Morgunblaðið - 10.09.1974, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974
Úrslit
og staðan
Arsenal — Burnley 0:1
Carlisle — Stoke 0:2
Coventry — Manc. C. 2:2
Derby — Neweastle 2:2
Ipswich — Everton 1:0
Leeds — Luton 1:1
Liverpool — Tottenham 5:2
Middlesb.—Chelsea 1:1
Q, P. R. — Birmingham 0:1
West Ham — Sheff. Utd. 1:2
Wolves — Leicester 1:1
2. deild:
Aston Villa — Orient 3:1
Blackpool — Millwall 1:0
Bristol C. — Bolton 2:1
Fulham — York 0:2
Hull — Norwich 0:0
Manch. Utd. — Notthingham 2:2
Notts County — Southampton 3:2
Oxford — Odham 1:0
Portsmouth — W.B.A. 1:3
Sheffield W. - - Cardiff 1:2
Sunderland — Bristol R. 5:1
Staðan f 1. deild: Liverpool 6 5 10 14:4 11
Ipswich 6 5 0 1 9:3 10
Manch. C. 6 4 11 11:8 9
Stoke 6 3 2 1 9:4 8
Sheff. U. 6 3 2 1 10:8 8
Éverton 6 3 2 1 8:6 8
liddlesb. 6 2 3 1 7:5 7
Carlisle 6 3 12 6:4 7
Wolves 6 2 3 1 8:7 7
Newcastle 6 2 2 2 12:12 6
Derby 6 14 1 6:6 6
Chelsea 6 2 2 2 9:11 6
Burnley 6 2 13 9:9 5
Leicester 6 13 2 8:9 5
Q,P.R. 6 13 2 4:5 5
Arsenal 6 2 0 4 6:7 4
Luton 6 0 4 2 4:7 4
Birmingham 6 12 3 6:10 4
Leeds 6 12 3 4:8 4
West Ham 6 114 5:10 3
Coventry 6 0 3 3 7:13 3
Tottenham 6 10 5 5:10 2
2. deild:
Manc. Utd. 5 4 10 11:3 9
Norwich 6 2 4 0 6:4 8
Aston Villa 6 2 3 1 12:5 7
Fulham 6 3 12 9:5 7
Oxford 4 3 10 7:3 7
Blackpool 6 2 3 1 5:4 7
Notts C. 6 2 3 1 7:8 7
Sunderland 4 3 0 1 12:4 6
York 5 2 2 1 7:6 6
Hull 6 13 2 5:12 5
Bolton 4 2 0 2 6:4 4
Oldham 4 2 0 2 4:3 4
W.B.A. 4 2 0 2 4:3 4
Bristol C. 4 12 1 2:3 4
Bristol R. 4 12 1 4:6 4
Millwall .6 2 0 4 7:11 4
Orient 6 0 4 2 2:6 4
Notthingham 6 12 3 5:10 4
Southampton 6 0 3 3 8:12 3
Portsmouth 5 113 5:9 3
Cardiff 5 113 3:8 3
Sheffield W. 4 0 2 2 4:6 2
Skotland 1. deild:
Clyde — Celtic 2:4
Dundee — Aberdeen 0:1
Dunfermiline — Arbroath 3:1
Hibernian — Heart 2.1
Kilmarnock — Ayr 3:0
Morton — Dumbarton 1:1
Motherwell — Airdrie 1:3
Rangers — Partick 3:2
St. Johnst. — Dundee Utd. 2:0
1. deild A-Þýzkaland:
Lokomotiva L. — Vor. Frankf. 4:5
Hansa — Magdeburg 2:3
Dynamo Berl. — Karl Max
Stadt 0:0
Dynamo Dresden — Zwickau 0:0.
