Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 14

Morgunblaðið - 11.02.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuBmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. ABalstraeti 6. sfmi 10 100. Aðalstrati 6. slmi 22 4 80. Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarf ulltrúi Fráttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar Ljóst er, að alveg á næstunni er óhjákvæmilegt að gera um- fangsmiklar og afgerandi aðgerðir í efnahagsmálum. Á síðustu þremur mánuð- um ársins 1974 snögg- versnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar meir en dæmi eru til um frá fyrri tíma. Þannig lækkaði kaupmátt- ur útflutningstekna þjóðarbúsins í heild um a.m.k. 25% á fáum mánuð- um. Með öllu er útilokað annað en svo hrikaleg um- skipti hafi veruleg áhrif á efnahag allra landsmanna. Hverjum manni er ljóst, að ekki er unnt að halda sama kaupmætti launataxta á sama tíma og kaupmáttur útflutningstekna þjóðar- innar rýrnar svo sem raun hefur orðió á. Ríkisstjórnin setti sér þegar það meginmarkmið, að halda uppi fullri at- vinnu í þjóófélaginu þrátt fyrir hina miklu erfiðleika, sem við er að etja. Þetta er einnig aðalkrafan í síðustu kjaramálaályktun Alþýðu- sambandsins. Nú er svo komið, að mikilvægustu at- vinnugreinar eru að því komnar að stöðvast, ef ekk- ert verður að gert. Óhjákvæmilegt er því að grípa nú til aðgerða, sem afdráttarlaust koma til með að renna traustari stoðum undir atvinnulífió. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, lagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar um sl. áramót ríka áherzlu á þær staóreyndir, sem vió verðum að horfast í augu við. Forsætisráðherra sagði m.a.: ,,En nú er mál að óskhyggjunni linni. Við ríkjandi aðstæður í efna- hagsmálum í heiminum, verðum við að sætta okkur við, að lífskjör þjóðarinnar geta ekki batnað um sinn. Forgangsverkefnið á sviði efnahagsmála er að tryggja fulla atvinnu og at- vinnuöryggi og treysta þar með þau góðu lífskjör, sem þjóóin hefur búið við á undanförnum árum. Til þess að ná þessu markmiði á sama tíma og hamlaó er gegn verðbólgunni verðum við að halda í við okkur, sniða okkur stakk eftir vexti. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst, að ekki eru skilyrði til þess að ná raunverulegum almennum kjarabótum, þegar tekjur þjóöarinnar í heild minnka eins og nú er útlit fyrir bæði í ár og næsta ár vegna versnandi viðskiptakjara." Hér var talað afdráttar- laust. Og það sama gerði Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra á fundi fyr- ir skömmu, þegar hann sagði: „Staðreyndirnar tala og segja: Hingaó og ekki lengra." Þannig er alveg ljóst, að forystumenn beggja stjórnarflokkanna hafa óhikað skýrt þjóðinni frá því, aö framundan væru efnahagsaðgeröir, sem raska myndi þeim falska kaupmætti, er hér hefur verió haldið uppi. Þannig hafa stjórnmála- mennirnir tekið afdráttar- laust af skarið um það, sem í vændum er. Helstu efnahagssérfræð- ingar þjóðarinnar hafa einnig tekið í sama streng. Jónas H. Haralz lagði þann- ig á það ríka áherzlu fyrir skömmu, að ekki yrói grip- ið til fálmandi og fálm- kenndra aðgerða, sem að- eins næðu til einstakra þátta efnahagslífsins. Hann kvað vissa hættu vera á því að menn gripu til ráðstafana, sem gætu verið vinsælar í bili, en gagnlitlar og skaðlegar, þegar til