Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
Friðrik 12.-3. sæti
ásamt Spassky
KKIDRIK Olafsson tapaði í sírt-
us(u umferð Tallin-mótsins fyr-
ir Sovétmanninum Ivar Gipsils
og hafnarti í 2. til sæti ásamt
fyrrverandi heimsmeistara
Boris Spassky. I fyrsta sæti var
sovózki slórmeistarinn Paul
Keres, sem hlaut samtals UI'A
vinning. Friórik ok Spassky
hlutu \)‘A vinning hvor.
Stórmeistarar alls staóar aó
úr heiminum tefldu á mótinu,
svo o}> þrír alþ.jóólef'ir meistar-
ar. Knfíinn þeirra fókk þó næni-
lefja marjia vinnint;a til þess aó
öólast stórmeistaratiíín, en til
þess þurftu þeir 9 vinninea.
Tap Frióriks í þessari síóustu
umferó var eina tap hans á mót-
inu. Skók hans fór í hió oj> hann
«af hana án frekari tafl-
mennsku, enda var staóa hans
þá aó söen Tass-fréttastofunnar
oróin vonlaus.
I Ijóróa of> fimmta sæti móts-
ins voru þeir Bronstein frá Sov-
étríkjunum og Hort frá Tékkó-
slóvakíu með 9 vinninga hvor. I
sjötta sæti var Gipsils með 8‘A
vinning. I sjöunda til níunda
sæti voru Bandaríkjamaðurinn
Lombardy. Júgóslavinn
Marovie og Rússinn Nei með 8
vinninga hver. í tíunda og ell-
efta sæti voru Taimanov frá
Sovétríkjunum og Espig frá
Austur-Þýzkalandi með 7'á
vii.ning hvor. I tólfta og þrett-
ánda sæti voru Ungverjinn
Lendyal og Rússinn Rytov með
5‘á vinning hvor. 1 fjórtánda og
fimmtánda sæti voru Finninn
Rangtanen og Rússinn Kyarner
meó 5 vinninga hvor og loks var
Kúbumaóurinn Hernandez með
4 vinninga í sextánda sæti.
Morgunblaóió reyndi árang-
urslaust að ná tali af Friðriki
Olafssyni I gær, en þaó tókst
ekki. Hins vegar mun hann
ekki fara frá Tallin fyrr en á
mióvikudag, þar eó svo stendur
á feróum frá borginni.
— Ljósm.: Sv. Þorm.
Bandalag starfsmanna rfkis og bæja gekkst I gær fyrir mótmælafundi f Háskólabíói, þar sem mótmælt
var kjaraskerðingunni, sem orðið hefur undanfarin misseri. Fjölmenni var á fundinum, svo sem sést á
þessari mynd.
Smjör og kjöt hækka
um 22—28 krónur
FRAMLEIÐSLURÁÐ
landbúnaðarins auglýsti sl.
lai„öi*rdagskvöld breytingu
á verði landbúnaðarvara,
sem gildi tók í gær. Að
sögn Sveins Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðsins eru ástæður
Ennþá mokloðnuveiði
(ilFURLKG loðnuveiði var alla
helgina og enn f gærkvöldi.
Skipin fylltu sig jafnóðum og þau
komu út og mesta vandamálið var
eins og endrana'r, hvar átti að
losa aflann. A Suðvesturlandi
losnar lítiðsem ekkert þróarrými
fyrr en á miðvikudag—fimmtu
dag, en þá losnar ,'iOUO lesta pláss
f Norglobal og ýmsar smugur
mvndast á öðrum stöðum. Frá því
á hádegi á laugardag og fram til
kl. 17 í gær höfðu alls 60 skip
María Maack látin
MARlA Maaek, fyrrv. yfirhjúkr-
unarkona Farsóttarhússins I
Revkjavík er látin, 85 ára að
aldri. María var sterk og sér-
kennileg persóna og landsþekkl
f.vrir slörf sfn að félagsinálum og
hjúkrunarniáluni. Ilún stundaði
hjúkrunarstörf f 55 ár, lengsl af
sem forstöðuniaður Farsótlar-
hússins I Re.vkjavfk. Var ráðin til
horgarinnar 1918 rétt um það
le.vti seni Spænska veikin herjaði.
Farsóttarhúsið rak hún f 25 ár, til
1. október 1964.
María lagói lió niörguiii þjóð-
þrifaniáluni og starfaói í ýnisuni
félögum. Ilún var einn af stofn-
endum Sjálfstæðiskvennafélags-
ins Hvatar 1937 og tók við for-
mennsku i þvi af Guðrúnu Jónas-
son. 18 ár var hún gjaldkeri og 13
ár formaður í Vestfirðingafélag-
inu, í Sálarrannsóknafélagi Is-
lands frá stofnun, svo og í Ferða-
félagi Islands og Slysavarnafélagi
lslands. Hún var sæmd fálkaorð-
unni fyrir félagsstörf 1968.
