Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 1
36 SIÐUR
254. tbl. 61. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mikil
ánægja
með
topp-
fundinn
Washington 17. desember
Reuter—AP.
ÁRANGRl toppfundar þeirra
Giscard D’Estaings Frakklands-
forseta og Fords Bandaríkjafor-
seta á Martiniqueeyju um helg-
ina hefur verið fagnað i Banda-
rfkjunum og Evrópu sem tíma-
mótum f samskiptum þjóðanna.
Hafa báðir forsetarnir látið f ljós
ánægju sfna með fundinn og haft
orð á, að til muna hafi hlýnað í
samskiptunum, eftir kulda og tor-
tryggni sl. ára.
Blöó i Bandaríkjunum og
Frakklandi skýra frá fundinum i
stórum forsíðufréttum, þar sem
mest áherzla er lögð á mála-
miðlunarsamkomulag forsetanna
um afstöðu og samskipti við oliu-
framleiðslulöndin. Þá leggja
blöðin áherzlu á það, að forsetarn-
ir hafi eytt margs konar misskiln-
ingi, sem hafi verið undirrót
hinna kuldulegu samskipta um
langt árabil. Blaðið Le Figaro
gengur svo langt að segja í rit-
stjórnargrein: „Gömlu rifrildi
lokið.“ Talsmenn flestra stjórna
EBE-landanna hafa fagnað sam-
komulaginu og sagt, að það opni
leiðir til stóraukinna vinsamlegra
samskipta Bandaríkjanna og
Evrópu, sem verði laus við inn-
byrðis togstreitu og tortryggni
einstakra ríkja. Þá er einnig mikil
ánægja með samkomulag forset-
anna um aó seólabankar og rikis-
sjóðir geti virt gullbirgðir sínar á
markaðsverði, sem er fjórfalt
hærra en hið opinbera alþjóða-
verð á gulli, sem er um 42 doll-
arar fyrir únsuna. Fregnin um
samkomulagið hafði þau áhrif, að
gull hækkaði í verði um allt að
6,50 dollurum únsan í dag og
gengi dollars og punds lækkaði
verulega. Var gullverðið í London
189 dollarar fyrir únsuna, er
mörkuðum var lokað í kvöld.
Aðeíns sex dagar til jóla og börnin kunna sér ekki
læti. Jólafríin eru sem óðast að byrja og Litlu jólin
haldin í skólunum. Góðir gestir gista nú manna-
byggðir og tók Friðþjófur þessa mynd af jólasvein-
um á förnum vegi nú í vikunni i barnahópi. Það er
eins og okkur sýnist á svip barnanna, að þau séu að
reyna að muna allan óskalistann, sem þau voru
búin að semja fyrir jólasveininn.
Hvarf Stonehouse vekur
mikla furðu í Bretlandi
London 17. desember
Reuter—AP.
HVARF Johns Stonehouse, fyrr-
um ráðherra í stjórn Verka-
mannaflokksins { Bretlandi veld-
ur mönnum miklum heilabrotum
þar í landi, eftir að tvö brezk blöð
skýrðu frá þvf, að tékkóslóvakfsk-
ur leyniþjónustumaður, sem flúði
til Vesturlanda, hafi sagt frá þvf,
Grikkland:
Ný stjórnarskrá lögð fram
— Stassinopoulos forseti
Aþenu 17. desember Reuter.
Lagaprófessorinn Michael Stass-
55þúsund
hung-
urmorða
Bangkok, 17. des. Reuter.
I SKVRSLU Thailandsstjórn-
ar, sem gefin var út f Bangkok
f dag, segir, að 55 þúsund börn
undir 5 ára aldri hafi orðið
hungurmorða f landinu það
sem af er þessu ári.
inopoulos var i dag skipaður
bráðabirgðaforseti f Grikklandi í
stað Gizikis, sem sagði af sér á
sunnudag. Stassinopoulos, sem er
71 árs, var rekinn úr starfi af
herforingjastjórninni 1969 sem
forscti rfkisráðsins, eftir að hann
skipaði aftur f embætti 21 dóm-
ara, sem hershöfðingjarnir höfðu
svipt embætti.
