Morgunblaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 168. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðræðum frestað 1 Danmörku Kaupmannahöfn 6. september NTB. NTB. VIÐRÆÐUM fimm danskra stjórnmálaflokka um efnahags aðgerðir f landinu hefur verið frestað til mánudags. Þá verður á ný hafizt handa um að reyna að ná þingmeirihluta fyrir sparnaðarfrumvarpi stjórnar Paul Hartlings. Flokkarnir eru auk Venstre, Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokkur miðdemokrata, Radi- kale Venstre og Ihaldsflokkur- inn. Deilurnar hafa einkum snúist um virðisaukaskattinn, sem Hartling leggur til, að verði hækkaður úr 15% i 20% og hafa leiðtogar Ihaldsflokks- ins lagzt gegn þessari hækkun. Þá hafa leiðtogar Radikale Venstre einnig verið andvígir svo mikilli hækkun og þar með auknum byrðum á neytendur, og hafa þeir lagt fram mála- miðlunartillögur. Stjórnmálafréttaritarar í Kaupmannahöfn telja óliklegt að nokkur niðurstaða náist i viðræðunum næstu 7—10 daga. MOSAMBIQUE fær sjálfstæði Lusaka, Zambfu 6. september AP. SENDINEFNDIR frelsis hreyfingarinnar Frelfmo f Mosambique og Portúgals- stjórnar náðu í dag algeru samkomulagi um sjálfstæði nýlendunnar á fundi, sem haldinn var f Lusaka, höfuð- borg Zambfu. Verður sam- komulagið undirritað á hádegi á morgun. Ekki var skýrt frá efni samkomulagsins né hvenær nýlendan fær sjálf- stæði. Rowling for- sætisráðherra Wellington, Nýja Sjálandi 6. september WALLACE Rowling, fjármála- ráðherra Nýja Sjálands, var i dag kjörinn forsætisráðherra landsins f stað Normans Kirks, sem lézt af hjartarslagi sl. laugardag. Rowling, sem er 46 ára að aldri, varð formaður Verkamannaflokksins árið 1972, og er talið, að kjör hans í formannsembættið hafi verið meginástæðan fyrir hinum mikla sigri flokksins i kosn- ingunum 1972. Rowling var fyrst kjörinn á þing árið 1962. Wennerström sleppt Stokkhólmi 6. september NTB. SÆNSKA ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum i dag að leysa úr haldi sænska njósnarann Stig Wennerström, sem dæmdur var í lífstiðarfangelsi 1964 fyrir njósnir í þágu Sovétrikj- anna. Wennerströin var þá mjög háttsettur innan sænska hersins. LJÓSMYNDARI MBL. RAX GEKK A SVÍNAFELLSJÖKUL í SUMAR OG TÖK ÞA ÞESSA MYND AF FERÐALÖNGUM AÐ VIRÐA FYRIR SÉR JÖKULSPRUNGUR. Kýpur: Clerides og Denktash á fundi Nikósíu 6. september AP-Reuter. GLAFCOS Clerides, forseti Kýpur, og Rauf Denktash, leið- togi tyrkneska þjóðarbrotsins í Kýpur, ræddust við f Nikósfu f dag. Fundur þeirra átti upphaf- lega að vera á mánudaginn, en honum var frestað, er lfk 89 París 6. september AP. VALERY Giscard d’Esta- ing forseti Frakklands hef- ur boðið leiðtogum allra EBE-landanna til kvöld- verðar í Eleséehöll annað kvöld. Er tilgangurinn með kvöldverðarboðinu að ræða vandamál Evrópu í dag. Kvöldverðarboð þetta er talið undirbúningur að fundi æðstu manna EBE, sem gert er ráð fyrir, að Frakklandsforseti boði til fyrir lokþessa árs. Giscard d’Estaing sagði í sjón- varpsræðu 27. fyrra mánaðar, að hann mundi innan skamms beita sér fyrir ýmsum aðgerðum, sem verði spor í áttina að sameiningu Evrópu. Gert er ráð fyrir, að for- setinn boði til toppfundarins, er Kýpur-Tyrkja fundust f fjölda- gröf við þorpið Maratha. Viðræður leiðtoganna í dag snérust um mannúðarmál og örlög 234 þúsund flóttamanna á eynni. Viðræðurnar voru sagðar vinsamlegar og gagnlegar. Það var Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóð- tilkynnt hefur verið um nýjar kosningar í Bretlandi. New York 6. september AP. KURT Waldheím, framkvæmda- stjóri Smeinuðu þjóðanna.segir f skýrslu sinni, sem hann flytur á allsherjarþinginu 17. þessa mánaðar, að hætta á nýrri styrjöld f Miðausturlöndum sé yfirvofandi, ef samningaum- leitanir um varanlegan frið hefjist ekki tafarlaust. anna, sem fékk leiðtogana til að fallast á að halda fundi einu sinni f viku til að fjalla um flótta- mannavandamálið f von um, að þær viðræður gætu þróazt f samn- ingaviðræður. George Mavros, utanríkisráð- herra Grikklands, sagði á fundi með fréttamönnum i París í dag, að and-bandariska aldan I Grikk- landi beindist ekki gegn banda- risku þjóðinni, heldur pólitískri stefnu stjórnvalda þar. Hann sagði, að það væri á valdi Banda- rikjastjórnar einnar að breyta af- stöðu Grikkja í garð Bandarikj- anna. Mavros skýrði einnig frá þvi, að hann mundi á morgun, laugardag, hitta Makaríos erki- biskup, fyrrum forseta Kýpur, að Waldheim leggur á það áherzlu, að sambúð stórveldanna sé engin trygging fyrir þvi, að ekki geti komið til átaka með hefðbundn- um vopnum milli annarra þjóða. í skýrslunni leggur fram- kvæmdastjórinn til, að Sameinuðu þjóðirnar fjalli um máli í Genf og skiptast þar á skoð- unum við hann. Mavros lagði áherzlu á, að hér yrði aðeins um skoðanaskipti að ræða, gríska stjórnin teldi ekki ráðlegt, að Makarios snéri heim i bráð vegna hættu á, að honum yrði sýnt morð- tilræði. Varnarmálaráðherra Grikk- lands svipti í dag Papayiannis yfirmann gríska flotans á Kýpur embætti umþriggja mánaða skeið fyrir þátttöku i byltingunni á Kýpur á dögunum. Þá bannaði stjórnin í dag Papadoupoulosi fyrrum einræðisherra að fara úr landi um sinn. Er þetta fyrsta aðgerð stjórnvalda gegn ráðherra í herforingjastjórninni, sem fór með völd f Grikklandi sl. 7 ár. kj^rnorkutilraunasprengingar og bendir á, að lítill munur sé á kjarnorkutilraunum með íriosam- lega nýtingu I huga og tilraunum með kjarnorkuvopn. Segir fram- kvæmdastjórinn, að hætta á kjarnorkustriði muni aukast, ef fleiri lönd undirriti ekki samning- inn um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Leiðtogar EBE í mat í Elyséehöll Waldheim: Hætta á nýrri styr j- öld í Mðausturlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.