Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 3

Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 3 Dansflokkurinn fer á flakk ISLENZKI dansflokkurinn, undir stjórn Alans Carter, fer á næst- unni f sýningarferð um Iandið og hefjast sýningar þriðjudaginn 10. september f félagsheimilinu Kirkjubæ á Kirkjubæjarklaustri. Eftirfarandi staðir verða heim- sóttir: Höfn f Hornafirði, Neskaup- staður, Egilsstaðir, Húsavfk, Akureyri, Sauðárkrókur, Blöndu- ós, Borgarnes og Akranes. Dans- flokkurinn sýnir m.a. „Sköpun- ina“, sem Alan Carter hefir sam- ið. Sólódansari með flokknum verður Julia Claire. Tældi mann og rændi ÞAÐ ER ekki ósjaldan, að rann- sókn afbrotamála leiði til þess, að önnur afbrotamál upplýsast. Um helgina kom eitt. slfkt tilfelli fyrir, rannsókn á ránsmáli leiddi til þess, að lögreglan fann lausn á öðrum málum. Maður nokkur brá sér á skemmtistaðinn í Glæsibæ á föstudagskvöldið. Að dansleik loknum hitti hann unga stúlku fyrir utan, sem bað hann að keyra sig heim. Maðurinn var til í það, og var næsti leigubíll gripinn. Ek- ið var sem leið liggur vestur í bæ, og þegar þangað koin, bauð stúlk- an manninum inn. Það var auð- sótt mál. Þegar inn í íbúðina kom var þar fyrir maður nokkur, og upphófst drykkja. Þegar gest- urinn var orðinn vel við skál hirtu húsráðendur af honum veskið, og yfirgaf hann fljótlega sam- kvæmið. Morguninn eftir uppgötvaði hann Hvarf veskisins, en i því Skákeinvígið ÁKVEÐIÐ er, að einvfgið um skákmeistaratitilinn 1974, fari fram f þessum mánuði og mun það hef jast 18. eða 19. september. Þá leiða saman hesta- sína Ingv- ar Asmundsson og Jón Kristins- son, en þeir skildu jafnir að vinn- ingum á skákþinginu um sfðustu páska. Af ýmsum ástæðum hefur ekki verið hægt að halda einvígið fyrr en nú. Þetta verður sex skáka einvígi, sem háð verður í Skák- heimilinu að Grensásvegi 46. voru 40 þúsund krónur í pening- um og bankabók með 30 þúsund krónum. Gerði hann rannsóknar- lögreglunni viðvart, og fór hún á staðinn. Voru hjúin þá búinn að henda bókinni, en peningunum höfðu þau skipt bróðurlega á milli sín, og náðust inn 23 þúsund krón- ur, en öðru höfðu þau eytt. Þegar lögreglan fór að líta í kríngum sig I íbúðinni, kom í ljós, að þar stóð sjónvarpstæki, sem stolið var úr verzluninni Gelli hf á Vesturgötu fyrir skömmu. Fleiri mál munu hafa upplýst við þessa heimsókn í íbúðina. Það er ástæða til þess að lokum að vara fólk við því að fara með miklar fjárhæðir á skemmtistaði, hvað þá bankabækur með háum innstæðum, þvi ránsmál sem þessi eru sífellt að færast í vöxt. 4Ö0 þúsund og reiðhross 1 FRAMHALDI af frétt í Morgun- blaðinu á laugardag um, að stóð- hesturinn Náttfari hafi verið seld- ur nýlega á 1,2 milljónir króna, hefur seljandi hestsins viljað gera leiðréttingu á söluverðinu. Segir hann, að fyrir hestinn hafi verið greiddar 400 þúsund krónur auk þess sem nokkrir reiðhestar hafi gengið upp í kaupin. Segir eig- andinn fyrrverandi, að hverjum sem er sé heimilt að meta þessa hesta á 800 þúsund krónur, en sjálfur telji hann það fráleitt. Var „dauður” undir stýri LÖGREGLAN fékk um helgina tilkynningu um undarlegt ökulag bílstjóra eins uppi á Sandskeiði Fór lögreglubíll á staðinn, og þeg- ar þangað kom, var bfllinn kyrr utan vegar og ökumaðurinn í þvi ástandi, sem venjulega er nefnt brennivínsdauði. Hann var flutt- ur á slysadeild Borgarspítalans, þar sem tekið var af honum blóð- sýni. Voru þar fyrir nokkrir öku- menn, sem lögreglan var þar með í sömu erindagjörðum. Umrædd- ur maður býr fyrir austan f jalL 25 millj. kr. tap á SR í ár 6 millj. kr. hagnaður 1 fyrra TAP A sfldarverksmiðjum rfkis- ins á yfirstandandi ári nemur samkvæmt bráðabirgðauppgjöri um 25 milljónum kr. Þótt ekki séu reiknaðar með afskriftir. A s.l. ári nam hagnaður af rekstri verksmiðjanna 6.731.000,00 og höfðu þá verið reiknaður fyrn- ingar samtals kr. 48.516.900,00. Þetta kom m.a. fram þegar reikn- ingar verksmiðjanna voru lagðir fram á f undi stjórnar 9. þ.m. Tapið á þessu ári stafar af verð- falli fiskmjöls samfara því, að hráefnisverð var miðað við miklu hærra verð en unnt reyndist að fá fyrir mjölið. Einnig vegna gífur- legrar hækkunar á öllum vinnslu- kostnaði, svo sem olfu og öðrum rekstrarvörum og vinnulaunum. Allar afurðir S.R. hafa verið seldar á tiltölulega góðu verði. Eftir eru í birgðum aðeins um 600 Dagný fiskar vel Siglufirði 9. sept. SKUTTOGARINN Dagný