Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974
_8
Kammersveit Reykjavíkur
KAMMERSVEIT Reykjavíkur —
nýstofnuð hljómsveit — hélt
fyrstu tónleika sína að Kjarvals-
stöðum í tilefni þjóðhátíðar
Reykjavíkur á sunnudaginn var.
Jafnframt kynnti hljómsveitin
væntanlega vetrarstarfsemi sína,
en það verða fjórir áskriftartón-
leikar með blönduðu efni frá ýms-
um timum og stöðum. Þannig var
og verkefnaval þessara fyrstu tón-
leika, flutt voru verk eftir Corelli,
J.S. Bach, Pál. P. Pálsson og
Martinu. Á tónleikunum komu
fram 18 hljóðfæraleikarar, og
Elísabet Erlingsdóttir, söngkona,
en Páll P. Pálsson stjórnaði
tveimur verkanna.
Ef þessir fyrstu tónleikar eru
vísbending um framtíð þessarar
starfsemi, þá er auðfundið, að hér
hefur verið tendrað skært ljós í
rúmi, þar sem hingað til hefur
verið illa ratbjart. Það er vel, og
mega tónlistarunneridur borg-
arinnar hugsa með hlýhug og
eftirvæntingu til þessa framtaks.
Concerto grosso Corellis í D-dúr
var leikinn með góðum aga, svo að
samhljómur var allur heiður og
klár. Hljóðfæraleikararnir skiptu
sér I „concertino" og „ripieno",
tvær sveitír, sem spiluðust á.
Brúðkaupskantata Bachs
„Weichet nur, betrlibte Schatten"
er full góðlátlegrar gamansemi.
Elfsabet bar hitann og þungann f
kantötunni og naut góðs stuðn-
ings og tillitsemi hljóðfæranna.
Hátfðleikinn í upphafsaríunni
með ýmsum óþægilegum vinding-
um stingur svolítið í stúf við
framhaldið, en þegar sú aría var
að baki, tók kantatan flugið.
Maður saknaði þess eins, að ekki
heyrðist meir af svo góðu.
Kristallar Páls P. Pálssonar
hafa ekki heyrst opinberlega
sfðan á Listahátfð 1970, og þá mun
ég hafa látið nokkur orð falla um
verkið á þessum stað. Þetta er
aðgengileg og litfögur tónsmíð, en
sjálft heitið veldur enn heilabrot-
um. Kristallar eru það, þegar
efnið skipar sér f föst mynstur, en
í þessu verki Páls virðist hið
gagnstæða vera sterkasta ein-
kennið: mynstur leysast upp úr
„föstum" formum í „laus" sam-
leiksform. Máltækið segir, að allt
sé þá þrennt er. Vonandi þarf
ekki að bíða í önnur fjögur ár
eftir að heyra þetta verk f þriðja
sinn — svo að það geti kristallast"
almennilega í huga manna.
Tónleikarnir enduðu á Nonetto
eftir Martinu. Þetta var erfiðasta
verk efnisskrárinnar, samið fyrir
samleik virtúósa en auðvelda
áheyrn. Með flutningi verksins
má segja, að Kammersveitin hafi
umfram allt gefið áheyrendum
sfnum loforðin um það, sem keppt
er að í starfsemi hennar. Jafn-
framt leiðir það hugann að mark-
miðum Kammersveitarinnar f
verkefnavali. Svo sem áður segir
mun starfsemin fylla á lofsverðan
hátt ákveðið tómarúm í tónlistar-
lffi borgarinnar. Ég leyfi mér
samt að benda á það, að til þess að
Tónllst
eftir ÞORKEL
SIGURBJÖRNSSON
uppfylla það hlutverk sitt á sem
áhrifamestan hátt, ættu forsvars-
menn starfseminnar að athuga
gaumgæfilega svokallaða
„tematíska" prógramgerð — sem
er næstum ókunnugt fyrirbæri
hér á landi. „Sitt-lítið-af-hverju“
efnisskrárformið, sem ekki er
nema um 150 ára gamalt, á sínar
ákveðnu félagslegu og sögulegu
forsendur í öðrum löndum en er
nú úrelt. Það er ekki það form, er
vaxtarbroddarnir taka á sig í
músíklffi stórþjóðanna. Og hér er
Kammersveit Reykjavíkur
vaxtarbroddur, en þjóðin lítil . . .
