Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1975 27 | ÍÞBdTIAFRÉTIIR MORGIiBlABSI NS | 1 Skotgræðgi skynseminni sterkari Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, fréttamanni Mbl. á NM f Dan- mörku. Það var ekki tilþrifamikill handknattleikur sem lið Islands og Færeyja buðu um 500 áhorf- endum upp á í gærkvöldi í Greve- hallen í Kaupmannahöfn, en þá fór þar fram leikur liðanna í Norðurlandamótinu í handknatt- leik. Við því var varla að búast. Islendingar hafa aldrei náð að sýna sitt bezta þegar þeir keppa við lið sem eru snöggtum lélegri en þeir sjálfir, og taka ber einnig með í reikninginn að þetta var annar leikur Færeyinganna sama daginn — í gærmorgun kepptu þeir við Svía og töpuðu fyrir þeim 15—26. Orslitin í leiknum í gærkvöldi urðu 10 marka sigur tslands 27—17, eftir að staðan hafði verið 15:7 í hálfleik. Var reyndar um allþokkalegan leik að ræða í fyrri hálfleiknum, ef það er undan- skilið að Færeyingarnir héldu knettinum mjög mikið, og freist- uðu þess að draga niður hraðann í leiknum í þeirri von að þeir slyppu með sem minnstan marka- mun. I seinni hálfleiknum var hins vegar oft um hreina leik- leysu að ræða. Færeyingarnir voru þá greinilega orðnir ör- þreyttir, og íslendingarnir léku stundum eins og þeir væru byrj- endur i handknattleik. Þegar á heildina er litið verður þó ekki annað sagt en að þetta hafi verið öllu skárri leikur en þegar lið þessara þjóða mættust síðast, I Reykjavík s.l. haust, en þá sigr- uðu tslendingarnir 28—20. En það verður ekki af Færey- ingunum skafið, að þeir gerðu öðru hverju hina skemmtilegustu hluti f þessum leik. Æfðar leik- fléttur þeirra gáfu þeim mörk, og fengu þeir þá óspart klapp fyrir hjá áhorfendum sem flestir voru á þeirra bandi. Augljósasti galli i leik íslenzka liðsins var hin yfirgengilega skot- græðgi leikmannanna. Sóknirnar voru ekki búnar að standa nema nokkrar sekúndur þegar reynt var að skjóta, og stundum var ákafinn svo mikill að maður hélt að gera ætti tvö mörk í hverju upphlaupi. Þarna áttu margir sök, misjafna þó. Þannig var skotanýt- ing Viðars, Ölafs Jónssonar og Harðar Sigmarssonar bærileg, en hins vegar afleit hjá þeim Axel og sérstaklega Pálma Pálmasyni, sem reyndi mikið i leiknum með litlum árangri. Fór hann t.d. fimm sinnum inn úr vinstra horn- inu án þess að honum tækist að skora. Beztir í íslenzka liðinu i þessum leik voru markverðirnir Ólafur Benediktsson, sem var inná í fyrri hálfleik, og Gunnar Einarsson, en báðir vörðu þeir oft með ágætum. Þá var Ölafur Jónsson einnig góður, þótt línumannshlutverkið virðist ekki hæfa honum sem skyldi. Hörður Sigmarsson kom einnig vel frá leiknum og Bjarni Jónsson var sterkur i vörninni. I liði Færeyinganna bar einn leikmaður af. Sá var markvörður- inn Finn Bærentsen, sem bjarg- aði hreinlega liði sínu frá stór- skelli með glæsilegri markvörzlu oft á tíðum. Aðrir umtalsverðir leikmenn í færeyska liðinu voru þeir Kari Mortensen sem leikur með danska 1. deildar liðinu Efterslægten og vinstri handar skyttan Hanus Joensen. ISTUTTU MALI NM i handknattleik Grevehallen 4. febrúar (Jrslit: tsland — Færeyjar 27 Gangur leiksins. Mín. Island 1. Viðar 1 2. Hördur 2:0 3. Axcl 3:0 4. 