Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
„Ef Reykjavík á þá nokkurn þingmann..
Hlutur Reykjavíkur
þéttbýlisvegafé skertur?
Albert
Guðmundsson.
1
Frumvarp til laga um Vegalög
var til 3. umræðu I efri deild
Alþingis I gær ásamt tillögu sam-
göngunefndar deildarinnar, þess-
efnis, að halda skuli eftir 25% (í
stað 10% áður) af tilteknu ráð-
stöfunarfé Vegasjóðs til afmark-
aðra verkefna. Breyting þessi fel-
ur m.a. f sér, að hlutur Reykjavfk-
ur f þéttbýlisvegafé skerðist um
17—20 m.kr. á árinu 1975, enda
þótt 40% af tekjum Vegasjóðs
komi frá bifreiðum Reykvíkinga,
Albert Guðmundsson (S) mót-
mælti þessari breytingu einarð-
lega og lagði til, með sérstakri
Þingfréttir
í stuttu máli
Samræmd vinnsla
sjávarafla
Krumvarp um ofanskráð efni,
sem verið hefur í meðferð neðri
deildar frá því síðla liðins árs og
skiptar skoðanir eru um í þingliði
Sjálfstæðisflokksins, var enn á
dagskrá neðri deildar í gær. Lauk
þá annarri umræðu frumvarps-
ins. Atkvæðagreiðslu var frestað,
en eftir henni var beðið með
nokkurri eftirvæntingu.
Landhelgissamningurinn
vid Breta
Guðlaugur Gfslason (S) tók
einn til máls um frumvarpið um
samræmda vinnslu og veiðar sjáv-
arafla. Vakti hann m.a. athygli á
skrifum Þjóðviljans um skiptar
skoðanir sjálfstæðismanna um
þetta mál. Minnti hann á að þing-
menn Alþýðubandalagsins og
Þjóðviljinn hefðu vikufn satnan
hamast gegn samningum víð
Breta um veiðar í íslenzkn land-
helgi. Þessar skoðanir hefðu síð-
an verið barðar niður í Alþýðu-
bandalaginu og þingmenn þess
greitt atkvæði með samningnum
við Breta. I Sjálfstæðisflokknum
gengdi öðru máli. Þar hefðu þing-
menn frjálsar hendur um afstöðu
til mála, eftir sannfæringu hvers
og eins. Þessi mismunur á skoð-
anafrelsi þingmanna, sem skildi
þesSa líku flokka að, bæði þá og
nú, sýndi þó öllum landsmönnum
afstöðumun, er vissulega væri
verðugt athugunar- og íhugunar-
efni.
Landshlutasamtök
Lárus Jónsson (S) mælti fyrir
frumvarpi sínu til breytinga á
Sveitarstjórnarlögum, er fjallar
um væntanlegan lagagrundvöll
landshlutasamtaka. Frumvarpi
þessu verða gerð nokkur skil á
þingsíðu siðar.
Áburöarverksmiðja
á Norðurlandi
Stefán Jónsson (K) mælti fyrir
þingsályktunartillögu um áburð-
arverksmiðju á Norðurlandi, er
reist skuli I N-Þingeyjarsýslu og
nýta raforku frá Kröfluvirkjun.
Nokkrar umræður urðu í deild-
inni, sem að hluta til fjölluðu um
fyrirhugaða járnblendiverk-
smiðju á Grundartanga i Hval-
firði.
Matvæli og söiuskattur:
Magnús Kjartansson (K) og Eð-
varð Sigurðsson (K) mæltu fyrir
frumvarpi sínu um afnám sölu-
skatts af matvælum. Töldu þeir
slíka ráðstöfun eða sambærilega
lækkun beinna skatta á láglauna-
fólk, nauðsynlegt innlegg i yfir-
standandi kjarasamninga.
tillögu, að fjármagn til af-
markaðra verkefna skyldi áfram
midast vio 10%. Tillaga Alberts
var felld með 13 atkvæðum gegn
4. Frumvarpið I heild var síðan
samþykkt til neðri deildar.
