Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 17

Morgunblaðið - 10.09.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 17 ; á EM í Róm. Sovétmaðurinn Borzov (nr. 828) kemur að marki sem tea frá Italfu (nr. 612), en Mennea vann svo sigur f 200 metra hlaupinu. ieler frá Vestur-Þýzkalandi og lengst til vinstri er Christer Garpelborg v tognaði f þessu hlaupi og gat þvf ekki keppt f 200 metra hlaupinu, né f ætlar hann sér ekkert minna en sigur. 1500 m hlaup KLAUS Peter Justus, 23 ára kennari frá Austur-Berlín, vann óvæntan sigur í 1500 metra hlaupi Evrópumeistaramótsins. Það var ekki fyrr en að 2 metrar voru eftir í markið, að Justus tók I fyrsta skipti forystu í hlaupinu, og allt til þess að endasprettur þess hófst, hafði enginn tekið eft- ir honum, og þá sennilega sizt keppinautar hans. Það voru Norðurlandabúarnir Gunnar Ekman frá Svíþjóð, Tom B. Hansen frá Danmörku og Olympíusigurvegarinn frá MUnchen, Pekka Vasla frá Finn- landi, sem voru lengst af áberandi í þessu hlaupi. Skiptust þeir Ek- man og Vasala oftast á um foryst- una, en Hansen hélt sig nálægt þeim. Þegar bjallan hringdi og einn hringur var eftir, freistaði Ekmann þess að hrista keppi- nauta sfna af sér, en Tom Hansen var ekki á því og fór fljótlega framúr Ekman, ásamt Rolf Gysin frá Sviss. Þegar svo endasprett- urinn hófst fyrir alvöru, tók Daninn forýstuna, og sigur- inn blasti við honum. En á meðan á baráttu kappanna stóð, fikraði Justus sig æ framar í röðinni. Hljóp hann síðustu beygjuna utan á og skref fyr- ir skref nálgaðist hann Han- sen, sem uggði greinilega ekki að Danmörku, þegar læknastúdentinn kinu, og má geta þess til gamans, að 10 sfður um afrek Törrings og feril rengur. Danir geta Ifka verið stoltir silegt og nýtt Norðurlandamet, 2,25 rörring og silfurverðlaunahafanum eppnina, og er vfst augljóst að sjá, sér, og varð að sjá á eftir Þjóð- verjanum í markið á undan sér. Þeir Vasala og Ekman áttu engin svör við endaspretti sumra keppi- nauta sinna, og varð Olympfu- meistarinn að láta sér nægja sjötta sætið, en Ekman varð ní- undi. 5000 m hlaup ÞEGAR 5000 metra hlaupið hófst í Róm á sunnudaginn, tók lítill og grannvaxinn Breti, Brendan Foster að nafni, strax forystuna og fór allgeyst. Foster þessi, sem er 26 ára að aldri, er þekktur langhlaupari og þá ekki sízt eftir að hann hlaut silfurverðlaun á Samveldisleikunum í febrúar s.l., þá setti hann brezkt met í þessari vegalengd, 13:14,60 mín. Þó svo að Foster virtist ákveðinn í að hafa forystu í hlaupinu, áttu menn tæpast von á því, að hann sigraði, þar sem í hópi keppinauta hans voru m.a. Lasse Viren frá Finnlandi, sem hlaut gull í 5000 og 10.000 metra hlaupum á Olympíuleikunum í MUnchen, og Manfred Kuschmann frá Austur- Þýzkalandi, sem sigraði í 10.000 metra hlaupinu á Evröpu- meistaramótinu. Þegar hlaupið var rúmlega hálfnað, gerðu keppinautar Fosters tilraun til þess að fara framúr honum, en það kom fyrir ekki. Bretinn þráaðist við og bætti alltaf heldur meira við en keppinautar hans. Hið sama var uppi á teningnum, þegar enda- spretturinn hófst. Forster reyndist hafa næga orku í poka- horninu og stóðst hverja atlögu. Kom hann fyrstur í markið, vel á undan Kuscmann, sem bætti nú silfurverðlaunum í safn sitt, og Lasse Viren, sem hreppti þriðja sætið. Eftir að sigur var unninn, hljóp Foster heiðurshring og var þá ákaft fagnað af löndum sínum, en hópur manna hafði komið frá Bretlandi í þeim tilgangi einum að sjá Foster hlaupa. Þá var Foster líka sérstaklega vel fagnað af hópi Finna í áhorfendastúk- unni, sem kunnu greinilega að meta kraft og seiglu hans, jafnvel þótt landi þeirra hefði orðið að' bíða lægri hlut í viðureigninni. 