4. ólafurJ. 5. 7. Viðar 9. ÓlafurJ. 11. Pálmi (v) 12. Viðar 14. 17. Pálmi 19. ólafurE. 20. 21. Stefán 22. Pálmi (v) —17 Færeyjar Joelsen J akobscn Mortensen K. Mortensen 25. 26. 28. 28. 30. 32. 32. 33. 36. 36. 37. 38. 39. 40. 42. 43. 46. 47. 48. 50. 51. Viðar ólafur J. Viðar Axel Hörður ólafur J. Hörður Hörður (v) Axcl Pétur Stefán Axel Hálfleikur 13:5 13:6 14:6 14:7 15:7 r 16:7 16:8 17:8 17:9 18:9 19:9 19:10 20:10 20:11 20:12 21:12 22:12 23:12 23:13 24:13 24:14 51. Viðar 54. 55. Viðar 57. 57. 58. ÓlafurJ. 25:14 25:15 S. Jakobsen 26:15 26:16 S. Jakobsen 26:17 H. Joensen 27:17 H. Joensen K. Mortensen H. Joensen Midjord S. Jakobsen H. Joensen H. Joensen Thorsteinson K. Mortensen Mörk Islands: Viðar Símonar- son 7, Ólafur H. Jónsson 5, Hörður Sigmarsson 4, Axel Axels- son 4, Pálmi Pálmason 3, Stefán Halldórsson 2, Ólafur Einarsson 1, Pétur Jóhannesson 1. Mörk Færeyja: Hanus Joensen 5, Sverrir Jakobsen 4, Kari Mortensen 4, Hilmar Joelsen 2, Kari Thorsteinson 1, Johan Petur Midjord 1. Brottvisanir af velli: Axel Axelsson í 2 mín. Einum færeysk- um leikmanni i 2 mín. Misheppnað vftakst: Pálmi Pálmason skaut framhjá úr víta- kasti í s.h. Eigum góða möguleika gegn Dönum Graaskjær látinn hætta I KVÖLD fara fram úrslitaleik- irnir f Norðurlandameistaramót- inu f handknattleik. KI. 18.00 leika Finnar og Færeyingar um fimmta sætið, kl. 19.30 leika Dan- ir og fslendingar um þriðja sætið Gunnlaugur landsliðs- þjálfari? FLOGIÐ hefur fyrir, að Gunn- laugi Hjálmarssyni hafi verið boð- in staða landsliðsþjálfara i hand- knattleik í Færeyjum. Gunnlaug- ur er meðal áhorfenda á Norður- landameistaramótinu i Danmörku og átti þar Thorbjörn Mikkaelsen, formaður færeysku handknatt- leiksnefndarinnar, viðtöl við hann. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við þá Gunnlaug og Thorbjörn, en hvorugur þeirra vildi staðfesta að Gunnlaugur tæki að sér þjálfarastöðuna. og strax að þeim leik loknum hefst viðureign Norðmanna og Svfa um gullverðlaun mótsins. Gffurleg óánægja var f Dan- mörku með frammistöðu danska liðsins f leiknum við Norðmenn, enda höfðu Danir gert sér góðar vonir um að lið þeirra myndi leika úrslitaleikinn f Norður- landameistaramótinu. Landsliðs- þjálfarinn, Jörgen Graaskjær, var látinn segja af sér f gær, en um hann hefur staðið mikill styrr að undanförnu. Það verður hinn gamalkunni handknattleiksmað- ur og þjálfari Gerd Andersen sem tekur við störfum hans og stýrir danska liðinu gegn tslendingum I kvöld. — ÞAÐ er ekki gott að tjá sig um þennan leik, sagði Birgir Björnsson landsliðsþjálfari eft- ir leikinn við Færeyinga í gær- kvöldi. — Eitt er þó augljóst; islenzka liðið skortir samæf- ingu. Leikurinn í kvöld var eng- inn mælikvarði á getu liðsins. Leikir vilja oft verða fremur slakir, þegar styrkleikamunur- inn er vitaður fyrirfram. Um