„Varla munu dæmi um skyldara fólk”
Eftirfarandi ávarp flutti Guð-
mundur Benediktsson ráðu-
neytisstjðri f forsætisráðuneytinu
fyrir skömmu f boði, sem haldið
var f Ráðherrabústaðnum fyrir
Færeyingana, sem komu hingað á
Westward Hoo með átta manna
farið:
Góðir gestir.
Mér hefur verið falið að bjóða
ykkur öll velkomin hingað fyrir
hönd forsætisráðherra og konu
hans og flytja ykkur kveðju
þeirra. Ég vona, að við getum átt
góða stund saman hér i dag.
I bernsku kynntist ég
Færeyingum fyrir norðan land —
A Húsavík. Eina ljósustu endur-
minningu frá þeim tíma bar að
með hrikalegum hætti — sem sé
því, að færeyskir sjómenn brutu
skip sitt í dimmviðri við Mánár-
eyjar við Tjörnes. Á skipi þessu
voru 36 Færeyingar, 20 komust í
skipsbáti til lands þar sem þeim
var tekið opnum örmum og veitt
sú aðhlynning, sem dugði, því að
þar var vel hýst að þeirra tíðar
hætti og hjartarúm, svo sem þið
þekkið úr átthögum ykkar, þegar
nauðþurftarmenn leita hælis.
Sextán af skipinu komust í land
f litla eyju, sem Lágey heitir,
þaðan sem þeim var bjargað
undir forustu Jóns Sörenssonar,
frægs sjógarps, sem lifir enn á
háum aldri. Hann stýrði litlu fari
með vöskum sveinum, sem lögðu
lff sitt við líf frænda okkar. En
það, sem mér verður lengst í
minni, er dvöl þessara færeysku
drengja norður þar. Þeir báru
ekki svip þess, að þar væru sæ-
barðir skipsbrotsmenn.
Nei — þeir settu svip á bæinn
— dansinn dunaði hvern dag í
samkomuhúsinu okkar meðan
þeir biðu fars heim.
Mig langar að minnast margra
annarra kynna við Færeyinga.
Kynni Islendinga og Færeyinga
eru mörg og örlög beggja
þjóðanna eru af sama toga spunn-
in. Varla munu dæmi um skyld-
ara fólk, sem ekki telst sömu
þjóðar. Auðvitað á ég ekki að telja
upp eintóm dæmi um persónuleg
kynni mín af Færeyingum, ég á
e.t.v. að rekja skipti milli þjóð-
anna fremur almenns eðlis, en ég
get ekki stillt mig um að minnast
nú, þegar þið, frændur og vinir
komið mjögsiglandi yfir sollinn
sæ, mikillar færeyskrar sjóhetju,
sem ég átti því láni að fagna að
kynnast á æskuskeiði. Hann
heitir Sófus Gjöverraa og lifir
enn í hárri elli á Austfjörðum.
Hann vann það þrekvirki að sigla
smáfleytu með tveimur sonum
sfnum, bernskum, nokkru fyrir
seinni heimsstyrjöld frá Islandi
um Færeyjar til Noregs. Þetta var
ótrúlegt afrek, sem ýmsum þótti
furðu djarft.
Á Alþingishátíðinni á Þing-
völlum 1930 endaði fulltrúi Lög-
þings Færcyja, Mitens þing-
maður, ræðu sfna svo:
„Við óskum, að góður samhugur
megi haldast nú og ævinlega milli
nánustu frændþjóðanna, Islend-
inga og Færeyinga. Verði framtíð
tslendinga björt og fögur.
Blessaðir veri Islendingar."
Niðurlagi þessara orða vil ég
beina til ykkar hér og nú. Verði
framtfð Færeyinga björt og fögur.
Blessaðir veri Færeyingar.
Skák
eftir
JÓN Þ. ÞÓR
en vilji svartur koma f veg fyrir
hana verður hann að veikja stöðu
sfna á drottningarvæng á þann
hátt sem hann gerir).
17, —a5,
(Hér kom einnig sterklega til
greina að leika 17. — Df8 og svara
18. b4 með b6).
18. Bc2!
(Nú verður svartur að gæta
hvítu reitanna á drottningarvæng
mjög vel).
18. — Df8, 19. Hel — He8, 20.
Hxe8
(Ekki 20. Ba4 — Hxel, 21. Dxel
— De8! og svartur heldur jöfnu).
20. — Dxe8, 21. Dg5 — De7, 22.
Kfl — Rge8, 23. Dh6
(Polugjevsky leizt ekki á 23.
Ba4 — Bxa4, 24. Rxe4 — De4!).
Guðmundur Benediktsson,
ráðuneytisstjóri.
23. — Rc7, 24. Bd3 — De8, 25.
