Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 Laugarneskirkja 25 ára SAGA hennar er í stytztu máli þessi: Laugarneskirkja forna var lögð niður með konunelegri tilskipan þann 4. apríl 1774 og söfnuðurinn sameinaður dómkirkjusöfnuðin- um í Reykjavík. Þeirri kirkju gáfu þeir Bjarni Pálsson og Egg- ert Ölafsson altaristöflu, er þeir höfðu dvalið þar í nánd á ferð sinni um landið. Sú tafla er geymd í Þjóðminjasafninu. Dómkirkjan eins og hún stend- ur i dag við hlið Alþingishússins var vígð 1847 og ætluð 900 manns, er þá áttu sókn að henni — Reykjavik var ekki stærri þá. Síðan verður engin breyting innan Þjóðkirkjusafnaðarins, hvað kirkjurými snertir, þar til Laugarneskirkjan rís og er vigð þann 18. des. 1949. En i kjallara- sal kirkjunnar, sem rýmir aðeins fáa, höfðu messugjörðir farið fram frá áramótunum 1943—44. Arið 1935 er lagt fram á Alþingi frumvarp til laga „Um afhend- ingu Dómkirkjunnar til safnaðar- ins og fjölgun sókna og presta í Reykjavík". Flutningsmaður var Pétur Halldórsson, síðar borgar- stjóri. Þetta frumvarp dagaði uppi og fékk aldrei afgreiðslu. Undir þessari áskorun stóðu þessi nöfn: Jón Ölafsson, forstj. Bifreiðaeftirlitsins, Carl Olsen stórkaupm., Þórir Baldvinsson arkitekt, Emil Rokstad lýsis- kaupm., Ölafur Jóhannesson kaupm. i Sogamýri, Kristmundur Guðmundsson prentari og Tryggvi Guðmundsson bústjóri á Kleppsbúinu. Þessir menn unnu svo að því af miklum dugnaði ásamt sóknar- nefndarmönnum dómkirkjusafn- aðarins og fleirum, að afla sóknar- skiptingu og fjölgun presta i Reykjavík fylgis meðal þing- flokka og einstakra þingmanna. Og árið 1940 komst nýtt frum- varp um afhendingu dómkirkj- unnar til safnaðarins og fjölgun sókna og presta í Rekjavik vegna mannfjölgunar i gegnum þingið. Menntamálanefnd flutti frum- varpið fyrir hönd kirkjumála- stjórnar og var Asgeir Asgeirsson síðar forseti Islands framsögu- maðurinn. Urslitin urðu þessi: Þrjár nýjar þjóðkirkjusóknir urðu til í Reykjavíkurprófastsdæmi, er varð þá til samhliða, skv. lögum frá Albingi árið 1940: Hallgríms- sókn með tveim prestum, Nes- sókn með einum presti og Laugar- nessókn með einum. Prestskosn- ingar fóru svo fram um haustið. Fyrstu sóknarnefnd Laugarnes- safnaðar skipuðu þessir menn: Jón Ólafsson, Carl Olsen, Kristján Þorgrfmsson frá Laugarnesi, Emil Rokstad og Tryggvi Guð- mundsson. Fyrir frábæran dugnað þessara fyrstu sóknarnefndarmanna og fyrir samhug og fórnfýsi sóknar- búa stóð Laugarneskirkjan full- gerð og vigð að viðstöddu miklu fjölmenni af Sigurgeiri heitnum Sigurðssym þáverandi biskupi þann 18. des. 1949. Kvenfélagið átti mjög ríkan þátt í þvi að afla fjár til bygging- arinnar og á heiður og þökk. Svo nutu Bræðrafélagið og Æskulýðs- félagið góðs af. Núverandi sóknarnefnd er þannig skipuð: Þorsteinn Ólafs- son yfir'kennari form., Friðgeir Grímsson, verkfr., Katrin Sivertsen húsfrú, Július Svein- björnsson málarameistari og Karl Ómar Jónsson verkfræðingur. — Safnaðarfulltrúi: Vivan Svavars- son og til vara: Guðmundur Vign- ir Jósefsson forstj. Gjaldheimt- unnar. G.Sv. Haustið 1936, er séra Garðar Svavarsson ráðinn til að taka að sér kirkjulegt starf í Laugarnes- hverfi: Messugjörðir, barnastarf og húsvitjanir. Fékk það góðfús- lega samastað í hinum nýja Laug- arnesskóla, er þá var risinn að- eins að hluta, — á þessu svæði, sem þá var í örum vexti — og var tilgangurinn að gefa fullorðnum og börnum tækifæri til að geta sótt kirkjulegar guðsþjónustur nær sér. Þessi ráðning var fyrst aðeins til hálfs árs — og á vegum sóknar- presta og sóknarnefndar dóm- kirkjusafnaðarins þá, þeirra séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups og séra Friðriks Hallgrímssonar dómprófasts og þessara sóknar- nefndarmanna: Sigurbjarnar A Gislasonar, sem þá var formaður, Péturs Halldórssonar, bóksala og Alþingismanns, Sigmundar Sveinssonar húsvarðar Miðbæjar- skólans, Sigurbjarnar Þorkelsson- ar kaupmanns og Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar. Þetta kirkjulega starf þar innra hlaut mjög góðar undirtektir. — Og tveim árum eftir að það hófst og hafði staðið óslitið, sendir „Undirbúningsnefnd kirkjumála i austustu hverfum bæjarins“ frá sér dreifibréf um allt svæðið, með áskorun um að taka þátt i þeirri fjársöfnun, sem hafin sé til að koma upp þeirri kirkju efst á Kirkjubólstúninu, sem Guðjón Samúelsson húsameistari rikisins hafi teiknað og kosta muni 70—80 þús. krónur fullgerð. |Hí>r0nnI)IaMti JHí>rönnl)InMt» Pioneer CT — F 7171 framhlaðið kassettusegulband með „dolbysystemi". Það allra nýjasta frá Pioneer. Sérlega vel byggt segulband og eitt það fullkomnasta á markaðnum. Pioneer SX — 1010 útvarpsmagnari byggður einkanlega með það i huga að skila góðum hljóm Kraftmesti og besti stereo útvarpsmagnari á markaðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.