Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 17 Jónas Kristjánsson Akureyri — Minning Þriðjudaginn 4. þ.m. var jaró- sunginn frá Akureyrarkirkju Jón- as Kristjánsson fyrrum mjólkur- samlagsstjóri, sem lézt 27. jan. sl., nýorðinn áttatíu ára. Kynni okkar Jónasar voru ekki löng, í rauninni aðeins fáein ár. En hin miklu störf sem hann vann að stofnun og viðgangi Minjasafnsins á Akureyri og minjavörzlu þess, verðskulda, að ég minnist hans með fáum orðum nú þegar hann er allur. Jónas fæddist 18. janúar 1895 að Víðigerði i Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru bóndinn þar Kristján Hann- esson og kona hans Hólmfriður Kristjánsdóttir. Víðigerði var þá smábýli og þau hjónin fátæk, en gaman hafði Jónas að segja frá því á síðari árum, hvernig hjáleig- an hefði vaxið að kalla höfuðból- inu yfir höfuð, en bróðir hans, og síðar bróðursonur, sem þar tóku við búi, efldu jörðina mjög og komu þar upp miklum búskap á nútímavísu. Það þótti Jónasi vænt um, svo mikil itök sem landið og landbúnaðurinn áttu í honum. Jónas Kristjánsson varð bú- fræðingur frá Hvanneyri 1914, en siðar fór hann til framhaldsnáms í Danmörku og nam þar við mjólk- ursamlagsskóla og lagði þar með grundvöllinn að ævistarfi sinu, en forstjóri Mjólkursamlags KEA var hann frá stofnun þess 1928 og fram um sjötugsaldur. Mörg fleiri störf vann hann tengd landbún- aði, var lengi í stjórn Ræktunar- félags Norðurlands og Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, og hin síð- ustu ár annaðist hann bókhald tilraunabúsins að Grísabóli. Þekkti ég raunar litt til starfa hans fyrir landbúnaðinn, en það hygg ég, að bændur i Eyjafirði hafi metið Jónas mikils, enda sýndu þeir honum mikinn þakk- lætisvott er hann lét af störfum við Mjólkursamlagið. Jónas Kristjánsson var orðinn gamall maður er við kynntumst, en hann var forvígismaður stofn- unar Minjasafnsins á Akureyri og i stjórn þess og stjórnarformaður mörg hin siðari ár. Átti ég því oft samskipti við hann og hafði ég ekki lengi talað við Jónas í fyrsta skipti er ég fann glöggt hinn gif- urlega áhuga hans á framgangi Minjasafnsins og kynntist hinni þrotlausu elju, sem hann sýndi í störfum fyrir safnið. Það má heita, að fyrsta verk mitt væri í hvert sinn sem ég kom til Akureyrar að hitta Jónas. Það var alltaf ánægjulegt að ræða við hann, fara með honum inn í Minjasafnið, skoða hvað nýtt hefði bætzt við, fylgjast með flutningi og endursmið kirkjunn- ar gömlu, kynnást undirbúningi að stækkun safnsins og heyra hugmyndir hans að enn frekari útvikkun þess og fjölgun bygg- inga á safnsvæðinu. Hann var að visu ekki einn í ákvörðunum sin- um eða vinnu fyrir safnið, en mik- il og góð samvinna var með hon- um og öðrum i stjórninni svo og safnverðinum, sem daglegar framkvæmdir hvíldu á. En fjár- tER FRAMKVÆMDASTOFNUNIN „ÓSKABARN" SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS7 Heimdallur S.U.S. heldur almennan félagsfund um Framkvæmdastofnun ríkisins. Fundurinn verður haldinn að Hótel Esju, 2. hæð miðvikudaginn 5. febrúar n.k. kl. 20.30. Framsögumenn verða þeir Sverrir Hermannsson alþingismaður og Þorsteinn Pálsson blaðamaður. Munu þeir að loknum framsöguerindum svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir velkomnir. Stjórnin reiður safnsins sá Jónas um, eggj- aði aðstandendur þess til fram- kvæmda og fékk oft meiru áork- að, en búaxt hefði mátt við að óreyndu. Áhugi hans á safninu og viðgangi þess var aðdáunarverður og virtist aldrei dvina, þótt árin færðust yfir og heilsan væri brostin hin siðari árin. Konu sina, Sigríði Guðmunds- dóttur, missti Jónas 1958. Ég kynntist henni aldrei, en glöggt