Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGUST 1974 15 Gunnar Vilhjálmsson, vélstjóri — Minning Fæddur 14. júnf 1905 Dáinn 15. júlf 1974. Örlög höguðu því þannig, að ég gat ekki fylgt vini mínum, Gunnari, síðasta spölin. Hér er þvi sfðbúin kveðja, en hugur sá sami, sem fylgir. Gunnar heitinn varð bráðkvaddur á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kaliforníu f Bandaríkjunum, er hann var staddur þar ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu Guðlaugsdóttur. Jarðarför hans fór fram í Reykjavík 23. júlí s.l. Hann hafði um mörg ár þjáðst af vöðva- og liðasjúkdómi og þess vegna þurft á spítalavist og eftir- liti að halda. Með sjálfsæfingum, sem hann stundaði af mikilli kost- gæfni, hélt hann sér í það góðu formi, að fáir vissu, hve sjúkur hann var, enda litt um það gefið að kvarta eða æðrast. Komu þar fram góðar lyndiseinkunnir hans, dugnaður og seigla, jafnframt mikilli prúðmennsku og kurteisi í öllum háttum. Gunnar var af sunnlenzku dugnaðarfölki kominn. Foreldrar hans voru Anna Magnea Egils- dóttir og Vilhjálmur Gunnar Gunnarsson, sem rétt eftir alda- mótin fluttu frá Hafnarfirði til Bfldudals á Thorsteinssons tíman- um þar. Gunnar fæddist á Bíldu- dal, en flutti 6—7 ára gamall til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Vélstjóraskóla Islands 1927 og var eftir það vélstjóri á ýmsum togveiðiskipum, m.a. á „Sindra" hjá mági sínum Jóni Eirikssyni, skipstjóra í Hafnar- firði. Mér er ætfð í minni, þegar „Sindri“ kom í heimsókn á Bíldu- dal á unglingsárum mínum, því að margir þeirrar glæsilegu skips- hafnar voru ættaðir frá Bíldudal og Vestfjörðum. Skömmu eftir að Egill Vilhjálmsson, bróðir Gunnars, hóf hina umfangsmiklu bila- verzlun sína, réðist Gunnar að því fyrirtæki 1932, og vann þar til ársins 1958, er hann tók að sér rekstur Matstofu Austurbæjar, sem hann rak ásamt syni sínum Ragnari fram á síðustu ár, er heilsan fór að bila. og hann varð að draga sig í hlé, þótt hann starf- aði þar, unz yfirlauk. Hjá Agli Vilhjálmssyni unnu tveir bræður hans, Gunnar, sem hafði umsjón með bílaverzlun- inni, og Georg sem málara- meistari. Oft sagði Egill mér frá, hve þessir bræður hans tveir + Konan mín, KRISTBJÖRG DÚADÓTTIR, LÉZT Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 16. ágúst. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. t UNA GOTTSKÁLKSDÓTTIR andaðist 1 5. ágúst. Börn og barnabörn. + Eiginkona mín, SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Goðheimum 14, andaðist 1 5. þ.m. á Borgarspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjón Sigurðsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, GUÐMUNDUR H. KRISTJÁNSSON, Básenda 6, andaðist aðfaranótt 14. ágúst. Elin Guðjónsdóttir, börn, tengdadætur og Kristján Guðmundsson. + Eiginmaður minn faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRMANN GUOMUNDSSON, húsasmiðameistari, Grettisgötu 56. andaðist aðfararnótt 1 6. ágúst. Ásta Bjarnadóttir, Anna, Halldóra, Valgerður, Ármann Öm og Guðmundur, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA STEFANÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Vesturbraut 11, Keflavík, verður jarðsungin þriðjudaginn, 20. ágúst frá Keflavikurkirkju, kl. 2 e.h. Steinþór Sveinbjörnsson, Finnur S. Steinþórsson, Margrét Hjartardóttir, Hreinn Steinþórsson, Kristín Sigurvinsdóttir, og barnabörn. Friðrik Sigurðsson, vélstjóri — Minning - heföu reynzt honum traustir og farsælir í starfi á byrjunarárum fyrirtækis hans, og ekki skorið við nögl sér vinnudaginn. Þegar gengið er á vit minning- anna, standa upp úr einstaka at- vik. Svo æxlaðist, að við Gunnar urðum töluverðir veiðifélagar, hvað laxveiði snerti, og áttum þar margar ógleymanlegar ánægju- stundir. Llt ég á hann sem einn af kennurum mínum I þeirri íþrótt og leyfi mér því að tilfæra atvik úr fyrstu veiðiferð okkar. Sem byrjandi var ég settur á þægi- legan veiðistað. Eftir nokkurn tlma kemur Gunnar til mín, horf- ir snöggt á færið kómir og segir: „Ætli sér ekki rétt að þú kippir I, mér sýnist línan liggja öll upp I móti straumnum". Ég brá við, og eftir snarpa viðureign lá 16 punda lax á bakkanum. Það lætur að llkum, að oft var ég minntur á þetta atvik. Þegar leiðir skilur, er margs að minnast og þakka eftir áratuga vináttu og samferð. Dagfarsprútt fas Gunnars og framkoma veitti honum vini, en óvildarmenn fáa. Vegna vingjarnleiks hans og alúðar var gott til hans að leita með allan greiða, og þvl var sífellt leitað á þau mið. — Fyrir það allt færi ég honum látnum alúðar- fyllstu þakkir okkar hjóna. Við færum eiginkonu hans og börnum innilegustu samúðar- kveðjur, um leið og við þökkum mæt kynni á langri samleið. Síðasta veiðiför okkar var fyrir nokkrum árum síðsumars I Vlði- dalsá og okkur mikið ánægjuefni alla tíð vegna aflasældar og annarra skemmtilegra atvika. Þykir mér hlýða að kveðja þennan góðvin minn með rösk- lega 200 ára gamalli vísu ættaðri úr Víðidal, sem sé eftir Pál lög- mann Vidalín frá Víðidalstungu: Nú er ég orðinn f rí og frjáls fyrir mér dvelur engi. Leggi þér Kristur hendi um háls hann sé vin þinn lengi. Sig. Samúelsson. F. 25.11. 1920. D. 10.8. 1974. Þegar maður fréttir lát góðs vinar og félaga, er sem eitthvað bresti innra með manni, svo fór um mig er ég frétti, að Friðrik hefði oröið bráðkvaddur þar sem hann var við skyldustörf sln. Ég hafði tveimur dögum áður hitt Friðrik hressan og glaðan, og hafði mér þá ekki dottið I hug, að svo stutt yrði I að leiðir skildi með þessum hætti. En við lútum þvl lögmáli öll, sem okkur er búið. Hvenær kallið kemur veit enginn fyrir, og er það ef til vill ágætt að svo er, en þeir, sem eftir standa, hljóta þó að fyllast söknuði þegar mannkostamaður sem Friðrik var hverfur af sjónarsviðinu á besta aldri. Þá vilja gjarnan sækja á hugann spurningar um tilgang lífsins. Maðurinn hefur barist harðri baráttu fyrir lífsgengi sinu og sinna, en þá, er hann loksins eygir möguleika til að geta dregið úr vinnuálaginu, og eytt meiri tíma með ástvinum sinum, er hann kallaður burt. Friðrik var fæddur á Blönduósi, móðir hans er Ólína Jónsdóttir. En hún missti mann sinn áður en Friðrik fæddist. Var honum þá komið I fóstur til Sigríðar Jónatansdóttur og Sigurðar Árna- sonar að Kleifum I Seyðisfirði vestra, þar sem hann ólst upp til 8 ára aldurs, að Sigurður fósturfað- ir hans lést. Fór hann þá I fóstur til Guðlaugar Pálsdóttur og Sæmundar Jóhannessonar I Hjarðardal við Önundarfjörð, þar sem hann ólst upp við mikið ást- ríki fósturforeldra sinna, sem hann bar sonarlegar tilfinningar til alla tlð slðan. Börn þeirra Guð- laugar og Sæmundar, Pál og Eirnýju, leit hann á sem systkini sln, enda hefur alla tlð verið náið og gott samband á milli þeirra fóstursystkinanna sem og fóstur- móður hans, sem býr nú hjá dótt- ur sinni, en þau eru öll búsett