Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGUST 1974 21 BRÚÐURIN SEIV. HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 28 Sebastian horfði álkulegur á lögregluforingjann, greip andann á lofti og sagði ögn stillilegar. — Hún hætti að vinna hjá mér fyrir röskri viku. Og síðan hefur hún ekki stigið fæti inn í húsið. Ef það er þess vegna sem þú hefur verið svo ófyrirleitinn að kalla mig fyrir . . . — Þú veizt fullvel, að það er ekki eina ástæðan. Þú átt eftir að gefa mér svör við fleiri spurn- ingum. Hvernig vék því við, að fáeinum klukkutímum síðar varst þú staddur f blómaverzlun Fanny- ar Falkman? Hvað varstu að gera þar? Og hvernig stóð á þvf, að heimsókn þin var svo mikið puk- ur, að þú sást þig knúinn til að laumast út um bakdyrnar? Löng þögn. Segulbandið suðaði lágt. Fanny Falkman ókyrrðist í sæti sínu. En skyndilega var þögnin rofin og Christer fékk tvo hjálparmenn, sem komu ask- vaðandi inn. Livia og Olivia Petren storm- uðu inn og lögðu algerlega undir sig skrifstofuna. — Góði bezti Svensson, sögu þær við lögregluþjóninn við dyrnar. — Það er lögregluforing- inn, sem hefur beðið okkur að koma. — Æ, Christer, er þetta ekki hræðilegt. En spennandi, það er ekki hægt að segja annað. Alveg eins og í sögu eftir Agötu Christie Svo uppgötvuðu þær allt í einu bróður sinn og hrópuðu í einu hljóði. — Nei, Sebastian! Hvað ert þú að gera? Þú heldur þó ekki. . . Og svo komu þær auga á kon- una við hlið hans og Olivia baðaði út höndunum og hrópaði full fyrirlitningar. — Oj, barasta! En Livia Petren sneri sér að Christer og sagði hátíðlega: — Eg vissi, að það yrði honum til ógæfu að vera að vafstra með hana. Hún hefur veitt hann í net sitt og það hryggir mig ósegjanlega að þurfa að trúa þér fyrir þvf, Christer minn, að elsku litli bróðir okkar, hann Sebastian, hefur í heilt ár Hún roðnaði í jómfrúarstandi sínu og hélt áfram skjálfandi, hneykslunarfullri röddu: . . . lifað í synd með þessari kvenpersónu þarna . . . Attundi kafli Sú ringulreið, sem nú kom upp á lögreglustöðinni í Skógum er gersamlega ólýsanleg og gaf tilefni til margra og mismunandi útlegginga í kaffiboðum bæjarins á næstunni. Framvinda málsins varð sú, að frökenarnar Petren og Fanny Falkman létu í ljós álit sitt hvor á annarri og voru ekki að klípa utan af þvf og stóð það lengi og verður að segjast eins og er, að hávaðinn var mikill. Og segul- bandið hætti að ganga og lög- regluþjónarnir urðu að draga Petrensysturnar með valdi inn í næsta herbergi, en þó tókst blómasölukonunni aðsópsmiklu áður að rífa blómahattinn af þunnhærðum kolli Liviu og Sebastian Petren, sem reyndi án teljandi árangurs að halda virðu- leika sínum og miðla málum, fékk loks fyrir hjartað og varð að leggjast út af á legubekk og jafna sig, og til að kóróna allt böl bölsót- aðist Christer hástöfum yfir þvi, að hann skyldi vera sá glópur að safna saman slíkum hópi vit- firrtra einstaklinga. En staðreynd var það engu að síður, að hann hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með árangurinn af þess- ari tilraun sinni. Þvf að loksins, þegar óveðrinu slotaði og lögregluforinginn var orðinn einn með Fanny Falkman, brustu loks allar hindranir og hún sagði fúslega allt, sem hann vildi vita. Hún og Sebastian Petren höfðu haldið kunningsskap — eins og hún orðaði það — síðan i fyrra. Hún var mjög hreinskilin og fnæsti fyrirlitlega að orðum Liviu Petren um að þau hefðu lifað í synd. — Ja, guð almáttugur, öllu má nú nafn gefa! Ég er orðin fimmtíu og þriggja ára og hafði verið gift í tuttugu og fimm ár, og ekkja nú síðustu þrjú árin. Sebastian verður sextugur í nóvember og enda þótt hann sé piparsveinn er hann sem betur fer ósköp heilbrigður og eðlilegur karlmaður og þarf á konu að halda. Er það eitthvað skrftið, að sá kvenmaður skyldi vera ég? En við höfum frá fyrstu tíð gert okkur grein fyrir, að kjafta- gangurinn yrði óbærilegur, ef þetta fréttist og satt bezt að segja, er Sebastian dauðhræddur við þessi heks, systur sfnar, og óttast Þú verður að klippa neglurnar öðru hvoru. hvað þær segi og geri og það veit heilög hamingjan, að maður sá það hér áðan, að það er ekki að