Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 33 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jóhanna v Kristjónsdöttir þýddi , 31 Keller hafði fylgt fyrirmælun- um út í æsar. Hann fór úr ibúð Elisabethar hálfri klukkustundu eftir að hringt var, tók neðan- jarðarlestina niður á Times Square og gekk í átt til þess stað- ar, sem hann hafði skrifað niður. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann var á ferli einn síns liðs, hann stoppaði öðru hverju og athugaði hvort hann væri á réttri leið. Aldrei hafði hvarflað að honum að New Yrok væri svona óþrifa- leg borg. Þetta hverfi, sem hann var kominn í, minnti hann óþyrmilega á fátækrahverfin í Miðausturlöndum. Þarna voru svertingjar og Puerto Ricananar og öskrandi, krakkar, illa til fara og sultarlegir. Óþrifin hvarvetna og ýldulykt lagði að vitum hans. Þarna átti hann heima, í svona umhverfi og innan um þetta fólk. Nú var hann farinn að átta sig á hlutunum. Hann sá nafnið á hótelinu og gekk inn. Fýlu lagði fyrir vit hans, þegar hann gekk inn. Allt var niðurnítt og óþrifa- legt. Maðurinn sem sat við borðið leit upp: — Hvaðvarþað? — Ég á pantað herbergi hérna. Nafnið er Maggio. Maðurinn lagði frá sér gleraug- un og horfði á hann forvitnislega. Svo tók hann lykil og rétti honum. — Fjórir dollarar og sextíu sent yfir nóttina, sagði hann. Kelier taldi peningana og lagði þá á Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags 0 Athugasemd dr. Jakobs Jónssonar S.l. miðvikudag birtist hér i dálkunum bréf frá Halldóru Bjarnadóttur þar sem hún skýrir frá þvi, að hún hafi á sínum tíma sent Hallgrímskirkju frimerkja- umslög, sem nýverið voru seld á uppboði í Kaupmannahöfn. Það telur Halldóra hafa verið fyrir 10—12 árum, og segir hún fjár- söfnun vegna kirkjubyggingar- innar þá hafa farið fram, og hafi frímerkjagjöfin verið framlagsitt i hana. Sama dag og bréf Halldóru birt- ist hringdi dr. Jakob Jónsson og bað okkur að koma því á fram- færi, að hann hefði aldrei séð tangur eða tetur af þeim frí- merkjum eða umslögum, sem hér um ræðir. 0 Slysahætta á Kleppsvegi Emilfa S. Emilsdóttir, Kleppsvegi 122, skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi áskorun til þeirra, sem er- indi eiga í Kleppsspítalann og fara þangað með strætisvagni (leið 4) að sýna meiri aðgætni þegar farið er úr vagninum og yfir götuna. Fólkið þyrfti helzt að bíða þar til vagninn er farinn af stað. Ég bíð oft í skýlinu, sem er borðið. Maðurinn greip þá græðgislega og gekk svo á undan honum til að sýna honum her- bergið sem var tveimur hæðum ofar. Keller leit í kringum sig. Her- bergið var lftið og búið nauðsyn- legustu húsgögnum, rúmi, stól og klæðaskáp. Hann settist á rúmið, það var hart. Hann gekk út að glugganum og ætlaði að opna hann, sá þá að hann var negldur aftur. Hann raðaði fötunum sín- um í skápinn, lét svo fallast á rúmið og fálmaði f vasann eftir sfgarettu. Og vegna þess að hann hafði ekkert fyrir starfni var hann varnarlaus gagnvart hugsunum um Elisabeth. Ef hann lokaði augunum kom hún til hans í þessa óvistlegu vistarveru, hún var svo raunveruleg, að það lá við að hann þyrfti ekki annað en rétta út höndina eftir henni. Mað- urinn sem hringdi til hans hafði skipað honum að fara á meðan hún væri í burtu og búa svo um hnútana, að hún gæti ekki haft upp á honum. Keller hafði gert eins og honum var sagt. En hann hafði keypt blómin í kveðjuskyni. Nóttina áður hafði hann sagt henni, að hann elskaði hana. Hann hafði keypt blómin og hugsað mér sér um leið og