Morgunblaðið - 18.12.1974, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
Fyrirspurn svarað á þingi:
Rafvæðing í strjálbýli
GUNNAR Thoroddsen, orkuráð-
herra, svaraði nýverið fyrirspurn
um rafvæðingu í stjálfbýli á
þessa leið:
Veturinn 1970—1971 gerði
iðnrn. í samvinnu við Orkustofn-
un till. að lúkningu sveitarraf-
væðingar á 4 árum. Þegar fyrrv.
ríkisstj. tók við völdum í júlí 1971
lagði hún svo fyrir, að þessi áætl-
un yrði endurskoðuð á þann veg
að ljúka rafvæðingu á þrem árum
í stað fjögurra þ.e.a.s. á árunum
1972—4 að báðum meðtöldum.
Reynsian hefur sýnt að þessi áætl-
un hefur ekki staðist. Þegar þessi
áætlun var gerð voru taldar 930
bújarðir í sveitum utan samteng-
ingar við veitukerfin. Af þessum
930 býlum var gert ráð fyrir skv.
áætluninni að tengja 765 býli og
var skiptingin þessi:
A fyrsta ári, árinu 1972 gerði
áætlunin ráð fyrir að tengd yrðu
328 býli. Hins vegar varð í fram-
kvæmd ekki tengt meira á því ári
heidur en 241.
A þriðja árinu 1974 var ráðgert
ráð fyrir að tengd yrðu 239 býli. 1
framkvæmdinni voru tengd 260.
A þriðjaárinu 1974 var ráðgert
að tengja 198 býli skv. áætlun-
inni, en skv. upplýsingum Raf-
magnsveitna ríkisins verður ekki
lokið við að tengja á árinu nema
um 100 býli. Samtals hafa því á
þessum þrem árum, sem þriggja
ára áætlunin gerði ráð fyrir verið
tengd 601 býli af 765, sem hefur
verið gert ráð fyrir í bæði fyrri og
siðari áætluninni að tengja. Skv.
upplýsingum Rafmagnsveitnanna
hafa engar verulegar breyt. verið
gerðar á hinni upprunalegu áætl-
un um rafvæðingu sveitanna
aðrar en þá þessar, hvort fram-
kvæma skyldi á þremur eða fjór-
um árum. Af þeim 765 býlum sem
áætlunin gerði ráð fyrir að tengd
yrðu falla úr allmörg býli, sum-
part vegna þess, að þau hafa farið
í eyði, sumpart vegna þess, að þau
hafa einkavatnsaflstöðvar og hafa
því ekki óskað eftir tengingu. Þá
hefur í nokkrum tilfellum verið
tengd viðbótarbýli, sem voru utan
áætlunar. Af þessum ástæðum er
áætlað, að heildarfjöldi tengdra
býla minnki um 60—70, miðað við
hina upprunalegu áætlun. Skv.
því ætti nú að vera lokið við teng-
ingu, eins og ég gat um, rétt um
600 býla, en ólokið um 100 býli af
þeim u.þ.b. 700, sem hin endur-
skoðaða áætlun tekur til með hlið-
sjón af þessari breytingu um
fækkun sem ég gat um. Standa
vonir til að þessi 100 býli, sem
eftir eru, verði tengd samveitum
á næsta ári, 1975.
Verður þá reyndin sú, að þessi
þriggja ára áætlun tekur yfir 4 ár,
eins og upphaflega hafði verið
áætlað. Það sem valdið hefur
fyrst og fremst töfum á fram-
kvæmd þessarar þriggja ára áætl-
unar, er það, að ekki hefur verið
veitt nægilegt fé til framkvæmd-
anna, miðað við það, að fram-
kvæma þetta á þremur árum.
