Morgunblaðið - 11.02.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 11.02.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 13 er þar um að ræða gjall og málm- grýti og hafa ekki fundist í því háskaleg efni, en allt þetta verður að sjálfsögðu skoðað og settar um þaó strangar reglur. Hins vegar vil ég taka það sérstaklega fram, að ekki hefur þótt rétt enn, og það er í samráði við álit heilbrigðiseft- irlits ríkisins, að sækja formlega um starfsleyfi fyrir þessa verk- smiðju fyrr en Alþ. hefði ákveðið, hvort hún skuli reist. En þegar stjórn hefur verið kosin fyrir fé- lagið og fyrirtækið, verður af þeim aðila sótt um leyfið. En eftir itarlegar athuganir á þessu máli segir svo I álitsgerð Baldurs John- sens og Eyjólfs Sæmundssonar: í fyrsta lagi, að heilbrigðisyfirvöld muni framfylgja íslenskum lög- um og reglum til hins ítrasta til að tryggja sem best, að umrædd verksmiðja spilli ekki umhverfi sinu og heilsu starfsfólks verði ekki stefnt í voða. Að lokum má geta þess, að gert er ráð fyrir, að heilbrigðiseftirlit ríkisins fylgist með byggingu verksmiðjunnar og tryggi, að stöðlun og öðrum skil- yrðum, sem sett verða fyrir bygg- ingum og rekstrarleyfi, verði framfylgt. Að öllu þessu athuguðu mun heilbrigðiseftirlit ríkisins ekki mæla gegn rekstrarieyfi fyrir fyr- irhugaða málmblendiverksmiðjú í Hvalfirði, enda verði settum skilyrðum fyrir byggingu, við- haldi og rekstri fylgt i hvivetna. Staðarval, skattar og tollar Varðandi skatta og tolla þessa fyrirtækis er gert ráð fyrir þvi, að verksmiðjan njóti sömu kjara og annar hliðstæður útflutningsiðn- aður að því er varðar aðflutnings- gjöld og söluskatt á innflutning. bæði hvað varða stofnkostnað og rekstur. Sama gildir um útflutn- ing og verða framleiðsluvörur verksmiðjunnar ekki söluskatts- skyldar á Islandi nema til inn- lendra aðila. Varðandi skattlagn- ingu verksmiðjufélagsins verður henni í meginatriðum háttað samkv. íslenskum skattalögum, eins og þau verða á tiverjum tíma. Þau fáu sérákvæði, sem um er samið, er að finna í frv. í 7., og 8. gr. þess og má segja, að mikilvæg- asta sé ákvæðið um frádráttar- heimild um arðgreiðslu, sem svar- ar allt að 10% af nafnverði hluta- fjár. Um þetta atriði segir svo frá undirbúningsnefndinni á bls. 23 i frv., að þetta ákvæói hafi tvo kosti í för með sér. Annars vegar geri það fyrirtækinu kleift að byggja upp meiri varasjóði en ella væri og þannig gera það lánshæfara gagnvart erlendum bönkum. Hins vegar felst í þessu ákvæði, ef því verður beitt, frestun á greiðslu arðs úr landi, sem aftur hefur hagstæð áhrif á greiðslujöfnuð. Varðandi staðarval fyrir verk- smiðjuna, þá var það mál rann- sakað rækilega og niðurstaða í því fengin alllöngu fyrir stjórnar- skipti. Ýmsir staðir höfðu vérið kannaðir, og hafði verið komist að þeirri niðurstöðu, að verksmiðjan væri best staðsett á Hvalfjarðar- strönd, þ.e.a.s. í Iandi jarðarinnar Klafastaða í Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það hefur nú undanfarnar vikur verið rætt við eigendur jarðarinnar um kaup á landi úr jörðinni, og hefur náðst fullt samkomulag um það, að rik- ið kaupi um það bil 80 hektara lands úr jörðinni, sem nægir rif- lega fyrir byggingu verksmiðj- unnar og fyrir höfnina og enn fremur að rikið fái forkaupsrétt á jörðinni að öðru leyti. Vegna þessa samkomulags hefur verið felld niður eignarnámsheimild, sem verið hafði í