RotWeiss — Carl Zeiss 1:2
1. deild Spánn:
Las Palmas — Real Betis 3:1
Espanol — Celta 2:0
Hercules — Real Murcia 2:2
Valencia — Real Madrid 1:2
Sporting — Real Zaragoza 2:0
Malaga — At. Bilbao 2:0
Real Sociedad — Barcelona 3:2
1. deild Ungverjaland:
Ferencvaros — Honed 1:1
UjpestSozsa — Vasas 3:1
Zalaegerszeg — Raba 1:0
Csepel — Bekessaba 4:3
Diosgyoer — Haladas 6:2
Tatabanya — Mtk 2:0
Sýnikennsla hjá Liverpool
LIVERPOOL heldur sfnu striki 1
1. deildarkeppninni 1 Englandi. Á
laugardaginn var það Lundúna-
liðið Tottenham Hotspur, sem var
fórnarlamb bikarmeistaranna,
sem skoruðu hvorki fleiri né
færri en fimm mörk, þar af sami
leikmaðurinn Phil Boersma þrjú.
Urslit þessa leiks tryggja Liver-
pool enn f forystu 1 deildinni. en
Tottenham, hið fornfræga lið,
verður nú að gera sér það að göðu
að sitja á botni deildarinnar.
I leiknum á laugardaginn sýndi
Liverpool knattspyrnu meistar-
anna og hreinlega lék sér að hinu
slaka Tottenhamliði. Einkum og
sér 1 lagi sýndi Boresma glæsi-
legan leik, en hann var aðeins
varamaður hjá Liverpool liðinu á
sfðasta keppnistímabili, og ekki
einu sinni það, er liðið lék úrslita-
leikinn í bikarkeppninni.
Boersma skoraði öll mörk sín í
fyrri hálfleik, en hin mörk Liver-
pools f leiknum skoruðu Emlyn
Hughes og Ray Kennedy, en mörk
Tottenhams skoruðu þeir Steve
Perryman og Martin Chivers.
Ipswich fylgir Liverpool sem
skuggi f toppbaráttunni. A laugar-
daginn sigraði liðið Everton í
jöfnum og. skemmtilegum leik
með einu marki gegn engu, og var
þetta fyrsti leikurinn, sem
Everton tapar á keppnistíma-
bilinu. Mark Ipswich var skorað á
30. mínútu af Clive Woods, sem
þá var nýkominn inn á í stað
David Johnson, sem meiddist.
Manchester City er í þriðja sæti
í deildinni — gerði á laugar-
daginn jafntefli við Coventry og
þótti það vel af sér vikið með
tilliti til þess, að Coventry hafði
náð 2—0 forystu með mörkum
þeirra Brian Alderson og Colin
Stein. Hafði Coventry átt meira í
leiknum og sýnt góða knatt-
spyrnu. En sfðustu 20 mínúturnar
náði Manshesterliðið sér vel á
strik og tókst að jafna. Það voru
þeir Rodney Marsh og Alan
Oakes, sem mörkin skoruðu.
Greinilegt er, að lið Stoke hefur
ekki verið eins gott f mörg ár og
það kemur til með að blanda sér í
baráttu hinna beztu. A laugar-
daginn vann Stoke öruggan sigur
yfir Carlisle á útivelli. Voru
aðeins liðnar sex mínútur af leik-
tfmanum, er Alan Hudson skoraði
fyrir Stoke og félagi hans, John
Ritchie, bætti skömmu síðar um
betur. Eftir mörkin tvö átti Stoke
mörg upplögð marktækifæri, er
ekki tókst að nýta.
Englandsmeistararnir frá í
fyrra, Leeds, eiga hins vegar f
miklum erfiðleikum um þessar
mundir og eru nálægt botninum í
deildinni. A laugardaginn varð
liðið að gera sér jafntefli að góðu í
leik sínum við nýliðana, Luton
Town, á heimavelli sfnum. Bæði
mörk leiksins voru skoruð í fyrri
hálfleik og varð Luton fyrra til.
Skoraði Barry Butlin það mark,
en Alan Clarke jafnaði fyrir
Leeds skömmu síðar. Mikil bar-
átta og harka var sfðan í leiknum,
en marktækifæri voru hins vegar
fá umtalsverð og fleiri mörk voru
ekki skoruð.