Vaxandi dýrtíð og aukinn kostn-
aður við framkvæmdir hafa haft
sitt að segja i þessu sambandi og
til skýringar má benda á, að
kostnaður við rafvæðingu nú í ár,
1974, var áætlaður 206 millj. kr.
miðað við verðlag 1. mars. s.l. I
fjárl. ársins var hins vegar gert
ráð fyrir 161 millj. kr. til þessara
framkvæmda og síðar var á árinu
sú fjárveiting lækkuð um 60 millj.
eða niður í 101 millj. Af þessu
sést, að ekki var í reynd veitt fé
nema sem svaraði helmingi af
framkvæmdaáætluninni, en við
þetta bætist svo hækkaður kostn-
aður á þessu ári síðan I mars, en
hann er talinn nema um 25% af
fyrrgreindri áætlun. Það hefði
skv. þessu orðið að verja samtals
um 257 millj. kr. til framkvæmda
á þann hátt, sem ætlað var að gera
á árinu 1974. Það gefur auga leið,
að töluvert átak þarf til þess að
ljúka þessari rafvæðingu. Hefur
ráðuneytið fyrir hönd Rafmagns-
veitna ríkisins farið fram á veru-
lega aukningu á fjáröflun til
þessa verks. Nú er enn til athug-
unar að kanna með hverjum hætti
væri hagkvæmast að sjá þeim býl-
um fyrir raforku, sem njóta
hennar ekki enn og er unnið
áfram að því verkefni.
Þetta var svar Rafmagnsveitna
ríkisins eða áætlunardeildar. Þar
sem þar er ekki getið um það
atriði, sem hv. fsp. spyr um,
hvenær er gert ráð fyrir þessari
rafvæðingu, vil ég bæta þvi við,
að það er gert ráð fyrir henni á
næsta ári.
Gunnar Thoroddsen, orku-
ráðherra.
Eftirlit með veiðarfæraút-
búnaði erlendra fiskiskipa
Olafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, svaraði nýverið
fyrirspurn um, hvern veg væri
háttað eftirliti með veiðarfæraút-
búnaði erlendra fiskiskipa. Las
hann upp bréf frá Landhelgis-
gæzlunni, þar sem eftirfarandi
upplýsingar komu fram:
1. Alls hafa 8 menn verið þjálf-
aðir til þess að framkvæma fyrr-
nefnt eftirlit og tilkynntir skrif-
stofu Norðausturatlantshafs-
nefndarinnar í London. Menn
þessir eru frá landhelgisgæslunni
og eru þessir: Benedikt Guð-
mundsson, stýrimaður, sem vinn-
ur að mestu leyti að þessum störf-
um í landi, Ölafur V. Sigurðsson,
stýrimaður, Ásgrímur Asgríms-
son, stýrimaður, Hálfdán Henrys-
son, stýrimaður, Baldur Halldórs-
son, stýrimaður. Frá Haf-
rannsóknastofnuninni: Sæmund-
ur Auðunsson, skipstjóri, Sigurð-
ur Árnason, skipstjóri. Benedikt
Guðmundsson hefur haft skír-
teini frá því árið 1970. Þrír aðrir
Ólafur Jóhannesson.
síðan snemma á þessu ári og skír-
teini hinna eru tilbúin. Fleiri af
stýrimönnum Landhelgisgæsl-
unnar eru i þjálfun.
2. Um borð í erlend fiskiskip i
sjó vió lsland hefur verið farið
sem hér segir: 1972 ekkert í sjó,
aðeins í höfnum. 1973 tveir bresk-
ir togarar, gerð athugasemd við
útbúnaó veiðarfæra beggja. 1974,
8 belgískir togarar, tólf athuganir
á þessum 8 og gerð athugasemd
við útbúnað veiðarfæra í 9 skipti.
9 breskir togarar, athugasemd við
útbúnað veiðarfæra í þremur til-
fellum. 3 færeyskir togarar, fjór-
ar athuganir, athugasemd gerð í
eitt skipti.
3. Islenskir eftirlitsmenn hafa
aldrei verið hindraðir i störfum
sínum við veiðarfæraeftirlit.