upphaflega frv., heimild fyrir ríkisstj. til þess að taka land eignarnámi í þessu skyni. Ég fagna þvi, að fullt sam- komulag hefur náðst við aðila um þetta mál. 1 sambandi við verksmiðjuna þarf að gera hafnarmannvirki og er aðstaða hafnarmannvirkja ein af ástæðunum til þess, að þessi staður var valinn, því að hafnar- skilyrði eru þarna mjög góð. Það hefur verið mjög um það rætt, hvernig skyldi háttað aðild að höfninni, hvort þarna skyldi verða um landshöfn að ræða, hvort verksmiðjan skyldi að ein- hverju leyti eiga höfnina, en sú hefur orðið niðurstaðan, að sveit- arfélögin sem þarna eiga hlut að máli, verði eigendur hafnarinnar. Þau hreppsfélög, sem þarna eiga hlut að máli, eru fyrst og remst Skilmannahreppur, enn fremur Hvalfjarðarstrandarhreppur, Innri-Akraneshreppur og Leirár- og Melasveit. Auk þess kemur Akraneskaupstaður hér að sjálf- sögðu til og enn fremur kemur þar til athugunar, hvort Borgar- fjarðarsýsla yrði einnig aðili. Samgrh. hefur nýlega skipað nefnd til þess að athuga nánar um eignaraðild að höfninni, en í stór- um dráttum má segja, að gert er ráð fyrir þvi að sveitarfélög verði eigendur hafnarinnar og höfnin verði síðan byggð eftir hafnalög- um og almennum reglum um fjár- framlög, þannig að ríkissjóður leggi fram 75% kostnaðarins, en sveitarfélögin 25%. Varðandi tekjustofna sveitarfé- lags eða sveitarfélaga, þá er gert ráð fyrirþvií7.gr. frv.varpsins, að félagið greiði árlegt landsút- svar, sem reiknast út eftir svipuð- um reglum og aðstöðugjald og enn fremur greiði það fasteigna- skatta eftir venjulegum reglum. Það mál er til athugunar nú, hvernig þeim tekjum, sem til sveitarfélaganna ganga, verði skipt milli þeirra. Það er hægt á þessu stigi að segja, að gert er ráð fyrir því, að hreppsfélögin 4, sem ég nefndi, ásamt Akraneskaup- stað, verði aðilar að þessum tekju- stofnum, en hvernig þeim verður háttað að öðru leyti er til nánari athugunar. I því sambandi er rétt að geta þess einnig, að komið hef- ur til orða, hvort þessi 4 hreppsfé- lög mundu vilja sameinast í eitt sveitarfélag. Það er gert ráð fyrir því í sveitarstjórnarlögum, að slíkt megi verða, ef sveitarfélögin óska eftir því og eru hafnar nokkrar umr. milli þeirra og full- trúa ríkisins um það efni. Urslit þess máls velta auðvitað á óskum og vilja sveitarfélaganna sjálfra. Raforkuverd Það var fyrir réttu ári að við- ræðun. um orkufrekan iðnaó sendi þáverandi ríkisstj. grg. og taldi undirbúningi svo langt kom- ið að járnblendiverksmiðju að taka mætti endanlegar ákvarðan- ir iþví máli. I apríl ogmaí mánuði mun það hafa verió rætt og jafn- vel verið í ráði að leggja fram frv. um málió fyrir Alþ., en af sérstök- um ástæðum varð ekki af þvi, ástæðum sem ég skal ekki rekja hér að þessu sinni, En eftir stjórn- arskiptin í haust var málið tekið upp að nýju og m.a. voru það 3 atriði, sem lögð var áhersla á að kanna nánar og fá breytingar á. 1 fyrsta lagi var talið nauðsynlegt að fá mun hærra orkuverð fyrir það rafmagn, sem selt yrði til járnblendiverksmiðjunnar held- ur en gért hafði verið ráð fyrir í samningsdrögum frá því í fyrra- vor. Það tókst að fá þar á verulega hækkun þannig, að þegar bæði hækkunin á sjálfu orkuverðinu, forgangsorku og afgangsorku er talin og einnig aðrar breytingar í því sambandi þá er hækkunin á orkuverðinu um 43% frá því sem var í þeim drögum, sem lágu fyrir frá sl. vor. I öðru lagi var talið