Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra:
Fjárlagafrumvarpið endur-
speglar þróun efnahagsmálamia
ANNARRI umræðu um
fjárlagafrumvarpið fyrir
árið 1975 var framhaldið í
Sameinuðu Alþingi síðdeg-
is á mánudag. Matthías Á.
Mathiesen fjármálaráð-
herra gerði þar m.a. grein
fyrir hækkunum á fjár-
lagafrumvarpinu og sagði,
að frumvarpið hlyti að
bera keim af þróun efna-
hags- og fjármála á þessu
ári. Ráðherrann sagði, að
ekkert væri eðlilegra en
menn réiknuðu út hlut-
fallslega hækkun frum-
varpsins miðað við fjárlög
þessa árs, en þá yrðu menn
að gera sér grein fyrir
þeim forsendum, sem það
hefði verið reist á. Nefndi
hann sem dæmi, að niður-
greiðslur úr ríkissjóði
hefðu þegar farið 120%
fram úr því, sem gert hafi
verið ráð fyrir í fjárlögum.
Geir Gunnarsson (K) mælti fyr-
ir minnihluta fjárveitinganefnd-
ar. Hann sagði að skattheimta rik-
isins, samkvæmt framlögðu fjár-
lagafrumvarpi, framkomnum og
fyrirsjáanlegum breytingartillög-
um við það, myndi hækka um
17—18 milljörðum kr. frá núgild-
andi fjárlögum. Fjárlög 1975
myndu hækka um a.m.k. 60% frá
fjárlögum yfirstandandi árs, eða í
einu lagi um hærri fjárhæð en
sem nemur öllum fjárlögum árs-
ins 1972. Þetta væru fyrstu fjár-
lög nýs fjármálaráðherra, sem á
sl. vetri hefði talið ekki einungis
framkvæmanlegt, heldur auðveit
viðfangs að skera niður ríkisút-
gjöld þess árs um 4.500 milljónir.
Hann stæði síðan að methækkun
fjárlaga i þingsögunni. Hann
sagði að hvergi i fjárlagafrum-
varpinu öriaði á aðgát eða sparn-
aði í rekstrarliðum.
Jón Ármann Héðinsson (A) vís-
aði til málflutnings Geirs Gunn-
arssonar, sem hefði í aðalatriðum
mælt fyrir munn þeirra allra, er
skipuðu minnihluta fjárveitinga-
nefndar. Hann gerði sérstaklega
að aðfinnsluefni: niðurgreiðslur
Geir Gunnarsson.
landbúnaðarafurða, fjáröflun til
vegagerðar á landsbyggðinni með
happdrættisskuidabréfum, hækk-
un fjárlaga í heild og einstakra
liða. Hann kvað fjárlögin þó enn
eiga eftiraðhækka, frá því sem nú
væri sýnt, enda lægju fyrir ýmsar
sanngjarnar og eölilegar beiðnir
frá ýmsum aðilum, sem nauðsyn
bæri til að verða við.
Karvel Pálmason gat þess, að
fulltrúar stjórnarflokkanna í fjár-
veitinganefnd hefðu í raun réttri
gefist upp við þann niðurskurð
framkvæmda, sem rikisstjórnin
hefði boðað, en eigi að siður
myndi stórkostlegur niðurskurð-
ur eiga sér stað í þessum efnum.
Nefndi þingmaðurinn m.a. hversu
brýna nauðsyn bæri til að auka
fjárveitingar til hafnarmála og
hafnarmannvirkja. Þá sagði
hann, að það væri fjarstæða ein
að halda niðri framlögum til
félagasamtaka eins og nú hefði
verið gert.Aldreihefði verið tekið
jafn lítið tillit til óska fjárveit-
inganefndarmanna um hækkanir.
Matthías A. Mathiesen fjár-
málaráðherra sagði, að ljóst væri
við afgreiðslu þessa frumvarps,
að allar aðstæður væru með sér-
stökum hætti, og þess vegna vildi
hann leggja áherslu á, að vinna
við frumvarpið hefði hafist í und-
irnefnd áður en þing kom saman
til þess að auðvelda afgreiðslu
þess, en nú hefði verið um óvenju
stuttan tíma að ræða, þar sem
Alþingi hefði komið svo seint
saman, sem raun bar vitni um. Þá
vék ráðherrann að þvi, að stjórn-
arskiptin í sumar hefðu haft áhrif
á það, hversu siðbúnar fjárlagatii-
lögurnar voru frá ráðuneytunum.
