Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 23 Einar Haukur Ásgrímsson: Óþolandi hraksmán EKKERT í landhelgissögu Islend- inga er eins mikilvægt og haf- réttarráðstefnan, sem háð verður á komandi ári. Allt og sumt, sem síðasta rlkis- stjórn aðhafðist I landhelgismál- inu, var tilraun til að eigna sér hróðurinn af þeirri útfærslu, sem vér væntum að hafréttarráðstefn- an muni heimila, enda lýstu ráð- herrar siðustu stjórnar yfir því hver af öðrum fyrir kosningarnar í sumar, að einasta vonin til að afla 50 milunum viðurkenningar væri ef til fengist fulltingi haf- réttarráðstefnunnar. Takist oss íslendingum ekki að nota það einstaka tækifæri, sem ráðstefnan er, verður það oss sjálfum einum um að kenna. Verði niðurstaða ráðstefnunnar eins hagstæð og vér vonum er óskándi, að það verði oss sjálfum meira að þakka en aðilum á borð við ríkisstjórnir Chile og Perú. Ekkert ætti að vera oss að van- búnaði, vér eigum hafréttarsendi- herra, sem nýtur trausts og virð- ingar fram yfir flest alla menn á vettvangi hafréttarmála. En hvernig búum við hann að heiman? í einu orði sagt hrak- smánarlega. Sögulegt hlutverk. Við mann, sem þjóðin þarf að fela svo sögulegt hlutverk, þýðir ekki að segja: Far þú á ráðstefn- una og látum oss sjá, hvort þú kemur fram vorum ýtrustu kröf- um, áöðru ljáum, vér ekki máls. Slíkt nesti yrði sendiherra vorum fjötur um fót á ráðstefnunni og myndi torvelda honum að hafa áhrif á gang mála. Hafréttarsendiherra vor þarf að fá alhliða umboð til samninga og málamiðlunar til að efla hann til áhrifa á gang mála oss til heilla á hafréttarráðstefnunni, sem er fyrst og fremst gríðarstór samn- ingafundur. Bjarni Benediktsson sagði í merkri grein að fjórar leiðir væru hugsanlegar til að einhliða út- færsla öðlaðist raunhæft gildi: 1. Fyrir þegjandi afskiptaleysi hlutaðeigandi þjóða. 2. Með úrskurði milliríkja- dómstóls. 3. Með milliríkjasamningum. 4. Fyrir breytingar á þjóða- rétti. I samræmi við þetta er sú meginkenning Henry Kissingers, að velgengni þjóða á milliríkja- vettvangi fari ekki eftir stærð eða herstyrk heldur hve ótrauðar og hyggnar þær séu að koma málum sínum fram með samningum. Samhljóma þessu er einnig það heilræði, sem öldungadeildarmað- urinn Henry Jackson gaf olíu- samningamönnum Bandarikj- anna nýlega, að jafn gagnslaust væri fyrir þann, sem koma þyrfti fram máli þjóðar sinnar á milli- rikjavettvangi að höfða til samúð- ar mótaðilans og að hóta honum hörðu. Sá sem í alvöru ætlaði að koma máli sinu fram yrði að vera reiðubúinn til málamiðlunar. Þýzki samningurinn. Til að styrkja stöðu vora á haf- réttarráðstefnunni er bráðnauð- synlegt að setja niður deilu vora við Vestur-Þjóðverja. Öleyst deila um 50 mílurnar er frá sjónarmiði hafréttarráðstefnunnar sönnun þess, að vér séum ekki færir um að stjórna 200 milum. Vér megum ekki láta hneykslun vora á óbilgirni Vestur-Þjóðverja verða til þess að vér vanrækjum að neyta allra bragða til að styrkja málefnalega stöðu vora á hafréttarráðstefnunni. Slík van- ræksla, sem mikil hætta er nú á að vér gerum oss seka um, væri vanvirða við raunverulega braut- ryðjendur þjóðarinnar í land- helgismálinu, sem allir eru látnir, þá Einar Arnórsson, Júlíus Haf- stein, Jóhann Þ. Jósefson, Pétur Ottesen, Ölaf Thors og Bjarna Benediktsson. Vér ýmist sendum Vestur- Þjóðverjum vinarkveðjur og skor- um á þá að sýna oss skilning, eða vér hótum þeim að bera togara þeirra ofurliði, en hrökkvum svo undan á flæmingi, þegar Vestur- Þjóðverjar gangast inn á að bjóða oss mjög hagstæðan samning. 