Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 7

Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 7 Rœtt við Hákon Jóhannsson formann L.S. eftir INGVA HRAFNJÓNSSON. „Misskilningur að við viljum útiloka erlenda veiðimenn úr íslenzkum ám” MEÐ þessum þætti verða nokkur þátta- skil í efni þeirra skrifa, sem hér hafa birzt á undanförnu ári. Tvennt kemur þar til; farið að verða nokkuð erfitt að afla góðs efnis um svo ung? atvinnugrein hér á landi sem fiskirækt er, enda búið að koma við á flestum stöðum þar sem að þeim málum er unnið hér og svo hitt, að þótt undirritaður hafi mikinn og einlægan áhuga á fiskrækt og fiskeldi þá var það takmarkalaus stangaveiðigleði, sem var kveikjan að þeim áhuga og löngun til að setja eitthvað í árnar í staðinn fyrir það, sem úr þeim var tekið. Verður nú fjallað jöfnum höndum um veiðiskap og fisk- ræktar- og eldismál eftir því sem til fellur Hákon Jóhannsson hverju sinni. Það var því, að mér fannst vel viðeigandi að spjalla stuttlega við Hákon Jóhannsson formann Landssam- bands stangaveiðifélaga um helstu málin, en hann var endurkjörinn formaður þeirra samtaka á síðasta aðalfundi, sem haldinn var á Akureyri 26.—27. október sl. „Þvl er fljótsvarað. Okkar helzta baráttumál er að útlendingum verði bannað að taka íslenzk veiði- svæði á leigu Það skal þó tekið skýrt fram, að hér er ekki átt við sölu veiðileyfa einstaka daga til útlend- inga. Þetta er tekið fram af gefnu tilefni. þvl að þeir eru til. sem óviljandi eða visvitandi halda þvl fram. að viljum útiloka útlendinga frá veiðum hér á landi. Svo er ekki, við viljum aðeins, að Íslendingar fái sömu möguleika á að kaupa þau veiðileyfi, sem til sölu eru boðin, en ekki að þau séu bundinn við útlendinga né heldur að útlendingar geti tekið á leigu heil vatnasvæði og síðan selt veiðileyfi I þeim ám, sem þeir eru með á leigu og þá oft útilokað Íslendinga. íslendingar hljóta að eiga forgangsrétt I þessum málum. Því var það, að á okkar aðalfundi var samþykkt tillaga til Alþingis, um að fella þegar úr gildi heimild 1. gr. laga nr. 19, 1966 um eigna- og afnotarétt fasteigna til þess að leigja erlendum mönnum veiðiár og vötn. Slik lagaheimild sam- ræmist að nokkar áliti á engan hátt íslenzkum hagsmunum og er þjóðinni til vansæmdar. Um þetta má nefna nokkur dæmi, eins og Hofsá f Vopnafirði, Vatnsdalsá og nú ! sumar Laxá i Dölum og Laxá ! Leirársveit að hluta. Slik þróun hlýtur að teljast mjög Iskyggileg fyrir Islenzka stangveiðimenn. Fé- lagar innan samtaka okkareru nú tæplega 3000, en þeir sem stunda laxveiði eru varlega áætlaðir um 5000. Það mun láta nærri að rúmlega 20 þúsund stangveiðidagar séu ! laxveiðiám okkar. Skv. þessu ættu um 4 dagar að koma f hlut hvers og eins að meðaltali. ef þeir hefðu ráð yfir öllum laxveiði- dögum f öllum laxveiðiám landsins, smáum sem stórum, en þar er langur vegur frá." — Annað mál, sem mikið var rætt á ykkar aðalfundi var gerð útboðsreglna fyrir veiðisvæði. — Já, það hefur lengi verið okkar áhugamál að koma útboðsreglum f fastar skorður og hafa nú verið tilnefndir menn á vegum L.S. til að ræða við nefnd samtaka veiðiréttareigenda um þau mál og væntum við fastlega að góður árangur verði af störfum þeirrar nefndar. Fram til þessa hafa árnar verið boðnar út þannig, að átt hefur að skila tilboð- um til ákveðins aðila fyrir ákveðinn tfma, en ekki hefur almennt verið gert ráð fyrir að tilboð væri opnuð á sfðasta degi að viðstöddum bjóðendum og er að okkar dómi óhæfa, að menn geti opnað tilboð eftir hendinni og sfðan haft sam- band við bjóðendur til að skýra frá einstökum tilboðum og koma þannig ef til vill að kappboðum. Það er sjálfsagður réttur leigusala að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum til- boðum, en þá á að gera það skv. ákveðnum reglum og þá bjóða viðkomandi veiðisvæði út á ný. Ég held að báðir aðiljar hljóti að geta fallizt á réttmæti slikra vinnubragða. Við viljum eiga góða samvinnu við okkar viðsemjendur og reynum að skilja þeirra sjónarmið og förum aðeins fram á hið sama frá þeim. — Fiskiræktarmál eru einnig ofarlega á baugi hjá ykkur. — Já, sannarlega. Það eru einmitt stangveiði- menn, sem fyrst og fremst hafa sýnt fiskræktarmál- um áhuga, sérstaklega