IS kom f dag inn með 100 tonn af fiski. Hefur Dagný þá landað 1560 tonn- um frá áramótum, hér heima og erlendis. Hér er indælis veður I tonn af þorskmjöli og 100 tonn af dag, en f nótt gerði frost, 2—3 loðnumjöli. stig. Framhald á bls. 31 — Matthfas. Góður árangur arinnar á 6-land skáksveit- a mótinu I stofunni stóð sjón- varpið frá GeDi hf. Dýrir laxar það Bæjum 6. sept. ’74. ÞAÐ ÞYKIR stundum dýrt drottins orðið, en ekki sfður getur laxinn orðið dýr, og sann- aðist það áþreifanlega, er ný- lega voru dregnir 2 laxar úr Langadalsá f Langadal f Naut- eyrarhreppi, annar fimm punda, en hinn 11 punda, en báðir kostuðu gripirnir 117 þúsund krónur. Þrfr menn voru um fimm | pundarann, en fjórir með ellefu-pundarann, en veiði- leyfin kostuðu samtals kr. 117 þús. hjá þessum sjö mönnum, en aflinn ekki nema 16 pund. Mér var tjáð, að aðeins 69 laxar væru komnir úr Langa- dalsá nú um mánaðamótin ágúst-sept. og svipað af bleikju að telja, en 1971 fengust þar 580 laxar, um 400 laxar 1972, og 200 1973. Það er svo krossgáta, sem erfitt er að ráða, hvaða orsakir þessari trcgu veiði valda nú. 1 gær hitti ég Kristján Jóhannsson frá Skjaldfönn, er hann f norðan roki og slagviðri var að koma ofanaf háfjalli frá að bjarga netum sfnum úr Kaldárvatni, en það er upp á hámúla, sem kallaður er, upp af bænum Armúla. Var Kristján með 6 væna og spik- feita silunga úr netum sfnum, en þangað, f þetta Kaldaárvatn fór hann fyrir 3 árum með silungsseiði, er hann slepti þar f vatnið. Arangur þeirrar rækt- unar virðist hafa borið marg- faldan árangur. —Jens. SVO SEM kunnugt er, er lokið 6-Ianda skákkeppninni með sigri V-Þjóðverja. Keppninni lauk sfðastliðinn fimmtudag og hlutu Þjóðverjarnir 21V4 vinning, en f öðru sæti voru Danir með 16'A og f þriðja Island með 15 vinninga, Svfar f fjórða með sömu vinn- ingatölu, þá Finnar með 14 og lestina ráku Norðmenn með 14 vinninga. Gunnar Gunnarsson, forseti Skáksambandsins, sem var farar- stjóri skáksveitarinnar, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að betri hlutfallstala gagnvart Svfum hafi ráðið úrslitum, en íslenzka skáksveitin vann þrívegis, en Svíar tvívegis. I þriðju umferðinni unnu ís- lendingar Finna með 4:2. Þetta hafði í för með sér, að liðsmönn- um óx baráttuhugur. A fyrstu f jórum borðunum lauk keppninni með jafntefli, en á tveim neðstu hlutum við vinninga. Hér vann, sagði Gunnar, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hin 13 ára gamla skákstjarna, einn sinn athyglisverðasta sigur á skák- mótum hér heima og erlendis. Hún mætti sterkustu skákkonu Finna, Tuomainen, sem er ung kona og hefur hlotið rétt til þátt- töku á Olympiuskákmóti kvenna, sem hefst nú í þessum mánuði í Suður-Ameríku. I fjórðu umferðinni tefldu ís- lendingar við Norðmenn og unnu hlutu þá 3!4 vinning gegn 2'/í.t þessari umferð vannst aðeins ein skák, er Jónas Þorvaldsson vann Antonsen. Þetta var bezta skák Jónasar á mótinu. Aðrar skákir á móti Noregi urðu allar jafnteflis- skákir. I lokaumferðinni mættu Islend- ingar Svíum. Þá náðum við ekki þeim árangri, sem við höfðum vænzt, því að við höfðum fulla ástæðu til bjartsýni vegna fyrri árangurá. — En leikar fóru svo, að Svíar hlutu fjóra vinninga, en vió tvo. — Hér unnu þeir Björg- vin Víglundsson og Sævar Bjarna- son sínar skákir. Þegar á heildarúrslitin er litið, sagði Gunnar, tel ég, að skáksveit- in hafi náð góðum árangri. Athyglisverð þótti mér frábær frammistaða Sævars Bjarnasonar, sem hlaut fjóra vinninga af fimm mögulegum og var þvi með 80% vinningshlutfall. — Ég spái því, að mér réttri þjálfun og góðri ástundun ætti Sævar að geta náð verulegum skákárangri. Kunnastur þeirra skákmanna, sem þátt tóku í þessu móti, var Þjóðverjinn Robert Hiibner. Hann er talinn meðal 10 beztu skákmanna heims. Honum mætti Ingvar Ásmundsson í fyrstu um- ferð. Htibner tókst ækki að kné- setja Ingvar, sem i mjög spenn- andi skák náði jafntefli í 55 leikj- um. Þetta hafði eðlilega góð áhrif, og i hópnum ríkti leikgleði og góður Iiðsandi, sagði Gunnar að lokum. Akveðið var, að næsta 6-landa- mót skuli fram fara næsta sumar i V-Þýzkalandi, er þeir áttu einmitt hugmyndina að keppni þessari árið 1970. Þetta er annað skíptið, sem Island sendir skáksveit til þátttöku, og Island ætlar að vera með næsta sumar, sagði Gunnar Gunnarsson i þessu samtali. 3*>Ííti í,ítjíí?i*‘íi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.