Fyrirfram var búizt við því, að
lið Queens Park Rangers myndi
verða í fremstu röð í 1» deildar-
keppninni f ár, og auðvitað getur
það orðið það, þótt ekki hafi
byrjað vel. Á laugardaginn tapaði
það fyrir Birmingham á heima-
velli sínum, og komu þau úrslit
nokkuð á óvart. Joe Gallagher
skoraði mark Birmingham eftir
slæm mistök hjá markverði
Q.P.R., Richard Teale, sem lék
þarna sinn fyrsta leik í marki
Lundúnaliðsins.
Ulfarnir urðu að gera sér
jafntefli að góðu í leik sinum á
heimavelli gegn Leicester. Gest-
irnir náðu forystu þegar á 11.
mínútu, er Keith Weller lék
gegnum vörn þeirra alla leið inn í
markið, en John Richards jafnaði
fyrir (Jlfana á 28. mfnútu, eftir
slæm mistök í vörn Leicesterliðs-
ins.
Burnley vann sinn fyrsta sigur
yfir Arsenal á útivelli í 12 ár, og
sá sigur var engin tilviljun.
Burnley-liðið var mun betri aðil-
inn og átti margar glæsilegar
útfærðar sóknarlotur. Af og til
sótti svo Arsenal, og komst þá
mark Burnley oft í hættu, þar
sem vörnin var ekki á verði. Eina
mark leiksins skoraði Peter Noble
á 76. mfnútu.
EKKI NÓGU ÁNÆGÐUR
Asgeir Sigurvinsson: „Ég er
ekki nógu ánægður með leikinn
og útkomu hans, og alls ekki nógu
ánægður með sjálfan mig. Enda
var ég látinn leika stöðu, sem ég
hef ekki leikið síðan í 5. flokki,
miðherjastöðuna. Maður nær
henni ekki á tveimur æfingum.
Tengiliðastaða hentar mér betur.
Belgarnir léku langt undir getu f
þessum leik, enda óvanir að-
stæðunum. I Belgfu leikum við
venjulega á mjög góðum völlum,
þurrum og hörðum. Miðað við þá
er Laugardalsvöllurinn mjög
lélegur og erfitt að leika á hon-
um.“
MIKLAR FRAMFARIR
R. Goethals, þjálfari belgfska
liðsins: „Mér finnst hafa orðið
miklar framfarir hjá íslenzka lið-
inu, síðan það lék gegn okkur í
Belgíu fyrir tveimur árum. I þess-
um leik fannst mér tveir menn
ykkar áberandi beztir og í raun-
inni góðir, nr. 6 (Jóhannes
Edvalsson) og nr. 7 (Guðgeir
Leifsson). Við lékum hins vegar
mun lakar en við getum bezt.
Bæði var völlurinn slæmur og svo
vantaði nokkra góða menn í liðið
vegna meiðsla, og munar mest um
miðherjann, Lambert."
MJÖG GÓÐUR LEIKUR
Albert Guðmundsson, fyrrver-
andi formaður KSl og eftirlits-
maður EUFA á leiknum: „Vegna
starfs míns sem eftirlitsmaður
UEFA með þessum leik get ég
ekki sagt mikið. Þó get ég sagt
það, að þetta var mjög góður leik-
ur af hálfu íslenzka liðsins, einn
sá bezti, sem ég hef séð. Undir-
búningurinn hefur greinilega
verið góður. Að mínu mati er fs-
lenzk knattspyrna á réttri leið, og
ég vil nota tækifærið til að óska
KSÍ og þá sérstaklega landsliðs-
piltunum sjálfum til hamingju
með þessa góðu frammistöðu
gegn liði á heimsmælikvarða."
