Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 24

Morgunblaðið - 05.02.1975, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 24 Eftir Jón Thoroddsen brauðið hann Ormur sinn skyldi biðja. Yngsta barn hjónanna í Sigríðartungu hét Sigríður; það var móður nafn bónda, og þótti honum harla vænt um hana; en ekki hafði hún jafnmikið ástríki af móður sinni; galt hún þess hjá móðurinni, sem hún naut hjá föðurnum, þaó er nafnsins og þess, aö hana svipaði í ætt til föðurömmu sinnar; sagði Ingveldur oft við sjálfa sig, þegar hún leit framan í barnið: Er það ekki eins og ég sjái sneypuna hana tengdamóður mína þarna lifandi? Það er nú þessu næst að segja, að þetta sumar var það ætlunarverk Indriða á Hóli, að hann skyldi smala á morgnana, en sitja hjá á daginn; beitarland- ið frá Hóli er fram um dalinn, en upprekstrarland bænda og afrétti fremst í dalbotninum. Kvífénu var haldið fram um Grænuhjalla, og þar sat Indriói hjá, og varð honum aldrei vant úr hjásetunni, en örðugar gekk honum að vakna á morgnana svo snemma sem þurfti, og var í fyrstu ekki ugglaust, að faðir hans yrði að vekja hann á stundum nokkuð hvatskeytlega; líður svo fram að slætti, tekur þá féð að spekjast, en Indriði að venjast við að fara nógu snemma á fætur. I Sigríðartungu varð það til tíðinda einn morgun á nýbyrjuðum túnaslætti, aó rekja var góð, og Bjarni bóndi genginn heim úr slægjunni og sér, að Ormur sonur hans sefur enn; þá voru liðin dagmál; segir hann þá við Ingveldi konu sína: Seint stígur Ormur frændi úr rekkju, og lízt mér, að þú vekir hann til skattsins; hann gjörir ekki annað, hvort sem er, en matast; nú er hann þegar sextán vetra og kann þó ekki að bera ljá i gras; margur myndi mæla það, að þroski hans sé svo mikill orðinn, að hann gæti hjakkað af einhverjum þúfna- kollinum, þar sem allir aðrir eru eitthvað að gjöra. Og jæja! honum þykir gott aó lúra á morgnana, rýjunni, enda mun verða önnur iðja og ákvörðun hans en að ganga út i túnið með karlmönnunum að orfinu. Bíddu nú við! hann er ekki orðinn klerkur enn þá; mér sýnist þeir verði ekki allir prestar.sem kennt er. Vissi ég það, að hann Ormur minn yrði ekki prestur, segir Ingveldur, þá skyldi ég ekki hafa eggjað þig á aö láta kenna honum, en ég vona, að guð minn góður heyri mína bæn og láti hann verða prest og komast á eitthvert gott brauð hérna einhvers staðar nálægt okkur, og heldurðu þá, að hann þurfi að slíta sér út viö orfið? Ekki tekur til, nema þurfi, og er honum engin skömm eða skaði að kunna til verka; en það er ekki í fyrsta sinni, að þú mælir allt eftir honum. Eins og þú eftir henni Siggu. Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Kolagerðarmaðurinn Jens Benediktsson íslenzkaði Um morguninn kom konungur og var heldur en ekki reiður. Hann heimtaði að fá að vita hver þjófurinn væri. „Ja, nú er ég búinn að skrifa og reikna mikið,“ sagði kolagerðarmaðurinn, „en það er nú þannig að það hefir ekki nokkur lifandi maður stolið hringn- um,“ sagði hann. „Pöh! Hver er það þá,“ spurði konungur. „Æ, það er stóri gölturinn konungsins," sagði kolagerðarmaðurinn. Nú var gölturinn tekinn og honum slátrað, og hringurinn fannst I honum, rétt var nú það. Svo fékk kolagerðarmaóurinn prestsembætti og konungurinn var svo glaður, að hann gaf honum bújörð og hest og 100 dali í viðbót. Kolagerðar- maðurinn var ekki lengi að flytja sig í embættið, og fyrsta sunnudaginn, sem hann var í prestakallinu, átti hann að lesa upp skipunarbréfið, en áður en hann fór til kirkjunnar, fékk hann sér matarbita og lagði í ógáti frá sér skipunarbréfið ofan á flatköku og tók það svo I misgripum fyrir flatkökuna og dýfði því i feiti, en þegar hann fann að það var ólseigt undir tönn, þá gaf hann hundinum það, og hann gleypti það með sama. Nú vissi karl varla hvernig hann átti að fara að. DRÁTTHAGIBLÝANTURINN m FERDIIMAIMD Of mikið vinnuálag í forstjóra- stólnum Það hefur vakið athygli manna í Danmörku að for- stjóri fyrir einu stærsta fyrirtæki Dana, vélsmiðjum F.L. Smidt sem tók við for- stjórastarfa fyrir nokkrum árum og er nú 46 ára, hefur sagt upp starfinu, ekki heilsu sinnar vegna þvf hann er sagður við hesta- heilsu. Nei, honum þykir vinnuálagið vera of mikið í stól forstjórans og þar eð hann sé aðeins 46 ára að aldri muni hann, ef heilsa leyfi, eiga langan starfsdag fyrir höndum — I starfi sem slíkt vinnuálag fylgi ekki. F.L. Smidt verksmiðjurnar eru stærstu framleiðendur sementsverksmiðjuvéla í heiminum og þar voru vélar Sementsverksmiðjunnar á Akranesi keyptar á sínum tfma. Kampavínsf lösku — jú, ég myndi gjarnan vilja eina líka. Væri ekki hægt að gera hreint á skrif- borðinu mínu áður en ég kem tii vinnu? Alfreð, nú getur þú komið og klippt dreng- inn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.