Morgunblaðið - 10.09.1974, Síða 28

Morgunblaðið - 10.09.1974, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Leyndardómurinn á loftinu kÍ Höf. Armann Einarsson Ég er svo hrædd við þessi litlu loðnu kvikindi, segir frænka líkt og við sjálfa sig og heldur áfram að hlusta. Ég tek þá það ráð að bylta mér í rúminu, svo að brakið í því yfirgnæfi þruskið í mýslu. Þetta dugar, frænka heyrir ekki lengur neitt grun- samlegt skrjáf. Öðru hvoru er hún samt að reisa höfuðið frá koddanum og hlusta. En þá vill svo einkennilega til, að ég þarf alltaf að bylta mér í rúminu. Til allrar hamingju sofnar frænka fljótt. Að búa til skuggamyndir á vegg með höndunum og við ljós frá lampa sem skermurinn hefur verið tekinn af er ætíð vinsæll leikur. Hér er sýnt hvernig ná má fjórum mismunandi myndum og þær merktar A, B, C og D, en að neðan er sýnt hvernig halda skal höndun- um til að ná þessum mismunandi myndum. — Og til þess að auðvelda þetta skal þess getið að handarstell- ing merkt með tölustafnum eitt er fyrir myndina merkt B, stelling númer tvö er Indíánahöfuðið — merkt bókstafnum C, stelling 3 er fyrir kanínuhausinn — D og stelling fjögur fyrir skuggamynd A — fuglinn á flugi. Ég gat ekki sofnað, þótt ég bylti mér f alvöru í rúminu. Ég er alltaf að hugsa um mýslu. Ætli hún sé ekki orðin dauðhrædd við allt þetta marr og brak? Á ég að hætta á að fara fram úr og draga kassann undan rúminu til að aðgæta, hvernig mýslu líði. Sigga frænka virðist vera steinsofnuð. Ég þoli ekki lengur mátið og stíg hægt og varlega fram úr, til þess að vekja ekki frænku. En ekki er ég fyrr komin fram á gólf sen Sigga frænka fer að umla í svefninum. Ég flýti mér aftur uppí og dreg sængina upp að höku. Nei, það þarf enginn að ætla sér að bauka neitt, án þess að Sigga frænka verði þess vör. Hún er svo óskaplega svefnstygg. Ég vona að mér gefist tækifæri á morgun til að sinna henni mýslu litlu. Það er ekki einungis, að hana vanti vatn, heldur einnig mat, því sjálfsagt er hún fyrir löngu búin með ostagnirnar í kassanum. Út frá þessum hugsunum sofna é loks. Erfitt að fela mýslu Ég veit ekki, hvernig þetta ætlar að enda. Eg er orðin mjög óróleg. Hvað ætli mýsla þurfi að dúsaV lengi í kassanum vatnslaus og matarlaus. Allan morguninn hefur Sigga frænka varla haggað sér úr herberginu, aðeins skoppið niður stutta stund til að drekka kaffi. Það er enginn tími til að athafna sig neitt. Ég hitti Rósu í Vesturbænum rétt i svip. Hún segir, að afi og amma hafi ekki komizt að neinu. Hún bætir því við, að enn hafi hún ekki fundið neinn öruggan stað fyrir mýslu, og ég verði að reyna að hafa hana fyrst um sinn. Ég ætla að fara að tjá Rósu vandræði mín, en þá kallar amma hennar á hana, og hún er samstundis þotin. Um morguninn hefur verið sólarlaust, en upp úr hádeginu glaðnar til. Það verður mér til happs, því nú röltir Sigga frænka út á tún til fólksins. Hún setur sig aldrei úr færi að vera úti í sólskininu. Þó er hún ávallt kappklædd, það er aðeins andlitið og langi svanahálsinn hennar frænku, sem er orðinn sól- brúnn. Elín húsfreyja kemur sjaldan upp á loft. Þegar hún er ekki úti, er hún alltaf eitthvað að sýsla í eldhúsinu. Ég er ekki sérlega hrædd um að hún ónáði mig. ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta „Lyklunum mínum sleppi ég aldrei við nokkurn mann.“ Lögmaður stóð um stund þegjandi og horfði á kistuna. Þá heyrðist óp og háreysti frammi i bænum. Skelfingaróp kvenna skáru gegnum háreystina. „Er það með þínum vilja, bróðir, að menn þínir geri óspektir í bænum?“ spurði Anna. Lögmaður opnaði hurðina og kallaði fram í bæinn með voldugri röddu til manna sinna. Það hafði gerzt frammi í bænum, að menn lögmanns söfn- uðust að skálanum, þar sem allt heimilisfólkið var saman í einum hnapp, og kvenfólkið fáklætt, engu síður en karlmenn- irnir. Allir menn lögmanns voru komnir þangað, þeir líka, sem dyranna áttu að gæta. Og þeir, sem verið höfðu að elta manninn á svarta hestinum, voru nú að tínast að líka. Þessi vopnaði, hálfdrukkni hópur fór nú að þrífa djarft til kvennanna, en karlmennirnir vörðu þær. Drógu þá hinir sverðin úr skeiðum og ógnuðu þeim. En þegar þeir hcyrðu rödd lögmanns, urðu þeir lunga- mjúkir. Enda var ekki röddin mild. „Komið þið hingað, þrælbein, erkibófar, pútusynir! Komið þið hingað, og standið hér fyrir neðan stigann, allir sainan. Hver, sem vogar að óhlýðnast mér, skal fá sverðið mitt í gegnum skrokkskrattann á sér.“ Lögmaður lét aftur hurðina og starði á kistuna miklu enn um stund, svo opnaði hann hurðina og kallaði út fyrir: „Komið þið með smíðatól, — meitil eða fleyg og hamar eða öxi. Þau hljóta að finnast í smíðahúsinu." Svo lét hann hurðina aftur og mælti við önnu: „Ég skal sýna þér, hvort ég skal ekki opna kistuna, hvort sem þú vilt eða ekki.“ Anna hló með sömu storkuninni og áður. Smíðatólin voru rétt inn fyrir, og lögmaður fór að fást við kistuna. Hún var sterk og gaf sig ekki með góðu. Hann þrútnaði og blánaði i framan af áreynslunni, og það var sem æðarnar í andlitinu á honum ætluðu að springa. Höggin og slögin heyrðust um allan bæinn. „Þú vekur börnin mín með þessum látum,“ mælti Anna storkandi. Lögmaður svaraði engu. Hann strauk af sér svitann og hamaðist svo á kistunni, þar til loks að hann gat sprengt hana upp. Þar lágu samanbrotin barnaföt og ekkert annað, —- eins og Anna hafði sagt. Lögmaður stóð og starði ofan í opna kistuna. Það hringdi ,við eyrun á honum af þungum æðaslögmn, og gegnum þessa IV 'iií hf. . v> •:i*ói'ia!g9ivöi vs' óllo !;!;)•/.....: r fneÖTrtorgunKof f inu — Ekki þetta, konurnar okkar eru meðal áhorf- enda. i • — Hér er hádegisverð- urinn þinn. — Þriggja mánaða ströng æfing, og svo þarf hann endilega að ganga á hljóðnemann. fn 1' r.i' i [ AM i' t •»: r■ i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.