Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 7

Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1974 7 MATSEDILL VIKUNNAR Umsjón: Unnur Tómasdóttir matrei'ðslukennari Mánudagur Gufusoðinn fiskur með eplum og lauk, hrátt salat, jarðaberjajúgurð. Þriðjudagur Kjöt með grænmeti, rababarasúpa. Miðvikudagur Ýsubuff, hrátt salat, grænkálssúpa. Fimmtudagur Glóðarsteiktar pylsur, hrátt salat, hrfsgrjónavellingur með eplum. Föstudagur Buff með fleski (sjá uppskrift) hrátt salat, rauðgrautur. Laugardaugr Sumar-eggjakaka, (sjá uppskrift) hrátt salat, rauðgrautur afg. Sunnudagur Bakaðar kótelettur, (sjá uppskrift) hrátt salat, sveskjuábætirmeð kremi, (sjá uppskrift). Buff með fleski 500 g kjöthakk, * 6—12 snéiðar flesk, (aftir stærð) * 100 g feitur ostur. * Til steikingar * 2 msk. smjör e. smjörl. Kjötið er hrært lítillega með kryddi, mjöli og ívætu. Búin eru til stór og þykk buff. 1—2 flesksneiðum er vafið um hverja buffsneið og þær festar með pinnum. Buffsneiðunum er raðað í velsmurt eldfast fat, látið inn í heitan ofn í 20—25 min. Osturinn er skorinn í þykkar sneiðar. Þegar steikingartíminn er hálfnaður eru ostsneiðarnar lagðar yfir buffsneiðarnar og fatið látið inn í ofninn aftur. Borið fram með soðnum kartöflum og hráu salati. Sumareggjakaka 1 lítið blómkálshöfuð, * 400 g. grænar baunir, * 400 g litlar gulrætur, * 1—2 msk. smjörl. * 3 egg, * 3 msk. rjómi eða rjómabland, * salt, pipar. Blómkál, gulrætur (í sneiðum) og baunir eru soðin hvert í sínu lagi og haldið heitu. Eggjarauðurnar hrærðar og rjómanum blandað í þær. Eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim blandað saman við ásamt salti og pipar. Eggjakakan er steikt á pönnu við fremur hægan hita og henni siðan hvolft á heitt fat. Blómkálinu raðað ofan á hana og hinu grænmetinu í kring. Að sfðustu er bræddu smjöri hellt yfir allt saman. Bakaðar kótelettur 700 g kjöt, (vöðvi) *■ egg og brauðmylsna, *75gsmjörl.* Jafningur: 25 g smjör e. smjörl., * 25 g hveiti, * l'A dl rjómi e. mjólk, * u.þ.b. 200 g sveppir, * 1—3 eggjarauður ef vill. Búinn er til góður sveppajafningur. Kældur. Ef eggjarauður eru notaðar er þeim hrært út i, einni í senn, hrært er vel í á milli. Kjötið er skorið i jafnar, stórar sneiðar, sem eru barðar, þeim er velt upp úr eggi og brauðmylsnu og steiktar móbrúnar á annarri hliðinni. Raðað jafn- óðum í ofnskúffu þannig að brúnaða hlið- in snúi upp Kryddað. A hverja Kótelettu er sett 1 msk. af jafningnum, þar á er stráð brauðmylsnu. Smjörinu, sem er á pönnunni, er hellt í skúffuna. Bakað i heitum ofni, þar til það er brúnt. Sveskjuábætir með kremi 150 g sveskjur, * vatn og sykur, * 2 egg, * 1 msk. sykur, * safi úr sítrónu, * 3 blöö matarlím, *!4 dl vatn, * 1 dl sveskjusafi, * 2 dl þeyttur rjómi, * Sveskjurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt i vatni með sykri og soðnar í því, þar til þær eru vel meyrar. Settar í skál. Matar- límið lagt i kalt vatn og látið renna. Eggin aðskilin. Rauðurnar hrærðar með sykrin- um og hviturnar þeyttar. Sveskju- og sítrónusafinn látinn út í matarlímið, þegar það er runnið. Því hrært út í eggja- rauðurnar. Þegar þetta byrjar að þykkria, er hvítunum blandað í. Sett yfir sveskjurnar í skálinni. Skreytt með þeyttum rjóma og sveskjum. Með kvöldkaffinu Itölsk pizza 175 g hveiti, * !4 tsk. salt, * 1 dl salatolía, * 'á dl mjólk, Blandið saltinu saman við hveitið, hnoð- ið salatolíu og mjólk saman við. Fletjið deigið út að þvi búnu, og klæðið tertumót með þvi. Látið fyllingu á (sjá hér að neðan). Bökunartími um 30 mín., ofnhiti 200°. Bezt er að hafa mikinn undirhita. Einnig er gott að baka deigið í mótinu i 10 mín., áður en fyllingin er látin í. Hér eru 3 mismunandi fyllingar: 1. 