Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 13

Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 13 Fylla inn í myndina af jarðlögunum á hafsbotni EFTIR því sem þrengist um á landi, beinist athygli manna í ríkara mæli að hafinu. En um hafið og hafsbotnana vita menn minna sem eðlilegt er, því að eríitt hefur verið að komast að rannsóknum þar, fyrr en á síðustu árum, þegar margvísleg- ustu vísindatæki eru komin I gagnið, sem mælt geta gegnum vatn og jarðlög, og gerfitungl hjálpa til við nákvæmar staðsetn- ingar. En slíkar rannsóknir á hafsbotni eru gffurlega dýrar og varla nema á valdi stórþjóðanna að stunda þær I ríkum mæli. En það er bót í máli, að slfkar mælingar og upplýsingar eru iðu- lega skipulagðar með alþjóðlegri Worchal leiðangursstjóri á Wyman sýnir Leo Kristjánssyni eðlisfræðingi tæki til segulmæl- inga á hafsbotni Flugvélin flýgur fram og aftur eftir lfnum með þriggja sjómflna bili og segulmælir. Beinu fluglfn- urnar eru til staðarákvarðana. hefur scgulmælt. Punktasvæðið var tekið fyrir f fyrra, en númeruðu hólfin f ár. niðurstöður lagðar fram í söfnum, - úr flugvélum og rannsóknaskipum þar sem allir, er nota þurfa, geta haft að þeim aðgang. Bandaríkjamenn leggja mikið i slíkar rannsóknir á hafinu og hafsbotninum. Og í síðustu viku lá f Reykjaviðkurhöfn 2500 tonna rannsóknarskip frá bandariska flotanum, USNS Wyman, sem að undanförnu hefur verið við marg- vislegar hafrannsóknir milli Is- lands og Noregs, og var á leið norður f höf. En jafnframt hefur undanfarnar vikur verið sérstak- lega búin rannsóknarflugvél, Roadrunner við segulmælingar frá Keflavíkurflugvelli og hefur segulmælt hafsbotninn suður af landinu. En í fyrra segulmældi hún hafsbotninn á stóru svæði norður af og norðaustur af landinu. Slíkar mælingar eru ákaflega mikilvægar til þekk- ingar á landslagi og jarðlögum, en dýrar og má geta þess, að rekstrarkostnaður af mælinga- ferðinni til Islands í sumar er liðlega 75.000 dollarar. Islenzkum fréttamönnum var boðið að skoða rannsóknaskipið og fara með segulmælingaflugvél- inni í eina ferð. Bæði Wyman og flugvélin eru búin miklum og dýrum tækjum. Worehal, leið- angursstjóri á Wyman, sýndi vis- indatækin, sem eru á sérstökum stað í þessu stóra skipi, aðgreind frá siglingatækjum þess. Þar voru mælitæki til segulmælinga á hafs- botni, til þyngdarmælinga, berg- málsmælar og mælingatæki fyrir sjómælingar, svo sem hitamælir, sem mælir hitann með jöfnu millibili alla leið niður að botni, og tæki, sem getur rannsakað borninn og 1—3 km niður í gegnum jarð- lögin á honum við góð skilyrði einkum ef leirlög eru fyrir, sem þykir dýrmætt, vegna þess að þar er hugsanlegt að finnist olía, sem allir leita eftir. Allar upplýs- ingar, sem mælitæki skipsins safna, fara beint inn í töflu, og eru tvær mjög góðar af því tagi í skipinu. Þaðan fara allar niður- stöður og upplýsingar beint á bönd og teiknast á kort, sem send eru í opin söfn, þar sem allir eiga aðgang að þeim. Eru bandariskar segulmælingar til dæmis gefnar út á 10 ára fresti og leiðréttingar á segulsviðinu á fimm ára fresti. En staðsetningartæki fyrir skipið og mælingar þess eru nú orðið gerðar með hjálp gervihnatta, sem urmull er orðinn af í geimnum. Og hefur skipið tæki til að fylgjast með þeim og finna þá ef tapast af þeim. Wyman hefur að undanförnu verið við hafrannsóknir á mörgum sviðum, enda slík útgerð það dýr, að reynt er að taka sem mest fyrir í einu. Sagði Worchal, að auk þess sem hafsbotnarann- sóknir væru stundaðar, svo sem segulmælingar, færu fram rann- sóknir á sjónum, dýra- og plöntu- lífi, hita og bergmálsmælingar o.s.frv. Þessar rannsóknir fara fram um allan heim og er Wyman nú að fylla inn I eyður, sem orðið hafa hér I Norðurhöfum á ýmsum af þessum mælingum. Flugvélin Roadrunner, sem nefnd er eftir hinni frægu teikni- myndapersónu, fuglinum, sem hleypur um víða veröld, er sér- staklega útbúin til segulmælinga á berglögum og hefur nær öll tæki innan borðs, sem eru í vís- indadeild hins stóra hafskips. Flugvélin flýgur í um 1000 m hæð yfir hafi eftir mælillnum með 3 mílna fjarlægð og mælitækin segulmæla hafsbotninn. Segul- mælingarnar eru líka hluti af rannsóknarneti á jarðskorpunni, sem enn meiri áhugi er á núna, vegna kenninganna um, að jarð- skorpan sé brotin upp I stóra skildi, sem fljóti á þynnra efnum og sprungum á milli, svo sem Atlantshafssprungan, er liggur gegnum Island. Slík Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.