lengdar leti. Þessi varnaöarorð er rétt að hafa sterklega í huga nú. Það hefur allt of oft gerzt, að ríkisstjórnir hafa ekki þor- að að grípa til nægilega af- gerandi aðgerða með þeim afleiðingum einum, að þjóðin hefur velt vanda- málunum á undan sér. Við núverandi aðstæður má ekkert slíkt gera. Þvert á móti þarf að móta víðtæka og samræmda stefnu í efnahagsmálum og beita aga og aðhaldi í ríkum mæli eins og Jónas H. Haralz hefur lagt áherzlu á. Jóhannes Nordal sagði m.a. eftirfarandi í viðtali í Morgunblaðinu fyrir skömmu um þau viðfangs- efni, sem framundan væru í efnahagsmálunum: „Það er enginn vafi á því, að aðgerðir í þessa átt verða bæði erfiðar stjórnmála- lega og sársaukafullar í framkvæmd. Það er aldrei meiri vanda bundið að stjórna efnahagsmálum heldur en þegar ráðstöfun- arfé þjóðarbúsins er lækk- andi og skipta þarf minnk- andi köku á milli mismun- andi hagsmuna. Við þær aóstæður hlýtur hinn stjórnmálalegi vandi að vera fólginn í því að dreifa byrðunum þannig, að réttlætis sé gætt gagn- vart þeim, sem minnst geta á sig tekið, jafnframt því, sem nægileg hvatning sé veitt til öflugrar atvinnu- starfsemi og aukinnar framleiðslu." Þegar litið er á þau til- vitnuðu ummæli, sem hér hefur verið minnzt á, ætti engum að dyljast, að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. En það er ekki nóg að viðurkenna nauðsyn efnahagsaðgerða við þessar aóstæður. Hitt skiptir meira máli, að menn geri sér grein fyrir, að allar slíkar aðgerðir hljóta að koma niður á kjörum fólksins í landinu, ef þær eiga einhvern árangur að bera. Ráóstaf- anirnar verða sársauka- fullar og þær verða að vera það, ef þær eiga að bera nokkurn árangur. Fyrir þessari staðreynd er ekki hægt að loka augunum, ella myndum við sitja áfram í sama feninu og ekki kom- ast út úr erfiðleikunum. Nú þarf afgerandi aðgerðir Steingrímur Sigurðsson skrifar frá Svíþjóð: Strindberg, Brecht, Berg- mann, O’Neill, Stanislavsky Strindberg, Brecht, Bergmann, O’Neill, Stanislavsky. VIÐTAL við Peter Blomberg, sænskan kvikmyndamann, leik- húsmann um sænska leikrita- gerð og sænskt leikhús. „Hyland.. . Hyland” hrópar leikarinn, þegar hann er að minna sig á hlutverkið. Þetta er að verða viðkvæði ýmissa sænskra leikara, æpiorð eða slagorð með hæfilega háðulegri merkingu. Hyland er tízku- gáfnaljós Svía í dag, sem reynir að gera sig að Robert Frost Sví- þjóðar eða kannski mætti öllu heldur segja Ölaf Ragnar Grímsson þeirra Svíanna. Hann leikur sjóliðsforingja í sænskum gamanleik, Blájackor (Blástakkar), sem Stats Teater í Málmey flytur um þessar mundir. Þetta er löng sýning, en f jarri því að vera leiðigjörn. Áhorfanda er haldið vakandi svipað og á kraftmikilli ameriskri sýningu — sjói — með glettum, hæfilega djarfleg- um meiningum og öðru kryddi, sem þó dylur alvöru lífsins. Nils Poppe sá stórleikari er höfuðpaurinn á sviðinu. Hann er kunnur á Islandi meðal leik- fróðra og leikhúsunnenda. Sænskt Ieikhús er umtalsvert fyrirbæri. Það er skóli með hefð og leifðir, sem hefur gert sér far um að tileinka sér flest allt bitastætt í leiklistarskólum meginlandsins og raunar víðar: Rússneska Stanislavskyskólann og franska kvikmyndastílinn sem kemur oft fram í kvik- myndum þeirra, (Ingmar Berg- mann) og svo í ofanálag eiga þeir Svíar magnaða leikritun með miskunnarlausri sálfræði og mannþekkingu, sem