Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 24

Morgunblaðið - 10.09.1974, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Vildu fá sama kaup og þeir sem höfðu sótt vinnuvéla- námskeið NOKKRIR bflstjórar Steypu- stöðvarinnar h.f. I Reykjavfk hættu skyndilega störfum á mið- vikudaginn, eftir að þeir höfðu farið fram á að vera yfirborgaðir um 10% f eftirvinnu, en var synjað. Báru þeir þvf við, að þetta væri gert hjá öðrum steypu- stöðvum. „Það er ekki rétt, að bílstjórar steypustöðvanna séu yfirborgaðir almennt um 10%,“ sagði Halldór Jónsson framkvæmda- stjóri Steypustöðvarinnar þegar Mbl. hafði samband við hann út af þessu máli og hann sagði enn- fremur, „þeir bílstjórar, sem eru yfirborgaðir um 10% eru aðeins þeir sem sótt hafa vinnuvélanám- skeið. Ég sagði mönnunum 6, sem sögðu upp, að ég skildi koma þeim á vinnuvélanámskeið, og að þvf loknu fengju þeir 10% yfir- greiðslu á yfirvinnu, en þeir neituðu. Því var mönnunum sent bréf, og í þvf stóð að þar sem þeir vildu ekki vinna á umsömdu kaupi, væru ekki not fyrir þá lengur. Mennirnir voru 6 f upp- hafi, en nú hafa tveir séð að sér og hafið störf að nýju. Ég vil taka það fram að allir þessir menn eru frábærir starfskraftar." Þá sagði Halldór, að það hefði ekki verið hægt að greiða þessum mönnum 10% yfirborgunina af þeirri ástæðu einni að þá hefðu mennirnir verið komnir með jafn- hátt kaup og þeir sem sótt hefðu vinnuvélanámskeiðin. Það væri ekki hægt að mismuna mönnum á þann hátt. Ennfremur sagðist hann vilja koma því á framfæri, að frétt sú í Þjóðviljanum, um að Geir Hall- grfmsson, forsætisráðherra væri hluthafi í Steypustöðinni væri alröng. Ein 15 ár væru liðin sfðan H. Benediktsson og Cq hefði selt hluta sinn í Steypustöðinni og við fáa hefði verið erfiðara að semja um sölu á steypu en Geir þegar hann var borgarstjóri. Viðræðunefnd F.F.S.Í. Á fundi stjórnar F.F.S.t 3. september 1974 var eftir beiðni ríkisstjórnarinnar kosin viðræðu- nefnd, til þess að ræða viðhorf í efnahags og launamálum. Kjörnir voru eftirtaldir: Guðmundur Kjærnested forseti Farmanna og fiskimannas. Islands. Ingólfur Stefánsson framkv.stj. Farmanna og fiskimannas. Is- lands. Ingólfur S. Ingólfsson varaforseti Farmanna og fiskimannas. Islands. Ingólfur Falsson stýrimaður Guðlaugur Gíslason stýrimaður Loftur Júlíusson formaður Skipstj., og stmf. Aldan og Daníel Guðmundsson vélstj. Gott tíðarfar í Dalasýslu Hvoli, Saurbæ, Dalasýslu í gær. MENN hér eru heldur ánægðir eftir sumarið og vel undir vetur- inn búnir. Skólar eru nú að fara í gang og allt að færast í haust- formið. Tíðarfar hefur verið gott. Fólk fer nú að búa sig undir félagsstarf vetrarins, en fyrst er að fara í göngurnar og allt i kring um það, hauststörfin. Laugaskóli byrjar i næstu viku og húsmæðraskólinn að Staðar- felli byrjar í októberbyrjun. Skólastjóraskipti verða nú á Laugum. Einar Kristjánsson, sem verið hefur skólastjóri í yfir 20 ár og unnið mikið og gott starf, lætur niTaf embætti og við tekur ungur maður úr Hafnarfirði, Val- ur Óskarsson, 28 ára gamall. Er hann boðinn velkominn til starfa. . — séra Ingiberg. I X-9 Eftir að hafa KLtFIO KLETTANA, Hf^AÐA PHIL OG MWU 5ER TIL SKYNDIAM& ER OKKAR EINA VON.OG ÞAO 3TRAX! . þAÐ þARF A1BIRA TIL.OG MER DETTUR ffAQ i'HUG/ Mig hryllir við tilhugsuninni Pabbi segir, að ég hafi ekki Hann sagðist ætla að láta skrá Lýsispillur! um, að skólinn sé að byrja. verið nógu dugleg að borða. mig f nýja námsgrein. kOtturinn feljx

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.