1 samningnum eins og hann stóð oss til boða fyrir skemmstu eru fjórir meginkostir, sem hver um sig myndi styrkja samnings- stöðu vora gífurlega á hafréttar- ráðstefnunni. í fyrsta lagi undirgangast Vest- ur-Þjóðverjar að takmarka afla sinn við 85.000 tonn af öllum Is- Iandsmiðum ekki einungis innan 50 milnanna. i öðru lagi viðurkenna Vestur- Þjóðverjar lokaðar landhelgislín- ur mislangt frá landi allt að 128 mílum frá grunnlínum. I þriðja lagi skuldbinda Vestur- Þjóðverjar sig til að virða svæði sem síðar kunna að verða friðuð fyrir botnvörpu. t fjórða lagi undirgangast Vest- ur-Þjóðverjar það stranga ákvæði, að togari sem brjóti ákvæði samn- ingsins um möskvastærð eða brjóti ákvæði samningsins um bann við veiði smáfisks skuli missa fyrir fullt og fast leyfið til fiskveiða á Islandsmiðum grunnt sem djúpt. Slík hegning við möskva- stærðarbroti er hvergi til í milli- rikjasamningi og er þetta einnig geysimikilvægt atriði. Möskvastærðareftiriit. Ef samið yrði gætu varðskips- menn vorir skoðað vörpurnar hvenær sem er og hvar sem er á Islandsmiðum. en undanfarin misseri hafa þeir ekkert getað skoðað hjá Vestur-Þjóðverjum. Sú hætta veldur mörgum þung- um áhyggjum, að þýzku togara- skipstjórarnir séu í bræði sinni að eyðileggja miðin hér við land með smáríðnum vörpum. Þessi hætta hyrfi úr sögunni strax og samið yrði. í góðri trú. Skýrslan um viðræðurnar í Bonn í nóvember október ber með sér svo augljóst er, að hafréttar- sendiherra vor hefir í góðri trú talið sig vera að leggja síðustu hönd á samninginn i stöðugu simasambandi við ráðherra hér heima. Siðan kemur hann heim með þennan hagstæða samning, sem sjálfsagt var að fullgilda hió bráðasta. En þá bregður svo við, að samningurinn er eyðilagður vegna nauðaómerkilegs ákvæðis um veiðiheimild fyrir 17 frysti- togara. Nauðaómerkileg krafa. Krafan um útilokun frystitog- ara frá Islandsmiðum er svo litils virði, að það tekur því ekki að grafast fyrir um hvaðan hún er upprunnin. Hitt er vist, að þessi krafa um útilokun frystitogara er þegar oróin oss allt of dýr. Hún var keypt inn í samninginn við Breta þvi verði, að í staðinn var fellt úr honum ákvæðið um 130.000 tonna hámarksafla, sem Bretar voru reiðubúnir að fallast á. Haft er á orði, að vér verðum að útiloka frystitogara af þvi þeim sé það engin vorkunn, því þeir geta sótt á fjarlægari mið en isfisktogararnir. En það kemur dagur eftir þenn- an dag. Það styrkir vorn málstað bæði á hafréttarráðstefnunni og eins ef ráðstefnan fer út um þúfur, að floti Vestur-Þjóóverja á Islands- miðum sé þannig úr garði gerður, að honum sé engin vorkunn að vikja þaðan. Það veikir vorn málstað bæði á hafréttarráðstefnunni og eins ef ráðstefnan færi út um þúfur, ef vér gerum þvi skóna, að minni togarar Vestur-Þjóðverja megi fiska hér ef til vill svo lengi sem þeir endast, bara þeir séu ekki frystitogarar. Mismunun I veiðiheimildum eftir tegundum skipa innan þýzka togaraflotans er pólitiskt sprengi- efni innanlands i Norður- Þýzkalandi, sem heimskulegt er af oss að hræra í, því það stælir stjórnina í Bonn móti oss. Óttinn við Rússa Vér skákum ekki Rússum út af tslandsmiðum með útilokun frystitogara. Rússar eiga marga tugi af ísfisktogurum, sem að jafnaði eru látnir landa i móður- skip til að spara siglingartima en vel geta sótt á