Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.09.1974, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1974 — Watergate Framhald af bls. 1 Forks í Norður-Dakóta bárust fréttir af viðbrögð- um — ekki aðeins í orði heldur á borði. Kirk Smith dómari þar í borg lét í dag lausa tvo fanga, sem hann hafði dæmt í fangelsi, — annan fyrir ölvun, hinn fyrir umferðarafbrot —, vegna náðunar Nixons. Sagði Smith, að hann hygðist náða alla, sem kæmu fyrir réttinn í Grand Forks. „Ég gerði þetta fyrir fangana, sem sitja í fangaklefanum sínum og velta því fyrir sér hvers vagna þeir séu þar.“ Áður höfðu komið fram hörð við- brögð við náðuninni, er Jerald Terhorst, blaðafull- trúi Fords forseta og náinn vinur hans, sagði af sér vegna hennar, af því að „samvizka mín bauð mér það.“ Eftir að Ford hafði skýrt frá ákvörðun sinni um náðun I sjón- varpsávarpi, gaf Richard Nixon yfirlýsingu, þar sem hann þakkaði Ford þessa „samúðarríku ákvörðun", kvaðst gera sér grein fyrir því, að hann hefði brugðizt rangt við Watergate-málinu, og sagði eingin orð geta tjáð sorg sína og eftirsjá vegna þess hugar- angurs, sem máiið hefði valdið bandarfsku þjóðinni. Texti yfir- lýsingar Nixons birtist I heild á bls. 30 í blaðinu I dag. Viðbrögð við náðuninni skipt- ust sem fyrr segir mjög i tvö horn. Mike Mansfield, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sagði: „Watergate er ekki að baki eins og margir héldu, heldur enn einu sinni því miður beint frammi fyr- ir okkur.“ Peter Rodino, formað- ur dómsmálanefndar fulltrúa- deildarinnar, sem einnig er demó- krati, gagnrýndi einnig ákvörðun- ina. Edward Brook, öldungadeild- arþingmaður, sem var fyrsti repú- blikaninn, sem krafðist afsagnar Nixons á sínum tíma, sagði náðun- ina vera „að mínum dómi alvarleg rnistök." Þá herma dagblöð í Bandaríkjunum, að starfsfólk Watergate-saksóknarans, Leon Jaworskis, sem var f miðri gaum- gæfilegri rannsókn á málum Nix- ons er Ford náðaði hann, sé mjög vonsvikið vegna hennar. Einnig barst Hvfta húsinu mik- ill fjöldi sfmskeyta og símhring- inga f dag og í gær, og segja starfsmenn þess, að flest þeirra hafi verið á móti náðuninni. En flestir repúblíkanar virtust telja, að Ford hefði tekið rétta ákvörð- un eins og komið var málum, þar eð ekki hafði verið unnt að setja réttlát réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi vegna þess mikla um- tals, sem mál hans hefur hlotið, t.d. yrði erfitt að skipa kviðdóm, — auk þess sem því fyrr sem Watergate-málið væri til lykta leitt, því betra. Þanníg sagði Nel- son Rockefeller, varaforsetaefni Fords, að náðunin væri merki „samvizkusemi, samúðar og hug- rekkis". I sjónvarpsávarpi sínu sagði Ford, m.a.: „Samvizka mín býður n>ér sannariega og greinilega að framlengja ékki þennan vonda draum; að hefja ekki aftur þanix kafla, sem lokið er. Samvizka mfn segir mér, að aðeins ég sem for- seti hafi stjórnarskrárlegan rétt til þess að loka og innsigla þessa bók. Einnig sagði Ford: „Það er almennt vitað, að alvarlegar ásak- anir og ákærur hanga sem sverð yfir fyrrverandi forseta okkar og ógna heilbrigði hans þegar hann reynir að endurskipuleggja líf sitt.“ Náðun Nixons bannar alla sak- sókn á hendur honum fyrir glæpi, sem hann kann að hafa framið í forsetatíð sinni, en hins vegar leysir hún hann ekki undan sak- sókn í einkamálum, né heldur þvf að bera vitni í málum Watergate- sakbominga. Þá var ákveðið fyrir náðunina, að alríkisstjórnin yfir- tæki skjöl Nixons, og hljóðritanir, en hljóðritanirnar á að eyðileggja innan 5—10 ára, eða fyrr ef Nixon deyr innan 5 ára. — Fólkið svaf Framhald af bls. 2 mjög I brún þegar þeir vökn- uðu um morguninn og sáu út- ganginn á fbúðinni, en blóð var um hana alla, þvf þjófurinn hafði skorið sig við innbrots- tilraunirnar. Saknaði fólkið smáhluta svo sem kveikjara, myndavélar, ferðaútvarps og fleira. Lögreglan hóf fljótt leit að þessum bfræfna innbrotsþjófi og fann hann sfðdegis f gær. Var unnið að þvf f gær að safna saman hlutunum, sem farið höfðu vfða. Maður þessi mun vera einn af svonefndum góð- kunningjum Iögreglunnar. — 25 milljónir Framhald af bls. 3. Óseldar birgðir af loðnumjöli I landinu eru nú rúmlega 20.000 tonn, af þorskmjöli um 11.000 tonn og af karfamjöli 1.000 tonn. Auk þess munu óseld um 1.000 tonn af hvalmjöli. Framleiðsla af fiskmjöli er áætluð um 90.000 tonn á þessu ári. Verðlag hefur farið hríðlækk- andi allt frá byrjun þessa árs og aðeins smávægilegt magn verið selt frá því í apríl s.l. Síðustu