Hann sagðist vera reiðubúinn til
samstarfs við fjárveitinganefnd.
Ljóst væri, að á undanförnum ár-
um hefðu mjög síðbúnar tillögur
tafið afgreiðslu mála í nefndinni.
Fjármálaráðherra vék að því,
að menn hefðu gert margs konar
samanburð á fjárlögum 1974 og
þessu fjárlagafrumvarpi. Ljóst
væri, að þetta frumvarp væri
hæsta fjárlagafrumvarp, sem lagt
hefði verið fram. Að vísu væru
það ekki ný sannindi, að fjárlög
hækkuðu verulega milli ára, en
þetta ógnarstökk væri algjörlega
óeðlilegt með tilliti tii fjárlaga-
gerðar á undanförnum árum. En
orsökin fyrir þessu lægi þó í aug-
um uppi. Fjárlagafrumvarpið
bæri jafnan keim af þróun efna-
hagsmála líðandi árs. Þróun efna-
hagsmála á þessu ári hefði verið
algjört einsdæmi. Við hefðum
ekki einvörðungu slegið Islands-
met I verðbólgu, heldur Evrópu-
met. Menn gætu svo spurt sjálfan
sig, hverjir hefðu slegið það met.
Fjármálaráðherra gat þess
síðan, að ljóst hefði verið þegar
við afgreiðslu fjárlagafrumvarps-
ins í fyrra, að margir iiðir hefðu
verið vanáætlaðir. Nefndi hann
sem dæmi niðurgreiðslurnar. 1
fjárlögum þessa árs væri gert ráð
fyrir 1.500 millj. kr. til niður-
greiðslna. Þegar þessi liður hafi
verið samþykktur hefði öllum
verið ijóst, að niðurgreiðslurnar
myndu nema talsvert hærri upp-
hæð, þó að þá hafi ekki verið séð
fyrir sú hækkun sem á varð í
kjölfar bráðabirgðalaganna í maí.
Niðurstaðan væri líka sú, að þessi
liður hefði farið fram úr áætlun
sem næmi 120%. Alls myndu
niðurgreiðslur á þessu ári kosta
ríkissjóð 3.316 millj. kr. Ekkert
væri við það að athuga þó að
menn reiknuðu út hækkun fjár-
lagafrumvarps miðað við fjárlög
yfirstandandi árs, en þá yrðu
menn að gera sér grein fyrir því,
á hvaða forsendum viðmiðunar-
tölurnar væru reistar.
Þá vék fjármálaráðherra að
gagnrýni stjórnarandstöðunnar
og sagði, að þar væri i einu orðinu
talað um, að ekki mætti hækka
rekstrargjöld en í hinu, að fram-
kvæmdir mættu ekki dragast
saman. Þá væri gagnrýnt hversu
fjárlögin hefðu hækkað en um
leið bornar fram ásakanir vegna
þess, að ekki væri nægjanlegu
fjármagni veitt i einstakar fram-
kvæmdir. Þannig ræki sig hvað á
annars horn.
Ráðherrann gerði grein fyrir
helstu hækkunarliðum frum-
varpsins og spurði hvað stjórnar-
andstaðan treysti sér til þess að
skera niður af þeim. Laun hefðu
Matthfas A. Mathiesen fjármála-
ráðherra.
hækkað um 2300 milljónir kr.,
niðurgreiðslur um 2100 millj. kr.,
bætur almannatrygginga um 3200
millj. kr. og markaðir tekjustofn-
ar um 2900 millj. kr. Hér væri um
lögbundnar hækkanir að ræða, er
samtals næmu 10.500 millj. kr.
eða 70% heildarhækkunarinnar.
Rekstrargjöld hefðu hækkað um
63,5% og sú hækkun byggðist á
64% hækkun verðlags á þessu ári.