hann hefði getað lifað sæmilegu lífi í mánuð fyrir þá upphæð, sem þau kostuðu. Hann saknaði hennar svo sárt, að hann fann til líkam- legs sársauka. Hún hafði ekki verið reynd í ástarleikjum, hún hafði verið feimin og óframfærin og alger- Klepps-megin við Kleppsveginn, og þá hefur maður fyrir augunum fólk, sem kemur úr vagninum, fer aftur fyrir hann og gengur í blindni yfir götuna, og að því er manni virðist oft algjörlega i öðrum heimi. Þarna æða bilar i báðar áttir á fleygiferð, og bíð ég þess alltaf dauðskelkuð, að dauðaslys eða eitthvað verra muni eiga sér stað fyrir augum manns. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Emilfa S. Emilsdóttir.“ % Sýningartímar kvikmyndahúsa Jóhannes Guðnason, sem býr við Vesturberg, skrifar: „Hildur -Jónsdóttir var að kvarta yfir því, að Stjörnubíó skuli vera með 11-sýningu, vegna þess að hún geti ekki sofið fyrir hávaða. Vinur minn á nú heima þarna í næsta húsi, og hefur hann aldrei kvartað um hávaða, enda er það ekki satt hjá henni Hildi, að alltaf sé verið að flauta og hrópa fyrir utan kvikmyndahús. En ef hún sefur svo laust, að hún vaknar við hurðaskelli, þá ætti hún að loka hjá sér gluggum. Það væri ekki minni ástæða fyrir hana að kvarta undan strætó og lögreglubílunum, sem aka um bæinn og valda þó nokkrum hávaða. Mér finnst alveg rétt hjá kvik- myndahúsum að hafa sýningar kl. 11, því að það er gott fyrir unga fólkið að komast I bíó eftir að lega upp á leikni hans komin t fyrstu, leikni sem hann hafði smám saman öðlast 1 umgengni sinni við hórur af ýmsum þjóðern- um. En hann grunaði að enda þótt hún kynni að finna til tómleika og saknaðar myndi hún sætta sig við það. Hún myndi fara að greiða ljóst hárið upp aftur og fara út að skemmta sér með bandarfskum vinum sfnum sem vissu ekki, hvernig átti að láta hana elska þá. Tilhugsunin um Elisabethu í faðmi annars karlmanns hleypti næstum tárum fram í augu Kellers. Þegar hann hugsaði um annan manna snerta hana, kyssa munninn, sem hann hafði kysst, renna fingrum gegnum mjúkt hárið, sof na við hlið hennar — þá fannst honum hann vera að verða vitskertur. Hann æddi fram og aftur um herbergið, eins og ljón í búri. Hvað í fjáranum var orðið af stærilæti hans og afskiptaleysi? Vorkunnsemi í garð Souha átti ekkert skylt við þetta, að sjúkleg þrá til Elisabethar Cameron var að gera hann vitstola. Hann sett- ist niður aftur, hann varð að hætta að hugsa um hana, vegna þess að hann þóttist vita að hann myndi aldrei sá hana aftur. Hann varð að ná valdi yfir sér og berja með hörku niður löngunina til hennar. Hann varð að gleyma augum hennar, hlátrinum, mjúk- um lfkama hennar. Kona eins og Elisabeth var ekki að hans skapi. Hann hafði ekki fyrr komið nær slíkum konum en sjá þær aka hjá, í stórum bílum og klæddar dýrindis loðkápum. Fyrir ein- hverja undarlega tilviljun hafði sjónvarpið er búið. Sjaldan er nokkuð i sjónvarpinu, sem er við hæfi unga fólksins, og m.a. þess vegna hljóta 11-sýningarnar að vera svo vinsælar sem raun ber vitni. Það er heldur ekki svo margt annað sem um er að vera í bænum á kvöldin, og vil ég þakka stjórn Hafnarbíós fyrir að hafa byrjað á 11-sýningunum, og vona ég að fleiri kvikmyndahús taki upp þennan hátt. Það má líka minna Hildi á, að Stjörnubíó hefur ekki verið með 11-sýningar i eina tvo mánuði, heldur hafa sýningar verið kl. 6, 8 og 10, en ég vona, að þeir breyti þessu fljótlega, og sýni kl. 5, 7, 9 og 11, þvi að það er miklu hag- stæðara. Ég held, að foreldrum líði miklu betur að vita af börnum