Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 13

Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 13 Sjötugur í dag: Sr. Jón Auðuns fyrr- verandi dómprófastur Kveðja frá Dómkirkjunni. I dag, miðvikudaginn 5. febrúar 1975, er sr. Jón Auðuns fyrrv. dómprófastur sjötugur. Slikur dagur hlýtur að marka timamót í ævi hvers manns, er nær þessum aldri, og hann er vinum og velunnurum jafnframt tilefni hugleiðinga um liðna tíð, um þann tíma, er leiðir hafa legið saman og spor stefnt til sömu áttar. Mörgum verður slíkur dag- ur gjarnan sjónarhóll, þar sem líf þeirra, sem á vegamótum standa, líður fyrir sjónir. Atburðirnir eru margir, sem skera sig úr, skilja eftir sin merki, sem setja svip á lífið í kring, en líka sinn ilm, í likingu talað, þau hughrif, sem skapa þakklætið og hugarhlýjuna, hin andlegu bönd, sem tengja sál við sál. Þegar ég stend á slikum sjónar- hóli í dag, þá leitar hugur minn miklu lengra aftur en sem svarar þeim tima, er leiðir mínar og for- vera míns hafa legið saman I starfi við okkar ástsælu Dóm- kirkju. Ég minnist fyrst áranna, sem Frjálslyndi söfnurðurinn starfaði, og þá heyrði ég líka oft talað um sr. Jón Auðuns sem rit- stjóra Morguns og forseta Sálar- rannsóknarfélags Islands. Þessi tvö nöfn túlka tvær þær stefnur, sem hvað mestum hræringum hafa valdið í andlegu lífi Is- lendinga s.l. hálfa öld. Sr. Jón Auðuns hefur verið i forystusveit þeirra beggja, og enn í dag er til hans horft sem áhrifamanns á þessu sviði. Þegar sr. Jón var kosinn prest- ur við Dómkirkjuna 1945, var hann kosinn sem fulltrúi þeirrar stefnu, er kýs frjálshuga túlkun kristinna kenninga. I þeim anda hefur hann og starfað innan kirkju sem utan. Hann hefur prédikað siðferðilega ábyrgð ein- staklingsins, og ómyrkur í máli hefur hann bent á þær veilur samtíðarinnar, sem, að hans dómi, hafa verið hættumerki um, að þjóð eða kirkja felldu á sig fjötra i einhverri mynd, ekki síst með því að stiga spor aftur á bak eða með því að víkjast undan merkj- um vestrænnar menningar. — Það hefur aldrei verið logn i kringum sr. Jón Auðuns, heldur hræring og lif. Mjög sterkur dráttur í þeirri mynd, sem kirkjugestir eiga af sr. Jóni, er hin djúpstæða sannfær- ing og sá fagnaðarríki boðskapur, sem hann hefur svo sterklega flutt á hreinu og fögru máli um lif eftir líf, um upprisu og óendan- lega möguleika mannssálarinnar á nýjum brautum handan við móðuna miklu. Hvort heldur hefur verið í prédikunarstóli eða við likbörur, þá hefur rödd sr. Jóns Auðuns hljómað sterkt og skýrt um þessi mál. Og hann hefur með miklum skarpleika sin- um og andlegum hæfileikum öðr- um átt mjög sterkan þátt i að móta þá lífsskoðun, sem islenska þjóðin á um þessi mál í dag. — Ég geri mér þess fulla grein, að hér eru fullyrtir stórir hlutir, en við þetta er auðvelt að standa. Störf sr. Jóns Auðuns að kirkju- málum eru margþætt, önnur en þau, sem ég hef þegar minnst á. Frikirkjan í Hafnarfirði naut þjónustu hans lengi. Hann var prófastur i fjölmennasta prófasts- dæmi landsins í rúma tvo áratugi og prófdómari við Guðfræðideild Háskóla Islands hefur hann verið i aldarfjórðung. Hann hefur setið á kirkjuþingi, og ótaldar eru þær kirkjulegu nefndir, sem hann hefur átt sæti i. En utan kirkju hefur hann einnig unnið hin merkustu störf. Þjóðminjasafnið og Listasafn Einars Jónssonar hafa bæði notið starfs hans og næmrar fegurðar- tilfinningar. Rauði