Hér væri því um að ræða afleið-
ingar þeirrar þróunar i efnahags-
og fjármálum, sem átt hefði sér
MMnci
Sérkennslumál afbrígðilegra barna
1 GREINARGERÐ með þings-
ályktunartillögu Sigurlaugar
Bjarnadóttur (S) og fjögurra
annarra þingmanna Sjáifstæðis-
flokksins um sérkennslumál af-
brigðilegra barna og sérmenntun
kennara á því sviði segir m.a.:
„Hin nýju grunnskólalög, sem
gert er ráð fyrir að komi til fram-
kvæmda á næstu 10 árum, bera
það á ýmsan hátt með sér, að viiji
er fyrir hendi til að koma til móts
við breytta þjóðfélagsháttu og
nýjar þarfir skólakerfisins.
Öneitanlega hefðu þau þó mátt
gera fyllri skil vanda þeirra nem-
enda, sem haidnir eru einhverri
vöntun, andlegri eða líkamlegri.
Væntanlega mun reglugerð með
lögunum geta bætt það upp. En
einmitt með tilliti til hins óvenju-
lega langa gildistökutima laganna
þykir flutningsmönnum þessarar
tillögu ástæða til að vekja sér-
staka afhygli á þessum þætti
skólafræðslunnar, til þess að ekki
verði lengur gengið fram hjá
honum við framkvæmd fræðslu-
iaga, — og þá sérstaklega með
grunnskóla landsbyggóarinnar í
huga.
Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur-
borgar hafa á undanförnum árum
haft frumkvæðí um ýmsar nýj-
ungar, sem lúta að auknum stuðn-
ingi og aðhlynningu þeirra nem-
enda, sem einhverra orsaka vegna
eru hjálparþurfi. Á fræðsluskrif-
stofu borgarinnar starfar sér-
stakur sérkennsiufulltrúi, sem i
samráði og samvinnu vió fræðslu-
ráð og skólastjóra borgarinnar
skipuleggur og leiðbeinir um
hinar ýmsu greinar sérkennslu og
aðrar ráðstafanir vegna bág-
staddra barna.
Uti á landsbyggðinni verður
annað uppi á teningnum. Má
óhikað segja, að utan Stór-
Reykjavíkursvæðisins ríki
ófremdarástand á þessu sviði
skólamála. Munu þess mörg
dæmí, að fólk, búsett úti á landi,
hefur neyðst til að flytjast búferl-
um hingað suður til að sjá börn-
um sínum fyrir fræðslu og með-
ferð við þeirra hæfi.
Skylt er að geta þess, að þessi
mál hafa verið og eru í athugun
innan menntamálaráðuneytisins,
en þær athuganir og aðgerðir, ef
hægt er að nota það orð, hafa því
miður hingað til verið alitof
handahófskenndar og í lausu
Iofti, þrátt fyrir góðan vilja starfs-
manna ráðuneytisins. Þessi mál
þarf að taka föstum tökum og til
þess þarf ákveðinn aðila innan
ráðuneytisins, eða í nánu sam-
bandi við það, hæfan sérmennt-
aðan mann, sem geti beitt sér að
því að skipuleggja og samræma
aðgerðir á þessu sviði og um leió
verið til aðstoðar og ráðuneytis
skólastjórum og fræðsluráðum úti
á landsbyggðinni, sem í dag eiga í
ekkert ákveðið hús aó venda í
þessum málum.
F’yrr á þessu ári fór fram á
vegum ráðuneytisins athugun á
sérkennsluþörfinni utan Stór-
Reykjavíkussvæðisins. Heim-
sóttir voru 60 skólar vestan-,
austan- og norðanlands, upplýs-
inga aflað um hjálparkennslu og
nemendur athugaðir eftir þvi sem
tími og aðstæóur leyfóu, jafn-
framt gefnar ráðleggingar um
meðferð þeirra og kennslu.
Sérfræðingur sá, dr. Arnór
Hannibalsson sálfræðingur, sem
athugun þessa gerði, lætur þess
getið í upphafi skýrslu sinnar til
ráðuneytisins, að hann geri ekki
verkefninu nein skil, sem gagn sé
í, svo naumur tími sem honum var
til þess ætlaður, og ekki telur
hann horfur á, að áframhald verði
á störfum hans fyrir ráðuneytið.
Allt um það verður þó að telja
skýrslu Arnórs, svo langt sem hún
nær, gagnlega sem byrjunarskref
í rétta átt. Hún gefur v.ísbendingu
um það, sem raunar var vitað
áður, að hér er um umfangsmikið
vandamál að ræða, sem yfirstjórn
fræðslumála ber skylda til að
beita sér að af aivöru með öllum
tiltækum ráðum.