1500 m hlaup kvenna Það eina, sem kom á óvart f 1500 metra hlaupi kvenna, var, að norska stúlkan Greta Andersen skyldi hreppa þar bronsverðlaun. Andersen hafði staðið sig mjög vel f undanrásunum og sigrað f sínum riðli, en flestir töldu, að hún ætti litía möguleika í úrslita- hlaupinu, enda hefur hún ekki til þessa verið í allra fremstu röð. Sigurvegari í hlaupinu varð Gunhilde Hoffmeister frá Austur- Þýzkalandi, sem bætti Evrópu- meistaramótsmetið um röskar 6 sekúndur. Hoffmeister átti fyrir silfur frá Evrópumeistaramóti, þar sem hún varð önnur í Helsinki 1971. Ludmila Bragina, — sem hlaut gull f þessari grein á Olympíuleik- unum í Múnchen 1972, varð að bíta í það súra epli að komast ekki einu sinni í úrslit í hlaupinu. Spjótkast í spjótkastskeppni Evrópu- meistaramótsins í Róm var loks- ins runnin upp stóra stundin í lífi Finnans Hannu Siitonen. Um ára- bil hefur hann verið í fremstu röð spjótkastara í heiminum, en eigi að sfður hafði honum aldrei heppnast að vinna til verðlauna á stórmótum. Á EM 1971 og á Olympíuleikunum f Múnchen 1972 hafði Siitonen haldið þriðja sætinu allt fram til síðustu um- ferðar, en þá var þvf rænt af honum með örfáum sentimetrum. í keppninni sýndi Siitonen hins vegar mikið öryggi. Tók snemma forystu í keppninni og jók hana verulega, er á leið. Meðal keppenda í spjótkastinu var heimsmethafinn og Olympíu- meistarinn Klaus Wolfermann frá Vestur-Þýzkalandi, sem náði beztum árangri í undankeppn- inni, og hinn gamalkunni Sovét- maður Janis Lusis, sem nú stefndi að því að hreppa Evrópumeistara- titilinn í þesari grein f fimmta skiptið í röð, en slíkt hefði verið einsdæmi. En þessir tveir kappar urðu að sætta sig við sjötta og sjöunda sætið í keppninni, urðu á eftir spjótkösturum, sem miklu minna eru þekktir, eins og t.d. Norðmanninum Terje Thorslund, sem krækti þarna í bronsverð- laun, löndum sínum til óumræðin- legrar gleði. Hástökk kvenna Tii þess að sigra í hástökks- keppni Evrópumeistaramótsins í Róm þurfti a-þýzka stúlkan Rose- marie Witschas að setja nýtt heimsmet. Það gerði hún lfka — stökk 1,95 metra og bætti þar með metið, sem Yordanka Blagoeva frá Búlgariu setti haustið 1972. Hástökkskeppnin var annars mjög jöfn og skemmtileg, en feiknalega langdregin. Allt frá byrjunarhæðinni 1,70 metrar, kom það hvað eftir annað fyrir, að stúlkurnar fóru ekki yfir fyrr en í þriðju tilraun, jafnvel þær, sem urðu mjög framarlega í keppn- inni. Eigi að síður fylgdust áhorf- endur með keppninni af lifandi áhuga, sérstaklega Italir, sem bundu miklar vonir við Söru Simeoni, sem kom mjög á óvart og hreppti bronsverðlaunin með þvf að stökkva.1,89 metra. Þess má svo til gamans geta, að allar stúlk- urnar, sem lengst komust í há- stökkinu, notuðu hinn svokallaða Fosbury-stíl. Boðhlaupin Á ýmsu gekk f boðhlaupunum fjórum á Evrópumeistaramótinu í Róm á sunnudagskvöldið. Eitt