Morgunblaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
56. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
„Fátt getur komið í veg fyrir árang-
ur af umleitunum dr. Kissingers”
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
— segir Sadat Egyptalandsforseti
Kaíró, Jerúsalem og
Ankara, 10. marz.
Reuter — AP — NTB.
HENRY Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandarfkjanna, gerði í dag
hlé á friðarumleitunum sfnum f
Miðausturlöndum og flaug til
Ankara, höfuðborgar Tyrklands,
til viðræðna við þarlenda ráða-
menn um lausn Kýpurdeilunnar.
Að sögn náinna samstarfsmanna
hans er ekki búist við miklum
árangri af þeirri ferð.
Aðra sögu er hins vegar að
segja um för hans um Miðaustur-
lönd, sem hófst í Aswan f Egypta-
landi á föstudag með viðræðum
við Sadat forseta, sem tðk á móti
Kissinger með virktum. Areiðan-
legar heimildir í Egyptalandi
hermdu í dag, að Sadat hefði sagt
við nánustu ráðgjafa sfna að hann
teldi litlar líkur á að nokkuð gæti
komið f veg fyrir að Kissinger
tækist að semja um enn frekari
brottflutning Israelshers frá her-
teknu svæðunum. Sadat hélt fund
um þessi mál með ráðgjöfum sfn-
um f Aswan f dag og sátu ritstjór-
ar egypzkra dagblaða einnig þann
fund. Telja fréttaskýrendur þetta
benda til, að egypzkir ráðamenn
vilji láta skrifa sem mest um mál-
ið og leggja áherzlu á bjartsýni
um góðan árangur hjá Kissinger.
Skv. heimildunum færði Sadat
ekki á fundinum rök fyrir þvf að
hann teldi vonirnar um árangur
svo góðar. Hann mun einnig hafa
sagt, að hann væri jafn viðbúinn
vonbrigðum.
Heimildir í Kaíró og Jerúsalem
herma, að helzta spurningin í
sambandi við þessi mál nú, sé
hvað Egyptar séu tilbúnir að gera
í staðinn fyrir brottflutning Isra-
elsherja. Sagt er, að Sadat hafi
alveg horfið frá möguleikanum á
að hann undirriti friðaryfirlýs-
ingu, en að hann muni hugsan-
Iega tilbúinn til að lofa, að Egypt-
ar muni ekki gera árás á Israel,
meðan áþreifanlega miði í friðar-
átt. Talið er að mál þessi muni
skýrast mjög á morgun, er Kiss-
inger kemur aftpr til Aswan og þá
með viðbrögð Israela við tillögum
þeim, sem hann fór með til Tel-
Aviv á laugardag frá Sadat.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að helzta bitbein Israela og
Egypta sé krafa Egypta um að
Israelar dragi sig frá fjallvegun-
um, sem ráða inngönguleiðinni i
Sinaieyðimörkina og einnig að
þeir láti af hendi olíulindirnar í
Abu Rudeis, sem Israelar náðu á
sitt vald i sex daga striðinu 1967
og þar sem þeir nú vinna helming
allrar sinnar olíu. Israelar munu
algerlega hafa vísað síðustu kröf-
unni á bug.
Sadat forseti hefur lýst því yfir
að hann muni ekki hvika frá
stefnu sinni í þessum málum og
ekki gera neina hliðarsamninga.
Með þessu er talið að hann hafi
átt við ágreininginn meðal Araba-
landanna um leiðir til varanlegs
friðar. Hins vegar hefur Sadat
lýst því ákveðið yfir, að ekki verði
gengið til neinna allsherjarsamn-
inga án þátttöku Palestínuaraba.
Anker Jörgensen við umræðurn-
ar I þinginu f gær ásamt Ib Stett-
er úr thaldsflokknum.
Efnahagsmálafrumvarp dönsku stjórnarinnar samþykkt:
Knud Frydenlund
Búist við stöðugleika í það
minnsta næstu 3—4 mánuði
□
□
Sjá grein á bls. 30
□
□
Kaupmannahöfn,
10. marz.
Frá Jörgen Harboe,
fréttaritara Mbl.
DANSKA þjóðþingið samþykkti f
kvöld með yfirgnæfandi meiri-
hluta frumvarp rfkisstjórnar
Ankers Jörgensens um heildar-
lausn efnahagsmála þjóðarinnar.
Stjórnmálafréttaritarar f Kaup-
mannahöfn segja að nú sé í fyrsta
skipti von um hlé á þvf pólitfska
og efnahagslega kreppuástandi,
sem ríkt hefur i Danmörku frá
því að stjórn Hartlings tók við
völdum í desember 1973. Telja
þeir að búast megi við stöðug-
leika í dönskum stjórnmálum f
það minnsta næstu 3—4 mánuði.
Sjá mátti viðbrögðin við frum-
varpinu í Kauphöllinni f Kaup-
mannahöfn f dag, er verðbréf
hækkuðu f verði um l'/í% áður en
frumvarpið hafði verið samþykkt.
