Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 4 SlÐUR Stefán datt og hætti ÞÆR fregnir hafa borizt frá Evrópumótinu f Rómaborg, að Stefán Haligrfmsson hafi orðið að hætta þátttöku f tugþraut- inni. Hann datt f 110 metra grindahlaupinu, sem er 6. grein hljóp 100 metrana á 11,64 sek, SB stökk 6,59 metra í langstökki, ÉHhKfl varpaði kúlu 13,65 metra, stökk W 1,83 metra í hástökki og hljóp - 400 metrana á 50,9. þrautarinnar, og gat ekki keppt 1 kúluvarpi keppti Hreinn |H|BK CíiV' uJjH meira eftir það. Halldórsson. ol> var hann einn- aSpHr,. Stefán var nokkuð langt frá ig nokkuð frá sínu bezta eins oe flmHI sínu bezta fyrri dag keppninn- fram hefur komið, varpaði S , ar, var með 3604 stig. Hann 18,28 metra. jgt ’W BBj Belgar þurftu að hafa fyrir sínu 2:0 sigur þeirra var í stærra lagi EFTIR gangi og tækifærum landsleiks Islands og Belgfu f knattspyrnu á Laugardalsveilin- um á sunnudaginn verður tæpast annað sagt en að 2:0 sigur Belg- anna f leiknum hafi verið nokkuð sanngjarn, en þó f stærra lagi. tslenzka landsliðið sýndi þessum þrautþjálfuðu og launaháu at- vinnumönnum enga minnimátt- arkennd og veitti þeim harða keppni. Þeim mun gremjulegra var, hversu mjög svo ódýr mörk Belganna f leiknum voru; annað verður að skrifast algjörlega á reikning Þorsteins Ólafssonar markvarðar, en hitt kom úr vfta- spyrnu, sem var mjög strangur dómur eftir óþarft brot hjá Is- lenzkum leikmanni. tslenzka lið- ið hefði átt skilið að skora mark eða mörk f þessum leik, og mikið má vera, ef hinn slaki dómari Ieiksins hefur ekki sleppt Belg- unum við vftaspyrnu á lokamfnút- um leiksins. Fátt er það nú, sem kemur mönnum á óvart lengur við val landsliðsins eða uppstillingu þess á leikvelli. Þó hygg ég, að margur hafi samt orðið undrandi, er lið- inu var stillt upp til landsleiksins og í ljós kom, að Gísli Torfason átti að leika þar bakvörð, — stöðu, sem hann mun ekki hafa leikið fyrr eða sfðar. Þá var As- geiri Sigurvinssyni stillt upp sem miðherja f leiknum, og er hið sama um það að segja — þá stöðu mun hann ekki hafa leikið áður. Uppstilling íslenzka liðsins bar annars vott um, að stjórnendur þess teldu, að við ramman reip yrði að draga og greinilega átti að leggja alla áherzlu á vörnina. Þar voru lfka skynsamleg viðbrögð í þessu tilfelli, en eins og oft áður kom fram, að mjög óráðlegt er að rokka mikið með leikmenn úr þeim stöðum, sem þeir eru vanir að leika. Svo virtist sem ætlunin með því að stilla Gísla Torfasyni upp f öftustu vörn væri sú að gæta sérstaklega vel þess leikmanns Belganna, sem búizt var við, að yrði hættulegastur, Paul van Himst. Þegar svo kom f ljós, að van Himst var ekki nema skuggi af sjálfum sér, lenti Gísli í hálf- gerðum vandræðum, sem lyktaði með því, að hann tók Roger Hen- rotay í gæzlu, og var vissulega full þörf á því. Það kom í ljós, að barátta var vopn Islendinga i þessum leik og það var líka vopn, sem beit. Hver einasti leikmaður liðsins var oft- ast mjög vel virkur í leiknum, og belgfsku stjörnurnar fengu aldrei andartaksráðrúm til þess að byggja upp leik sinn, en það var einmitt það, sem þeir virtust þurfa að gera. Hvað eftir annað lentu Belgíumennirnir í hreinum vandræðum með að koma knettin- um frá sér, og hin harða andstaða íslendinganna virtist koma þeim á óvart. Það lék þó aldrei á tveim- ur tungum, að lið þeirra var til muna betra en það fslenzka — fyrr mætti nú líka vera, ef það hefði ekki verið, en þegar á heild- ina er litið, verður að viðurkenn- ast, að þetta belgíska lið var ekki ýkja sterkt — t.d. til muna slak- ara en það, sem lék við íslendinga í undankeppni heimsmeistara- keppninnar. Vel má vera, að það Texti: Steinar J. Lúðvíksson Myndir: Ragnar Axelsson. sé rétt hjá þeim, að hinn mjúki völlur hafi komið í veg fyrir betri árangur þeirra f leiknum. Alla vega voru hreyfingar þeirra miklu þyngri og óákveðnari en voru f leikjunum úti f Belgíu. FALLEG SKOT ASGEIRS Þegar á fyrstu mínútum leiks- ins kom í ljós, að fslenzka liðið var ákveðið að selja sig dýrt í þessum leik. Baráttan var mjög skemmti- leg og kom Belgunum svo í opna skjöldu, að þeir gáfu tvfvegis færi á marki sínu á fyrstu mínút- unum. Var það Asgeir