glæsilegt heimsmet leit þá dags- ins ljós. Kvennasveit Austur- Þýzkalands hljóp 4x100 metra boðhlaup á 42,51 sek. og bætti eigið heimsmet um meira en eina sekúndu, en það var 42,60 sek. Þykir þetta næstum ótrúlegur árangur, en skiptingar sveitarinn- ar voru gjörsamlega gallalausar, og út úr þeim náðist bezta hugsan- leg nýting. Það voru þær Doris Maletzki, Renate Stecher, Christ- ina Heinih og Barbel Eckert, sem hlupu þennan stórkostlega sprett. í 4x400 metra boðhlaupi kvenna var hins vegar miklu meiri barátta. Lengi vel mátti ekki milli sjá a-þýzku sveitarinn- ar og þeirrar finnsku, en báðar sveitirnar hlupi mjög vel. Fimm fyrstu sveitirnar f hlaupi þessu náðu betri tíma en meistaramóts- met A-Þýzkalands f rá 1971 var. í 4x100 metra boðhlaupi karla var mikil barátta og allar sveit- irnar átta í úrslitahlaupinu hlupu á betri tíma en 40 sek. Til að byrja með virtist sem baráttan myndi standa milli Sovétríkjanna og A- Þýzkalands, en þegar á þriðja sprettinn var komið, blönduðu Frakkar og ítalir sér i baráttuna og á lokasprettinum var keppnin milli þeirra. Var það meistarinn í 200 metra hlaupi, Mannea, sem færði ítölum silfurverðlaun f hlaupi þessu með glæsilegum spretti sínum, en Frakkarnir, sem áttu mjög jafna og vel samæfða sveit, sigruðu. Ekki var baráttan minni í 4x400 metra boðhlaupinu, og þegar á sfðasta sprettinn kom, var enn óhugsandi að segja fyrir um úr- slitin. Bretarnir komu fyrstir í mark, V-Þjóðverjar urðu í öðru sæti og Finnar í þriðja. Þegar úrskurður dómara kom, var kveð- ið á um, að Finnar hefðu gert hlaup sitt ógilt og Frakkar ættu því að fá bronsverðlaunin. Þennan dóm kærðu Finnarnir og eftir að hafa skoðað kvikmynd af hlaupinu aftur og aftur, komust dómararnir að raun um, að þeir hefðu haft rangt fyrir sér, og skiptingar Finnanna hefðu verið löglegar. Hlutu Finnar því verð- launin, sem voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir Frakkana. Maraþon- hlaup Að venju var maraþonhlaupið síðasta keppnisgreinin á Evrópu- meistaramótinu. 31 keppandi lagði af stað í hlaupinu, og áður en þeir yfirgáfu Olympíuleik- vanginn, hafði Sovétmaðurinn Anatoli Strezlezh tekið forystuna. Forráðamenn mótsins þóttust vissir um, að hlaupararnir myndu ekki allir ná til marksins, enda gífurlegur hiti, og fylgdu því sjúkrabílar hlaupurunum alla leið. Fór svo, að þeirra varð þörf, þar sem 7 hlauparar urðu að gefast upp, sumir illa á sig komnir. Það var Bretinn Ian Thompson, sem varð öruggur sigurvegari f hlaupinu, svo sem reyndar margir höfðu talið líklegt fyrirfram, en Thompson hefur náð langbeztum tíma maraþonhlaupara í ár. Þótti árangur hans í hlaupi þessu, 2 klst. 13 mín. 18,75 sek., frábær miðað við aðstæður. Annar í mark varð svo A-Þjóðverjinn Eck- hard Lesse, sem hafði lítið látið á sér bera, unz hlaupið var rúmlega hálfnað, og Þronsverðlaunin hreppti hinn gamalkunni hlaup- ari Gaston Roelants frá Belgfu. Sá er búinn að vera í fremstu röð í langhlaupum í áraraðir og áttu fæstir von á því, að hann mundi blanda sér i baráttuna. Frekar var álitið, að landi hans, Lismont, sem varð Evrópumeistari 1971, mundi hreppa verðlaun, en Lis- mont þoldi illa hinn mikla hita, sem var meðan á hlaupinu stóð, og varð að gefast upp. 4x400 metra boðhlaup karla: Sveit Bretiands 3:03,3 Sveit V-Þýzkalands 3:03,5 Sveit Finnlands 3:03,6 Sveit Frakklands 3:04,6 Sveit A-Þýzkalands 3:05,0 Sveit Hollands 3:06,3 Sveit Svfþjóðar 3:12,6 Þrístökk: V. Saneyev, Sovétr. 