HÉLT AÐ BOLTINN
FÆRI FRAMHJÁ
Þorsteinn Ólafsson markvörð-
ur: „Fyrsta markið var ófyrir-
gefanlegur klaufaskapur af minni
hálfu, ég hélt að boltinn færi
framhjá. Skotið var það laust, að
ég er ekki í nokkrum vafa um, að
ég hefði haft boltann, ef ég hefði
hent mér eftir honum. Annars
fannst mér þetta góður leikur af
okkar hálfu, og að mínum mati
var það okkar getu að þakka, en
ekki að Belgarnir væru svona
miklu lélegri en venjulega, að
munurinn varð ekki meiri. Það er
aldrei að vita, hvernig farið hefði,
ef við hefðum fengið víti, þegar
Gfsla var brugðið. Þá hefði orðið
1:1 í stað 2:0, og allt getað gerzt“.
ERFITT AÐ SÆTTA SIG
VIÐ MÖRKIN
Ellert Schram, formaður KSl:
„Mér fannst strákarnir leika mjög
vel í dag, þeir börðust vel og léku
af skynsemi. Miðað við gang leiks-
ins hefðum við átt að fá enn betri
útkomu, ég á t.d. erfitt með að
sætta mig við bæði mörkin, sem
Belgarnir skoruðu. En ég vil
minna á, að belgíska liðið er í hópi
beztu landsliða heimsins og þvf
getum við vel við úrslitin unað.
Ég vil ekki nefna einstaka leik-
menn fslenzka liðsins, þeir börð-
ust allir mjög vel og skiluðu sín-
um hlutverkum eins og bezt verð-
ur á kosið.“
ERFIÐUR VÖLLUR
Roger Henrotay. leikmaður nr.
11: „íslenzka liðið kom mér nokk-
uð á óvart með getu sinni. Við
lékum langt undir getu, og tel ég,
að völlurinn eigi mesta sök á því.
Hann var mjög slæmur og ólíkur
þeim völlum, sem við eigum að
venjast. Af ykkar leikmönnum
fannst mér nr. 7 (Guðgeir Leifs-
son) og nr. 10 (Asgeir Sigurvins-
son) beztir. Ég kannast reyndar
vel við Ásgeir, þvf að við leikum
saman hjá Standard Liege. Hann
er frábær knattspyrnumaður og
getur mun meira en hann sýndi f
dag.“
GETIÐ VEL VIÐ UNAÐ
T.H.C. Reynolds, welskur
dómari leiksins. „Islenzka Iiðið
kom mér vissulega á óvart með
góðum leik sérstaklega í fyrri
hálfleik. Þá náði liðið oft góðum
samleiksköflum og fékk hættuleg
tækifæri. I seinni hálfleik fannst
mér hins vegar koma greinilega
fram munurinn á atvinnumönn-
um og áhugamönnum, þið voruð
alltaf seinni í boltann. Ég hef
heyrt um, að það hafi verið vanga-
veltur um vftaspyrnu, þegar nr. 2
(Gfsli Torfason) komst inn fyrir.
Ég hef engan tíma fyrir slíkar
vangaveltur inni á vellinum, ég
verð að dæma strax og í þessu
tilfelli fannst mér ekki vera um
brot að ræða. Hins vegar var um
augljóst brot að ræða, þegar ég
dæmdi vftaspyrnuna á tsland. Af
leikmönnum Belgíu fannst mér
8 beztur, en hjá íslandi nr. 10
(Ásgeir Sigurvinsson), og svo að
sjálfsögðu markvörðurinn ykkar
(Þorsteinn Ólafsson), sem var
frábær.“
ÁTTUM AÐ FÁ VÍTI
Tony Knapp, þjálfari fslenzka
liðsins: „Við áttum að fá víti, þeg-
ar Gísla var brugðið f dauðafæri
rétt fyrir leikslok. Þá hefði staðan
orðið 1:1 og allt hefði getað gerzt,
jafnvel sigurinn lent okkar megin
með smáheppni. Annars get ég
ekki annað en verið ánægður,
strákarnir börðust mjög vel og
skiluðu hlutverkum sínum eins
vel og hægt er að ætlast til af
þeim. Þeir eiga allir heiður
skilinn og því sé ég ekki neina
ástæðu til að nefna nein sérstök
nöfn"