Marfa var fædd að Stað I
Grunnavik 21. október 1889, dótt-
ir Péturs Maack Þorsteinssonar
bónda þar og konu hans Vigdísar
Kinarsdóttur.
tilkynnt um afla til Loðnunefnd-
ar með samtals 21420 lestir. Lang-
flest skipin sigldu til Austfjarð-
ahafna, en nokkur fóru til Vest-
mannaeyja.
Þessi skip tilkynntu um afla:
Keflvíkingur 220 lestir, Náttfari
250, Sæberg 270, Albert 300,
Magnús 240, Þorsteinn 330, Arn-
arnes 240, Sæunn 160, Arsæll Sig-
urðsson 240, Rauðsey 400, Hag-
barður 170, Guðmundur 750, Ás-
geir 360, Bjarni Ólafsson 290,
Dagfari 260, Eldborg 550, Helga
240, Gunnar Jónsson 150, Ólafur
Sigurðsson 210, Álsey 150, Flosi
220, Sandafell 220, Loftur Bald-
vinsson 520, Sveinn Sveinbjörns-
son 170, Ólafur Magnússon 200,
Pétur Jónsson 350, Guðrún 100,
Hamravík 150, Skinney 250,
Álftafell 250, Ljósfari 240, Víðir
NK 270, Þórður Jónasson 340,
Skírnir 300, Faxi 220, Þorri 170,
Harpa 350, Gullberg 400, Huginn
420, Flosi 150, Heimir 400, Hilmir
370, Sigurbjörg 250, Fífill 500,
Víðir AK 230, Ásberg 380, Bjarni
Ólafsson 180, Skógey 240, Faxa-
borg 550, Gisli Arni 480, Reykja-
borg 500, Svanur 320, Helga 2 320,
Jón Garðar 300, Sigurður 1000,
Helga Guðmundsdóttir 450, Héð-
inn 400, Lundi 210, Súlan 600, og
Börkur 750 lestir.
þessara breytinga fólgnar í
verðhækkunum ýmissa
rekstrarvara í verðgrunn-
inum, svo sem fóðurbætis
sem hækkað hefur um 27%
frá því síðast var verðlagt,
verðhækkunar á bensíni,
olíu og rafmagni, svo að
eitthvað væri nefnt.
Sveinn kvað hækkunaráhrif
þessara rekstrarvara á verð-
grunninn vera 5,62%. Verð á ný-
mjólk breytist þó ekki vegna auk-
inna niðurgreiðslna úr rikissjóði.
Yfirleitt er smásöluverðshækkun-
in milli 6—7% og er innifalinn
söluskattshækkun á kjöti um 1%
en annars er hækkuninni haldið
sem næst 6% með breytilegum
niðurgreiðslum að sögn Sveins.
Sölulaun til smáverzlana á kjöti
hækka um 2,5% að krónutölu en
lækka í raun miðað við prósentu-
álagningu.
Eins og áður segir hækka niður-
greiðslur úr rikissjóði i nokkrum
tilfellum, og nefndi Sveinn
Tryggvason sem dæmi að niður-
greiðslur á mjólk hækkuðu um
2,78 kr. á hvern lítra og um 15 kr.
á hvert kíló af smjöri, um kr. 2,70
á hvert kíló kindakjöts í fyrsta
verðflokki og aðrir verðflokkar
hlutfallslega eftir því. Ef litið er á
einstakar vörutegundir kemur I
ljós að súpukjöt (frampartar og
síður) hækka nú úr kr. 301 í 322
eða um 21 krónu, sem er 6,97%,
læri hækkar úr 341 kr. kílóið i 363
eða um 22 kr. sem er 6,45%,
hryggir úr kr. 351 i 373 — um 22
kr. eða 6,27%, peli af rjóma úr kr.
77 I 82 eða um 5 kr. sem er 6,40%
hækkun, smjör hækkar úr 463 kr.
í 491 eða um 28 kr., sem er 6,05%
hækkun, og loks hækkar 45% ost-
ur úr kr. 445 I 470 kr. kilöið eða
um 25 kr. sem er 5,62%. Þá er að
geta þess að mjólk I einslítraum-
búðum hækkar um 2 kr. og stafar
það af því að verið er að leiðrétta
umbúðaverðið sjálft.
Fimm fluttir á sjúkra-
hús eftir árekstur
FIMM manns voru flutt á sjúkra-
hús eftir harðan árekstur á mðt-
um Vesturlandsvegar og Reykja-
vegar I Mosfellssveit milli kl. 14
og 15 á sunnudaginn. Fólkið var
misjafnlega mikið slasað, og einn
piltur liggur enn á sjúkrahúsi.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að Cortina, sem i voru 4
feðgar á leið á skíði í Skálafell,
var á vesturleið en Fiat bifreið
með tveim mönnum kom eftir
Reykjavegi frá Reykjalundi og
beint út á Vesturlandsveg. Skipti
það engum togum að bilarnir
skullu saman. Samtals voru i bíl-
unum 6 manns, en 5 voru fluttir á
sjúkrahús eins og fyrr segir, flest-
ir illa marðir og skornir.
