Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 „Gæti vart hugsað mér að hefja slíkt einyrkjastarf” BÆRINN Hagi í Nesjasveit stendur nokkuð fyrir austan Hornafjörð á gróinni kletta- hæð. Frá þvf að bærinn var reistur fyrir röskum 16 árum hefur Torfi Þorsteinsson bóndi búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Torfi er kunnur þar eystra og vfðar fyrir fræði- mannsstörf sfn og þótt hann sé orðinn 65 ára gamall leggur hann enn stund á fræðistörfin, en þó ekki í jafnrfkum mæli og áður. Óveðursdag einn fyrir norðan knúðum við dyra hjá Torfa og með það sama bauð hann okkur inn f stofu og við tókum tal saman yfir kaffiboll- anum, en á meðan hvein og söng f kára fyrir utan gluggann og rigningin helltist úr loftinu. t fyrstu sagði Torfi okkur frá uppruna sfnum og sagði m.a.: — Ættir mínar standa úr Öræfasveit og Suðursveit. Ég mun vera fimmti maður frá Jóni Einarssyni í Skaftafelli í Öræfum, en hann var þekktur fræðimaður og Pálmi Hannes- son rektor hefur m.a. ritað sitt- hvað um hann. Einnig er ég fimmti maður frá Þorsteini skáldi tól frá Hofi í Öræfum, en eftir hann er hið fræga Koforts- kvæði, sem kveðið var um Svein afa Einars Benedikts- sonar. — Ekki hefurðu búið alla tíð hér á Haga? O, nei, fyrst bjó ég á Þinga- nesi og þar næst byggði ég býlið Dynjanda, en það var þá nýbýli. Frá Dynjanda fór ég að Arna- nesi og bjó þar í átta ár, en þá fékk ég ekki lengur fram- lengdan ábúðarrétt á jörðinni, svo að ég byggði hér á grænni fold á vegum Landnáms rfkisins. Nú er ég orðinn 65 ára og þar af hef ég verið sjálf- stæður bóndi í 35 ár. Atvinnubylting á nokkrum árum — Hafa búskaparhættir ekki breytzt mikið á þessum árum, og það til hins betra? — Breytingarnar hafa orðið gífurlegar, frá þvf að við vorum eingöngu með handverkfæri, f það að nú er það vélarorkan, sem vinnur. Mannshöndin stjórnar aðeins vélunum. Það hefur því á þessum 35 árum orðið algjör atvinnubylting. — Er þá ekki orðið auðveld- ara að vera bóndi? — Það er mörgum sinnum léttara að vera bóndi nú en var fyrst er ég hóf búskap. Ef ég væri ungur maður núna, gæti ég vart hugsað mér að hefja slíkt einyrkjastarf. Ég hef verið það heppinn að ég er búinn að vera giftur jafnlengi og ég er búinn að búa eða síðan 1939. Konan mín heitir Halldóra Davíðsdóttir og er einnig af Skaftafellsættum eins og ég, en fædd og uppalin að Brekku í Lóni. Við eigum 7 börn, þar af þrjá syni sem búa í Svíþjóð. Hin fjögur eru hér heima og á þeim hvílir búsforræðið. Þegar vinna er með minna móti hér heima, þá stundum við vinnu niður á Höfn og sjálfur vinn ég þar fyrri hluta árs svona þegar heilsan leyfir. — Þú sagðir að tímarnir hefðu verið erfiðir fyrstu búskaparárin. Geturðu nefnt dæmi um það? Rætt við Torfa Þorsteinsson bónda á Haga í Nesjasveit Vantaði alla hrein- lætisaðstöðu — Ég man vel hvernig þar var, þegar við reistum nýbýlið Dynjanda árið 1941. Ut á þetta býli fékk ég 4500 kr. lán, en það var veitt til að byggja íbúðar- húsið, en hvergi fékkst króna til að fást við ræktun. Lánið hrökk aðeins til áð kaupa efni í 50 fermetra íbúðarhús, þar sem í vantaði öll lífsþægindi, svo sem rafmagnslýsingu, upp- hitun, vatn . og hreinlætisað- stöðu. Það er ekki hægt að segja að fyrirgreiðslan hafi verið of mikil á þeim tima. Sjálft var landið ekkert nema blautar mýrar, og engin orka var til að breyta því í tún. — Hvenær komu fyrstu vinnuvélarnar á þfnar slóðir? — Það var með tilkomu rækt- unarsambandsins, að vinnu- vélarnar koma. Fyrsta jarðýtan mun hafa komið 1948 og fyrsta skurðgrafan á vegum Land- náms ríkisins kom hingað 1949. Þessar vélar valda atvinnubylt- ingunni hjá bændum að mfnu mati, fyrst hér í okkar hreppi og sfðar raunar f allri sýslunni. Samhliða þessari atvinnubylt- ingu verður hér stórbylting í samgöngumálum með fyrir- hleðslu vatna og brúargerð. Fyrst var