segja,
að sum strandríki og þá sérstak-
lega Afrikurfkin og tvö til þrjú
ríki í Suður-Amerfku geri lítinn
greinarmun á auðlindalögsögu og
svo sjálfri landhelginni. Þar er
komið að þeim vanda, sem alþjóð-
legar siglingar hafa í för með sér.
Mörg ríki, sérstaklega stórveldin
og eins minni þjóðir eins og
Norðurlandaþjóðirnar, fallast
ekki á, að einstakar þjóðir geti
sett sér reglur um siglingar skipa
Félanslíf
Nýtt elliheimili fyr-
ir V-íslendinga
ili. Tvær nýjar álmur verða vígð-
ar þar í haust. Arið 1966 var byggt
annað elliheimili, í bænum Sei-
kirk í Manitoba.
Tilraunastöðin
á Möðruvöllum
I FRÉTT, sem birtist f Mbl. 15.
ágúst um flutning Tilraunastöðv-
arinnar frá Akureyri að Möðru-
völlum, var rétt hermt, að verið er
að Ijúka flutningi tilraunastöðvar
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins þangað. Um aðra starfsemi
varð nokkurt mishermi. Dr. Björn
Sigurbjörnsson hafði sagt að nú
væri verið að ræða möguleika á að
flytja sem mest af starfsemi land-
búnaðarrannsókna og jafnvel
leiðbeiningaþjónustuna í Eyja-
firði að Möðruvöllum, en engin
ákvörðun hefði verið tekin um
þetta. Jóhannes Sigvaldason er
forstöðumaður Rannsóknastofu
Norðurlands.
K.F.U.M. á morgun
Almenn samkoma að Amtmanns-
stig 2B kl. 20.30. Séra Frank M.
Halldórsson talar.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Sunnudagur kl. 11.00 helgunar-
samkoma.
kl. 16.00 útisamkoma á Lækjar-
torgi.
Kl. 20.30. hjálpræðissamkoma.
Kapteinn Knut Larsen talar.
Flokksforingjarnir Daníel Óskars-
son og frú stjórna.
Velkomin.
Samtök astma- og
ofnæmissjúklinga
Viðeyjarferð verður farin, sunnu-
daginn 18.8., ef veður levfir.
Messað verður i Viðeyjarkirkju kl.
2.
Árni Óla leiðsögumaður.
Ferðafélagsferðir
SUNNUDAGUR 18. ágúst.
Kl. 9.30. Móskarðshnúkar —
Svínaskarð. Verð kr. 600.—
Kl. 13.00. Fjöruganga við Hval-
fjörð. Verð kr. 400.—
Farmiðar við bilinn.
MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst.
Kl. 8.00. Þórsmörk.
SUMARLEYFISFERÐIR.
20.—25. ágúst. Hrafntinnu-
sker — Eldgjá — Breiðbakur.
22.—25. águst. Norður fyrir
Hofsjökul.
Ferðafélag (slands
Öldugötu 3,
Simar 19533 og 1 1 798.
K.F.U.K. — Vindáshlíð
Kvennaflokkurinn hefst 20. ágúst.
Gleymið ekki að tilkynna þátttöku
til aðalskrifstofunnar, Amtmanns-
stig 2B.
Suðurnesjafólk
Almenn guðþjónusta kl. 2 á morg-
un Svavar Guðmundsson syngur
Allir velkomnir.
Fíladelfía Keflavik.
Heimatruboðið
Almenn samkoma að Óðinsgötu
6A á morgun kl. 20.30.
Allir velkomnir.
innan 200 mílna auðlindalögsög-
unnar.
— En hver hefur þá verið af-
staða íslands f þessu tilliti?
— Islenzka sendinefndin tók
þátt f að semja málamiðlunartil-
lögu um þetta efni. Hún var til
umræðu daginn áður en ég hélt
heim. En f þeim umræðum mælti
enginn fulltrúi gegn tillögunni,
en hafa verður í huga, að mörg
ríki höfðu þá ekki skýrt afstöðu
sfna. Því má svo bæta við að lok-
um, segir Már, að mörg ríki óttast,
að settar verði of strangar reglur
um vísindalegar rannsóknir, ef
einkaréttur strandrfkisins verður
of vfðtækur. Þess vegna vilja
menn ná samkomulagi um
ákveðnar alþjóðlegar lágmarks-
Már Elfsson
reglur til þess að tryggja, að vis-
indalegar rannsóknir geti farið
óhindrað fram.
NYKOMIÐ
margar viðar-
PANEL-KROSSVIÐUR —
tegundir.
VIÐARÞILJUR — koto, gullálmur, oregon
pine.
HEINOLA-LOFTPLÖTUR OG — ÞILJUR
GIPSONIT-ÞILPLÖTUR — 9 og 1 3 mm.
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO.
Ármúla 27. — Srmar 86-1 00 og 34 000.
Ótrúlega Idgt verö
gϚi
BARUM
BREGST EKKI simi 1158
EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIDAUMBODID A ISLANDI
SOLUSTAOIR:
Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50406.
Skodabúðin, Kópavogi, simi 47606.
Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520.
Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum,
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram
fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en
ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá
birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum
gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og
miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum,
vörugjaldi af innlendri framleiðslu, skipulags-
gjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir apríl,
maí og júní 1 974, svo og nýálögðum viðbótum
við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum
af skipum fyrir árið 1974, gjaldföllnum þunga-
skatti af dísilbifreiðum samkvæmt ökumælum,
almennum og sérstökum útflutningsgjöldum,
aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygginga-
iðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningar-
gjöldum. Borgarfógetaembættið íReykjavík,
14. ágúst 1974.
Verzlunarhúsnæði óskast
á góðum stað í miðbænum
Tilboð sendist til:
Auglýsingadeildar Morgunblaðsins,
mekt: „Miðbær, — 1370."