4. Á undanförnum 3 árum hef-
ur verið farið um borð í erlend
veiðiskip til athugunar á veiðar-
færum sem hér segir: 1972, at-
hugaðir 14 breskir togarar, 6 vest-
ur-þýskir togarar, 3 belgískir
togarar. 1973, 2 breskir togarar
(landhelgisdeilan hindraði eðli-
legar athuganir). 1974, 9 breskir
togarar, 10 belgiskir togarar, 3
færeyskir togarar. Og undir þetta
ritar Pétur Sigurðsson.
Raforka á Austfjörðum:
V araaf 1 fyrir
loðnuvertíð
GUNNAR Thoroddsen orkuráð-
herra svaraði í sameinuðu
þingi f gær fyrirspurn frá Hall-
dóri Ásgrfmssyni varðandi
orkumál Austfirðinga, með sér-
stöku tilliti til komandi loðnu-
vertfðar.
Ráðherrann sagði í upphafi,
að á samveitusvæði Grímsár-
virkjunar væru 3 vatnsafls-
virkjanir (samtals 3600 kgw)
og dieselstöóvar (9500 kgw), er
framleiddu, miðað við fulla nýt-
ingu, 13.100 kgw. Aflþörf
eystra á loðnuvertíð væri talin
milli 11000—12000 kgw. Þessar
tölur gæfu þó naumast rétta
mynd, þar eð vatnsskortur háði
fullri nýtingu vatnsaflsstöðva á
vetrum og varahugavert væri
að treysta á fulla nýtingu
dieselstöðva, sem væru
bllunum háðar.
Ráðherrann sagði að
Rafmagnsveitur rfkisins hefðu
fest kaup á 500 kg.w. varastöð,
sem komið gæti á Austfirði
fyrir áramót. Þá hefði og verið
fest kaup á 660 kgw. varastöð í
Englandi og 512 kg.w. stöð í
Þýzkalandi, sem til afgreiðslu
væru um nk. áramót. Þessar
fjárfestingar væru fyrir-
hugaðar m.a. með hliðsjón af
komandi loðnuvertíð.
Þá ræddi ráðherrann um
orkumál Hornfirðinga, sem nú
væru sæmilega á vegi staddir,
og Vopnfirðinga, en Vopna-
fjörður yrði tengdur við Lagar-
fossvirkjun á næsta ári.
Raforka frá Kröflu 1977:
Framkvæmdum
flýtt sem kostur er
GUNNAR Thoroddsen orkuráð-
herra, svaraði f gær fyrirspurn f
sameinuðu þingi frá Inga
Tryggvasyni, varðandi Kröflu-
virkjun.
Gunnar Thoroddsen sagði að
jarðfræðileg athugun á jarðhita-
svæðinu við Kröflu, sem og jarð-
eðlisfræðilegar mælingar, sýndu,
að hitasvæðið væri tvöfalt stærra
en á Námafjalli.
Lokið væri við borun tveggja
hola. Önnur sýndi 290 st. hita á C
á 1000 m dýpi. Hitastig hinnar
Oddur Olafsson:
Aðstoð við drykkjusjúka
Oddur Olafsson (S) flytur
frumvarp til laga um stofnun
sjóðs til aðstoðar við drykkju-
sjúka. Frumvarpið og greinar-
gerð þess fara hér á eftir:
1. gr.
Af hverri þriggja pela flösku af
sterku víni, sem Afengiverslun
ríkisins selur skal i næstu 10 ár
greiða gjald að upphæð kr. 100.00
og hlutfallslega af öðrum flösku-
stærðum. Gjald þetta skal renna í
sérstakan sjóð til varnar gegn
drykkjusýki. Sjóðurinn skal vera
í vörslu Tryggingastofnunar ríkis-
2. gr.
Fé því, sem rennur í sjóð til
varnar gegn drykkjusýki samkv.
1. gr., skal varið til lána og styrk-
veitinga til félagasamtaka og ann-
arra aðila, er vinna að því að
hamla gegn skaðlegum áhrifum
áfengis. Veita má lán og styrki tii
þess að koma á fót afvötnunar-
og ráðleggingarstöðvum fyrir
drykkjusjúka, dvalarheimilum,
vinnu- og endurhæfingarstövum.