Jökulsá á Lóni brúuð og síðar kom brú á Horna- fjarðarfljót. Með fyrirhleðsl- unum hefst sfðan stórkostleg ræktun á söndunum í Austur- Skaftafellssýslu, sem þýddi aukinheyöflun.sem sfðan þýddi aftur fjölgun í bústofni. — Nú hefur þú fengist lengi við skriftir Torfi, hver er ástæðan fyrir því? — Einfaldlega sú, að ég hef gaman af að grúska í þessu. Eg hef haft fyrir tómstundagaman að skrifa f blöð og tímarit í fjölda ára. Öðrum þræði hafa þessar greinar verið af þjóð- legum toga og á hinn bóginn endurminningar mínar frá lið- inni tíð. Ég sýsla enn víð að skrifa, en í seinni tíð hefur það farið minnkandi, þó drep ég stöku sínnum niður penna. Núna man ég t.d. eftir atviki, sem ég hef lítið sagt frá áður: Vildi flytja húsið Það var þannig að bróðir minn, sem hét Einar dó um' vorið 1931. Næstu árin eftir að hann dó birtist hann mér nokkuð oft í draumi, sem ég tók nokkurt merk á. Stuttu eftir að ég hafði reist nýbýlið Dynjanda þá birtist þessi bróðir minn mér alloft og hann veitti mér ávítur fyrir að byggja á þessum stað. Svo var það komið stundum í draumunum að hann var að hjálpa mér að rífa húsið upp og flytja það burtu. Vildi hann flytja húsið, sem var stein- steypt, hingað vestur á Hraun sem er vestast f Þinganes- landi. Tíminn leið og þessi draumur gleymdist um hríð. Ég flutti frá Dynjanda að Árnanesi og eftir 8 ára búsetu þar stóð ég uppi jarðnæðislaus. En þá kom Landnám ríkisins til og gaf mér kost á að byggja þetta nýbýli, sem ég nefni svo Haga og þegar býlið var risið hér af grunni þá rifjuðust upp fyri r mér draum- arnir og húsið stóð á hrauninu, þar sem bróðir minn hafði vfsað mér tiL Lítill kirkjunnar maður — Ertu þá mikill trúmaður? — Eg veit það varla, en hins vegar hef ég aldrei verið talinn mikill kirkjunnar maður um dagana og trúleysi mitt hefur orðið sumum áhyggjuefni. Hvað sem því líður er eitt kvæði eftir Stephan Stephans- son mér heilög trúarjátning, og, er það á þessa leið: Við þeim ég tek, í hliði nýrra heima, Framhald á bls. 27. fóík — fólk — fólk — fólk Jón A. Gissurarson: Hvar á málmblendi- stöð að rísa? I Morgunblaðinu 23. okt. sJ. stendur þessi klausa í viðtali við iðnaðarráðherra: „Málblendi- verksmiðjan fyrirhugaða mun að líkindum risa á Grundartanga í Skilamannahreppi í Hvalfirði, en það er um 15 km fyrir innan Akranes." Forsaga þessarar væntanlegu versmiðju er sú, að fyrverandi iðnaðarráðherra hafði staðið í við- ræðum við erlent auðfélag um að reisa slíka veksmiðju hér á landi. Ódýr orka var það agn, sem beitt var fyrir hina erlendu viðsemj- endur. Hafi orkuverð verið hag- stætt hér í upphafi þessara um- ræðna, þá hlýtur það nú að vera keppikefli þessu félagi að fá hér aðstöðu, svo mjög hafa orkumál skipast s.l. ár. Má því ganga að því sem gefnu, að verksmiðja þessi risi á tslandi áður langt um líður. Samningsaðstaða okkar ætti og að vera miklu betri en fyrir ári. Staðarval slíks atvinnutækis skiptir miklu máli. Erlendir aðil- ar líta að sjálfsögðu á gróðavon félags síns fyrst og fremst — kannski eingöngu. Krafa þeirra er örugg höfn, trygg orka og ódýr flutningur innlends hráefnis. Bú- seta starffólks, skiptir þá minna máli, því að þeir vita, að slík at- vinnutæki draga að sér fólk eins og segulstál. Jafnvægi í byggð lands er þeim lokuð bók. Islend- ingar vilja að sjálfsögðu hag þess- arar verksmiðju, en þeir hljóta að huga að fleiru, sem hina skiptir engu, ekki síst búsetu fólks og áhrif nýrrar verksmiðju á hana. Af fiskiðnaði slepptum, þá eru hér fjórar stórar verksmiðjur, sem allar eru reistar fyrir erlent fé. Þrjár af þessu fjórum eru á Faxaflóasvæði. Er það ekki nóg í bili? Um sfðustu áramót hreyfði ég því opinberlega, að málmblendi- stöð þessa ætti að reisa á Suður- landi og nefndi sérstaklega Eyrar- bakka. Frá sjónarhóli Islendinga hefur Eyrarbakki vinning móti