krossinn á honum mikið að þakka og fjöl- mörg mannúðarfélög önnur. Og það er áberandi um öll þessi störf, að sr. Jón hefur ekki bara komið þar við og fengið nafn sitt skráð á bók, heldur .er yfirleitt margra ára starf aö baki, unnið í þágu þess málefnis, sem var manninum kært, því ekkert hefur verið mín- um ágæta vini, sr. Jóni, fjær skapi en hálfvelgja og áhugalausir starfsmenn. Nú er tæp tvö ár, siðan sr. Jón lét af embætti sem dómprófastur og dómkirkjuprestur. Heilsu- brestur olli þvi, að hann kaus að kveðja söfnuð sinn nokkru fyrr en hámarksaldri embættismanns var náð. Hann og hans ágæta kona, frú Ðagný, sem nú hefur staðið við hlið hans í nær fjóra áratugi, hafa búið um hið fagra heimili sitt í prýðilegu umhverfi, þar sem þau njóta þess þakklát, sem lifið hefur gefið þeim, þar sem þeirra góði hugur, léttleiki og persónutöfrar umvefja vini þeirra. Þakklátir hugir okkar, sem þess höfum notið, samgleðj- ast þeim í dag og árna þeim allra heilla. Þegar reynt er að rýna til fram- tíóar af sjónarhóli dagsins, þá skyggir Skuld fyrir sjón. En eitt er vist, að i sr. Jóni Auðuns eigum við, meðan Guð leyfir okkur að njóta hans hér, þann mann, sem ætið vill benda samtíð sinni áfram og hærra á andlegri þroska- braut, til aukins víðsýnis um menn og málefni. Hann hefur oft tekið undir orð sr. Matthíasar: „Trúðu frjáls á Guð hins góða, Guð er innst f þinni sál. Guð er Ijós og lyfting þjóða; lærðu Drottins hávamál. Hugsa mest um, hvað þú ert, hræsnislaus og sannur vert; rfstu upp og rektu á flótta rökkurvofur þrældómsótta. Hver er Iffsins sælan sanna, sigur þess og aðalmið? Það er framsókn frumherjanna, frelsissporið upp á við; Það er vitsins blóðug braut, brotin gegnum hverja þraut, sigurleið hins sannleikssterka, sigur gæsku og kærleiksverka.44 Slíkrar vegsögn hefur Dóm- kirkjusöfnuðurinn notið af hans hendi, einnig allir þeir aðrir, sem flokk hans hafa fyllt. I nafni safnaðarins vil ég þakka það hér í dag. Við þökkum þeim sr. Jóni og frú Dagnýju báðum allt þeirra ágæta starf. Við biðjum Guð að blessa þau og gefa þeim enn sem besta og auðnurikasta daga. Þórir Stephensen. Billjard-borð Til sölu vandað bílljardborð gerð S-Sörensen, sex mánaða gamalt. Borðinu fylgja 1 5 kúlur tölusettar og köflóttar, þrjár kúlur, tvær hvitar og ein rauð. Borðið er 1 13 x 203 cm. minnsta mál 90 x 150 cm. Keilur, krítar, kjuðar og fl. fylgja. I borðinu er 1 56 tommu þykk marmaraplata. Tilboð óskast sent Mbl. merkt: 6577 fyrir 1 5. febrúar. Förum nýjar leíðir Ferðamiðstöðin hf. er nýleg ferðaskrifstofa og fer nýjar leiðir. Meðal helstu áfangastaða okkar eru: Agadir, Malta, Tunis Bulgaría og Istanbul. Flestar ferðir eru um London og mögulegt er að dveljast þar í einn eða fleiri daga. Við ferðumst oftast með reglulegu áætlunarflugi. BEINT LEIGUFLUG TIL MÖLTU í JÚLÍ ÁGÚST OG SEPTEMBER. Verðið er. frá kr. 39.000.00 og þeir sem staðfesta pöntun fyrir 15. febrúar fá 5% afslátt. Ferðamiðsföðin hf. FERÐASKRIFSTOFA Aðalstræti 9 — símar 11255 — 28133 — 12940 BROTTFARARDAGAR 1975 Áfangastaðir febr. marz apríl maí júní júlí ágúst sept. Malta (beint flug) 6,23 6,25 8 Malta (um London) 1,22 13 3,24 12,26 9,23 6 Tunis (um London) 18 d. 26 3 Spánn (Benidorm) og London 15 d. 22 30 Morocco (Agadir) (um London 16 d. 12 Bulgária (Burgas) millilent í London 16 d. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.