Skýrsla þessi leiðir i ljós, að af
þeim 60 skólum, sem heimsóttir
voru, höfóu 18 einhverja — meiri
eða minni — hjálparkennslu með
höndum. Náði hún til 313 nem-
enda, en heildarnemendafjöldi
þessara 18 skóla var 4468.
Hjálparkennslunemendur voru
þannig, miðað við þessar tölur,
um 7%.
1 sjávarplássi einu er skóli með
44 nemendur. Af þeim þyrftu 8
nemendur aukatilsögn eða sér-
meðferð, en engin tök eru þarna á
að veita neitt slikt. Til þess vantar
kennara. í öðru sjávarplássi með
151 nemanda i skóla þyrftu
21—24 hjálparkennslu við, en
engu slíku er þarna tii að dreifa
— og þannig mætti lengi telja.
Af tilgreindum orsökum náms-
erfiðleika er lestregða hvað al-
gengust, en margar aðrar koma
til, svo sem sjóngallar, heyrnar-
skerðing, málgallar, skriftar-
örðugleikar, stafablinda, sein-
þroski, taugaveiklun, erfiðar
heimilisástæður og vanræksla í
uppeldi.
Hér er við margvíslegan vanda
að fást, — vanda, sem verður þvi
erfiðari úrlausnar, því seinna sem
hann er uppgötvaður á skólaferl-
inum. Áhugi og góður vilji al-
mennra kennara og skólastjóra
hrekkur hér hvergi nærri til að
ná viðunandi árangri i því björg-
unar- og hjálparstarfi, sem hér
þarf að koma til.
Sérstofnanir hér í Reykjavík
eða úti á landi eru ekki lausnar-
orðið i þessu máli, þótt nauðsyn-
legar séu fyrir þann hóp barna,
sem eru það mikið afbriðileg
líkamlega og/eða andiega, að
þeim verður ekki sinnt að gagni
með stuðningi eða sérmeðferð i
hinum almenna skóla. Innilokun
barns, sem haldið er einhverjum
annmarka eða vöntun, á sér-
stofnun og aðskilnaður þess frá
fjölskyldu og heimili, eðlilegu
umhverfi og heilbrigðum félögum
er neyðarúrræði, sem nú er al-
mennt hafnað, ef annar kostur er
fyrir hendi. Stefnan hlýtur að
vera — og er sú, að sérkennslu-
þjónustan flytjist út í almenna
skólakerfið og út um landið allt að
svo miklu leyti sem mögulegt er.
1 ýmsum skólahéruðum úti um
sveitir landsins hafa verið
reyndar nýjar leiðir í þessum mál-
um með athyglisverðum árangri I
formi farkennslu, skiptikennslu
og námskeiðahalds. En það er
fremur undantekning en regla og
án þess að nokkrar samræmdar
aðgerðir stjórnvalda hafi komið
til.
Siðasta málsgrein tillögunnar
beinist að menntun sérkennara
við Kennaraháskóla Islands.
Hiklaust má telja, að skortur á
menntuðum sérkennurum sé
hvað stærsti þröskuldurinn í vegi
fyrir því, að okkar sérkennslumál
komist í viðunandi horf. Kennara-
háskóli Islands hefur því miklar
skyldur að rækja i þessu sam-
bandi og er þess að vænta, að
endurskoðun sú, sem nú stendur
yfir á kennsluháttum hans og
námsfyrirkomulagi, leiði til réttr-
ar þróunar og úrbóta í þessum
málum.
Það er skoðun okkar, flutnings-
manna þessarar tillögu, að lagfær-
ing á sérkennslumálum lands-
byggðarinnar sé mikilvægur
þáttur i aðgerðum sem miða að
byggöajafnvægi. Það er fleira en
skuttogarar og hraðfrystihús, sem
skiptir máli fyrir fólk dreif-
býlisins. Þvi er áríðandi, að yfir-
stjórn menntamála geri hér sam-
stillt átak til úrbóta án tafar.
Markmið skólans er aó koma
hverjum nemanda til manndóms
og þroska, gera hann að sjálf-
bjarga einstaklingi i lifsbarátt-
unni. 1 ósk okkar og viðleitni til
að ná því markmiði megum við
sist gleyma þeim, sem helst eru
hjálparþurfi.