17,23 C. Corbu, Rúmenfu 16,68 A. Sontag, Póllandi 16,61 J. Drehmel, A-Þýzkalandi 16,56 M. Joachimowski, Póll. 16,53 L. Gora, A-Þýzkal. 16,42 J. Vycichlo, Tékkóslv. 16,37 N. Sinichkin, Sovétr. 16,17 P. Kuukarjarvi. Finnl. 16,12 A. Kathiniotis, Grikkl. 15,99 Hástökk kvenna: R. Witschas, A-Þýzkal. 1,95 M. Karbanova, Tékkóslv. 1,91 S. Simeoni, ttalfu 1,89 R. Kirsa, A-Þýzkal. 1,89 M. Huebnerova, Tékkóslv. 1,86 G. Filatova, Sovétr. 1,86 U. Meyfarth, V-Þýzkal. 1,83 M. Mracnova, Tékkóslv. 1,83 M. Derbourse, Frakkl. 1.83 Maraþonhlaup: I. Tompson, Bretl. 2:13:18,8 E. Lesse, A-Þýzkal. 2:14:57,4 G. Roelants, Belgfu 2:16:29,6 B. Plain, Bretl. 2:18:02,2 J. Reveyn, Belgfu 2:19:36.4 F. Szekeres, Ungverjl. 2:20:12,8 G. Cindolo, ttalfu 2:20:28,2 N. Cusack, trlandi 2:22:05,0 P. Lieiviska, Finnl. 2:22:45,6 Y. Laptev, Sovétr. 2:23:15,6 P. Cauputo, ttalfu 2:24:06,0 D. Mc Dald, Irlandi 2:25:07,8 Spjótkast: H. Siitonen, Finnlandi 89,58 W. Hanisch, A-Þýzkal. 85,46 T. Thorslund, Noregi 83,68 N. Grebnjev, Sovétr. 83,66 K. Wolfermann, V-Þýzkal. 83,36 J. Lusis, Sovétrfkjunum 83,06 M. Nemeth, Ungverjal. 81,06 L. Koski-Vahálá, Finnl. 79,92 50 kílómetra ganga: Tugþraut R. Skowronek, PÓII. 8.207 Le Roy, Frakkl. 8.146 G. Ktatschmer, A-Þýzkal. 8.132 L. Litvinenko, Sovétr. 8.122 R. Catus, PÓII. 7.920 P. Anders, Sviss 7.863 100 metra grinda- hlaup kvenna: A.Ehrhardt, A-Þýzkai. 12v66 A. Fiedler, A-Þýzkal. 12,89 T. Nowak, Póll. 12,91 V. Stefanescu, Rúmenfu 13,04 G. Berend, A-Þýzkal. 13,14 Sleggjukast: A. Spiridonov, Sovétr. 74,20 J. Sachse, AÞýzkal. 74,00 R. Theimer, A-Þýzkal. 71,62 V. Dmitrienko, Sovétr. 71,18 U. Beyer, V-Þýzkal. 71,04 M. Huning, V-Þýzkal. 70,58 H. Kangas, Finnl. 70,04 3000 metra hindrunarhlaup: B. Malinowski, PÓII. 8:15,0 A. Garderud, Svíþj. 8:15,4 M. Karst, A-Þýzkal. 8:18,0 F. Fava, ttalfu 8:19,0 H. Wehrli, Sviss 8:26,2 G. Cefan, Rúmenfu 8:26,2 G. Frahmcke, V-Þýzkal. 8:26,6 Höhne, A-Þýzkal. 3:59,05,3 O. Barch, Sovétr. 4:02,38,8 P. Selzer, A-Þýzkal. 4:04,28,4 V. Visini.ttalfu 4:05,43,6 V. Soldatenko, Sovétr. 4:09,31,6 110 metra grindahlaup: G. Drut, Frakkl. 13,40 M. Wodzynski, Póll. 13,67 L. Wodzynski, Póll. 13,71 T. Munkelt, A-Þýzkal. 13,72 1500 metra hlaup: K. Justus, A-Þýzkal. 3:40,6 T. Hensen, Danm. 3:40,8 T. Wessinghage, V-Þýzkal. 3:41,1 H. Scharn, Holl. 3:41,3 V. Pantelei, Sovétr. 3:41,4 P. Vasala, Finnl. 3:41,5 4x100 metra boðhlaup karla: Sveit Frakklands 38,69 Sveit ttalfu 38,88 Sveit A-Þýzkal. 38,99 Sveit Sovétrfkjanna 39,03 4x100 metra boðhlaup kvenna: Sveit A-Þýzkalands 42,51 Sveit V-Þýzkalands 42,75 Sveit Póllands 43,48 4x400 metra boðhlaup kvenna: Sveit A-Þýzkalands 3:25,2 Sveit Finnlands 3:25,7 Sveit Sovétríkjanna 3:26,1 5000 metrahlaup: B. Foster, Bretl. 13:17,2 M. Kuschmann, A-Þýzkal. 13:24,0 L. Viren, FÍnnlandi 13:24,6 J. Hefrmens, Holl. 13:25,6 I. Floroiu, Rúmenfu 13:27,2 A. Kvalheim, Noregi 13:27,2 S. Hoffmann, Tékkóslv. 13:29,0 1500 metra kvenna: hlaup G. Hoffmeister, A-Þýzkal. 4:02,3 L. Tomova, Búlgarfu 4:05,0 G. Andersen, Noregi 4:05.2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.