Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 23 Skipað að lækka verð róandi lyfja Vestur-Berlín, 23. okt. Reuter. VESTUR-þJzk yfirvöld hafa fyrirskipað stærsta lyfjafram- leiðslufyrirtæki heims Hoffman — la Roche, að lækka verð á tveimur helztu tegundum róandi lyf ja, sem það framleiðir, valium og librium. Segir í tilkynningu um mál þetta að verðlag á þessum lyfjum i Vestur-Þýzkalandi hafi um ára- bil verið allt of hátt og mun hærra en í öðrum löndum, librium hafi verið selt á of háu verði í 14 ár og valium i 11 ár. Fyrirtækið er sagt hafa misnotað freklega aðstöðu sína á markaði, þar sem það hafi nánast enga samkeppni haft af annarra hálfu. Verðlækkunin sem fyrirskipuð hefur verið mun spara neyt- endum og sjúkrasamlagsþjónustu i V-Þýzkalandi um 30 milljónir marka á ári eða sem nemur hátt í 1400 milljónum ísl. kr. Við byggjum Sjálfstæðishús. UPP SKAL ÞAÐ Sjálfstæðismenn sýnum hug okkar í verki. Sjálfboðaliðar hafa þegar unnið geysimikið starf við nýja Sjálfstæðishúsið. Við treystum á áframhaldandi samstarf. Sjálfboðaliða vantar til ýmissa verkefna laugardaga kl. 13—18.30. Byggingarnefndin. HEIMIR FUS. KEFLAVÍK Aðalfundur Aðalfundur Heimis FUS í Keflavík verður hald- inn laugardaginn 26. október n.k. Fundurinn hefst klukkan 2, í Sjálfstæðishúsinu Keflavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Friðrik Sophusson formaður FUS kemur á fund- inn. AÐALFUNDUR Félags sjálfstæðismanna í LAUGARNESHVERFI verður haldinn þriðjudaginn 29. október kl. 30:30 i Kassagerð Reykjavikur Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Ræðumaður: Matthías Á. Matthiesen, fjármála- ráðherra. Mætið stundvislega og takið með nýja félaga. Stjórnin. Austurland Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi verður haldinn á Höfn i Hornafirði 25. og 26. október n.k. og hefst föstudaginn 2 5. okt. kl. 20.30 i Hótel Höfn. Stjórnin Austurland Sjálfstæðisfélögin í Austur — Skaftafellssýslu halda almennan fund um hafréttarmál laugar- daginn 26. okt. kl. 2 e.h. í Sindrabæ. Frummælandi Þór Vilhjálmsson, prófessor. Allir velkomnir. Stjórnin. i Austurland Sjálfstæðisfélögin i Austur- Skaftafellssýslu halda árshátið sina laugardaginn 26. okt. i Hótel Höfn kl. 20. Ræður og ávörp flytja alþingis- mennirnir Sigurlaug Bjarnadóttir og Sverrir Hermannsson. Skemmtiatriði. Stjórnin. Lítill bíll er lausnin Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Fleiri sólargeislar Lægra verð! Þrátt fyrir alþ/óðlega verðbólgu hefur okkur tekist að lækka verðið á sólargeis/anum frá Flórida. Fáið yður TROPICANA í fyrramáliö. Það kostar minna en áður. SÓL HF. ÓKEYPIS! Tveggja mínútna leitin Allt sem þú þarft að gera er: Að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis þfns og segja okkur hvaða vörum þú þarft á að halda og nota. Segðu okkur hvort fyrirtæki þitt notar það sjálft eða er söluaðili. Segðu okkur einnig frá banka fyrirtækisins eða aðra erlenda viðskiptaaðila, venjulegar greiðsluaðferðir (letter of credit eða annað) og þær upplýsingar sem máli skipta fyrir seljanda. Er okkur berast spurningar þínar komum við þeim áleiðis til fyrirtækja í New York ríki sem gætu þjónað yður bezt. Þeir munu síðan skrifa þér beint. A stuttum tíma getur þú eignast traust viðskiptasambönd við framleiðendur í New York ríki. Sendið bréf flugleiðis til: New York State Department of Commerce, International Division, Dept. LLEB, 230 Park Avenue, New York New York 10017. U.S.A. Fyrirspurnarbréf á ensku ganga betur fyrir sig. Ofn NEW Y0RK STATE Ö~ !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.