Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1974 5 ára áætlun um fræframleiðslu — Undirstaða gróðuráætlunarinnar I HINNI merku afmælisgjöf þjóðarinnar, Iandgræðslu- og gróðurverndaráætluninni, til minningar um 1100 ára búsetu í landinu, er gert ráð fyrir, að Rannsóknastofnún landbún- aðarins og Sandgræðsla ríkisins noti 10 míllj. króna til söfnunar og prófunar innlends og er- lends fræs. En svo einfalt sem það kann að virðast, þá liggur þarna meira að baki. Til að undirbúa þetta, hefur hér verið sérfræðingur frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO), Svíinn Gösta Julén, og hefur í sam- vinnu við sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbún- aðariris gert tillögur að fimm ára áætlun, sem miðar að þvi að koma upp framleiðslu á nægjanlegu magni af harð- gerðu og fljótvöxnu grasfræi til notkunar við uppgræðslu og ræktun. Af tækniaðstoð Sam- einuðu þjóðanna hafa verið lagðir til þessa verkefnis 47.500 dollarar, sem dr. Julén leggur til að verði hækkaðir upp I 60 þúsund dali. Hefur hann þegar skilað áætlun sinni til FAO og jafnframt kynnt hana í Iand- búnaðarráðuneytinu hér. Mbl. hitti Gösta Julén að máli, áður en hann hélt til Sví- þjóðar, en hann er yfirmaður rannsóknadeildar fyrir fóður- jurtir Sænska fræsambandsins, auk þess sem hann hefur tekið að sér tækniverkefni víða um heim fyrir FAO, frá því hann starfaði sem plöntusérfræðing- ur hjá stofnuninni í Róm. — Þegar ég var beðinn uæm að taka þetta verkefni að mér á íslandi, tók ég því strax. Auk þess sem það er góð tilbreyting frá verkefnum í hitabeltislönd- unum, þá er þetta á því sviði, sem ég hefi starfað að í 35 ár. Og verði framhald á þessu, þá væri að minnsta kosti skynsam- legt að hafa samvinnu við Norð- urlöndin og það gæti leitt til góðrar samvinnu milli minnar stofnunar og Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins. — Verkefnið er í því fólgið, að íslendingar þurfa að fá hent- ugt grasfræ til uppgræðslu og ræktunar. Hingað til hefur til þess verið notað innflutt fræ, sem ég tel ekki að sé nægilega haðgert. Eg álít, að betra sé að nota fræ af íslenzkum uppruna, sem annaðhvort er framleitt hér, þegar mögulegt er, eða er- lendis. Til að ná árangri er val- ið á þessu fræi mikilvægast. Hér á landi hefur aðeins verið kynbætt eitt afbrigði af vallar- foxgrasi, sem dr. Sturla Friðriksson hefur unnið á Korpu. Dr. Julén leggur til að byrja á vallarsveifgrasi og tún- vingli, sem unnið hefur verið að hér, en nú þarf að fá fram af' þeim afbrigði. Til þess að flýta fyrir, hefi ég stungið upp á því, að fyrst verði valin góð upp- skerumikil og h"rðgerð tún, þar sem mikið er af þessum teg undum, og tekin fræ af þeim síðsumars. 1 slíkum túnum eru fyrir hendi grös, sem eru búin að lifa lengi í landinu og sanna gildi sitt. Þetta þurfa ekki að vera nein viðurkennd afbrigði, heldur er aðalatriðið, að þau hafi sýnt ágæti sitt I þessu landi. — Þessar tillögur miðast við fimm ára áætlun, sem mætti framlengja um önnur fimm ár. Gert er ráð fyrir tæknihjálp, sérfræðingum og tækjaaðstoð frá Sameinuðu þjóðunum. Og þá miðað við, að þannig fengist m.a. lítil fræræktunarstöð í til- rauiiaskyni. — Þegar búið er að fá hent- ugt grasafbrigði, annaðhvort kynbætt eða villt íslenzkt, þá þarf að snúa sér að því að rækta fræið. Ég tel, að hægt sé og borgi sig að rækta hér fræ af vallarsveifgrasi og túnvingli. Og því þarf á næsta ári að byrja á því að koma hér upp aðstöðu og hefja tilraunir. Ég geri ráð fyrir, að á Tilraunastöðinni að Sámsstöðum verði miðstöð fræ- ræktunarinnar, en á Möðruvöll- um og á fleirum tilraunastöðv- um RALA úti á landi verði kannað hvar hægt er að fram- leiða grasfræið. Einnig þarf að gera tilraunir með ræktunarað- ferðir á Sámsstöðum. Það er mjög mikilvægt að fá strax í gagnið fræakra og framleiðslu fræs I stað þess að bíða eftir kynbættum afbrigðum, til að komast að raun um hvernig