Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 Evel Knievel við skotpallinn, skömmu áður en hann lagði upp f stökkið mikla. Knievel lenti í giánni en lifði Twin Falls, Bandarikjunum 9. september — AP. BANDARÍSKA ofurhuganum Evel Knievel mistókst í gær að stökkva yfir Snákagjá f sér- smíðaðri eldflaug sinni. En iifandi slapp hann, 700 milljón krónum ríkari. þyrlu, alveg ómeiddur, en Knievel var þó ekki á þvi að endurtaka tilraun sfna. En áhorf- endur kölluðu sýninguna nútfma sirkus og vissulega virðist Knievel vera bezt launaði sirkus- listamaður f heimi. Lissabon — AP SÚ stefna stjórnar Antonio de Spinola, herforingja, að veita nýlendum Portúgala í Afríku sjálfstæði, hefur mætt hraðri andstöðu hvítra íbúa Angóla og Mos- ambique. í báðum löndum hafa innflytjendur gert uppreisn og kallað Spinola svikara og segja samninga hans við afrískar skæru- liðahreyfingar „glæp gegn portúgölsku þjóðinni". Á Spinola því við lík vandamál að strfða og De Gaulle fyrir 12 árum þegar hann batt enda á frönsk yfirráð í Alsír gegn vilja 1,5 milljóna franskra fbúa. Angóla og Mosambique hafa verið undir stjórn Portúgala í meir en 4 aldir. Hvítir innflytj- endur eru um ein milljón, en þeir hafa haft öll völd f sínum höndum þó að afrfski meirihlutinn telji um 13 milljónir. Hvftir íbúar hafa sameinazt í „Þjóðarsamtökum Mosambique" í þvf skyni að viðhalda yfirráðum hvítra f landinu. Hafa þeir gengið í lið við vonsvikna herforingja, sem undanfarin 10 ár hafa barizt gegn skæruliðum í nýlendunni, og kalla sig „Dreka dauðans". 1 Angóla hefur svipuð hreyfing, sem kallar sig „Byltingarfylkingu Angóla“, hvatt til stofnunar sjálf- stæðs ríkis með minnihlutastjórn hvítra, að fordæmi Ródesfu. Þriðjungur hinna 200 þúsund íbúa höfuðborgar Mosambique, Lourenco Marques, eru hvítir. Þar sem borgin er staðsett, syðst í landinu, með minna en klukku- stundar akleið frá landamærum Suður-Afrfku, hefur lítið orðið vart við athafnir skæruliða. Hvít- ir fbúar eru því mjög reiðir yfir samkomulagi Spinola við Frelimo um að nýlendan fái sjálfstæði. 1 Angóla eru hvítir menn um tíundi hluti afheildaríbúafjöldan- um. Skæruliðahreyfingin þar í landi er klofin vegna ættbálkarigs og því hafa samningaviðræður um sjálfstæði Angóla enn ekki hafizt. Nú óttast margir, að hvítir fbú- ar landanna láti til skarar skríða að dæmi franskra manna í Alsír og stofni jafnvel sjálfstæð rfki. Vekur það ugg hjá mörgum, þar sem portúgalskir hermenn, sem barizt hafa í löndunum tveim, eru orðnir stríðsþreyttir og vilja framar öllu komast heim. Því er ólíklegt að Portúgalir hafi getu til að grípa inn í til að tryggja yfirráð innfæddra líkt og franska stjórnin gerði f Alsír. Yfirlýsing Nixons: ,Ég gerði rangt. Eftirfarandi er texti þeirrar yfirlýsingar, sem Richard Nix- on gaf út eftir að tiikynnt var, að Ford forseti hefði gefið hon- um upp sakir: „Mér hefur verið tjáð, að Ford forseti hafi veitt mér al- gjöra og endanlega náðun frá öllum ákærum, sem kynnu að verða lagðar fram vegna að- gerða minna á þeim tfma, sem ég var forseti Bandarfkjanna. Um leið og ég móttek þessa náðun, vona ég, að þessi samúð- arrfka ákvörðun muni leggja sitt að mörkum til að létta fargi Watergate af bandarfsku þjóðinni. Hérna f Kalifornfu er viðhorf mitt til Watergate gjörólfkt þvf, sem það var, er ég var f öllu umtalinu miðju, og átti enn yf- ir höfði mér allar hinar dag- legu kröfur, sem forsetaemb- ættið ieggur á mann. Þegar ég Ift til baka á það, sem f huga mér er enn flókið og ruglandi völundarhús atburða, ákvarðana, álags og einstakl- inga, sé ég eitt atriði greini- lega, og það er, að ég gerði rangt f að bregðast ekki af meiri ákveðni og hreinskilni við Watergate-málinu, einkum þegar það var orðið að réttar- farsrannsókn, og hafði vaxið frá þvf að vera pólitfskt hneyksli f þjóðarharmleik. Engin orð fá lýst hversu innilega ég sé eftir og þjáist vegna þeirrar örvæntingar, sem mistök mfn f Watergate-málinu hafa valdið þjóðinni og forseta- embættinu, — þjóð, sem ég elska svo djúpt, og embætti, sem ég ber svo mikla virðingu fyrir. Ég veit, að margt réttsýnt fólk telur, að aðgerðum mfnum f Watergate-málinu hafi vfsvit- andi verið ætlað að þjóna eigin- hagsmunum mfnum og verið vfsvitandi ólöglegar. Eg skil nú, að mfn eigin mistök og rangar ákvarðanir hafa styrkt þá skoð- un. Þessi byrði er þyngst allra. Það, að sú leið, sem ég valdi til þess að taka á Watergate- málinu, var ranga leiðin, er byrði, sem ég mun bera sér- hvern dag það sem eftir er ævi minnar.