Þetta er annað meiriháttar slys-
ið sem verður á þessum gatnamót-
um á einu ári.
Mikill stuðningur við 200
mílurnar í fulltrúadeildinni
Þolinmœði þingmanna á þrotum
Frá blaðamanni Mbl.
i Waslnngton, Geir Haarde,
10. niarz.
IINDIRNKFNI) siglinga- og
fiskintálanefndar fulltrúa-
deildar Bandarfkjaþings byrj-
aði I dag opnar umrædur um
efni frumvarpa, sem lögð hafa
verið fram I deildinni og fjalla
á einn eða annan hátt um
verndun fiskstofna við strend-
ur Kandaríkjanna.
Um er að ra'ða alls 19 frum-
vörp uni þessi inál og skiptast
þa11 í 6 nieginhópa eftir fisk-
verndunarráðstöfunum.
Stærsti hópurinn 8 samhljóða
frumvörp, gerir ráð fyrir ein-
hliða útfa-rslu bandarfsku fisk-
veiðilögsögunnar, sem verði í
gildi þar til samkomulag sem
kann að nást á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna I
Genf hefur verið fullgilt.
Fyrirferðarmest þessara
frumvarpa er frumvarp þing-
mannsins Gary Studds frá
Massachusetts, en það er sam-
hljóða frumvarpi þvi, sem öld-
ungadeildin samþykkti í des-
ember sl. og kennt er við Warr-
en Magnusson, þingmann frá
Washingtonríki. Alls hafa 110
af 435 í fulltrúadeildinni gerst
meðflutningsmenn að frum-
varpi Studds, þ.á m. Peter Rod-
ino, formaður dómsmálanefnd-
ar fulltrúadeildarinnar. sem
frægð hlaut i Watergateyfir-
hevrslunum á sl. sumri.
Studds þingmaður sagði í
samtali við Mbl. í gær, að hann
gerði sér góðar vonir um að
frumvarpið fengi afgreiðslu úr
nefndinni á næstu vikum og
kæmi til kasta deildarinnar
allrar að afgreiða málið. „Við
höfum atkvæðin í fulltrúadeild-
inni allri,“ sagði Studds, „og
Ieggjum áherzlu á að koma
frumvarpinu gegnum þing-
nefndina. Horfur á framgangi
þessa mikilvæga máls eru nú
betri en nokkru sinni fyrr og ef
þrýstingurinn er nægilega mik-
ill má e.t.v. koma í veg fyrir að
Ford forseti beiti neitunarvaldi
sínu gegn þessu máli.“
1 umræðunum fyrir nefnd-
inni báru m.a. vitni 5 þingmenn
frá ríkjum þar sem fiskveíðar
eru mikilvæg atvinnugrein. Bar
þeim öllum saman um að þolin-
rnæði fiskimanna og þeirra
sjálfra væri senn á þrotum og
væri ástandið komið á það stig
að margir vopnuðu nú báta sína
á miðunum við Nýja England,
til að verjast sivaxandi veiðar-
færatjóni af völdum erlendra
veiðiskipa. Kom fram í máli
þingmanna, að afli á miðum
bandarískra sjómanna hefur
stórminnkað á undanförnum
áratug. Þannig gat Cohen þing-
maður frá Maine þess m.a. að
bolfiskafli sjómanna i Maine-
riki hefði minnkað um meira
en helming á árunum 1960—
1973.
Talsmenn bandaríska
utanríkisráðuneytisins mæltu
harðlega gegn hvers kyns ein-
hliða aðgerðum af hálfu Banda-
ríkjanna í umræðunum i dag.
John Norton Moore, varafor-
Framhald á bls. 35
Heildaraflinn
386 þús. lestir
ÞRETTÁN skip höfðu i gær-
kveldi tilkynnt loðnuafla og var
samanlagður afli þeirra 5.960 lest-
ir. Heildaraflinn frá upphafi
loðnuvertíðar var þá orðinn
386.500 lestir, en var á sama tíma
í fyrra um 370 þúsund lestir. Hef-
ur þá verið dreginn frá sá afli,
sem loðnuskipin þurftu að dæla í
sjó í fyrra vegna þess að allt þró-
arrými var fullt og loðnan farin
að skemmast í bátunum vegna of
mikillar löndunarbiðar.
Úr allri lífshættu
LlÐAN stúlkunnar, sem varð fyr-
ir bifreið á Kleppsvegi skömmu
fyrir helgi, var eftir atvikum góð
I gær og var stúlkan talin úr allri
lffshættu.
Hvatarfundur
um málefni aldr
aðra í kvöld
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenn
efnir til fundar um málefi
aldraðra I kvöld.
Frummælendur verða Péti
Sigurðsson alþingismaður c
Geirþrúður H. Bernhöft, ellimál
fulltrúi Reykjavíkurborgar.
Fundurinn verður haldinn
Hótel Esju og hefst kl. 20.30.
Aðgangur er öllu sjálfstæði
fólki heimill.