t ræðu sinni vitnaði Albert
Guðmundsson m.a. til umsagnar
borgarverkfræðings I Reykjavík,
sem hér fer á eftir:
„Fyrir Alþingi liggur nú tiiiaga
til breytingar á vegalögum í þá átt
að skerða hlut Reykjavikurborgar
í fé, sem ætlað er til þjóðvega i
þéttbýli. Reglugerð frá 27. desem-
ber 1973 ákveður hvaða vegir inn-
an þéttbýlis skuli teljast þjóð-
vegir i þéttbýli. í Reykjavík eru
þetta Eiðsgrandi frá mörkum Sel-
tjarnarnesshrepps að Hringbraut,
Hringbraut, Miklabraut og Vest-
uriandsvegur að Höfðabakka,
Kringlumýrarbraut frá Sætúni að
Fossvogslæk, Sætún, Kleppsveg-
ur, Elliðavogur og Reykjanes-
braut að Breiðholtsbraut, Foss-
vogsbraut frá Hringbraut við Sól-
eyjargötu sunnan Öskjuhlíðar um
Fossvogsdal að Höfðabakka,
HÖfðabakki frá Vesturlándsvegi
að Breiðholtsbraut og Bæjarháls
frá Höfðabakka að Tunguhálsi.
Þarna er um að ræða allt aðal
vegakerfi Reykjavíkurborgar inn-
an skipulagssvæða aðalskipulags
frá 1965 að undanskilinni Gqirs-
götubrú að því er virðist.
Þjóðvegakerfi þetta er ekki
nándar nærri fullbyggt og sá hluti
þess, sem gerður hefur verið þarf
nú á næstu árum verulegra end-
urbóta við til þess að geta annað
vaxapdi umferð og má þar nefna
Miklubrautina frá Háaleitisbraut
að Miklatorgi, sem breikka verður
innan tíðar í 6 akreinar, og um-
ferðarmannvirki á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar svo eitthvað sé nefnt í þvi
efni, í öðru lagi vantar inn í kerf-
ið enn sem komið er veigamiklar
umferðargötur algerlega, eins og
Fossvogsbrautina, og Elliðavogur-
inn og Sætúnið eru að mestu leyti
ógert. Svo að einhverjar tölur séu
nefndar má slá þvi föstu, að um-
ferðarmannvirkið á gatnamótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar muni kosta um 200 millj.
kr., en þessi gatnamót eru mikil-
vægustu gatnamót í öllu umferð-
arkerfi landsins, en Kringlumýr-
arbraut fiytur nú alla umferð frá
gervöllu Reykjanesi og þéttbýlis-
svæðum sunnan Reykjavíkur inn
á þjóðvegakerfið í heild. Núr
verandi skipting tekna vegasjóðs
til þjóðvega í þéttbýli er þannig,
að 12'/2% af tekjum vegasjóðs
eiga að renna til þjóðvega í þétt-
býlí. Ráðherra er þó heimilt að
undanskilja það fé, sem renna á
til hraðbrauta, hverju sinni. Af
því sem þá er eftir skal taka 10% í
niMnci
sjóð, sem fer til úthlutunar til
afmarkaðra verkefna, sem flýta
þarf hverju sinni. Framkvæmdir,
sem fjármagnaðar hafa verið með
þessum fjármunum, eru meðal
annars Suðurlandsvegur í gegn-
um Selfoss, Gjáin í Kópavogi, og
eru þetta stærstu verkin þar.
Samkvæmt vegaáætlun fyrir árið
1975 eru markaðar tekjur af
bensingjaldi, þungaskatti og
gúmmígjaldi 2.250 millj. kr. og
sérstakt ríkisframlag til vegasjóðs
380 millj. kr. Samtals 2.630 millj.
kr. Fé, sem renna á til hraðbrauta
utan þéttbýlissvæða, er 590 millj.