Dg5 — Kg7, 26. Rh4! — De5,
(Hér kom einnig til greina að
leika 26. — Kf7).
27. f4 — Dd4?
(Fram til þessa hefur Kavalek
teflt erfiða stöðu mjög vel, en nú
missir hann af beztu leiðinni, sem
var 27. — De3, t.d. 28. Bxf5 —
Rcxd5!, 29. cxd5 — Rh5; eða 29.
Rxd5 — Rxd5, 30. Bxd7 — Dcl+ í
báðum tilfellum með a.m.k. jöfnu
tafli. Léki hvítur hins vegar 29.
Re2, gæti svartur einfaldlega
svarað með 29. — Re7).
28. Bxf5 — Dxc4+, 29. Kgl —
Rcxd5. 30. Bxd7 — Dxf4+,
(Eða 30. — Rxc3, 31. Rf5+ —
Kg8, 32. Dxf6 — Re2+, 33. Kf2 og
vinnur).
31. Dxf4 — Rxf4, 32. Bb5 — d5,
33. Rf3 — d4, 34. Ra4 — Re4, 35.
Re5 — Re6, 36. Bc4 — Rc7, 37.
Bd3 — b5, 38. Bxe4 — bxa4, 39.
Bd3 — Re6, 40. Bc4 — Rf4, 41.
Kf2 og svartur gaf.
Kavalek og Polugjevsky
sigruðu í Solingen
Fyrir skömmu lauk I Solingen i
Þýzkalandi mjög sterku alþjóð-
legu skákmóti. Urslitin urðu sem
hér segir: 1—2. Polugajevsky
(Sovétríkin) og Kavalek (Banda-
ríkin) 10 v., 3.—4. Spassky
(Sovétr.) og Kurajaica
(Júgóslavía) H'á v., 5.—8. Vester-
inen (Finnl.), Gerusel (V.-
Þýzkal.), Liberson (Israel), og
Szabó (Ungvl.) 7'á v., 9. Uhlmann
(A-Þýzkal.) 7 v., 10. Kapelmann
(V.-Þýzkal.) 6'á v., 11. Eising (V.-
Þýzkal.) 6 v., 12.—13. Honfi
(Ungvl.) og Hecht (V.-Þýzkal.)
5'á v., 14. dr. Lehmann (V,-
Þýzkal.) 4 v. og 15. Klemens (V.-
Þýzkal.) 3'á v.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu hefur baráttan verið
mjög hörð, þótt þeir Polugajevsky
og Kavalek væru í nokkrum sér-
flokki. Hvorugur þeirra slapp þó
taplaus, Polugajevsky tapaði fyrir
Eising og Kavalek fyrir Poluga-
jevsky. Spassky tapaði einni skák,
fyrir Vesterinen. Aðeins einn
keppandi slapp taplaus frá mót-
inu, það var Szabó, sem vann eina
skák oggerði 13 jafntefli!
Skák þeirra Polugajevskys og
Kavaleks var á margan hátt mjög
athyglisverð og fer hún hér á
eftir.
Hvítt: Lev Polugajevsky
Svart: Lubomir Kavalek
Kóngsindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4. — c5, 3. d5 —
d6, 4. Rc3 — g6, 5. e4 — Bg7, 6.
Bd3 — 0-0, 7. h3
(Nákvæmara en 7. Rf3, sem
svartur gæti s>’arað með 7. —
Bg4).
7. — e6, 8. Rf3 — exd5, 9. exd5
(9. cxd5 hefði leitt til vel þekkts
afbrigðis af Benóníbyrjun, þar
sem svartur getur leikið 9. — b5).
9. — He8+, 10. Be3 — Rh5,
(Annar möguleiki var hér 10.
— Bh6, sem hvítur hefði senni-
lega svarað með 11. 0-0, t.d. —
Bxe3, 12. fxe3 — Hxe3, 13. Dd2
með góðri stöðu fyrir peðið).
11. 0-0 — f5, 12. Dd2 — Rd7, 13.
Hael — Rdf6,
(Hér kom einnig mjög til álita
að leika 13. — Re5).
14. Bh6 — Bd7, 15. Bxg7 —
Rxg7, 16. Hxe8+ — Dxe8, 17. a3!
(Undirbýr framrás b-peðsins,
Nordforsk:
Norrænt samstarf um
hagnýtar rannsóknir
þeirra, sem hagsmuna eiga að
gæta, þ.e. hrindir rannsóknar-
framkvæmdum af stað og skilar
þeim síðan í hendur þeirra, sem
gagn hafa af. Nordforsk hefur
náið samstarf við Norðurlandaráð
og á fulltrúa í stjórn Norræna
iðnþróunarsjóðsins.