4 tómatar skornir I sneiðar. Leggið þar yfir 150 g af skinku og efst 150 g af niðursneiddum osti. 2. Um 150 g soðið eða steikt brytjað kjöt eða skinka, 1 dl tómatsósa og rifinn ostur efst. 3. Brúnið 200 g saxað nautakjöt í smjör- líki, og blandið 1 dl af tómatsósu, 'A tsk. salti og !4 tsk. pipar saman við. Leggið tómatsneiðar og rifinn ost yfir. Ung kona með eitt barn, óskar eftir ráðs- konustöðu frá septemberbyrjun. Uppl. í síma 93-7151, helzt á kvöldin. Stúlka óskast strax til skrifst. og afgreiðslustarfa hjá heildverzlun. Þær sem áhuga hafa sendi nafn og símanr. til Mbl. fyrir 20 ág. merkt ..Heildverzlun 4001 " Bíll, Hunter Grand Luxe sjálfskiptur, litið ekinn, til sölu. Upplýsingar öðru hvoru næstu daga, og kvöld. Síma 23444. VW árgerð 1 966 Fastback ógangfær er til sölu og sýnis að Blönduhlíð 5 eftir hádegi. Sími 14404. , Ibúð óskast Alþíngismaður utan af landi óskar eftir fjögurra herb. íbúð. Uppl. i sima 81 643. Keflavík Til sölu 4ra herb. íbúð við Suður- götu. Upplýsingar i síma 92-261 8 á kvöldin. Til sölu barnabílstóll, skermkerra, burðar- rúm, göngugr., toppgr. á VW einnig tækifærisföt nr. 40 — 42, herrajakkaföt og barnaföt. S: 84223. Húshjálp Barngóð og reglusöm stúlka óskast á heimili, '/2 eða allan dag- inn. Gott kaup og húsnæði. Gjörið svo vel og hringið í síma 28532 i kvöld og næstu kvöld. Tveggja herbergja ibúð óskast fyrir reglusöm systkini utan af landi, sem eru í framhalds- skólum. Upplýsingar i síma 33449 milli kl. 5 og 8. Tannlækningastofan verður opnuð aftur eftir sumarleyfi mánudag 19. ágúst. Úlfar Helgason, tannlæknir. Bílkrani óskast Bilkrani óskast til kaups, þarf að vera 2'/2 tonn. Upplýsingar i síma 99-1 399, Sel- fossi. Philco-Duomatic þvotta- vél (amerisk) með innbyggðum' þurrkara til sölu. Uppl. i sima 10406. Nýlenduvöruverzlun til sölu á góðum kjörum. Er í leiguhús- næði til 4ra ára. Góð tæki og vel seljanlegur lager. Uppl. i síma 42507 eftir kl. 7 á kvöldin. Peugeot 504 ’72 óskast eða módel 71. Einnig kemur til greina 404 '72 eða ’7 1. Peugeot '6 7 station til sölu á sama stað. Upplýsingar í síma 301 32. GULLALMUR - EIK HNOTA - TEAK Klapparstíg 1, Skeifan 1 9 símar: 18430 — 85286. Ofnhitastillarnir frá DANFOSS spara heita vatnið. Sneytt er hjá ofhitun og hitakostnaðurinn lækkar, þvf DANFOSS ofnhitastill- arnir nýta allan "umfram- hita” frá t.d. sól, fólki, Ijósum, eldunartækjum o. fl. Herbergishitastiginu er haldið jöfnu meö sjálfvirk- um DANFOSS hitastill- tum lokum. DANFOSS sjálfvirka ofnloka má nota á hita- veitur og allar gerðir miðstöðvarkerfa. RAVL ofnhitastillirinn veitir aukin þægindi og nákvæma stýringu herbergishitans, vegna þess að herbergishitinn stjórnar vatnsmagninu, sem notað er. Ef höfuðáherzla er lögð á að spara heita vatnið, skal nota hitastillta FJVR bakrennslislokann, þá er það hitinn á frá- rennslisvatninu, sem stjórnar vatnsmagninu. DANFOSS sjálfvirkir þrýst- ingsjafnarar, AVD og AVDL, sjá um að halda jöfnum þrýstingi á öllum hlutum hitakerfisins, einnig á sjálfvirku hitastilltu ofnlokunum. LáticT Danfoss stjóma hðtanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.