Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 7

Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 7 eftir GUNNAR RYTGAARD NÝLEGA lézt danska stór- leikkonan Clara Pontopp- idan 92 ára að aldri. Við andlát hennar sagði eitt Kaupmannahafnarblað- anna í fyrirsögn á forsiðu að Clara Pontoppidan hefði verið „ekki aðeins leik- kona, heldur heill heimur út af fyrir sig". Hun var það ung þegar hún hóf listaferil sinn hjá Konunglega leik- húsinu, að hún náði að halda upp á 75 ára starfsaf- mæli, en fyrst kom hún fram barn að aldri í ballett- sýningu. Á níræðisafmæl- inu kom hún svo i fyrsta sinn fram i kabarettsýningu í Kaupmannahöfn. Hún var að öllu leyti mjög óvenjuleg kona. Það getur einnig ungur íslend- ingur, Steingrímur Sigur- jónsson, vottað, en hann stundar nám i byggingar- tækni í Kaupmannahöfn. Þegar hann kom til Kaup- mannahafnar árið 1972, leitaði hann sér að hús- næði. Tókst honum að fá herbergi hjá eldri konu við Clara Pontoppidan með islenzka teppið sem Steingrimur gaf henni um jólin 1972. Steingrímur „Lífvörður” og Clara Pontoppidan Clara Pontoppidan og Steingrímur Sigurjónsson heima við Lyngbyvej. Lyngbyvej. Það var ekki fyrr en hann var fluttur þangað inn að hann komst að þvi að þetta var fræg kona og „grand old lady" danskrar leiklistar. Húsið, sem hann fluttist i var Ole Haslunds húsið, sem notað er sem heiðursbústaður fyr- ir danskan listamann. Listamaðurinn sem þarna bjó, var sem sagt Clara Pontoppidan. Steingrímur bjó hjá Clöru Pontoppidan í eitt ár — þar til í júli 1973. Þá fluttist hann þaðan af einka- ástæðum. Meðan hann bjó þar samdi honum sérlega vel við gömlu konuna, og þar sem Steingrimur er 1 85 sentímetra hár, 90 kíló og kraftalega vaxinn, var ekki óeðlilegt þótt eitt dag- blaðanna segði að hann væri lifvörður frú Pont- oppidan. — Ég hellti oftast upp á kaffi fyrirfrú Pontoppidan á morgnana, segir Stein- grimur. Ég aðstoðaði hana einnig við að hugsa um húsið, og alltaf var hún mjög þakklát fyrir þá að- stoð, sem ég gat innt af hendi. Og það að ég hafi verið lífvörður hennar er í rauninni rétt. Hús Ole Has- lunds liggur alveg víð Lyng- byvej — eða lá við veginn, þvi nú hefur verið reistur þar varnarveggur — og for- vitnir vegfarendur voru ekkert feimnir við að vaða inn i garðinn hjá þessari þekktu konu. Oftar en einu sinni hef ég þurft að fleygja þeim út, sem gerðust of nærgöngulir, svo Clara Pontoppidan fengi frið. Eitt sinn gerðist það einnig að mikið þrumu- veður skall á. Þá kallaði gamla konan i mig, bara af því að hún var hrædd og hana langaði i félagsskap. Um jólin 1972 fór Stein- grímur i heimsókn heim til íslands, og þegar hann kom aftur til Kaupmannahafnar hafði hann meðferðis gott íslenzkt ullarteppi handa frú Pontoppidan. það var mjög vel þegið. Gamla konan naut þess að vefja sig þessu hlýja teppi þegar hún sat löngum stundum úti i garðinum að sumar- lagi. Benz 8 cyl. sjálfskiptur árg. '71 til sölu. Upp- lýsingar i síma 40885 eftir kl. 17.00. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. staðgreiðsla. Nóatún 27 Sími 25891. Hafnarfjörður og nágrenni Ódýru sviðin, ungkálfakjöt, 6 dósir ávéxtir á 1088 kr. ódýr sulta 108 kr. krukkan. KJÖTKJALLARINN, Vesturbraut 1 2. Hafnarfirði. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustóðin hf., simi 33603. Hafnarfjörður og nágrenni Reykt folaldakjöt 280 kr. kg. kindahakk 370 kr. kg. Reyktar og saltaðar rúllupylsur á 348 kr. stk. KJÖTKJAILARINN, Vesturbraut 1 2, Hafnarfirði Loðnukrabbi til sölu. Upplýsingar í síma 50650. Hafnarfjörður og nágrenni Folaldabuff og gullash 580 kr. kg. Nautabuff og gullash 650 kr. kg. Nautahakk 450 kr. KJÖTKJALLARINN, Vesturbraut 1 2, Hafnarfirði Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Sími 53044. Bólstrun Tek bólstruð húsgögn í klæðn- ingu. Fast verðtilboð ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugarnesvegi 52, simi 32023 — 71538. JHoT0unt>IatiíÍ> >i mnRCFRLDHR mÖCULEIKR VÐRR Ibúð — Hátún 3ja — 4ra herbergja íbúð í háhýsi í Hátúni 4a er til sölu. Ibúðin er um 85 ferm. SKIP& FASTEIGNIR SKULAGÖTU 63 - ‘S' 21735 4 21955 Gtæsileg íbúð — til leigu Þriggja herbergja íbúð, fullbúin húsgögnum til leigu í fimm mánuði (1 /5 — 1 /10). Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 15. febrúar merkt „íbúð 6589". GLÆSILEG \ (MIÖ) J NORSK FRAMLEIÐSLA. \ J\ SÉRFLOKKI E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. Faryman smá-diesel-vélar I báta og vinnuvélar, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, átta, tíu, fjórtán, tuttugu, tuttugu og tveggja, tuttugu og fimm hestafla. Loft-eða vatnskasldar. Sturlaugur Jónsson & CO. SF., Vesturgötu 16, Reykjavik, sími 14680.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.