ástæðulausu, sem honum stendur beygur af þessum kerlingartrunt- um! Svo að við höfum lagt okkur í framkróka um að halda þessu leyndu og hann hefur aðeins komið til mín á nóttunni í húsið mitt úti við vatnið og ég skil ekki, hvernig þær hafa snuðrað upp þetta leyndarmál, en þær mega eiga það, að þær eru lagnar að hafa upp á ýmsu, sem enginn veit um og . . . — Á föstudaginn, sagði Christ- er og reyndi að beina samtalinu á aðra bfaut — virðist hann nú samt hafa komið í verzlunina til yðar, frú Falkman? — Já, og það var mjög óvenju- legt og afskaplega heimskulegt svo ég segi nú ekki meira. En hann hafði gert einhvern mjög arðbæran samning og var í sjö- unda himni og þegar hann gekk hjá og sá, að ég var ein, þá féll hann fyrir þeirri freistingu að líta inn. Ég flýtti mér strax að reka hann fram í eldhús. — Og svo, sagði Christer — lokuðuð þér dyrunum úr íbúðinni og heyrðuð því ekki í dyrabjöll- unni, þegar Anneli Hammar kom inn i verzlunina. Hún kinkaði kolli, skömmustu- leg á svip. — Eg hugsaði bara með mér, að ég ætlaði að halla á eftir okkur í örfáar sekúndur, en það gætu alveg eins hafa orðið upp undir tíu mfnútur . . . •— Og á meðan hefði hver sem var getað gengið inn, tekið pen- ingakassann og stungið af með hann. Fanny Falkman hló afsakandi. — Ja, maður verður stundum svo utan við sig og tekur bara ekki eftir því hvað tíminn flýgur . . . — Svo að þér hafið ekki hugmynd um, hvað klukkan var þegar þessu fór fram? — Ég man bara, að það kom hellidemba, þegar við vorum frammi í eldhúsi. Sebastian var frakkalaus, svo að hann varð að halda kyrru fyrir unz rigningunni slotaði, en ég varð að fara fram og bifreiðar- stjóri 70 ára | Kristinn M. ! Þorkelsson I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I VELVAKANDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 10.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags 0 Trjágróður við Safamýri „Ein f Safamýri“ skrifar á þessa leið: „Háttvirti Velvakandi. Viltu gera svo vel að koma á framfæri einni spurningu til nágranna minna í Safamýri og smáspjalli um hana. Spurningin hljóðarsvo: Hvers vegna eru svo margir, sem kippa limgerðin við hús með stökum númerum við Safamýri? Margir hafa gert þetta áður, en eru nú hættir þvi. Mig minnir, að okkur væri uppálagt að girða lóðir með klipptu limgerði þegar lóðunum var úthlutað á sínum tíma. Fyrir minn smekk var það mjög vel ráðið þar sem húsin eru öll í stil og með flötum þökum. Þar við bætist, að lóðirnar eru mjög stórar svo falleg limgerði njóta sín sérstaklega vel. Lóðirn- ar eru líka flatar, svo skrautjurtir njóta sín mjög vel frá götu séu gerðin klippt. Ég ætla að vona, að þessu verði breytt aftur og allir taki nú til við að klippa hjá sér, sem eiga það ógert. Það væru ömurleg örlög verðlaunaspjaldsins okkar ef myrkviður ætti eftir að hylja húsin og gera garðana að fúafeni skuggans af honum. Látum blessuð trén verða stór i almenningsgörðunum og njótum þeirra þar, en höldum okkar í skefjum. Eldri borgarhlutarnir ættu að verða okkur víti til varnaðar. Upp nú með klippurnar, — það geta allir klippt trén til sjálfir. t von um að fleirum finnist sem mér. Ein í Safamýri." Velvakandi ætti kannski ekki að fara að blanda sér f garða- kúltúr Safamýrarbúa, enda er sjálfsagt fyrir þá, sem hafa komið sér upp limgerði að reyna að halda þvf við eins og ráð er fyrir gert. En það er þetta með myrk- viðinn í gömlu hverfunum, sem Safamýrarbúum er bent á að hafa sem vfti til varnaðar. Hingað til hefur það verið talinn einn helzti kostur gömlu hverfanna hve trjágróður er þar vöxtulegur og þróttmikill, þótt auðvitað þurfi að grisja trjágarða rcglulega til að þar myndist ekki hálfgerður frumskógur. Ekki vildum við skipta á öllum limgerðum i Reykjavik og fallegu, háu trjánum okkar þar sem þrestirnir gera hreiður sin á vori og golán þýtur í liminu. Q Samræmið og flatneskjan En vel á minnzt, hvers vegna þarf alltaf að hafa þetta samræmi f öllum íbúðahverfum? Hvers vegna geta sumir garoar ckm verið með háum triám og sumir í :tet ?