I Reykjavík. Friðrik átti fjögur hálfsystkini, Ingibjörgu, sem er búsett I Reykjavík, Ara, sem lést 1970, Magneu og Karl Einarsson út- gerðarmann, sem búa I Sand- gerði. Einn af hinum góðu eigin- leikum Friðriks var ættræknin, hafði hann ávallt mikið og gott samband við systkini sfn öll og fósturmóður sína. Friðrik átti þvl láni að fagna að eignast góðan lífsförunaut, Jóhönnu Rósu Guðmundsdóttur, ættaða frá Þingeyri við Dýra- fjörð. Þau opinberuðu trúlofun slna 17. júní á Hrafnseyri við Arnarfjörð, lýðveldishátíðarárið 1944. Þau gengu I hjónaband 24. apríl 1947. Friðrik og Jóhanna fluttust til Sandgerðis 1944, þar sem þau hafa átt heim alla tíð slðan. Friðrik valdi sér sjómannsstarfið að atvinnu, sem hann stundaði alla tíð sem vélstjóri á fiskiskip- um, þó með smá hvíldum hin síð- ari ár að hann vann I landi nokkra mánuði ár hvert. Friðrik lauk vélstjóraprófi 1. stigs 1943 með 1. einkunn og 2. stigi frá Vélskóla íslands 1968. Friðrik þótti traustur og góður starfsmaður, ósérhlífinn svo orð var á haft. Hann vann störf sín af einstakri ósérplægni og alúð, enda vel látinn af öllum, sem með honum hafa unnið, og var hvert það rúm, sem hann skipaði, talið vel skipað. Friðrik og Jóhanna eignuðust sjö börn, Guðmund Er- lend, málarameistara, sem er bú- settur I Noregi, Sigurð, skip- stjóra, sem enn er I foreldrahús- um, Sæmund Guðlaug, sem býr I Keflavík, Einar Kristin, bifreiða- stjóra, býr I Keflavik, Erlend, bif- reiðastjóra, býr I Keflavfk, Guð- laugu og Hafdisi Huldu, sem enn búa I foreldrahúsum. Mér, sem þessar línur rita, er óhætt að fullyrða, að barnalán hafa þau hlotið I ríkum mæli. Friðrik var góður og ástríkur fað- ir, og hugulsamur um hag barna heimilis. Friðrik og Jóhanna höfðu þrátt fyrir stóra fjölskyldu búið sér og börnum sínum gott heimili að Vallargötu 14 I Sand- gerði, þar sem ríkti friður og ást- riki milli allra fjöslskyldumeð- lima. Friðrik var félagi I Vélstjóra- félagi Suðurnesja. Hann bar hag þess félags mjög fyrir brjósti og vildi framgang þess sem mestan. Hann var einlægur félagshyggju- maður, og munum við I Vélstjóra- félaginu sakna hans á fundum okkar, þvl alltaf þegar hann gat því mögulega við komið mætti hann á fundum I félagi sinu, og var ekki ósjaldan sem hann gerði viðvart um, að hann gæti ekki mætt á fundi vegna starfa, og sýnir það kannski best áhuga hana á málefnum félagsins og hug hans til alls þess, sem félag- inu viðkom. Fyrir hönd allra I Vélstjóra- félagi Suðurnesja færi ég Friðriki þakkir fyrir störf hans i félaginu, persónulega vil ég þakka honum fyrir góða viðkynningu. Jóhanna, missir þinn, barna þinna og annarra ættingja Friðriks heitins er mikill, en ég vona og veit, að minningin um góðan dreng mun ylja og milda þann söknuð, sem þið berið I brjósti. Guð blessi ykkur minningu hans. Jón Kr. Ólsen + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar föður okkar, tengdaföðurs og afa, SIGURÐAR EINVARÐSSONAR, Meistaravöllum 35, Guðfinna Sigurðardóttir Guðmundur Haraldsson, Jón Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR, bifreiðastjóra frá Þorbergsstöðum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði. Svala Kristjánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Jón Kristjánsson, Rósa Jafetsdóttir. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ENOKS INGIMARSSONAR. Kristín Björnsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.