AÐ UNDANFÖRNU hafa dvalid
hér á landi stjórnarmeðlimir
NORDFORSK, sem er samstarfs-
ncfnd Norðurlandanna um hag-
nýtar rannsóknir. Stendur dvöl
þeirra 1 sambandi við stjórnar-
fund nefndarinnar svo og
kynningarfund, sem Nordforsk
hélt fyrir fslenzka vfsindamenn
um norrænt samstarf á sviði
tækni og vfsinda.
Nordforsk var stofnað árið 1947
og hafa Islendingar verið aðilar
að þessu samstarfi í u.þ.b. tíu ár.
Hafa íslenzkir visindamenn átt
aðild að samstarfshópum innan
Nordforsk s.s. um rannsóknir á
vatnsmengun, Ioftmengun,
mælingar á súrnun andrúmslofts,
en í því skyni hefur verið starf-
rækt rannsóknarstöð hér á landi
um nokkurt skeið. Þá eiga
Islendingar aðild að nefnd, sem
vinnur að athugunum á útbúnaði
sjúkrahúsa, og annarri nefnd,
sem vinnur að athugun á fjár-
mögnun til rannsókna. Auk þess
eiga Islendingar aðild að sam-
starfshóp, sem vinnur að
rannsóknum á nýtni ýmissa efna
og má í því sambandi nefna, að
samstarfshópurinn hefur m.a.
unnið að rannsóknum á notkun
vikurs og gjalls í byggingariðnaði.
Aðalskrifstofa Nordforsk er í
Stokkhólmi, en auk hennar er sér-
stök skrifstofa í Helsingfors, sem
fjallar um umhverfismál, og í
Bandaríkjunum er skrifstofa, sem
annast öflun gagna og upplýsinga,
sem Nordforsk þarfnast.
Starfsemi Nordforsk er fólgin í
rannsóknum á tilteknum sviðum,
sem síðan er komið áleiðis til
Fulltrúi Islands í stjórn Nord-
forsk er Steingrímur Hermanns-
son, en auk hans skipa stjórnina
S. Tomner Svlþjóð, P. Grömborg
Danmörku, T. Tyland Noregi og
S. Heiskanen Finnlandi. Fram-
kvæmdastjóri er Erling Hagen
frá Noregi.
Watergatemenn
byggja Water-
gate Hills
Miami 15. ágúst — AP.
ÞRÍR menn, sem hlotið hafa dóm
fyrir innbrotið I Watergate-bygg-
inguna í Washington, þeir Bark-
er, Gonzales og Martinez, hafa
ásamt byggingameistara nokkr-
um gert áætlun um að efja bygg-
ingu á nýju hverfi f Mið-Flórída.
Á hverfið að heita Watergate
Hills.
„Þarna er fullt af vatni og fullt
af hæðum", sagði byggingameist-
arinn, John Priestes, sem hitti þá
Martinez og Gonzales I fangelsi
einu, þar sem þeir afplánuðu allir
dóma, en Priestes sat inni fyrir að
hafa mútað opinberum embættis-
manni.
Segjast félagarnir sannfærðir
um, að íbúðir þeirra á hæðunum
muni renna út og að þeir eflaust
fá marga viðskiptavini, alla leið
frá Washington.
Byggðahátíð í
Vatnsleysu-
strandarhreppi
BYGGÐAHÁTlÐ verður haldin í
Vatnsleysustrandarhreppi n.k.
sunnudag. Er hér um að ræða
stækkaða mynd á „kirkjudegin-
um“, sem haldinn hefur verið síð-
asta sunnudag f júní undanfarin
ár, en féll niður að þessu sinni,
þar sem kosningarnar bar upp á
sama degi.
Dagskráin hefst kl. 10.00 með
fánahyllingu í Aragerði. Þá verð-
ur hátíðarguðsþjónusta í Kálfa-
tjarnarkirkju kl. 2.00 en að henni
lokinni verða kaffiveitingar f
Glaðheimum. Kl. 16.46 verður
tekinn f notkun nýr íþróttavöllur
í Vogum, með knattspyrnukeppni
af léttara tagi. Um kvöldið verður
haldin kvöldvaka f Glaðheimum
og flytur Magnús Jónsson kenn-
ari, ávarp, en dagskráin verður að
öðru leyti í höndum þeirra félaga,
sem að þessari hátfð standa.