rétt að fá eignarhlut Islands lækkaðan úr 65% nióurundir 51% af ástæð- um, sem ég greindi hér í upphafi míns máls. Samkomulag var svo um það, að Island ætti 55% í staðinn fyrir 65% eins og gert var ráð fyrir á sl. ári, eða sl. vori. 1 þriðja lagi var lögð á það megin- áhersla að tryggja sem best allar mengunarvarnir og hef ég rakið það mál nokkuð hér. 1 þessu efni, um öll þessi þrjú þýðingarmiklu atriði, hefur nást verulegur árangur. Verðandi þá kosti, sem eru við þaó fyrir lsland að ganga til þessa samstarfs og reisa þessa verk- smiðju skal ég aðeins rekja hér nokkur meginatriði i lok míns máls. Það er í fyrsta lagi, að slik járn- blendiverksmiðja og samningar um hana eru æskilegir og í raun- inni nauðsynlegir vegna orkusölu frá Sigöldu, nauðsynlegir til þess að selja við góðu verði þá orku, sem þar er framleidd og sem ekki er markaður fyrir um sinn innan- lands. Að því leyti er þetta frv. og þessi samningur, sem það byggist á, mjög mikilvægt fyrir þessa stórvirkjun. 1 öðru lagi mundu renná með þessum hætti fleiri stoðir en nú er undir íslenskt atvinnulíf og efnahagslif. Öllum er það kunn- ugt hversu varhugavert það er að byggja svo mjög á einum atvinnu- vegi, þó hann sé okkar lífæð að sjálfsögðu, sjávarútveginum. Við verðum að fá fleiri stoðir. I þá átt var stigið stórt spor með byggingu Álversins og nú mundi járn- blendiverksmiðjan verða mikil- væg stoð einnig. M.a. mundi slík verksmiðja auka gjaldeyristekjur okkar, nettógjaldeyrishagnaður mundi verða verulegur af þessari verksmiðju. I þriðja lagi mundi verða hér atvinnuauki. 1 þessu samb. er gert ráð fyrir því aðs þó ekki sé það alveg fullákveðið, að ef af þessari byggingu verður þá muni um 300 manns hafa þar atvinnu við bygg- ingarframkvæmdir, en síðar þeg- ar verksmiðjan tekur til starfa er gert ráð fyrir 115 manna starfs- liöi. Nú vil ég taka fram i þessu sambandi að vitanlega verður að gæta þess hér vandlega, hvernig þetta fellur að hinum almenna vinnumarkaði, og að ekki verði af þessum framkvæmdum aukin þensla. Þaó mál þarf að sjálfsögðu að skoðast í sambandi við efna- hagsmálin í heild og framboð og eftirspurn eftir vinnuafli. I fjórða lagi myndi slík stóriðja skapa möguleika fyrir ýmiss konar auk- inni þjónustu: þjónustufyrir- tækja, viðgerðarverkstæða, flutn- ingsaðila o.s.frv. I fimmta lagi mundi ísland fá skatttekjur af þessari verksmiðju, sem mundu verða verulegar bæði til rikis og sveitarfélaga, ef svo fer sem horfir. Og i sjötta lagi má gera ráð fyrir því aðlslandfáitöluverðan arð af þessu fyrirtæki. Þetta fyrirtæki verður eftir þeim drögum, sem hér liggja fyrir, islenskt fyrirtæki að meirihluta og mun í öllu lúta íslenskum lögum. Ú tsölumar ka ður inn umtalaði í fullu fj öri 0 Otrúlegustu kjör: □ KULDAFLÍKUR □ FÖT M. VESTI □ STAKIR JAKKAR □ kjólar □pilsqpeysurDblússur □ bolir □ leðurjakkar o.m.fl. ■ # KARNABÆR I IfeKli imorl/aAi ir I oi inotmn Utsölumarkaður Laugaveg 66 C*Y^ .A RICQMAC 9 *r imop 1 2 3 4 5 6 Grandtolal - Nlerkjasklfti - Mlnus-margföldun Konstant - Fljötandl komma Auk: + - X 4- Stór + takki, sem audveldar samlagnlngu og kemur í veg lyrir villur. Hljódlát. Slekkur á prentverkinu. et engin vinnsla i 3 sek. - ræsir þad sjállkrafa er vinnsla hefst á ný. Skrifar á venjulegan pappír. Nýtt og glæsilegt útlit. Verd KR. 34.000 I SKRIFSTOFUVELAR h.f. <£. + = -F ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.