Endanleg útgáfa frumvarpsins
var samþykkt á fundum i hinum
ýmsu þingnefndumáfundum yfir
helgina, sem stóðu nær látlaust
frá því á föstudagskvöld þar til í
morgun. Eins og áður hefur verið
skýrt frá, byggist frumvarpið á
sáttatillögu, sem sáttasemjari
lagði fyrir deiluaðilja á danska
vinnumarkaðnum í fyrri viku, en
báðar hliðar vísuðu á bug. Kjarni
laganna er að launa- og verðstöðv-
un verður rfkjandi í Danmörku
næstu tvö ár, en sérstakt tillit er
Sfmamynd AP.
Harold Wilson og Johannes M.den Uyl forsætisráðherra HoIIands á
fundinum f gær.
Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs:
Kekkonen áætlunina verður
að ræða í víðara samhengi
Oslo, 10.marz. NTB.
I RÆÐU, sem Knud Fryden-
lund, utanrfkisráðherra
Noregs, hélt á ársfundi norska
verkamannaflokksins f Þela-
mörk sl. laugardag gerði hann
að umtalsefni áætlun Uhros
Kekkonens um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlönd-
um sem síðast var hreyft af
Finna hálfu á þingi Norður-
landaráðs í Reykjavfk í
febrúar. Sagði Frydenlund að
um mál þetta yrði að fjalla á
vfðari grundvelli. Ef Norður-
lönd ættu að fhuga að binda sig
frekar, að því er kjarnorku-
vopn varðaði, yrði það að gerast
f stærra samhengi, til dæmis f
sambandi við að komið yrði á
kjarnorkuvopnalausum svæð-
um á öðrum stöðum f Evrópu.
Ráðherrann lagði á það
áherzlu, að Norðurlönd hefðu í
reynd alltaf verið kjarnorku-
vopnalaust svæði, þar sem
norska stjórnin hefði árið 1975
lýst þvf yfir, að hún mundi ekki
leyfa staðsetningu kjarnorku-
vopna á norsku landi og sömu-
leiðis vegna þess, að Norður-
lönd ættu aðild að samkomulag-
inu um takmörkun á dreifingu
kjarnorkuvopna.
Frydenlund sagði, að nú
skipti öllu meira máli að koma í
veg fyrir að kjarnorkukraftur-
inn, sem nú væri í vaxandi
mæli tekinn i notkun sem orku-
lind, yrði misnotaður i hern-
aðarlegum tilgangi. Væri það
hvöt til þess að efla fylgi sam-
komulaginu frá 1968 um tak-
mörkun á dreifingu kjarnorku-
vopna og til að bánna tilraunir
með kjarnorkuvopn.
Ráðherrann fjallaði einnig
um verndun olfuvinnslu-
stöðvanna undan Noregsströnd-
um, og sagði að það væri ekki
hlutverk fyrir Atlantshafs-
Framhald á bls. 35
tekið til hinna lægstlaunuðu. Er
þetta í fyrsta skipti i Danmörku,
sem laun og verðhækkanir eru
bundnar með lögum.
Skv. frumvarpinu fá nú allir
launþegar í Danmörku sömu vísi-
töluuppbót á laun. Fram til þessa
hafa þeir, sem lauriahæstir eru,
fengið tiltölulega meiri hækkun,
en lægstlaunaðir. Nú verður vísi-
talan sett 100 stig frá 1. janúar sl.
og hvert skipti, sem hún hækkar
um 3 stig verða laun hækkuð um
Framhald á bls. 35
Samkomu-
lag á EBE-
fundinum í
Dublin?
Dublin 10. marz. Reuter —
• NTB.
SEINT f gærkvöldi virtist, sem
leiðtogafundur EBE-rfkjanna í
Duhlin á trlandi hefði náð sam-
komulagi um málamiðlun f
endurskoðun á inngönguskilyrð-
um Breta í EBE. Miklar og harðar
umræðum urðu um þessi mál á
fundinum og reyndu leiðtogar
hinna EBE-rikjanna að fá Wilson
forsætisráðherra Breta til að lofa
að lýsa þvf yfir að hann styddi
persónulega þá lausn, sem endan-
lega yrði gengið frá.
Fréttir af fundinum hafa
annars vegar verið mjög litlar og
hann haldinn fyrir hraðluktum
dyrum. Hafa fréttamenn orðið að
réyna að sæta lagi til að ná tali af
ráðherrum, er þeir þurftu að
bregða sér út úr fundarsalnum.
Astæðan fyrir því að talið er að
málamiðlun hafi náðst er, að
Valery Giscard D’Estaing Frakk-
landsforseti féllst á að EBE
endurgreiddi Bretum hluta af
framlagi þeirra til bandalagsins.
Frakkar hafa fram til þessa staðið
Framhald á bls. 35