í j'.iiri t -í»ita»l> í tn með limgerðum? Hvers vegna þurfa helzt öll hús f sama hverfi að vera með flötum þökum? Væri ekki langtum skemmtilegra að hafa sum með risi og kvistum, en önnur með flötum þökum eða lág- reistum? Þetta er eitthvað, sem arki- tektar og skipuleggjendur hafa komið inn hjá fólki að sé alveg bráðnauðsynlegt. Væri ekki þvert á móti miklu ánægjulegra að hafa fjölbreytni, þannig að maður gengi ekki að þvi sem vísum hlut hvernig öll húsin og garðarnir f einu hverfi litu út þegar ntaður hefur séð eitt? En það, sem við skildum ekki, var, hvers vegna í ósköpunum það þyrfti að vera einhver goðgá þótt eitt hús f hverfinu væri ekki með nákvæmlega sama flatneskjuyfir- bragðinu og öll hin. Svo gerðist auðvitað það óhjákvæmilega — einir fjórir nágrannar hennar vin- konu okkar tóku sig til og máluðu hús sín, og þá var nú heldur betur sleppt fram af sér beizlinu i lita- vali. Ef svo fer sem horfir, þá liður víst ekki á löngu þar til umrætt hús stingur illilega í stúf við um- hverfið, — verður eina húsið f hverfinu með „hlutlausum" lit, meðan hin verða gul og rauð og græn og blá. 0 Fjölbreytnin til bóta Við þekkjum konu, sem búsett er í nýlegu einbýlishúsahverfi hér í bæ. Húsin eru öll áþekk á að sjá, þökin ýmis marflöt eða með ,,hænsnakofaþaki“. Fram að þessu hafa öll húsin verið máluð i ljósum, hiutlausum litum, en nú átti að fara mála hjá henni vin- konu okkar, og hún var að velta þvf fyrir sér hvaða lit hún ætti nú að velja á húsið sitt. Smituð af litagleði landsmanna f seinni tíð langaði hana mest til að mála húsið í sterkum lit, jafnvel rauðum, en kvaðst ekki þora að fara út í það þar sem rautt hús myndi stinga i stúf við önnur hús í hverfinu. Svo fór, að hún lét mála húsið í ljósum lit með dökkum flötum og árangurinn varð reyndar mjög ?pður. - r ekki vandi sérétt að farið, I I,------ ttu itu rnul ■ ir <;<{ / iv;<[ r, u ,um . >; iol,t r ; -j c •..TTt.s.t.t i góðu i’l'S r £ Að halda gróðrin- um í skef jum En svo við snúuni okkur aftur að görðunum, þá er eitt, sem garðaeigendur ættu að hafa hugfast, og það er það að hafa þann hemil á gróðri i görðum sínum, að hann sái sér ekki og breiðist út í næstu garða. Hér á landi eru nokkrar jurtir algengar í görðum, sem gjarnan eru á að sá sér mjög ört. Má þar t.d. nefna næturfjólu, kjörvel og vatnsbera, sem allt geta verið hinnar þekkilegustu jurtir meðan þeim er haldið í skefjum, en þegar þær fara að sá sér og dreifast um allt nágrennið fer gamanið að kárna. Þarna gildir gamla lögmálið um að rata þarf hinn gullna meðalveg, og áreiðanlega er það I dag 17. ágúst er 70 ára Krist- inn Maríus Þorkelsson, bifreiða- stjóri, Stórholti 30 hér í borg. Hann er einn af þessum síungu öldungum, sem er kominn á þennan virðulega aldur. Hann er einn af þeim mönnum, sem aldrei lætur sér verk úr hendi falla, enda mjög húsbóndahollur, sem marka má af þvf, að hann sem unglingur hóf störf hjá Kol og Salt og vann hjá því fyrirtæki þar til að það lagði niður sína starf- semi. Síðan hefur hann verið starfsmaður hjá Skipaútgerð ríkisins. Af þessu má marka, að hann hefur ekki haft oft vista- skipti. Þeir eru margir eldri ibúar á Stór-Reykjavikursvæðinu, sem minnast Kidda hjá Kol og Salt, er hann bar kolapokana á bakinu til þeirra og ávallt með sína léttu lund. Og ekki sizt börnin, sem hændust mjög að honum, enda er hann með afbrigðum barngóður maður. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Kidda mjög náið um langt árabil, enda er hann sá maður, sem ávallt sér björtu hliðarnar á hlutum. Svoleiðis menn er gott að hafa i návist sinni. Hann er kvæntur hinni mætu sómakonu Sigurlinu Sch. Hallgrímsdóttur. Hún hefur búið honum gott heimili. Þau hafa átt 7 börn, eitt þeirra dó i æsku, en hin eru uppkomin og eru nú hið mesta sómafólk sem þau eiga kyn til. Auk þess hafa þau alið upp dótturdóttur sína sem eigið barn. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að óska Kidda til hamingju með þennan merka áfanga í lífi sínu og fjölskyldu hans. Hann lengi lifi. I dag tekur hann á móti vinum og vandamönnum í félagsheimili Fáks eftir klukkan 8 e.h. Ingólfur II. Jökulsson. * ,. 2flövc)imWaí>ií» margfaldor markað vðar : iíii 1 Glíllct

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.