framan af. L.S. kom fyrst fram með hugmyndina um fiskræktarsjóð árið 1955, en sú tillaga náði þó ekki fram að ganga fyrr en 1970. Flestar klak- og fiskeldisstöðvar landsins. sem eru eitthvað á 2. tuginn að tölu, eru i eigu stangveiðifélaga eða áhugamanna, sem jafnframt eru flestir stangveiðimenn. Mikið hefur verið unnið að fiskeldis- og fiskræktarmálum hér á undanförnum árum og skv. upplýsingum Veiðimálastofnunarinnar hefur á sl. árum verið sleppt árlega milli 3—400 þúsund niðurgönguseiðum I árnar og milli 500 þús — 1 milljón sumaröldum seiðum. Til viðbótar þessu kemur svo silungsræktin, en sum stangveiðifélög hafa ræktað upp stöðuvötn og er Stangveiðifélag Hafnarfjarðar þar fremst. í sambandi við fiskræktar- málin voru m.a. samþykktar tvær ályktanir, önnur til að þakka Skúla Pálssyni á Laxalóni starf hans ! þágu laxeldismála hér á landi og hin til að þakka aðstand- endum Kollafjarðarstöðvarinnar fyrir mikið forystu- hlutverk um eldi laxfiska á íslandi. Við teljum þó að enn skorti nokkuð á þjónustu stöðvarinnar við aðrar eldisstöðvar í landinu og teljum æskilegt að hún haldi t.d. út ársfjórðungslegu dreifiriti til allra !s- lenzku eldisstöðvanna, er greini frá gangi eldismála hjá henni. Þá teljum við einnig og leggjum áherzlu á, að nýttur verði möguleiki hennar á öflun og geymslu snemmgenginna klaklaxa þannig að hún láti öðrum eldisstöðvum þá ! té eftir getu. Við teljum það mjög mikilvægt að lögð verði áherzla á að ala seiði undan stórum snemmgengnum laxi, til að lengja veiði- tfmann og fá vænni fisk úr ánum. Slíkt eykur verðmæti fisksins og ánægju veiðimannsins. Við þökkum Hákoni spjallið og munum sfðar fjalla nánar um hagsmuna- og áhugamál fslenzkra stang- veiðimanna. Frá Laxá I Aðaldal, perlu Islenzkra laxveiðiáa og þótt viðar væri leitað Á myndinni sér niður að Laxatanga og það er hinn kunni veiðigarpúr og leiðsögumaður Heimir Sigurðsson á Tjörn, sem þarna býður konungi vatnafiskanna eins og eina litla flugu Ljósm — ihj Austin Mini '74 góð kjör — til sölu Mini '74. Ekinn 10.000 km. Útborgun 250 — 300 þús. Rest samk.l. Simi 42644. Körfugerðin Ingólfsstræti 16 auglýsir: Barna- og brúðukörfur ásamt klæðningu i mörgum fitum. Einnig teborð. Sími 121 65. 3ja herb. íbúð til leigu í Efra-Breiðholti. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Breiðholt 7089." Tvitug stúlka óskar eftir hálfs dags skrifstofu- vinnu. Upplýsingar i sima 92-613. Tækniteiknari óskar eftir vinnu frá og með 1. jan. n.k. Allt kemur til greina. Upp- lýsingar i sima 20341 eftir kl. 7 i kvöld. Dönsku frotténáttfötin eru komin aftur. Stærðir 1 —12. Verzlunin Karfan, Hofsvallagötu 16. Ford vörubifreið árg. 1959 3ja tonna til sölu i gangfæru standi. Hentugur fyrir húsbyggjendur. Uppl. i s. 5271 1. Til sölu mjög fullkominn plötuvals stærð 2m X 7 mm. Allgjörlega vélknú- inn. Uppl. í síma 52711. Góð 3ja herb. íbúð til leigu i Hafnarfirði. Upplýsingar i síma 52337. Iðnaðarhúsnæði óskast til kaups eða leigu i Reykja- vik, Hafnarfirði eða nágrenni. Uppl. i sima 1 2572. Safnararnir vita það, en veist þú að Þingvalla- myntspjöldin er kærkomnasta jóla- gjöfin á þjóðhátiðarári. Frimerkjaverzlunin, Óðinsgötu. Heildverzlun óskar að ráða mann við útkeyrslu og afgreiðslu. Tilboð sendist strax Morgunbl. fyrir 12. hádegi 19. þ.m. Merkt: heildverzlun — 7091. Fallegir kaninupelsar í miklu úrvali! Allar stærðir. Opið alla virka daga og laugardaga frá kl. 1.00 til 6.00 e.h. Pelsasalan, Njálsgötu 14. Sími 201 60. Trésmiðir — Trésmiðjur Inngreyptir þéttilistar á opnanlega glugga og hurðir. Sölustaðir: Verzlunin Brynja, Laugavegi 29 GLUGGASMIÐJAN, Siðumúla 20. Fiskiskip 105 — 120 rúmlesta fiskiskip óskast til leigu á n.k. vetrarvertíð. Allar nánari upplýsingar veitir: Landssamband ísl. útvegsmanna. med Útsýn í 1. janúar 1975 kl * ★ •Sðngur- Dans * READING John Hawkins ásamtÁma Scheving, Gunnarí Ormslevog Guömundi Steingrímssyni Afgreiðsla AÐGÖNGUMIÐA OG BORÐAPANTANIR hefst i Ferðaskrifstofunni ÚTSÝN i dag. Þeir sem eiga pantaða miða eru vinsamlega beðnir um að sækja þá sem fyrst og i siðasta lagi fyrir kl. 13.30 á morgun, fimmtudag eftir það verða þeir seldir öðrum. Veitingahúsið Glæsibæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.