Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 20

Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 20 Leyndardómurinn á loftinu Höf. Armann Kr. Einarsson Við setjumst niður sitt hvorum megin við holuopið og bíðum átekta. Þegar maður bíður, er tíminn svo undarlega lengi að líða, mínúturnar rétt sniglast áfram, eins og hver og ein verði að klukkustundum. Loks er þolinmæði okkar Rósu á þrotum, og við erum í þann veginn að standa upp. Þei, þei! Það heyrist ofurlítið þrusk. Við Rósa höldum niðri i okkur andanum og hlust- um. Jú, það er ekki um að villast, þruskið kemur innan úr holunni. Það glaðnar heldur en ekki yfir okkur. í næstu andrá gægist mýsla litla út úr holuopinu og skimar hrædd í kringum sig. Þegar hún sér, að það erum við Rósa, sem sitjum þarna I mestu mak- indum, hoppar hún fram á skemmugólfið. Sjálfsagt hugsar hún sem svo, að á meðan við séum nálægar, þurfi hún ekki að óttast villidýrið voðalega, með lipru loppuna og gulu glirnurnar. Samt vorum við nú einmitt komnar til að veiða mýslu, þó það væri í góðum tilgangi gert. Ég tek lokið af kassanum og legg hann á hliðina, en Rósa stráir í hann ostmylsnu. Mýsla litla horfir hissa á þessar tiltektir. En brátt trítlar hún inn í þessa hvítu fínu höll, sem blasir þarna við henni, og byrjar að gæða sér á ostinum. Ég teygi mig gætilega eftir lokinu, en ég get ekki að því gert, að ég hef hálfgert samvizkubit. Nú dugar samt ekki að hika. Ég smelli lokinu á kassann. Það heppnast, og mýsla er fangi í pappakassanum mín- um. Rósa hjálpar mér að binda utan um pappakassann. Ég opna litla gluggann á kassanum, svo mýsla fái hreint loft. Við hröðum okkur út úr skemmunni, og Rósa ber kassann undir hendinni. Skyndilega er þögnin rofin. ANNA FRA STORUBORO SAGA FRA SEXTANDU ÓLD eftir Jón Trausta fjöllunum. Björn á Seljalandi, — nei, Jón á Brúnum eða Eyjólfur í Dal. Enginn mundi það almennilega. Lögmaður horfði hvasst á fólkið og hristi höfuðið. Annað- hvort var það allt tómir bjánar eða það gerði sig vitlausara en það var. Hann stóð upp snúðugt og skipaði að vísa sér í svefnloftið til systur sinnar. Ljós brann á borðinu við rúm Önnu, og nú kom bróðir hennar með annað ljós í loftið, svo að glaðbjart varð í öllu herberginu. Tjöldin voru dregin frá himinhvílunni, og Anna lá upp við koddann, glaðvakandi. Hún var föl af geðshrær- ingu, en stillti sig þó og gerði sig glaðlega. f rúminu á móti henni sváfu þrjú af börnunum, en hið yngsta svaf í rúmmu hjá henni sjálfri. Tveir af mönnum löginanns fylgdu honum eftir í loftið. „Þú heimsækir mig á hentugum tíma, bróðir minn góður, eða hitt þó heldur!“ mælti Anna með napurri hæðni. „Mætti ég nú ekki ætlast til svo mikillar nærgætni af þér, að þú létir ekki þessa háprúðmannlegu fylgdarmenn þína glápa á mig liggjandi í rúminu?“ Lögmaður vék fylgdarmönnunum orðalaust út fyrir og Mintsafnarafélag íslands Fundur verður í dag laugardaginn 7. september kl. 14.30 í Lækjarhvammi — Hótel Sögu. Pantaðir minnispeningar óskast sóttir. Athugið breyttan fundarstað. Stjórnin. Föndurskóli Föndurskóli minn fyrir börn á aldrinum 4ra—6 ára er fluttur að Vesturbergi 73. Upplýsingar í síma 72822. Selma Júlíusdóttir. Tilboð óskast í eftirtalin tæki og bifreiðar: 1: Bantam C450 vökvagrafa árg. '68 2. International T.D. 9 jarðýta árg. '59 3. Landrover diesel árg. 62 4. Moskvich sendibifreið árg. '73 5. Ford D 700 vörubifr. ógangf. árg. '66 6. International T.D. jarðýta ógangf. árg. '52 Tækin verða til sýnis við verkstæði Landverks h.f., við Vesturgötu í Keflavik (Nónvörðuhæð), laugardaginn 7. sept. '74 frá kl. 13.00 til 17.00. Tilboðum skal skila á verkstæðið fyrir kl. 1 7.00 sama dag. Landverk h.f., Hafnargötu 26, Keflavík. lét aftur hurðina. Hann var rauður í andliti, og Anna sá það vel, að hann var talsvert drukkinn. „Þú hefir ekki einu sinni fyrir því að klæða þig,“ mælti hann. „O-nei. Mér finnst heimsóknin ekki svo mikils virði. Mér fannst óg greiða nægilega götu ykkar með því að hafa bæinn ólokaðan.“ „Hvað? Vissirðu um komu okkar?“ Anna hló. „Mig dreymir svo margt fyrir daglátum. Sáuð þið ekki mann á svörtum hesti riða hér einhvers staðar úti í myrkr- inu? Það er draummaðurinn minn.“ luögmaðurinn horfði á hana með undrun og hálfgerðri skelfingu. Illu heilli höfðu þeir séð þennan skuggariddara og farið að elta hann. „Hefirðu gert samning við djöfulinn?“ „Gerði nokkuð til, þó að svo væri? Væri /;að nokkur flekkur á ættinni?“ Lögmaður þagði og hló við. Svo hélt hann áfram að lýsa innan um herbergið. „ITvar er Hjalti þinn?“ hreytti hann úr sér. „IJvað er þetta? Hefirðu ekki fundið hann enn þá?“ Til sölu Land Rover benzín árgerð 1 970. Bílaleigan Ekill, Brautarholti 4, símar 28340, 37199. Steypubílar — steypuhrærivél Til sölu eru tveir Leyland steypubílar með 5 rúmmetra vökvadrifnum steypitunnum. Einnig 1 V2 rúmmeters gálgahrærivél. Hagstætt verð. Upplýsingar í símum 93-1494, 93-1830 og 93-2390. 1 X 2-1x2 3. leikvika — leikir 31. ágúst 1974 Leiðrétting: ?ií5T2ET;,t« 36550 ekki 36560 GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Ja, það er ekki alveg 'hættulaust starf. Segðu mér Guðmundur — þú átt leið framhjá bögglapóststofunni — er það ekki?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.