m.a. eru leikrit August Strindbergs. Peter Blomberg leikari og leikstjóri sjónvarps, útvarps- maður og maður kvikmynda er þrjátíu og fimm ára, tvíkvænt- ur, tvífráskilinn (ef ekki oftar) sonur opinbers saksóknara ríkisins úr Norður-Svíþjóð, klassískt menntaður (gríska, saga og latína). Hann nam leik- list í heimalandinu, Svíþjóð og i Júess við Columbia-háskóla í New York (menntaður upp á leikhús, sjónvarp, kvikmyndir og útvarp). Leikið í 80—90 hlutverkum og stjórnað 30—35 leikritum, m.a. Pelikan Strind- bergs og Sá sterkasti, svo að eitthvað sé talið^ Auk þess stjórnað tveim barnaleikritum í sjónvarp. Þegar hann var við leiklistarnám i New York árin '67 og ’68 gerði hann hálfrar klukkustundar kvikmynd um New York án tals — aðeins með tónlist. Á tímabili var hann í sænska flotanum, sem þrióji stýrimað- ur á kafbát. Þegar hann birtist á leiksviðinu, teinréttur í sjó- liðsforingjabúningnum og heiisaði eins og maður gerir sér í hugarlund kafbátsforingja undir ströngum heraga, er ekki hægt annað en taka eftir ýms- um smáatriðum, sem þó skipta máli: Hvernig hann bar hönd- ina að húfuskyggninu, hvernig hann hreyfði sig eins og við liðskönnun á kafbátadekki. Það var iífað og reynt, auðsjáan- lega. Hann þykir hafa stíl á leik- sviði með sveigjanleik í hreyf- ingum (plastiskar hreyfingar), eins og leikarar tala um. Hann tjáir sig með hreyfingum, sem er mikilvægt á leiksviði. Að lokinni sýningu á Blájackor biðu greinarhöfund- ur og annar landi, búsettur i Málmey, sem nauðaþekkti Pét- ur, (Þeir bjuggu saman um hríð og deildu saman súru og sætu), eftir le grand acteur!! Þeir þrír urðu samferða á „Bull’s eye“, þar sem blaða- menn, leikarar og aðrir artistar venja komur sínar. Þar sam- þykkti Pétur að haft yrði við sig viðtal. „Hvers vegna gerðistu leik- ari?“ „Ég valdi það að lífsstarfi — til að lifa af því.“ „Er það ástæðan?” „Já.“ „Ekki af hugsjón eða af því að þig dreymdi um það?“ „Nei, mig dreymdi alls ekki um að verða leikari. Það er sannleikur.” „Hvað hefur haft mest áhrif á þig sem leikhúsmann?” „Brecht —. Hann er snar þáttur í nútímaleikhúsi Svia í dag.“ „Hvað finnurðu í Brecht?” „Allt — næstum allt.“ „Er hann tízkufyrirbæri?” „Auðvitað ekki. Hann er fyrst og fremst raunsær og frjáls i hugsun.” „Hvað hefur annað mótað sænska leikhúsið?" „Strindberg, sem er og verð- ur sígildur.” „Hvers vegna er hann svo umdeildur?” „Hann segir sannleikann. Hann þekkir manneskjuna og hann er lifandi leikhúsmaður — vann við leikhús og var kvæntur leikkonu. Hann hafði innsæi inn í þjóðfélagið og mannfélagið. Hann kunni að byggja upp leikrit eins og sinfóníu, tónkviðu eða öllu heldur eins og byggingu (hús), þar sem allt er í samræmi, þrátt fyrir andstæður. Hann sagði einhverju sinni, að hann þyrði að ábyrgjast, að engu orði væri ofaukið hjá sér í leikritunum. Svo fór Peter að tala um ameríska leikritahöfundinn O’Neill, sem hann dáist að og nefndi þar sérstaklega „Long- day’s Journey into the Night”. Peter Blomberg er ráðinn við Stats Teater fram á sumar. „Ég hef hug á að sækja Is- Iand heim og setja þar á svið leikrit eða vinna að kvikmynd.” „Vertu velkominn, Peter.” Málmey, 17. janúar 1975. stgr. Samtal við Peter Blomberg, sænskan kvikmyndamann, leikhúsmann, um sænska leikritagerð og sænskt leikhús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.