Sigur- vinsson, sem batt enda á sókn fslenzka liðsins í bæði skipt- in með gullfallegum skotum — en því miður smugu bæði framhjá belgfska markinu. Eft- ir þessa hrinu náðu Belgarnir svo yfirtökunum í leiknum, en gekk ákaflega illa að finna leið að markinu, enda lítill friður til þess að skapa sér skotfæri eða skjóta. Var mest barizt um knöttinn á vallarhelmingi Islendinganna í námunda við vítateiginn, en þeg- ar landinn reyndi að sækja, var sókn hans oftast stöðvuð vegna rangstöðu, en Belgíumennirnir léku mjög djarfa rangstökutak- tik og treystu á lfnuverðina. Mun- aði eitt sinn litlu, að illa færi, en Guðgeir komst inn fyrir vörnina, sennilega rangstæður, skapaði sér skotfæri, en skaut yfir af mjög stuttu færi. KLAUFAMARK Þegar 5 mfnutur voru til loka fyrri hálfleiks, kom skyndilega mark á Islendingana, eins og þruma úr heiðskýru lofti. Leikið var upp vinstri kántinn og þaðan sent fyrir markið úti við vítateigs- línu, þar sem van Moer kom aðvíf- andi og skaut á markið. Þorsteinn Ólafsson markvörður virtist greinilega búast við þvf.aðknött- urinn færi yfir, og hreyfði sig ekki til varnar. En í markhornið datt knötturinn, Belgíumönnun- um ekki sfður á óvart en Islend- ingunum. Þessu skoti hefði jafn- góður markvörður og Þorsteinn átt auðvelt með að ná, ef hann hefði passað sig. SLEPPTI VlTI — DÆMDI VlTI Seinni hálfleikur var mjög svip- aður þeim fyrri. Til að byrja með sóttu Belgarnir þó af meiri ákveðni en verið hafði f fyrri hálf- leik, en tókst ekki að komast ná- lægt islenzka markinu, að þvf undanteknu, að van Himst sneri sig lausan á 22. mfnútu og komst alveg inn undir markið. 1 stað þess að skjóta sjálfur laumaði hann knettinum fyrir, þar sem félagi hans var og skaut, en nú bætti Þorsteinn fyrir klaufaskap- inn, er markið kom og bjargaði stórglæsilega. Fimm mfnútum fyrir leikslok virtist svo íslenzkt jöfnunarmark í leiknum blasa við, er Gísli Torfa- son var skyndilega kominn inn fyrir vörn Belgfumannanna og átti aðeins markvörðinn eftir En á síðustu stundu tókst einum varnarleikmönnum Belganna að hindra hann. Þarna átti sennilega að dæma vítaspyrnu, en dómarinn lét sem hann sæi ekki, hvað fram færi. Hann hafði hins vegar aug- un betur hjá sér á næstu mínútu, er Grétar Magnússon lenti f návígi úti við endamarkalínu við van Moer og varð það á að brjóta af sér. Þá var dæmd vítaspyrna, sem van Herp skoraði sfðan örugglega úr. Ástæða er til þess að hrósa öllu fslenzka liðinu fyrir leik þennan. Beztu menn þess og sennilega langbeztu voru þeir Guðgeir Leifsson og Jóhannes Eðvaldsson, sem þarna áttu einn af sfnum allra beztu leikjum. Jóhannes lék sem aftasti maður f vörninni og var þar sem konungur í ríki sínu. Allar háar sendingar Belgfu- mannanna inn að markinu hirti hann t.d. og gaf heldur aldrei tommu eftir í návígum. Guðgeir var á hreyfingu nær allan leikinn, og tækni hans var fullkomlega á i við atvinnumennina. Voru Belg- | arnir alltaf í vandræðum, þegar Guðgeir var með knöttinn. Þá átti Ásgeir Sigurvinsson góða spretti í leiknum, og sýndi, hvers hann er megnugur. Sérstaklega var at- hyglisvert, hvernig hann tók við sendingum og skilaði knettinum frá sér — mun nákvæmara en flestir félagar hans. Ástæða er einnig til þess að hrósa sérstak- lega þeim Grétari Magnússyni og Karli Hermannssyni fyrir leik þeirra — báðir gjörsamlega ódrepandi vinnuhestar fyrir liðið og virðast hafa takmarkalaust út- hald. Þorsteinn Ólafsson stóð sig einnig eins og hetja í markinu, ef frá er skilið fyrra markið, sem hann fékk á sig. I liði Belganna var valinn mað- ur í hverju rúmi, eins og vænta mátti, en Wilfried van Moer var þó áberandi beztur og eftirtektar- verðastur ásamt þeim Jean Jans- sens og Roger Henrotay. Áhorfendur voru 7540, algjör mettala á Laugardalsvellinum í ár. Dómari og línuverðir voru frá Wales og væri ástæða til að senda UEFA smánótu um frammistöðu þeirra. Sjá viðtöl á bls. 18 Grétar Magnússon reynir að ná knettinum frá Van Moer innan vftateigs, en afleiðingin varð vftaspyrna, sem Belgar skoruðu úr sitt seinna mark. Asgeir Sigurvinsson brunar upp völlinn með varnarmann Belga á hælunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.