Grundartanga. Eyrarbakki er gró- in byggð með vinnuafli á 'staðn- um. Fýrir hendi eru skóli, kirkja, héraðslæknir og prestur. A Grundartanga skortir þetta allt. Eyrarbakka vantar bætta höfn fyrir útgerð sfna og verzlun. Stækkuð höfn þar yrði því ekki einungis í þágu nýrrar verk- smiðju, heldur og til framdráttar Eyrbekkingum sjálfum. Höfn á Grundartanga yrði of nærri Akranesshöfn og gæti orðið henni hættulegur keppinautur, er tímar liðu. Eyrarbakki á langa og merka sögu að baki. Grundartangi enga. Eyrarbakki — Eyrar — var aðal- höfn Islands frá upphafi vega og fram á sfðustu öld. Söguleg rök má og leggja á metaskálar, þegar svo afdrifarfk mál eru vegin og til lykta leidd. Eins og áður er drepið á, þá hlýtur samningsaðstaða okkar að vera snöggtum betri en þegar mál þetta komst á umræðugrundvöll. Neytum þess og látum byggja málmblendistöð þar, sem hag- kvæmast er íslenzkum aðstæðum og sé þá rýnt nokkuð fram á veg. Jón A. Gissurarson. Ingþór Sigurbjörnsson: Kynslóðabil eða samstarf ÞVl miður heyrir maður stundum sagt, að æskan og ellin eigi ekki samleið í hugsun og starfi. Flest hugsandi fólk mun þó sammála um, að svo þurfi ekki ávallt að vera og sérstaklega sé mikilvægt að þar sé einmitt sem best samvinna á milli. Reynsla okkar Islendinga í 11 aldir má segja, að hafi v.erið slík, að amma og afi og yfirleitt ellin, hafi verið sá menntaskóli sem æskan hafði sína umtöluðu al- þýðumenntun frá. Gunnar Gunnarsson rithöfundur dregur þessa mynd bjarta fram í dags- ljósið — héðan frá Reykjavík, er hann lýsir hvernig öldungurinn býr Þorkel Mána undir lífsdagana svo að vel reyndist. Á sama hátt, er það nú fagn- aðarefni okkar Framtíðarfélaga, er barnastúkan Svava býður frjálslega fram sfna krafta til Þátttöku í Flóamarkaðinum undir forustu síns unga og bjarthuga, Árna Gunnarsson kennara. Hvatning til dáða má okkur líka vera sá höfðingsskapur Bergs G. Gíslasonar og þess heldsölufyrir- tækis, að lána okkur þetta glæsi- lega búðarpláss, að Hverfisgötu 4. Ekki væri ég hissa á þvf, ef Ing- ólfur Arnarson kíkti á annað borð útúr hólnum, að honum lyftust brár við að sjá, að höfðinglegur hugsunarháttur tiðkast enn í hól- jaðrinum. Svo frjálst er okkur þetta góða húsnæði, að við getum haft opið á laugardaginn kemur frá kl. 10 f.h. til 5 e.h. og sunnu- dag, frá 2—5. Ekki lét Matthías málari heldur við það eitt sitja að gefa okkur, heldur lánar okkur líka til sýningar í gluggana myndir sem! fáir hafa átt kost á að sjá. I augum okkar er hér um meira en fjáröflun að ræða, ef þetta mætti verða upphafið að því, að hús stúknanna gæti risið á hinu fagra svæði Reglunnar í Galta- lækjarskógi, ungmennin hefðu sjálf unnið að söfnun og uppbygg- ingu og fyndu sig sjálf því eiga góða hlutdeild í, svo að verið gæti þeirra stolt og gleði, líkt og er um þá nú miðaldra menn, er á sínum tíma lögðu fram hug sinn og krafta af mikilli fórnfýsi til að byggja upp Jaðar (í Heiðmörk- inni). Þó að þensla Reykjavíkur- borgar hafi bundið endahnút á þá starfsemi, varð hún samt Góð- templarareglunni á margan hátt mikið til styrktar. Fyrst og fremst samstilling krafta hugsjóna- manna og verðmætamyndun af þegnlegu og miklu vinnuframlagi og hefi ég engan þeirra heyrt sjá eftir því, heldur gleðjast margoft við góðar minningar þar frá. Ef svo vel mætti til takast, að Flóamarkaður með svo miklu kynslóðabili, sem er milli st. Framtíðin og Barnastúkunnar Svövu, næði að stilla saman ein- huga starf, ekki aðeins við þetta, heldur framhald á byggingu og nýtingu húss í fögru umhverfi, þar sem mannbætandi starf er unnið fyrir alla sem þar koma, þá er vel. Það er á valdi ykkar, góðir sam- borgarar og meðbræður, hversu vel þetta tekst. Verið velkomin ykkur og okkur til hagnaðar. Ingþór Sigurbjörnsson. JHorgunblnbtb nucivsniGRR ^-«22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.