kr., þannig að eftir verða þá 2.040
millj. kr. til skipta. 10% frádregin
til hins sérstaka sjóðs skilja eftir
1.836 millj. kr. Skiptingin til þétt-
býlisstaða fer síðan eftir íbúða-
tölu, og eru þá meðtaldir þéttbýl-
isstaðir, sem hafa 300 ibúa eða
fleiri, og var skiptingin eftir
manntali 1. desember 1973
þannig, að Reykjavík taldist hafa
84333 íbúa, en þéttbýlisstaðir með
300 íbúa eða fleiri höfðu í heild
182800 íbúa. Þannig átti Reykja-
vík 46.13% af því fé, sem til
skipta kemur og gerir það sam-
kvæmt áætlun Vegagerðar ríkis-
ins því um 105,6 millj. kr. á árinu
1975. Frumvarp það, sem fyrir
Alþingi liggur til breytingar á
þessu, fjallar um það, að í stað
10% frádráttar á skiptafénu komi
25%, og síðan sú breyting, að
þéttbýlisstaðir skuli teljast kaup-
staðir og kauptún með yfir 200
íbúa í stað 300 áður. Breyting
þessi mundi því muna Reykjavik-
urborg tæpuml7 millj. kr. á árinu
1975 og með tilliti til þeirra brýnu
verkefna, er við okkur blasa á
þjóðvegum í þéttbýli í Reykjavík,
og með tilliti til þess, að liðlega
40% af tekjum vegasjóðs koma
frá bifreiðum Reykvíkinga, tel ég
að þingmenn Reykjavikur, ef
Reykjavík á þá nokkra þingmenn,
ættu að beita sér fyrir þvi, að
þessi tillaga verði felld á hæst-
virtu Alþingi."
Einar Ágústsson (F) mælti og
gegn frumvarpinu, taldi rangt að
skerða hlut Reykjavíkur meir en
orðið væri: mestur hluti tekna
vegasjóðs væri frá Reykvíkingum
kominn, mörg kostnaðarsöm verk
í samgöngumálum væru óleyst i
Reykjavík og vegakerfi borgar-
innar væri nýtt af mun fleirum en
borgarbúum sjálfum.
Halldór E. Sigurðsson (F)
talaði hinsvegar fyrir frum-
varpinu og breytingartillögum
samgöngunefndar, sem að framan
greinir; taldi bæði rétt og hyggi-
legt að dreifa þessu fjármagni
meir en gert væri skv. núgildandi
lögum, þó brýningar borgarverk-
fræðings í garð Reykjavíkurþing-
manna hefðu, af skiljanlegum
ástæðum áhrif á afstöðu Alberts
Guðmundssonar og utanríkis-
ráðherra.
Einar Ágústsson (F) talaði
síðastur í umræðunni (og flutti
etv. stytztu þingræðu i sögu
Alþingis): „Ég mun ekki deila við
„kollega" minn um, hvor okkar sé
meiri kjördæmisþingmaður. Eg
hygg að hann standi fyllilega fyr-
ir sínum hlut i því efni.
Sparnaður gjaldeyris
og efling útflutnings
LÁRUS Jónsson (S) og Sverrir
Hermannsson (S) flytja tillögu
til þingsályktunar, þess efnis, að
fela ríkisstjórninni i samráði við
samtök iðnaðarmanna, iðnrek-
enda og iðnverkafólks, að kanna
leiðir til þess að hvetja aimenn-
ing, m.a. í ríkisfjölmiðlum, til
aukinna kaupa og ney/.lu á vör-
um, sem framleiddar eru í land-
inu, og jafnframt að leita leiða til
þess að auka sölu á íslenzkum
afurðum erlendis með því að end-
urskipuleggja utanríkisþjónust-
una, samræma og efla starfsemi
þeirra aðila, sem fást við sölu
fslenzkra afurða erlendis.
1 rökstuðningi með frumvarp-
inu segja flutningsmenn m.a.:
Lárus Jónsson alþingismaður.