á að rækta, þreskja, hreinsa og flokka fræið. En tilraunatækin munu fást með styrk frá Sam- einuðu þjóðunum, eins og ég sagði áðan. En strax i haust mun þetta verða undirbúið. — 1 lok þessa fimm ára áætlunartímabils, reiknum við þá með að hafa í höndunum íslenzkan efnivið, hélt sérfræð- ingurinn áfram. Þá eigum við að vita hvar á tslandi hægt er að rækta fræ af þessum plönt- um. Við höfum þá líka fengið reynslu af þvi hvernig á að standa að því. Vallarsveifgras- og túnvingul má áreiðanlega og innlendum grasstofnum. Og þriðji maðurinn beri ábyrgð á eftirliti með gæðum fræsins, spirunarhæfni o.fl. Tilrauna- stjórinn á Sámsstöðum, Krist- inn Jónsson, verður svo ábyrgur fyrir fræræktuninni sjálfri. En auk þess sjá tilraunastjórarnir á Möðruvöllum, Reykhólum, Skriðuklaustri og Hvanneyri um prófanir á grasstofnunum. Þannig hefi ég lagt áherzlu á, að byggt verði upp teymi, þar sem hver maður ber ábyrgð á sinum hluta verksins undir yfirstjórn dr. Björns Sigur- björnssonar, forstjóra Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins. Það er ákaflega mikilvægt, að öll séu þessi verkefni sam- ræmd. Hugmyndin er, að seinna meir verði fræ ræktað í stórum stíl á Sámsstöðum, hjá landgræðslunni i Gunnarsholti og hjá einstökum bændum, t.d. undir Eyjafjöllum og í öræf- um. — Ég vil taka sérstaklega fram, að við erum ekki aðeins að hugsa um að fá fræ fyrir ræktað land, heldur ekki siður til uppgræðslu á örfoka landi, sagði Gösta Julén undir Iok«m- talsins. Ég legg áherzlu á, að leitað sé eftir tegundum, sem þola mikið og vaxa fljótt. Nóg er fáanlegt af afkastamiklum jurtum erlendis, og þær geta gefið mikla uppskeru, en duga skammt hér. Og ég álít ein- hvern mikilvægasta liðinn I þeirri viðleitni að hefta upp- blástur að hafa nægilega harð- gerða stofna og nægilega mikið fræ af þeim. — Ég held líka, að eftir að við höfum fengið gott og harðgert fræ, þá muni bændur líka auka mjög ræktun, en þeir hafa hing- að til haft of lélegt fræ og sán- ing oft mistekizt, bætti Björn Sigurbjörnsson við, en hann hafði hlustað á tal okkar. Gösta Julén kvaðst þegar hafa sent skýrslu sína til FAO og beðið um, að áætlunin yrði hafin 1. september næstkom- andi, sem hann kvað þó tæplega geta orðið. Einnig hefði land- búnaðarráðuneytið hér fengið afrit af skýrslunni og mundi fá hana formlega. Og væru því að- eins eftir undirskriftir, til að hægt væri að hefja þessa mikil- vægu starfsemi — E. Pá. Við frætöku á Korpúlfsstöðum. Dr. Gösta Julén, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, Þorsteinn Tómasson, sérfræðingur i jurtakynbótum, og dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Ljósm. BR.H. Unglfrrgat vinna að þvi að skera vallarsveifgras á Korpu vegna ræktunar á næsta ári. Seinna verð- ur ræktað hér í stórum stfl fslenzkt fræ á Sáms- stöðum, Gunnars- holti og hjá einstökum bændum, segir sér- fræðingur Sameinuðu þjóðanna. rækta í landinu til fræfram- leiðslu. En þær tegundir, sem ekki er hægt að rækta fræ af í stórum stil hér, yrði að fram- rækta erlendis. Ég býst ekki við, að hér verði hægt að rækta þannig í stórum stll vallarfox- gras, axhnotapunt, fóðurfax og ýmsar fíngresistegundir. Hvar þá? I hvaða fræframleiðslu- landi sem er. t.d. á Norðurlönd- um, Englandi, Kanada eða Bandaríkjunum. — Þessi fimm ára áætlun yrði unnin á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og tilraunastöðva hennar hér á landi og I samvinnu við bún- aðarskólann á Hvanneyri og landgræðsluna i Gunnarsholti. Kynbæturnar sjálfar munu fara fram á Tilraunastöðinni á Korpu. Sérfræðingur i jurta- kynbótum frá RALA, Þorsteinn Tómasson, er á förum til Sví- þjóðar til framhaldsmenntunar á þessu sviði með styrk frá S.Þ. og mun stjórna því verki. Þá er lagt til að annar sérfræðingur RALA, dr. Hólmgeir Björnsson, sjái um að framkvæma sam- ræmdar prófanir á innfluttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.