sölur á þorskmjöli voru $ 4.60 fyrir proteineiningu í tonni cif. en hæstu sölur á þorskmjöli á s.l. ári voru $ 10.20 proteinein- ingin. — Fjórðungsþing Framhald af bls. 4 urskoðunar vegna almennrar óánægju sveitarstjórnarmanna og að þeirristofnunverðiskiptupp í deildir, sem starfi hver í sínum landshluta; að reist verði stjórn- sýslu og þjónustumiðstöð á fsa- firði, að sérfræðileg læknisþjón usta verði aukin í fjórðungnum; að gerð verði byggingaráætlun fyrir Vestfirði vegna vöntunar á — Laxveiði Framhald af bls. 32 móti vegna mikilla þurrka. Heildarveiðin f Laxá f Aðaldal f sumar var um 2000 Iaxar, og rúmlega 100 laxar 20 punda og yfir og þar af 15—20 frá 25—32 pund. Og svo gerði hún sér Iftið fyrir og Iauk veiði- tfmabilinu með enn einum 30 pundaranum. Ljósmynd Mbl. — ihj. I Enginn kemst hjá æfingu SÍ hSPin viii ta!a erlend tungumál. Æfinguna færðu hjá okkur. Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fn'^una hefj- ast eftir rúma viku. síirí ", ÖÖ04 og 11109 Málaskólinn Mímir Brautarholti 4. íbúðarhúsnæði og að stjórnar- mönnum Sambands íslenzkra sveitarfélaga verði fjölgað úr 5 í 7. Mesta athygli vekur etv. sam- þykktin um hafnarmál, en þar segir m.a.: „Svo almennar eru þessar kvartanir orðnar (um starfsemi Hafnarmálastofnunar), að hvorki Hafnarmálastofnunin né þeir, sem hún á að þjóna, geta lengur við unað. Eitt brýnasta verkefnið í hafnarmálum lands- ins er því að taka starfsemi Hafn- armálastofnunarinnar til gagn- gerrar endurskoðunar og gera þær breytingar á henni, sem þeir, er þjónustunnar eiga að njóta, geti verið ánægðir með. Við slfka endurskoðun á starfsháttum verð- ur að gera þá kröfu að stofnun- inni verði skipt upp í deildir, sem starfi út um land, f nágrenni við þau verkefni, sem leysa þarf.“ — Viðræðurnar Framhald af bls. 32 felld niður og að gerðar verði einhverjar ráðstafanir til verndar kjörum hinna lægstlaunuðu." Jónas sagði, að BHM væri algjör- lega á móti svokölluðu vísitölu- þaki. Jónas sagði, að ef það væri meiningin að taka vísitöluna úr sambandi um langan tfma, þá fyndist flestum og þar á meðal BHM farið æði langt niður, þar sem þegar er komin kjaraskerð- ing, sem nemur 15,5%, þannig að innan skamms tfma eru menn komnir með sömu kjör og giltu fyrir síðustu samninga. „Ef fara á langt niður fyrir það,“ sagði Jónas Bjarnason, „þá lýst mér heldur illa á þetta.“ Jónas kvað og það verða mesta vandamálið að finna fólkið með þessi lágu laun, sem bæta þyrfti. Ymsir hópar fólks fylltu og stækkuðu þessa tölu láglaunafólks, fólk, sem ef til vill væri að læra og biða eftir því að fara í einhverja aðra atvinnu- grein og kvaðst Jónas búast við því, að aðalágreiningsmálið yrði að finna fólkið, sem brýnast þyrfti þessara varnarráðstafana við. — Vandamálin Framhald af bls. 14 innan ákveðinna takmarka. Stefna hans er ekki eins hörð nú eins og hún var áður fyrr, þegar hann heimtaði full yfirráð Araba yfir Jerúsalem (allri borginni) og bundinn væri endi á líf Ísraelsríkis. Það er enginn vafi á því, að meiri trúarhiti mótar af- stöðu Saudiarabíumanna til þessa viðkvæma ‘og hættu- lega vandamáls en nokkurrar annarrar Arabaþjóðar. Múha- meðstrú gegnir veigamiklu hlutverki hér. Stuttu áður en ég átti viðtal við konunginn var ég viðstaddur morgunáheyrn þar sem ulemar (aðal prest- arnir) vottuðu virðingu sína klæddir sem vopnaðir Bedú- ínar, varðmenn með gull- brydduð sverð gengu um og hinn gamli blindi rektor Múhameðsháskólans í Medina sat þögull við hlið konungs síns. Samt vekur það mikla undrun, að trúarbrögð skuli hafa svo mikil áhrif á stjórn- málalegt mat á valdajafn- væginu og jafnvel á mat á hinu viðkvæma Watergate- máli Bandaríkjanna. Þó að það hljómi undarlega í eyrum Bandaríkjamanna, þá er skilningur Saudiarabíu á Watergatemálinu þýðingar- mikill, því að þetta afskekkta land hefur mikil völd vegna orku sinnar og fjárhagslegrar stöðu. Það er hugsanlegt, að hann hafi áhrif á sögu Bandaríkjanna I sama mæli og Faisal er sannfærður um, að ísrael hafi áhrif á stefnu Rússa — og Araba. (Grein þessi er skrifuð áður en Nixon sagði af sér). At hverju ekki að kaupa vandað? SIOUX er í sérflokki. Skósalan, Laugaveg 1. HIRBFOCO Krani fyrir kraftblokkina Hiab-Foco býöur útgeröarmönnum sérstakan krana fyrir kraftblakkir. Hiab-Foco kraninn gjörbreytir vinnuaöstööu og möguleikum um borö. Einföld stjórnun og ótrúleg lyftigeta. Leitiö tæknilegra upplýsinga hjá sölumönnum Veltis h. f. VELTIR HF SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.