sinum i bíó én einhvers staðar úti á víðavangi. Jóhannes Guðnason." Við skiljum mæta vel, að Jó- hannesi þyki vænt um að hafa tækifæri til að fara i kvikmynda- hús á síðkvöldum, en þegar kvik- myndahús eru í íbúðahverfum hljóta hagsmunir að rekast á, því að fólk á misjafnlega hægt um svefn. # Pappírsheilar og nefndafargan Ragnheiður Jónsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Vonandi hefur þú lesið grein- arnar í Tímanum nú fyrir skömmu. Þær fjölluðu um mann það gerzt að honum hafði verið kippt inn í þessa framandlegu veröld og fengið að dvelja þar eina stund. En nú hafði hliðinu verið lokað og hann var fyrir utan. Elisabeth var honum glötuð að eilífu. Maðurinn sem hafði lifað hennar lífi um hríð og komist að þvf að það var hægt að elska aðra mannveru var orfinn. Einnig að eilífu. Maðurinn sem var reiðubúinn að drepa fyrir peninga var raunveruleikinn nú. Ef hann hugsaði um peningana, sem f boði voru gæti hann kannski beint huganum frá Elisa- beth. Hann lagðist út af á rúmið. Nú ætlaði hann að einbeita sér að því að hugsa um peningana. Fimmtíu þúsund dollarar. Það voru auðæfi. Kannski ekki hér f Bandaríkjunum. En í Beirut gæti hann lifað kóngalífi á þeim peningum. Hawgæti keypt djásn og dýrmæti handa stúlkunni sinni, hann gæti meira að segja látið sér þykja vænt um hana, fyrst Elisabeth hafði sýnt honum fram á að hann gat elskað... Hann stóð upp og gekk út að glugganum. Maðurinn sem hringdi til hans hafði sagt að fljót- lega yrði haft samband við hann. Elisabeth hafði kallað hann Eddi King, en hann hafði ekki kynnt sig, þegar hann talaði við Keller. Hann hafði aðeins gefið skipanir. .■Hypjaðu þig á braut og sjáðu til að Elisabeth Cameron geti ekki haft upp á verustað þfnum. Allt er undir því komið. Farðu á þetta hótel og bfddu þar. Og haltu þig inni við. Það verður haft samband við þig mjög fljótlega." að nafni Georg Viðar og viðleitni hans til hjálpar drykkjusjúkum. Ef þú hefur ekki lesið greinarnar ættir þú að gera það áður en þú svarar. Georg Viðar virðist vera nýtt og gleðilegt fyrirbæri f þjóð- félaginu, því að hann gerir meira en hann skrifar eða segir. Er hugsanlegt, að „ráðamenn- irnir“ setji fótinn fyrir hann á þeim forsendum, að hann segist starfa í Guðs nafni en ekki þeirra? Er hugsanlegt, að þeir grípi tækifærið, þegar einhver hefur dug og dáð til að fram- kvæma það, sem hefur verið að bögglast í pappirsheilunum á þeim í fjöldamörg ár? Erum við orðin svo forpokuð í nefndafarganinu, að ekkert mál nái fram að ganga fyrr en það hefur velkzt i gegnum svo og svo margar nefndir? Hvers vegna hafið þið hjá Morgunblaðinu þagað þunnu hljóði um þessa starfsemi Sam- hjálpar, eða finnst ykkur ekki' þurfa að leggja henni lið? Með ósk um snör handtök. Ragnheiður Jónsdóttir." Við höfum mestu samúð með allri starfsemi, sem miðar að úr- bótum og framförum, ekki sizt þegar unt er að ræða málefni drykkjusjúkra. Við hér hjá Morgunblaðinu höfum ekki þagað þunnu hljóði um starfsemi Samhjálpar, t.d. birtist viðtal hér fyrir nokkru við Georg Viðar, auk þess sem fluttar hafa verið fréttir af starfsemi Samhjálpar eins og tilefni hefur verið til. VEL\/AKAI\IDi 26.0KT. laugardagur Merkjasala til styrktar geósjúkum Lynx BÍLATÆKI 4ra & 8 rása Kr: 11.530.- Kr: 12.650,- PÓSTSENDUM HAFBORG SF. RAUOARARSTÍG 1 SÍMI 11141 LJOS & ORKA MÁLVERKA- LAMPARNIR KOMNIR TVÆR STÆRDIR SENDUMí PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Sii(VirhiiuIsbraiitl2 simi S 4188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.