Mesta rýrnun á viðskiptakjör-
um, sem orðið hefur frá striðslok-
um, skall yfir þjóðina á árinu
1974. Vísitala viðskiptakjara, sem
var i ársbyrjun um það bil 123
stig miðað við 100 að meðaltali á
árinu 1972, fór niður undir 90 stig
á síðasta ársfjórðungi 1974. Þetta
er viðskiptakjararýrnun á einu
ári sem nemur yfir 30%. Svo að
nefnd séu dæmi varð olíuhækk-
unin slík, að sama magn, sem ís-
lendingar keyptu af sovétmönn-
um af olíu á árinu 1973 og kostaði
þá um það bil 1600 millj. kr.,
kostaði á árinu 1974 nálægt 4400
millj. kr. Stórfelld verðlækkun
varð á sjávarafurðum erlendis
samtímis og hélt auk heldur
áfram eftir 1. jan. 1975, svo að
talið er jafngildi 8—40% verð-
lækkunar frá áramótum.
Flestir munu sammála um, að
alvarlegasta hlið þessa vanda,
þegar kjör allrar þjóðarinnar
versna með svo skjótum og stór-
felldum hætti, sé sú staðreynd, að
sáralitiil gjaldeyrisvarasjóður var
til þegar áföllín skullu yfir, þrátt
fyrir nýafstaðin góðæri til lands
og sjávar, sem eru þau hagstæð-
ustu að því er varðar uppskeru,
afla og verð á sjávarafurðum, er
þjóðin hefur lifað. Gjaldeyrissjóð-
urinn er nú þorrinn og horfur eru
mjög tvísýnar vegna viðskipta-
kjararýrnunar, að greiðslujöfnuð-
ur við útlönd náist á yfirstand-
andi ári, þrátt fyrir nýafstaðna
gengisbreytingu og fyrirhugaóar
erlendar lántökur til fram-
kvæmda, sem spara eða auka
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður.
gjaldeyriseign þjóðarinnar. Þegar
svo er komið er augljóst, að efna-
hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar
er hætt, breyti hún ekki lifnaðar-
háttum sinum um sinn og aðhalds
og sparnaðar verði gætt, bæði í
opinberum rekstri og hjá ein-
staklingum.
Þegar þannig er ástatt, er ein-
sýnt að finna þarf leiðir til þess að
spara gjaldeyri og efla útflutn-
ingsstarfsemi. Rétt gengisskrán-
ing er grundvallarforsenda fyrir
því að slíkt megi takast. Á hinn
bóginn er unnt og raunar nauð-
synlegt að fylgja áhrifum fpngis-
breytingarinnar eftir í þessu efni,
þ.e.a.s. með gjaldeyrissparandi
aðgerðum og aukinni sölustarf-
semi á íslenskum afurðum erlend-
is.
Siðan vara flutningsmenn við
einhliða höftum í þessum til-
gangi, sem auðveldara sé að koma
á en afnema, hamli eðlilegri upp-
byggingu atvinnulífsins, leiði til
kjaraskerðingar þegar fram í
sæki og hafi um langt árabil eftir
síðari heimsstyrjöldina átt sinn
þátt í þvi hvað Islendingar urðu
öðrum þjóðum seinni að koma á
efnahagslegum framförum hjá
sér.
„Þær aðgerðir, sem koma helzt
til greina, eru, að stjórnvöld hafi
forgöngu um samstarf milli ís-
lenzkra iðnrekenda, iðnaðar-
manna og iðnverkafólks og rétti
þessum aðilum örvandi hönd um
að efla almenna upplýsingastarf-
semi um islenzkar iðnaðarvörur
og hvetja fólk til þess að kaupa
íslenzka framleiðslu...“ „Fyrir-
greiðsla hins opinbera gæti að
verulegu leyti falist í því, að
opinberir fjölmiðlar tækju að sér
slíka upplýsinga- og auglýsinga-
starfsemi gegn vægu gjaldi."
Þá benda flu-tningsmenn á það i
greinargerð að nýta megi utanrík
isþjónustuna betur en nú er gert
til markaðöflunar, m.a. með starf
semi viðskiptafulltrúa á þeim
svæðum, þar sem við höfum
mestra hagsmuna að gæta, sem og
með samhæfðri sölustarfsemi
þeirra aðila, er að útflutningi ís-
lenzkrar framleiðslu víqíki.