tslandsmið frá Múrmansk, ef Rússar kæra sig um. Engir aðrir en kommúnistar ættu að óttast það, þótt koma þyrfti til samningaumleitana af hálfu Rússa því afli þeirra á Is- landsmiðum hefir ekki verið nema fjögur þúsund tonn á ári að meðaltali síðustu fimm árin, mestmegnis grálúða, sem tekin er nær eingöngu utan 50 mílnanna. Sannleikurinn er sá að nú er mjög hagstætt tækifæri til að semja við Rússa um takmörkun afla þeirra. Ef samið yrði við Rússa á sama grundvelli og Vest- ur-Þjóðverja um takmörkun há- marksafla, yrði aflaheimild Rússa aðeins þrjú þúsund tonn á öllum Islandsmiðum. Þetta er svo litið að það skiptir oss engu máli, en hins vegar er Rússum opin leið að stórauka sókn sina á Islandsmið, ef ekki er við þá samið og allt látið reka á reiðanum. Sama máli gegnir um Pólverja og Austur-Þjóðverja. Niðurstaöa Fyrir órökstudda kröfu um úti- lokun frystitogara skirrast kjark- litlir stjórnmálamenn ekki við að eyðileggja samning, sem stór fengur hefði verið að. Og þeir skirrast ekki við að gera það á þann hátt, að hneisan lendi á haf- réttarsendiherra vorum en ekki á viókomandi ráðherra. Islenzkum kjósendum er ekki bjóðandi, að íslenzkir hagsmunir skuli vanræktir af ímyndaðri til- litssemi við myndugleik þeirra stjórnmálamanna, sem höfðu bit- ið sig fasta i kröfuna um útilokun frystitogara. Ævinlega hlæjum vér dátt, þegar sagt er frá því i heimsfréttum, að einhver vald- hafi hafi svo óttast slettur á myndugleik sinn, að hann hafi heldur brugðizt skyldu sinni við þjóð sína, og segjum: Slíkt mynd- um vér aldrei þola hér. Þessi hraksmánarlega meðferð á hafréttarsendihérra vorum yrði oss til stórtjóns á hafréttarráð- stefnunni. Úr þessu verður að bæta með því að gera annað af tvennu en þó helzt hvort tveggja, að semja strax við Vestur- Þjóðverja, og gera hafréttarsendi- herra vorn að hafréttarráðherra. Hvor sem er þessara ráðstafana yrði til bóta, en báðar eru nauð- synlegar til að efla möguleika vora til áhrifa á niðurstöður haf- réttarráðstefnunnar. Löndunarbannið er smáat- riði Efnahagsbandalagstollurinn, taka togarans Arcturusar og lönd- unarbannið eru smáatriði sem engu máli skipta samanborið við kosti þýzka samningsins. Athygl- isvert er, að þar sem þetta löndun- arbann er sett af stjórnvöldum, getur þýzka stjórnin aflétt því eins skyldilega og hún lagði það á, gagnstætt því sem var, þegar hagsmunasamtök settu löndunar- bann i Bretlandi og hlýddu svo ekki fortölum stjórnvalda að af- létta því fyrr en seint og siðar meir. Mál togarans mætti til dæmis fella niður gegn afnámi löndunar- bannsins. Máli togarans hefir ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar. Ekki ætti oss að vera neitt kappsmál aó láta það koma fyrir Hæstarétt, því enginn getur fullvrt nema Hæsti- réttur sýkni togarann, enda var þess getið i fógetadómnum frá Vestmannaeyjum að íslenzku lög- in, sem togarinn var dæmdur eft- ír, stangist á við þjóðarrétt. Hæstiréttur er að sjálfsögðu eini aðilinn hér á landi, sem tillit þarf að taka til slíks. Hér er alls ekki verið að hvetja til undansláttar heldur aðeins verið að benda á, að það er nauð- synlegt að beita hyggindum til að ná árangri. Hér eru rettu jólagjafirnar fyrir eiginmanninn! Ódýr hrœrivél. Kraftmíkíl ryksuga! Dregur snúruna inn. philips kann tökin á tækninni Fislétt straujárn. heimilistæki sf Sætúni 8 — Hafnarstræti 3 Símar 20455 og 25655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.