Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 25 Prestssetur í eigu safnaða Ellert B. Schram (S) flytur frumvarp til laga, þess efnis, að þegar seld eru prestssetur I þétt- býli, sem ekki eru í eigu ríkis- sjóðs, skal andvirði þeirra renna óskert i sérstakan sjóð, til styrkt- ar þeim söfnuðum, er sjálfir vilja tryggja sóknarpresti sínum hús- næði, enda verði það í eigu safn- aðarins. — I rökstuðningi með frumvarpinu segir: Um aldir hefur það þótt sjálf- sagt, að prestur nyti þess, aðhið opinbera sæi honum fyrir jörð til ábúðar og/eða íbúðarhúsnæði. Með lögum nr. 27/1968 var sam- þykkt breyting á þessu fyrir- komulagi á þann veg, að i þéttbýli skyldi prestssetur selt, er prestur sá léti af störfum, sem þar hefði búið. Þótti þó sjálfsagt, að í strjál- býli og minni bæjum ætti ríkið áfram prestssetur. Ekki skal farið út i það hér að rekja ástæður fyrir þessari breyt- ingu né heldur gagnrýna hana. Aftur á móti skal bent á það mikla óhagræði, sem það er söfnuðum, að ekki skuli vera húsnæði, sem prestur þeirra nýtur, sem næst sóknarbörnunum. Prestssetrið hefur ævinlega gegnt miklu víð- tækara hlutverki en því einu að vera íbúð prests og fjölskyldu hans. Þar hittist fólk, oft stórir hópar, bæði á stundum gleði og sorgar, svo og til ýmissa funda. Sömuleiðis er óhjákvæmilegt, að prestar inni ýmis þjónustustörf af hendi á heimili sínu. Á þetta lika við, þar sem kirkjur hafa risið, því að ekki eru allar kirkjur þannig, að auðvelt sé um fundar- hald, auk þess sem skrifstofuað- staða er óvíða. En þar sem kirkjur eru engar, má segja, að prestssetr- ið sé allsherjarmiðstöð safnaðar- ins. Er þvi nauðsynlegt þar fyrir söfnuðinn, að prestur búi þannig, að rými sé nægjanlet fyrir alla þá, sem þangað leita, og fer þá ekki eftir sérstökum auglýstum viðtalstima. Nú þekkja flestir, hvernig er fP Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna við Lyflækningadeild Borgarspitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. marz 1975 til 6 eða 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkur- borg. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 20. janúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 16. desember 1974 Heilbirgðismálaráð Reykjavikurborgar. fyrir mann, sem er að hefja prestsstarf, að eignast þaó hús- næði, sem slikum kröfum fuli- nægir. Hefur því verió erfitt fyrir presta og söfnuði, síóan lögin frá 1968 tóku gildi, að fullnægja þess- um þörfum. Frumvarp þetta miðar að því að koma að einhverju leyti til móts við þessi vandamál safnaðanna, án þess að til þess sé varið öðru en þvi, sem þegar getur talist til- heyra hinu kirkjulega starfi. I stað þess, að andvirði núverandi prestssetra i þéttbýlinu renni beint I ríkissjóð, miðar frumvarp- ið að þvi, að það fé renni í sérstak- an sjóð, sem veiti styrki, eftir því sem ákveðið er I reglugerð. Hér er ekki um stórar upphæðir að ræða né heldur mörg prestssetur. Benda má á, að prestar bæði í Reykjavíkurprófastsdæmi og raunar viðar hafa sent frá sér ályktanir um þetta efni og hafa raunar óskað eftir, að mál þetta yrði tekið til meðferðar á Alþingi. 3Hér0Mnblabil> nucivsincnR 22480 Breyting setningu Guðmundur Garðarsson (S) flytur tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin láti kanna, hvort ekki sé unnt að breyta hinu almenna uppgjöri ríkisreikninga á þann veg, að reikningsárið hefj- ist 1. júlí ár hvert í stað 1. janúar og ljúki 30. júní i stað 31. desem- ber. Fjárlög miðist við sama tima. 1 rökstuðningi með tillögunni seg- ir: I úpphafi reglulegs Alþingis i október ár hvert leggur fjármála- ráðherra fram frumvarp til fjár- laga fyrir komandi ár. Ráðherra ásamt fjárveitinganefnd Alþingis og viðkomandi embættismönnum eiga mestan hlut að gerð og mót- un fjárlagafrumvarpsins umfram það, sem gildandi lög mæla fyrir, Framangreindir aðilar inna af hendi mikið og itarlegt starf við undirbúning fjárlaga ár hvert. Hafa þeir margir hverjir margra ára reynslu á þessu sviði og vinna sitt verk óaðfinnanlega. Hins vegar verður dregið í efa, að með þvi fyrirkomulagi, sem nú er við- á tíma- fjárlaga haft við afgreiðslu fjárlaga á Al- þingi, geti aiþingismenn yfirleitt fjallað á viðunandi hátt um þessi viðamiklu mál, sem gripa inn á flest svið islensks þjóðlifs. Reynsla undangenginna ára hefur sýnt, að framlögð frumvörp til fjárlaga hafa ekki breyst í veigamiklum atriðum í meðförum Alþingis, nema þá helst til hækk- unar. Skammur timi gerir mjög erfitt fyrir að breyta út frá mót- aðri stefnu fjárlagafrumvarps, sem koma skal til framkvæmda 2—3 mánuðum eftir að það er lagt fram, auk þess sem naumur timi gefur lítið svigrúm til að breyta eldri lögum, er setja löggjafar- valdinu skorður í þessum efnum. Astæða er til að óttast, að áframhaldandi óbreytt fyrir- komulag þessara mála og ófull- nægjandi afskipti Alþingis af þeim geti haft afdrifaríkar afleið- ingar til hins verra fyrir þing- ræðið í landinu. Fyrir flutningsmanni vakir, að Framhald á bls. 20 Hrœrivél- og meira til Kenwood Cheffette er meðalstór hrærivél, sem býður upp á m’arga möguleika. Það er hægt að losa hana frá skálinni og hræra í pottunum. Sé hún látin standa upp á endann, knýr hún þeytikvörn, sem blandar og mylur. Vél sem hentar venjulegu eldhúsi X Kenwood HEKLA hf. Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.