Þá er heimilt að verja alit að 10%
af árstekjum sjóðsins til styrktar
þeim, er reka áróður gegn
áfengisneyslu. Lán og styrkir úr
sjóðnum til stöfnana mega nema
allt að 75% af stofnkostnaði.
3. gr.
Heilbrigðismálaráðherra tekur
ákvarðanir um lán og styrkveit-
ingar úr sjóðnum að fengnum til-
lögum tryggingaráðs. Trygginga-
stofnun rikisins setur reglugeró
um lánakjör sjóðsins og hlutfall
milli lána og styrkja. Einnig skal
hún samþykkja starfsreglur
þeirra aðila, er aðstoðar njóta.
4. gr.
Áfengisverslun ríkisins er
heimilt að hækka verð á sterkum
drykkjum um sömu upphæð og
nemur framlagi tíl sjóðsins.
Hækkunin skal ekki hafa áhrif á
K-vísitölu.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegargíldi.
Greinargerð.
Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið hér á landi á undanförnum
árum, hafa leitt það í ljós, svo að
ekki verður um villst, að drykkju-
skapur fer vaxandi hér og þá
einkum hjá yngri aldursflokkun-
um.
Þeim, er að málefnum drykkju-
sjúkra vinna, dylst það ekki, að
misnotkun áfengis er stærsta og
alvarlegasta félagslega vandamál-
ið, sem við eigum við að striða.
Þúsindir íslendinga eruvanheil-
ir vegna ofdrykkju og hundruð
fjölskyldna líða á ýmsan hátt
vegna áfengisvandamálsins. Þótt
hið opinbera hafi á undanförnum
árum sýnt nokkra viðleitni til
þess að hjálpa drykkjusjúkum, þá
er varla ofmælt, þótt sagt sé, að sá
hópur hafi verið olnbogabarn um
langa hrið.
Baráttan gegn áfengisvanda-
málinu er erfið og ekki að vænta
siðari lægi ekki fyrir, sem verða
myndi um miðjan næsta mánuð,
en ljóst væri, aó árangur væri
jafnvel betri en búist hefði verið
við.
Samið hefði verið við verk-
fræðifirma Sigurðar Thoroddsen
og bandarískt fyrirtæki um undir-
búning og hönnun framkvæmda.
Upp úr miðjum mánuði n.k.
myndi liggja fyrir, hverjir kæmu
til greina sem söluaðilar véla og
tækja í virkjunina. Væntanlega
yrði hægt að ganga frá kaupsamn-
ingum i febrúar, en afgreiðslu-
frestur væri áætlaður 18—20
mánuðir.
Ráðherrann sagði, aó eins og nú
horfði væri varhugavert að
reikna með raforkuframleiðslu í
Kröfluvirkjun fyrr en i ársbyrjun
1977, en allt yrði gert, sem hægt
væri, til að flýta framkvæmdum.
Oddur Ólafsson.
skyndiárangurs. Þó er vitað, að ná
má athyglisverðum árangri, sé
fjármagn til starfseminnar fyrir
hendi.
Það er tilgangurinn með frum-
varpi þessu að styðja við bakið á
þeim, sem vilja vinna að umbót-
um á þessu sviði, til að greiða úr
þeim þjóðfélagsvanda, sem hér er
um að ræða.
Fjárlögin
afgreidd til
3ju umræðu
Fjárlög ársins 1975, með fram-
lögðum breytingartillögum fjár-
veitinganefndar sameinaðs þings,
voru afgreidd tii 3. umræðu 1
sameinuðu þingi 1 gær.
Breytingartillögur frá stjórnar-
andstöðu voru ýmist dregnar til
baka (til 3ju umræðu) eða felld-
ar. Fyrir lá, að málefni Háskóla
Islands, Stýrimannaskóla og Al-
manna trygginga höfðu ekki feng-
ið fullnaðar meðferð í fjár-
veitinganefnd, og að nefndin
myndi skila niðurstöðu um þessi
f járlagaatriði, sem og önnur
óafgreidd mál, fyrir þriðju um-
ræðu, sem búist er við að fari
fram í vikulokin.