Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 14

Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGUST 1974 14 Patterson kemur aftur FLOYD Patterson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hef- ur ekki sézt f hnefaleikahringn- um nokkur undanfarin ár. Nú hefur Patterson, sem orðinn er 39 ára gamall, ákveðið að byrja að keppa aftur og þegar hefur verið samið um hans fyrsta leik, sem verðurgegn Argentínumanninum Jorge Ahumada. Patterson hefur ekki keppt síðan Muhamed Ali sló hann niður snemma árs 1972, en æft af kappi undanfarið og að sögn aldrei verið léttari á sér. Hann er nú aðeins 79 kfló og keppir þvf ekki í þungavigtinni lengur, heidur í næsta þyngar- flokki fyrir neðan. — LANDINN Framhald af bls. 22 skipulagt knattspyrnuna upp á nýtt. Sagðist Ellert líta á leikinn við Finna sem. góða æfingu fyrir hina erfiðu leiki í Evrópukeppn- inni í haust gegn Belgum og A- Þjóðverjum, einnig verður leikið við Dani seinna á árinu. — Ég held, að íslenzka landsliðið sé mjög vel búið undir leikinn við Finna og íslenzk knattspyrna hafi tekið miklum framförum í sumar. íslenzkir knattspyrnumenn hafa greinilega haft mikið gagn af þeim straumum sem borizt hafa hingað til lands f sumar með er- lendu þjálfurunum, sagði Ellert. Leikinn á mánudaginn dæmir Skotinn T.R. Kyle og lfnuverðir með honum verða þeir Eysteinn Guðmundsson og Rafn Hjaltalín. Forsala aðgöngumiða hófst í gær við Útvegsbankann og heldur áfram á mánudaginn á sama stað frá klukkan 12—17 og síðan við Laugardalsvöllinn. — Til hvers . . . Framhald af bls. 22 að sjá tnn að framfylgt sé, þá er það hennar mál. Forseti GSÍ segir i Morgun- blaðinu, að það hafi verið viðtekin regla, að íslands- meistarinn hafi verið í landslið- inu. Þetta er rétt, en í ár er farið eftir nýjum reglum, sem veita hvorki honum né neinum öðrum nein forréttindi. Þeir verða að spila sig í landsliðið samkvæmt reglum. Því verða menn að gera það upp við sig, hvort þeir ætla að reyna að komast f landsliðið með því að taka þátt í stigamótum sumars- ins eður ei, stig er það eina, sem veitir þeim réttindi. Landsliðsnefnd treysti sér ekki til að fella rétthafandi „stigamenn" af listanum til að hliðra til fyrir Islands- meistaranum 1973. Enda eru stigin reiknuð út og gefin út af kappleikjanefnd GSl. Verði þessu breytt af stjórn GSI væri þá ekki rétt að endurskoða stigareglurnar enn einu sinni til að forðast árekstra sem þessa í framtíðinni, eða leggja stigann alveg niður? I sambandi við afsögn lands- liðsnefndar þá er hún af allt öðrum toga spunnin en út af vali landsliðsins nú. Ekki verður farið út í að ræða það mál hér nema tilefni verði gefið til. Jóhann Eyjólfsson." Piltur eða stúlka óskast til sendiferða ofl. Þarf að geta byrjað strax. Yngri en 1 6 ára koma ekki til greina. Glóbus h. f., Lágmúla 5, sími 81555, Atvinna Viljum ráða fólk til afgreiðslu og skrif- stofustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni, Nýbýlavegi 8. Byggingavöruverzlun Kópavogs. Stúlkur óskast. Verksmiðjan Föt h. f. Hverfisgötu 56, Simi 10512. Verzlunarstjóri Kaupfélag Dýrfirðinga Þingeyri leitar eftir verslunarstjóra í búð, sem skiptist í mat- vöru-, búsáhalda- og vefnaðarvörudeild. Reynsla í starfi æskileg. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur keupfélagsstjóri í síma 8200 og 8203. KA UPFÉLA G D ÝRFIRÐINGA Skipasmíðastöð Njarðvíkur H. f., Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða stúlkur til skrifstofu- starfa. Upplýsingar í síma 1 725. Skipasmíðastöð Njarðvíkur H.F. Rannsóknafólk Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk frá 1. september: Tvo starfsmenn á efnarannsóknastofu. Stúdentspróf eða meinatæknipróf æskilegt. 1 fjárhirði/rannsóknamann II. Búfræði- menntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist tif Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti, v/Vesturlandsveg. Rannsóknasto fnun landbúnaðarins. Skrifstofustarf. Viljum ráða ungan mann og stúlku til almennra skrifstofustarfa. Verzlunarskóli eða hliðstæð menntun æskileg. H.F. Eimskipafélag íslands. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki óskar eftir meinatækni til afleysinga í 4 mánuði frá miðjum september. Uppl. gefa meinatæknir og yfirlæknir sjúkra- hússins í síma 95-5270 frá kl. 1 3 — 16. Atvinna óskast Kona, þaulvön verzlunarstörfum, óskar eftir starfi hluta úr degi (helzt fyrri part dags), frá byrjun október. Hefði háhuga á starfi í skartgripa-, kvenfata eða minja- gripaverzlun, en fleira kemur til greina. Meðmæli fyrir hendi. Vinsamlega hringið í síma 51793 eða 43038, eftir kl. 6 á kvöldin. Kópavogur— gæzlustarf Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar óskar að ráða tvær konur til starfa á gæzluvelli í austurbænum. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar, sími 41 570. Félagsmálastjóri. Laus staða Lögreglustjóraembættið óskar að ráða skrifstofustúlku frá 1. september n.k. í nokkra mánuði vegna forfalla. Góð vélrit- unarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist fyrir 25. þ.m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1974. Akranes Verkamenn óskast til sorphreinsunar- starfa. Umsóknir berist undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar í síma 1211. Akranesi 15/8 '74. Bæjarritarinn Akranesi. Járniðnaðarmenn Rennismiðir og vélvirkjar óskast nú þegar. Hlutafélagið Hamar Tryggvagötu — Borgartúni Sími: 22 123. Meinatæknar Á Rannsóknadeild Landakotsspítala verða lausar stöður frá 1. október 1974, eða eftir samkomulagi. Breska sendiráðið óskar eftir bílstjóra strax. Þarf að hafa reynslu og góða enskukunnáttu. Upplýsingar í sendiráðinu sími 1 5883/4 milli 2 og 5 e.h. mánudag. Skrifstofustarf Viljum ráða starsmann (karl eða konu) til skrifstofustarfa. Aðalverkefni nótuskrift, nokkur útreikningur og símavarzla. Stundvísi og önnur reglusemi áskilin. Umsóknir er greini aldur og menntun auk meðmæla ef fyrir hendi eru sendist í pósthólf 5182 Reykjavík fyrir 23. ágúst n.k. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. G. Ólafsson h. f. Suðurlandsbraut 30 R. Samband íslenzkra barnakennara Óskar að ráða kennara í hálft starf á skrifstofu samtakanna. Skriflegar umsóknir sendist Sambandi íslenzkra barnakennara, pósthólf 616, Reykjavík. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða tvo vana járniðnaðar- menn strax. Upplýsingar um starfið veitir verksmiðju- stjóri. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hf., Akureyri. Sími 21466.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.