“ Nixon og metsölubókin. New York 9. september —AP IRVING Larzar, kunnur um- boðsmaður rithöfunda, sagði í gær, að Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefði gefið sér umboð til að semja um útgáfuréttinn á endurminn- ingum Nixons, og væri gert ráð fyrir a.m.k. 2 milljónum doll- ara í fyrirframgreiðslur. Lazar, sem hitti Nixon um mánaðamótin, sagði, að Nixon vildi alls ekki draga sig í hlé; hann vildi halda áfram að leggja sitt af mörkum „í þágu friðarins". Nixon hafi verið ágætlega á sig kominn and- lega, og alls ekki verið niður- dreginn. „Ég held, að hann muni segja eina af merkustu sögum allra tíma. Hann er nú einu sinni sá maður, sem virki- lega veit hvað gerðist í Water- gate-málinu. Bók hans verður opinská og heiðarieg um at- burði Watergate,“ sagði Lazar, en kvaðst ekki vita hvenær Nixon hæfi ritun bókarinnar. Lazar er m.a. umboðsmaður Vladimir Nabokov, Francoes Sagan og Arthur Schlesinger jr. Einhliða útfærsla óviturleg. Bergen 9. september —NTB KNUT Vardal, fiskimálastjóri Noregs, segir f samtali við blaðið Bergens Tidende f dag, að Norðmenn ættu að fara var- lega í landhelgismálum og gæta þess að koma ekki með grófar yfirlýsingar, sem síðar kynni að reynast örðugt að standa við. Tekur Vardal í við- talinu eindregna afstöðu gegn því, að Noregur færi landhelgi sfna út einhliða áður en reynt hafi verið að ná samkomulagi eftir samningaleiðinni. Ibsen stolið. Skien 9. september —NTB FRUMÚTGÁFU af bókum Henrik Ibsens, svo og hinni verðmætu bók „Harrison’s History of London", hefur verið stolið úr bókasafni Ibsenshússins í Skien. Var inn- brotið framið aðfararnótt laugardags, en bókunum var stillt út I glerkassa, sem brot- inn var mélinu smærra. Hvítir gera uppsteyt í nýlendum Portúgala Meir en 30 þúsund manns greiddu 25 dali til að fá að sjá með eigin augum þegar Knievel stykki sitt stærsta stökk, en hann er þekktur fyrir alls kyns hopp sín á mótorhjólum. Meir en ein milljón manns horfði á Knievel stökkva í sjónvarpi. Ofurhuginn hafði áður tryggt sér 60% af hagnaði af sjónvarpssendingum frá stökk- inu. Snákagjá er 1450 metra breið og 182 metra djúp. Samkvæmt áætlunum átti eldflaugin, himna- hjól X2, að komast f 912 metra hæð á 560 km hraða á klukku- stund. 1 hámarkshæð áttu fallhlíf- ar að opnast til að tryggja þægi- lega lendingu. En svo virðist sem hraðinn hafi verið of mikill, að minnsta kosti tókst Knievel ekki að stjórna fall- hlífunum. Þær opnuðust næstum strax og eldflaugin hafði sleppt skotpallinum og fengu áhorf- endur að sjá hana sfga rólega niður á gjána. Þangað var þessi bandariski ævintýramaður síðan sóttur af Parfs 9. september — NTB: Fjármálaráðherrar sex fremstu iðnaðarlanda hafa orðið sammála um að samræma efnahagsmála- stefnu sfna f þvf skyni að berjast gegn verðbólgunni, án þess að dregið verði úr millirfkjavið- skiptum og atvinnu, að þvf er fjármálaráðherra Frakka, Jean- Pierre Fourcade, sagði f gær. Fourcade lagði áherzlu á, að einstök rfki héldu samt sem áður áfram baráttu sinni gegn verð- bólgu. Fjármálaráðherra Frakklands, Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Bandarfkjanna, ttalfu og Japans komu saman f grennd við Parfs á laugardag og sunnudag til að ræða verðbólguvandann og vandamál samfara hækkandi olfuverði. Stjórnendur seðla- banka rfkjanna voru einnig til staðar, en eftir fundinn fóru þeir til Basel f Sviss, þar sem þeir ætla að halda eigin fund. Sagði franski fjármálaráðherr- ann, að ráðherrarnir hefðu verið sammála um að tryggja bæri meiri dreifingu á þeim miklu tekjum, sem olfuútflutningslönd nú nytu. Sagði hann jafnframt, að þeir hefðu ákveðið að reyna að gera efnahag landa sinna óháðari olfu f framtfðinni. Fjármagnsmarkaðurinn var einnig til umræðu og urðu ráð- herrarnir sammála um, að seðla- bankarnir yrðu að auka eftirlit með flutning fjármagns landa á milli. Andstæðingar hvftu uppreisnarmannanna — leiðtogar Frelimo. A myndinni er forseti hreyfingarinnar, Ndugu Samora Machel, að ávarpa blaðamenn. Samræmd stefna gegn verðbólgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.