Forsetaembættið nú er alveg
valdalaust, en í nýrri stjórnar-
skrá, sem lögð verður fyrir þingið
á morgun, er gert ráð fyrir, að
embætti forseta verði hið valda-
mesta í landinu. Vitað er, að Kara-
manlis hefur sjálfur hug á að
skipa það embætti, eftir að
stjórnarskráin nýja hefir verið
samþykkt, en flokkur hans hefur
219 þingsæti af 300 í þinginu.
að Stonehouse hefði verið
njósnari.
Stonehouse hvarf f Flórfda
fyrir rúmum mánuði, er hann fór
frá hótelinu, sem hann bjó f, til
að fá sér sundsprett f sjónum, að
þvf er hann sagði.
Leyniþjónustumaðurinn Josef
Frolik skýrði frá þvi, að Stone-
house hefði verið einn þriggja
brezkra þingmanna, sem hefðu
verið njósnarar, eða tengiliðir
njósnara. Það voru blöðin The
Times og Daily Mail, sem skýrðu
frá þessu, og einn af þingmönnum
Verkamannaflokksins, Tom
Litterick, skýrði Daily Mail frá
því, að það væri um það rætt I
Neðri málstofunni, aó Stonehouse
hefði verið á launum hjá banda-
nsku leyniþjónustunni CIA.
Fyrst eftir hvarf Stonehouse var
talið, að hann hefði drukknað og
hvarf hans flokkað undir slys.
Hins vegar hefur líkinu ekki
skolað á land eins og nær undan-
tekningarlaust gerist við strendur
Flórída.
Frolik, sem flúði til Banda-
ríkjanna 1969, á að hafa sagt, að
Stonehouse hafi verið einn
hlekkur í mjög flókinni njósna-
keðju embættismanna og þing-
manna í London. Hafi hann fallizt
á að njósna fyrir tékkóslóvakísku
leyniþjónustuna i byrjun sfðasta
áratugar. Blöðin benda á, að
Stonehouse gæti hafa gefið mikil-
vægar upplýsingar, sé þessi stað-
hæfing rétt, þvi að hann var flug-
málaráðherra 1964—66 og síðar
póstmálaráðherra. Stonehouse
dró sig út úr ráðherrastörfum
1970 til þess, eins og hann orðaði
það, að öðlast fjárhagslegt sjálf-
stæði frá Verkamannaflokknum
en var áfram þingmaður flokks-
ins. Þásegir The Times, að brezka
leyniþjónustan hafi haft Stone-
house undir eftirliti s). 5 ár.
Edward Heath, leiótogi Ihalds-
flokksins, spurði Harold Wilson
forsætisráðherra að þvi á þingi i
dag, hvort hann vissi eitthvað um
hvarf Stonehouse. Wilson
svaraði: „Þvi miður geri ég það
ekki, þó ég vildi að svo væri.“
Wilson sagði, að er þetta mál
hefði komið upp 1969, hefói allur
ferill Stonehouse verið kannaður
mjög nákvæmlega og ekkert kom-
ið i ljós, sem renndi stoðum undir
Framhald á bls. 20
Milljón Bandaríkjamenn
að missa atvinnu
sma
Washington 17. des. Reuter
WILLIAM Simon fjármálaráð-
herra Bandarikjanna skýrði fjár-
laganefnd Bandarfkjaþings frá
þvf, að cfnahagsástandið f land-
inu ætti enn eftir að versna og að
á næstu mánuðum myndu milljón
Bandarfkjamenn til viðbótar
missa atvinnuna, þannig að alls
yrðu 7,5% þjóðarinnar atvinnu-
laus, sem er mesta atvinnuleysi á
16 ára tfmabili.
Simon sagðist ekki telja, að úr
færi að rætast í efnahagsmálum
fyrr en upp úr miðju næsta ári.
Ráðherrann sagði hins vegar að
svo virtist sem verðbólguþróunin
i landinu, sem verið hefur 12% á
ársgrundvelli, væri farin að
hægja á sér. 1 ræðu sinni fyrir
nefndinni lagði ráðherrann rík-
asta áherzlu á að vara þingmenn
við aó afgreiða fjárlög, sem gætu
haft of örvandi áhrif á efnahags-
kerfið. Sagði ráðherrann: „Við er-
um nú að greiða hátt verð fyrir
óábyrga efnahagsmálastefnu sið-
asta áratugar og ef haldið verður
áfram á söniu braut heldur reikn-
ingurinn áfram að hækka.