leikinn við Danmörku i kvöld sagði Birgir: — Ég tel að við eigum góða sigurmöguleika. Þó vil ég ekki vera of bjartsýnn. Ef þetta smellur bærilega saman hjá okkur, þá er tæpast vafamál að við erum með betra tið en þeir. Viðar Sfmonarson sagði eftir leikinn: Þetta er eins og venju- lega þegar við förum i leiki sem vitað er fyrirfram að við vinn- um. Spilamennskan er á núll- punkti. Og þetta er ekkert eins- dæmi hjá okkur — útkoman hjá Svfum var svipuð á móti Færeyingum. Við getum skammast okkar fyrir frammi- stöðuna i kvöld, og hún verður vonandi til þess að menn taka sig saman í andlitinu og vinna Danina i kvöld. Það væri okkur mikil sárabót. Sigurður Jónsson, formaður HSl: Þannig verða leikir þegar menn ætla að gera þrjú mörk í hverju upphlaupi. Þessi slaka frammistaða liðsins verður von- andi til þess að það tekur sig á og vinnur leikinn i dag. Eg geri mér auðvitað grein fyrir því að það þarf margt að ganga okkur í haginn, ef við eigum að vinna Dani á heimavelli þeirra, en vona hið bezta. Eitt er þó alveg augljóst. Til þess að eiga mögu- leika á að sigra i leiknum í dag þarf islenzka liðið að leika margfalt betur en það gerði I kvöld. Ólafur H. Jónsson: Það er erfitt að leika gegn liði eins og því færeyska. Þegar við erum komnir 10 mörkum yfir virðist sem hver einasti maður sjái gott skotfæri eftir 5 sekúndur. Ég tel að við eigum góða mögu- leika á móti Dönum. Við verð- um þó að þjappa vörninni betur saman hjá okkur til þess að eiga möguleika. Thorbjörn Mikkaelsen, sagði að þetta hefði ekki verió góður leikur. Islendingarnir hefðu verið miklu betri og beztu menn liðsins verið Ólafur H. Jónsson og Viðar Símonarson. Johan Petur Midjord, fyrir liði færeyska liðsins, var sam- mála formanni sínum að þetta hefði verið slakur leikur. — Við vorum orðnir mjög þreyttir undir lokin, eftir að hafa leikið tvo erfiða leiki sama daginn. Ólafur Jónsson er bezti leik- maður sem ég hef séð á hand- knattleiksvelli, sagði Midjord, og bætti því síðan við, að hann væri viss um að íslendingar sigruðu Dani í leiknum í dag. PHILIPS KÆUSKAPAR Næst hér NÆSTA Norðirrlandamót í hand- knattlcik verður haldið á tslandi milli jóla og nýjárs næsta vetur. Sagði Sigurður Jónsson, for- maður Handknattleikssambands tslands, f viðtali við Morgun- blaðið f gærkvöldi, að hann von- aðist eftir þvf að það mót gæti orðið stærra í sniðum en yfir- standandi mót, þ.e. að allir lékju þá við alla. Lokastaðan Lokastaðan I riðlakcppni Norðurlanda- mótsins varð þessi: ARIÐILL: Svfþjóð 2 2 0 0 44:31 4 tsland 2 1 0 1 43:35 2 Færeyjar 2 0 0 2 32:52 0 BRIÐILL: Noregur 2 2 0 0 36:28 4 Danmork 2 1 0 1 40:32 2 Finnland 2 0 0 2 24:40 0 RKRI R SMEKIN UM Póllinn h.f. ísafiröi. K/F V-Húnvetninga Hvammstanga. Véla & Raftækjasalan h.f., Glerárgötu 6, Akureyri. K/F Borgfirðinga Borgarnesi. Verzl. Bjarg h.f. Skólabraut 21, Akranesi. Stafnes s.f. Vestmannaeyjum. philips kann tökin á tækninni Hafnarstræti 3 - 20455. Sætún 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.