mátti merkja, að Jónas tregaði hana mjög, þótt hann talaði fátt um. Hann talaði í rauninni fátt um eigin hagi, en hin síðari árin var hann áreiðanlega nokkuð ein- mana, þar sem hann bjó einn í húsi sínu að Skólastig 7, ásamt bróðurdóttur sinni, en dóttir hans, Sólveig, er búsett í Amer- íku, og sonurinn, Hreinn, í Reykjavik. Það voru áreiðanlega miklir sólardagar i lifi Jónasar, þegar dóttir hans og dótturdætur dvöldust nokkrar vikur á Akur- eyri fyrir tveimur árum, eða þeg- ar hann dvaldist vestra timakorn hjá þeim. Heimili Jónasar stóð mér ævin- lega opið þá er ég kom til Akur- eyrar. Gisti ég þar margar nætur og naut margvíslegrar fyrir- greiðslu hans. A Skólastig 7 var allt í sömu skorðum og þá er kona hans var á lifi, heimilið vandað og fallegt og höfðingsblær á öllu. Skemmtilegt var að sitja þar með Jónasi og ræða hugðarefnin, hvað verið var að framkvæma fyrir safnið eða hvað var á prjónunum, heyra Jónas segja frá ýmsu því, sem hann hafði kynnzt, mönnum og málefnum. Hann var mikill Islendingur og unni landinu, hinni gömiu, rótgrónu menningu sveitanna og landbúnaðinum, sem hann starfaði fyrir alla tíð. Við fórum saman nokk'rar ferðir um nágrannasveitirnar. Hann var þar alls staðar þrautkunnugur og þótti mér gott að hafa hann að förunaut, enda lagði hann oft á tíðum til fararskjótann. Var þá feróinni heitið ýmist fram í fjörð eóa út með firði, en þar þekkti hann hverja þúfu og gat sagt deili á hverju því, sem fyrir augu bar. Siðustu árin var heilsa Jónasar brostin og varð hann oft að liggja á sjúkrahúsi. Sl. sumar, er ég var síðast á ferð þar nyrðra, var hann mjög lasburða en áhuginn var enn hinn sami á byggingarmálum Minjasafnsins og framgangi þess. Þetta var honum efst í huga og átti hann enda enn eftir að vinna Framhald á bls. 25. £3 Helgafell 5975257 VI. —2. 1.0.0.F. 7 = 1 56258Vi = I.O.O.F. 9 = 1 56258’/! = RMR-5-2-20-VS-MT-HT Kvenfélag óháða safnaðarins áriðandl fundur Kirkjubæ i kvöld kl. 8.30. Kristniboðssambandið Fórnarsamkoma verður i kristni- boðshúsinu Betanía, Laufásvegi 13, i kvöld kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson cand. theol talar. All- ir velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, miðvikudag 5. febrúar. Verið velkomin. Fjölmennið. □ GLITNIR 5975257 — 1 Félagslíf Frá Golfklúbbi Reykjavikur: Innan- hússæfingar verða á fimmtudags- kvöldum frá kl. 8.30 —10.30 og hefjast 6. febrúar i leikfimissal laugardalsvallar. (undir stúkunum) Fólk er beðið um að hafa með sér inniskó eða strigaskó. Notaðir verða eingöngu léttir æfingabolt- ar. Nýir félagar eru velkomnir og fá þeir tilsögn hjá klúbbmeðlim- um. Stjórnin. Hörgshlið Almenn samkoma. — Boðun fagnaðarerindis i kvöld, miðviku- dag kl. 8. Farfuglar Munið spilakvöldið i kvöld. Árnesingamót verður að Hótel Borg n.k. laugar- dag. Miðasala að Hótel Borg og hjá Lárusi Blöndal á Skólavörðu- stig. FERÐAFELAG ÍSLANDS Eyvakvöld — Myndakvöld, í Lindarbæ (niðri) í kvöld (miðviku- dag) kl. 20.30. Jóhðnn Sigur- bergsson sýnir. Ferðafélag íslands. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Félagsfundur verður haldinn mið- vikudaginn 5. febrúar kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Dagskrá: Sigvaldi Hjálmarsson, indverskir meistarar. Stæráir 137 til 290 litra. Frysti - kæliskápur frá Bauknecht tveir skápar í einum Tekur ekki meira rúm en venjulegir kæliskápar. Alsjálfvirk affrysting i kæli- rúmi. Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 Hægri eða vinstri opnun eftir vali. Ódýr í rekstri. L 3 stærðir fyrirliggjandi. (Bauknecht veit hvers konan þarfnast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.